Morgunblaðið - 03.02.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 23
133
-Vm
GERRY Marsden
er enn í fínu formi
eins og sjá má á
myndinni sem tekin
var í garðinum við
hús hans handan
Merseý-fljóts í
Liverpool. Á inn-
felldu myndinni má
sjá hann í sjdn-
varpsþætti árið
DUMBÓ og Steini á sviðinu á Hótel Sögu, en höfuðvígi þeirra var þó Glaumbær.
ÆT
EG var stundum spurður hvort mér væri
sama þótt stelpurnar rifu utan af mér
fötin,“ segir Gerry Marsden, höfuðpaur
hljómsveitarinnar Gerry and the Pacemakers
sem naut mikilla vinsælda víða um heim á
sjöunda áratugnum. „Eg svaraði þessu auðvi-
tað játandi því það voru þær sem borguðu
fötin og gátu því gert við þau það sem þeim
sýndist."
Gerry Marsden er fæddur og uppalinn í
Liverpool, eins og félagar hans í hljóm-
sveitinni, en hún kom fram á sjónarsviðið um
svipað leyti og Bítlarnir og sló í gegn, þótt
ekki næði hún að skáka þessari vinsælustu
hljómsveit allra tíma. Gerry and the
Pacemakers áttu samt nokkur lög í toppsæt-
um vinsældarlista víða um heim, eins og til
dæmis How do you do, I like it, Ferry Cross
the Mersey og það voru þeir sem hljóðrituðu
þekktustu útgáfu af baráttusöng Liverpool
F.C. knattspyrnufélagsins, You Never Walk
Alone sem leikið er við hátíðleg tækifæri á
Anfíeld Road.
Gerry er enn að spila og hann kom meðal
annars hingað til lands með hljómsveit sína
um miðjan- síðasta áratug og lék á
skemmtistaðnum Broadway í dagskrá sem
kölluð var „Innrás sjöunda áratugarins á
Broadway", þar sem fleiri breskar popp-
hljómsveitir komu fram. Gerry þótti þá sanna
að hann hefði engu gleymt. Og eftir rúma viku
verður frumsýndur í Liverpool Playhouse nýr
söngleikur sem ber heitið Ferry Cross the
Mersey sem fjallar um frægðarferil hans á
sjöunda áratugnum, þegar augu og eyru alls
heimsins beindust að Liverpool. Gerry verður
þar sjálfur í hlutverki sögumanns og mun það
vera einsdæmi að sviðsettur er söngleikur,
sem byggður er á ferli lifandi poppstjörnu,
með hana sjálfa í aðalhlutverki.
Gerry hefur verið kvæntur í yfír 30 ár og á
tvö uppkomin börn og nokkur hús á víð og
dreif um Bretlandseyjar, þar á meðal á eyju
undan strönd Wales, þar sem hann skrifaði
endurminningar sínar, sem söngleikurinn
byggist á.
KIWANISFÉLAGINN - Sigursteinn
Hákonarson í ræðustól.
starfað mikið fyrir íþróttahreyfinguna á
Akranesi. Steini er þó ekki hættur að syngja þvi
fyrir tveimur árum hóf hann söngnám hjá
Sigurði Bragasyni í Tónlistarskólanum á
Akranesi og kvaðst hafa mjög gaman af. Hann
hefur líka sungið með kirkjukórnum og er liðs-
maður í sönghópnum Sólarmegin, sem vakið
hefur athygli víða um land fyrir lipran og
skemmtilegan flutning.
Steini er kvæntur Sesseliu Hákonardóttur og
eiga þau fjögur börn: Hákon, 30 ára, sem er í
framhaldsnámi í sálfræði í Danmörku, Júlíu, 25
ára háskólanema í Þýskalandi, Sigurð Þór, 24
ára, sem stundar nám í iðjuþjálfun í Danmörku
og Guðrúnu, 17 ára nema á Akranesi og enn í
foreldrahúsum.
Steini
í Kiwanis
Æ
EG man vel eftir Gerry and
the Pacemakers. Við
tókum nokkur lög með
þeim, eins og til dæmis I like it og How do you
do, og einhver fleiri ef ég man rétt,“ sagði
Sigursteinn Hákonarson á Akranesi, sem
þekktur var hér á árum áður sem „Steini í
Dumbó“.
Hljómsveitin Dumbó og Steini var í hópi vin-
sælustu hljómsveita landsins á sjöunda
áratugnum og enn má heyra á öldum ljós-
vakans lög sem þeir hljóðrituðu á sínum tíma,
eins og lagið Angelia, sem reynst hefur eitt vin-
sælasta dægurlag á Islandi fyrr og síðar. Steini
var aðeins fimmtán ára þegar hann gekk til liðs
við Dumbó, sem þá var skólahljómsveit
Gagnfræðaskólans á Akranesi. Fyrsta opin-
bera ballið þeirra var í Borgarnesi og þar slógu
þeir svo rækilega í gegn að þeir voru ráðnir út
sumarið. Hróður þeirra spurðist fljótt út og
þeir troðfylltu pamkomuhúsin um allt land
árum saman. A þessum árum nam Steini
rafvirkjaiðn og starfar nú sem rafvirkjameis-
tari á Akranesi.
Eftir að Steini hætti í hljómsveitar-
bransanum sneri hann sér að félagsmálum og
hefur meðal annars tekið virkan þátt í Kiwanis-
hreyfingunni og var forseti Kiwanisklúbbsins
Þyrils á Akranesi um skeið. Hann hefur einnig
ÞYRiLL
AKRANESí
r - Stórlœkkað verð
PottaDlönt
Frjálst val!
Pottaplöntur
Allar pottaplöntur á útsölu
Bastvörur
Körfur - aðeiris eitt verð !
afsláttur!
anar
Leirpottar
Lítið gallaðir Malasíupottar.
Stórlækkað verð!
ZíJtHú s