Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 23 Ráðstefna Tækniskóla íslands um opnari og fjölbreyttari starfsmenntun Starfsmenntun verði hafin til virðingar AUKA þarf almenna virðingu í þjóð- félaginu fyrir starfsmennlun til þess að hún verði eftirsótt og „kort- leggja" þarf þau störf, þar sem eng- in starfsmenntun er fyrir. Þessi tvö atriði voru eins og rauður þráður í gegnum ráðstefnu Tækniskóla ís- lands um opnari og fjölbreyttari starfsmenntun, sem fram fór á Hót- el Sögu sl. föstudag. í máli Gerðar G. Óskarsdóttir, kennslustjóra HÍ, kom fram að innan við fjórðungur framhaldsskólanema fer í starfsnám. Sömuleiðis að starfs- nám hafi smám saman verið að flytj- ast yfir á háskólastigið. „Það er al- gjör misskilningur að bóklegt nám búi fólk betur undir það að skipta um starf en starfsmenntun," sagði hún. Gerður velti fyrir sér hvort ástæða þess að tilboðum á sviði starfsmennt- unar hefði ekki Ijölgað væri sú að menn hafi ekki haft neitt í höndun- um til þess að grundvalla hugmynd- ir sínar á. „Hvorki skólamenn né aðilar í öðrum greinum atvinnulífsins hafa yfirlit yfir hvaða störf eru til og hvað felst í þeim,“ sagði hún og undir þetta tóku fleiri ræðumenn þegar almennar umræður hófust. Einnig var bent á að atvinnurekend- um væri ekki kunnugt um hvað væri kennt í hinum mismunandi skólum og þeir vissu því ekki hvers megnugir nemendur væru. Fram- haldsskólarnir þyrftu því að mark- aðssetja sig betur. Líklegri til eigin reksturs Sigurður Guðmundsson, verk- efnastjóri Landsskrifstofu Leonardo á íslandi, setti fram þrettán fullyrð- ingar varðandi þekkingu og vinnu- markað. Hann nefndi m.a. að fólk með starfsmenntun væri mun lík- legra til að stofna og reka fyrirtæki en aðrir. Fjölbreytileiki starfa væri sífellt að aukast og erfiðara væri að ákveða eðli þeirra starfa sem menn tækjust á hendur. „Nemendur geta t.d. ekki verið vissir um að það sem þeir hafa lært sé söluvara eftir fjögur ár þegar þeir koma út úr skóla. Megnið af verkþekkingu sem notuð er í starfi hefur fengist með starfsþjálfun á vinnustað. Fyrirtæki treysta illa þeirri stafsþjálfun sem veitt er í skólum og skólarnir eru að uppgötva að þeir eru á samkeppn- ismarkaði og þjóna tveimur ólíkum hópum viðskiptavina; fyrirtækjum og nemendum," sagði hann meðal annars. Af þessu dró Sigurður þá ályktun að skólarnir eigi að leggja áherslu á undirstöðunám og undirbúning undir símenntun. Mikil þörf sé fyrir fólk sem hafi færni í að sérhæfa sig og tileinka sér nýjungar. Skólarnir eigi að búa fólk undir framtíðarum- hverfi sitt; fyrirtækið, með fræðslu um uppbyggingu þess, rekstur og umhverfi. Hann taldi að þörf væri fyrir betri þekkingu innan fyrirtækja til að kenna starfsmönnum og þjálfa þá til starfa. Og að skólar eigi að efla markaðsvitund bæði til upp- byggingar eigin starfs og miðlunar til nemenda. Menntaðir fá frekar störf Gísli Erlendsson, forstöðumaður Fiskvinnsluskólans, sagði að verk- menntun virtist vera í sókn innan fiskvinnslunnar. „Menntunarlaust Tillögur EAPS vegna Árs símenntunar A Islenska hugmyndin athyglisverðust HUGMYND íslandsdeildar EAPS (European Association of Pro- fessional Secretaries) um verk- efni, sem felur í sér að þróa skipu- lag og fyrstu drög að símennta- kerfi fyrir einkaritara í Evrópu var talin sú athyglisverðasta af þeim tillögum sem lögð var fyrir fund Evrópusambandsins (ESB) í Brussel af aðalstjórn EAPS. Var hugmyndin sú eina sem tekin var til áframhaldandi athugunar. Verður ákveðið í maí nk. hvort verkefnið hlýtur styrk ESB. íslandsdeild EAPS hefur unnið verkefnið í samvinnu við Jón Er- lendsson, forstöðumann Upplýs- ingaþjónustu Háskóla íslands. Um er að ræða kerfi sem rekið yrði á alnetinu. Að sögn Margrétar Örnólfsdótt- ur, formanns íslandsdeildar EAPS, er kerfið og þær hugmynd- ir sem það byggist á almennt í eðli sínu. Segir hún að stefnt sé að því að grunnur þess hafi víð- tækt notagildi fyrir símenntun, þ.e. fyrir fleiri fagsvið. „Gert er ráð fyrir að EAPS- félagar, sem eru nú yfir 1.700 í 20 löndum Evrópu, geti fengi hagnýta fræðslu á alnetinu, en sú fræðsla mun að sjálfsögðu nýtast öllum þeim sem veittur yrði aðgangur að því,“ sagði Mar- grét. Nýjar bækur Heimilisfræði og kristinfræði BÆKURNAR Heimilsfræði fyrir byrjendur eftir Birnu G. Ástvalds- dóttur og Guðrúnu S. Guðmuns- dóttur og Kristin fræði - Ljós heimsins eftir Sigurð Pálsson og Iðunni Steinsdóttur eru nýkomnar út á vegum Námsgagnastofnunar. Heimilsfræðin er 24 bls. að stærð og er ætluð 6-7 ára nemendum. Bókina prýðir fjölda mynda eftir Brian Pilkington. Um verkefnabók er að ræða en einnig er bent á fjölda atriða sem hægt er að ræða um við börnin. Kristinfræðibókin er fram- hald af námsbókinni Kristin fræði - Brauð lífsins, sem kom út 1994. Efni þessarar bókar er ætlað 10-12 ára börnum og er höfundavinna nýstárleg að því leyti að hér vinna saman að námsefnisgerð fræðimað- ur og rithöfundur. Myndirgerðu Anna Cynthia Leplar o.fl. I bókinni eru sagðar sögður úr Gamla og Nýja testamentinu, sem höfundar skýra bæði trúfræði- og siðferði- lega. Sögur úr daglega lífinu varpa nánara ljósi á efni bókarinnar. Þess má geta, að orðskýringar eru aftast í bókinni. Einnig fylgir handbók kennara. Bókin er 107 bls. og hand- bókin 39 bls. Morgunblaðið/Þorkell ÞÁTTTAKENDUR á ráðstefnunni um starfsmenntun