Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðskiptaráðherra á Alþingi 011 skilyrði fyrir hendi til að vextir geti lækkað Morgunblaðið/RAX Niður með grýlukertin ÞAÐ tilheyrir vetrarverkum hús- eigenda og umsjónarmanna fast- eigna að brjóta grýlukerti og steypa niður snjóhengjum sem annars gætu orðið vegfarendum skeinuhættar. Þeir sem ekki sinna þessari skyldu geta kalláð yfir sig sektir og geta orðið skaðabótaskyldir ef tjón verður rakið til vanrækslu þeirra. Lög- reglan í Reykjavík gekk í nokkur hús við Laugaveg um helgina og benti húsráðendum á þessa skyldu og þá hættu sem vegfar- endum um Laugaveg stafaði af grýlukertum en sá sem brýtur grýlukerti á myndinni hér að ofan beið þó ekki eftir slíkri brýningu áður en hann hófst handa. ----» ».4---- Höfrungur vélarvana í höfninni HÖFRUNGUR III varð vélar- vana inni í Akraneshöfn um níuleytið í gærkvöldi. Hafn- sögubáturinn . kom skipinu aftur að bryggju en það var komið út fyrir Sementsgarð- inn þegar vélin kæfði á sér. í fyrstu var óttast að eitt- hvað hefði farið í skrúfuna en síðar var líklegra talið að olíustífla hefði valdið þessu. Ráðgert var að skipið færi á bolfiskveiðar í nokkra daga áður en það hæfí loðnuveiðar og frystingu um borð. BANKARNIR voru á Alþingi í gær gagnrýndir fyrir að hækka vexti sína um helgina og sagði viðskipta- ráðherra að öll skilyrði ættu að vera fyrir hendi til að vextir lækkuðu. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Finn Ingólfsson viðskiptaráðherra í fyrir- spurnatíma með hvaða hætti hann ætlaði að taka upp viðræður við bankastofnanir og greiða þannig fyrir því að vextir lækkuðu að nýju. Einar sagði að öll efnahagsleg skil- yrði væru fyrir hendi svo vextir gætu lækkað, svo sem minni ríkis- sjóðshalli, minni lánsfjáreftirspurn og bætt afkoma bankakerfísins. Finnur Ingólfsson tók undir þetta ÞÓTT enn séu tæpir tveir mánuðir til páska eru starfs- menn sælgætisgerðanna þegar farnir að framleiða hinn ár- vissa glaðning. Arið 1993 voru framleidd yfir 50 tonn af og bætti við að vextir hefðu farið hækkandi frá í nóvember, þrátt fyr- ir að vextir í nágrannalöndum ís- lendinga hefðu lækkað. „Það er nú svo með bankakerfið hér, að þegar talað er um hvort ekki séu forsendur til vaxtalækk- ana, þá er ávallt vitnað til þess að vextir í löndunum í kringum okkur hafi farið hækkandi. Þess vegna þurfi bankakerfið á íslandi einnig að hækka sína vexti. Það hlýtur þá líka að gerast, að þegar vextir í löndunum í kringum okkur fara lækkandi, þá lækka þeir hér,“ sagði Finnur. Finnur sagði að næstkomandi fimmtudag myndi hann eiga fund páskaeggjum og má ætla að framleiðslumagnið verði eitt- hvað meira á þessu ári. Fram- leidd verða á þriðja hundruð þúsund egg hjá Nóa-Síríus en þar hófst framleiðslan þegar með fulltrúum Seðlabanka um hvaða leiðir sé hægt að fara til að stuðla að lækkun vaxta. Slíkt væri gríðarlega mikilvægt því ef íslenskt atvinnulíf þyrfti að búa við 2-4% hærri vexti en atvinnulífið í ná- grannalöndunum, þá væri verið að skekkja samkeppnisstöðuna. „Við erum með öðrum orðum, ef við búum við þetta til frambúðar, að sigla inn aftur í það kyrrstöðu- og stöðnunartímabil, sem dregur úr fjárfestingunni og ýtir okkur aftur inn í atvinnuleysið. Því er enn mikil- vægara en áður að ríkisstjórnin leiti samstarfs við aðila vinnumarkaðar og ffármagnsmarkaðar að ná þessu fram,“ sagði Finnur. um áramótin. Myndin sýnir starfsmenn Nóa-Síríus leggja lokahönd á skreytingu á páskaeggjum. Þar vinna um 30 manns eingöngu við páska- eggjagerð- Einar K. Guðfinnsson sagði að það væri að koma í ljós, að íslenski fjármagnsmarkaðurinn væri mjög sérkennilegur og brygðist einkenni- lega við skilaboðum frá markaðnum í landinu. Nú væru að berast mjög skýr boð inn á fjármagnsmarkaðinn um möguleika til vaxtalækkunar en fákeppnin þar gerði það að verkum að lækkunarinnar sæi ekki stað. Jón Baldvin Hannibalsson, þing- maður Alþýðuflokks, spurði á Al- þingi í gær, hvort verið gæti að markaðurinn væri að koma þeim boðum áleiðis, að hann tryði því ekki að ríkisstjórnin myndi ná jöfn- uði í ríkisfjármáium á tveimur árum. Áhugi læknaá starfi í Flórída NOKKRIR íslenskir sérfræð- ingar og læknar með áratuga reynslu í lýtalækningum hafa sýnt áhuga á starfi, sem aug- lýst var í Morgunblaðinu síðast- liðinn sunnudag, á lýtaaðgerða- stofu í Flórída er sérhæfir sig í minniháttar útlitsaðgerðum. Að sögn Árna Jensens, sem starfar hjá Traffic USA, en það er fyrirtæki sem annast dreif- ingu á íslenskum hugbúnaði í Bandaríkjunum, tók hann að sér að auglýsa eftir fslenskum lækni fyrir bandarískan lækni sem rekur þijár lýtaaðgerða- stofur í Flórída. Sagði hann viðbrögð við auglýsingunni hafa komið nokkuð á óvart og einnig hve menntun og starfs- reynsla þeirra sem spurst hefðu fyrir um starfið væri mikil, en ekki væri krafist neinnar sér- fræðimenntunar. „Við ætluðum að sjá hvort áhugi væri á þessu á íslandi, en vegna þess að kjör lækna hérna eru töluvert betri en þau eru heima, þá er þetta góður möguleiki fyrir fólk sem vill skoða heiminn og eyða nokkr- um árum í sól og sumaryl,“ sagði Árni. Morgunblaðið/Þorkell 50 tonn af páskaeggjum Greinar o g bréf um forsetakjör Miðstjórn ASI Þrengri skilyrði fyrir ráðstöfun veiðiheimilda FORSETAKOSNINGAR fara fram í júní nk. eins og kunnugt er. Morg- unblaðinu hafa þegar borizt bréf og greinar til stuðnings einstökum frambjóðendum. Samkvæmt feng- inni reynslu má búast við því, að margar greinar þessa efnis berist blaðinu. Bréf og greinar um þetta efni snúast fyrst og fremst um að mæla með einstökum frambjóðendum og tilgreina kosti forsetaefna. Morgun- blaðið telur því, að ekki sé ósann- gjarnt gagnvart lesendum blaðsins, að lengd slíkra bréfa og greina sé hófleg. Af þessum sökum verður eftirfarandi fyrirkomulag á birtingu bréfa og greina til stuðnings fram- bjóðendum við forsetakjör: Fram á vor munu bréf og grein- ar um forsetakjör birtast í sérstök- um bréfadálki, sem merktur verður forsetakjöri. Hámarkslengd bréfa eða greina er um 2.200 tölvuslög, sem nemur um einum dálki í blað- inu. Bréf þessi og greinar verða birt undir nafni höfunda en mynda- laus. Fyrstu bréfin birtast á bls. 42 í dag. Þegar greinum og bréfum til stuðnings frambjóðendum fjölgar verður þetta efni birt í sérblöðum, sem fylgja Morgunblaðinu. Grein- arnar verða birtar í svipuðu formi og aðsendar greinar í blaðinu nú, með myndum af höfundum, en ætl- ast verður til að greinarnar verði styttri en almennar aðsendar grein- ar. Nánar verður skýrt frá þessu, þegar þar að kemur. Þess má að lokum geta, að óski einhveijir einstaklingar eftir því, að þeirra sé ekki getið sem hugsan- legra frambjóðenda í slíkum grein- um geta þeir haft samband við rit- stjórn Morgunblaðsins og verður þá tekið tillit til slíkra óska. Ritstj. MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís- lands telur siðleysi felast í verslun með veiðiheimildir sem mönnum var úthlutað endurgjaldslaust. Miðstjórnin telur að í þessu felist einhver mesta eignatilfærsla á al- mannaeign til fárra einstaklinga sem um getur í sögunni. Þetta kemur fram í Vinnunni, blaði AI- þýðusambands Islands. Þar segir einnig að miðstjórn ASÍ telji að veiðileyfagjald sé ekki skynsamlegasta lausnin á þessum vanda og bendi þess í stað á þá leið að setja útgerðarmönnum þrengri skilyrði fyrir því með hvaða hætti þeir mega ráðstafa fiskveiði- heimildum. Forgangsverkefni stjórnvalda „Miðstjórn ASÍ telur mun skyn- samlegra að nálgast þetta vanda- mál með því að sett verði nánari og þrengri skilyrði fyrir því með hvaða hætti einstakir útgerðar- menn geta ráðstafað fiskveiði- heimildum, skilyrði sem tækju mið af því að tryggja að allur afli færi fullunninn til neytenda. Með því væri útgerðarmönnum gert skylt að takast á hendur skýrt afmarkaðar byrðar um að ná fram tilteknum samfélagslegum mark- miðum.“ Miðstjórn ASÍ telur það for- gangsverkefni stjórnvalda að tryggja að þessi mikilvægasta auð- lind þjóðarinnar verði nýtt með heildarhagsmuni hennar að leiðar- ljósi. Taka verði á þeim vandamál- um sem fylgi nánast skilyrðislaus- um ráðstöfunarrétti útgerðar- manna á fiskveiðiheimildum sem þeir fengu úthlutað endurgjalds- laust. Ökostina við veiðileyfagjald telur miðstjórn ASÍ einkum vera þá að með því væru stjórnvöld að afsala sér öllum tækifærum til þess að hafa áhrif á ráðstöfun afl- ans. Með því væri atvinnuöryggi sjómanna og fiskverkafólks stefnt í voða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.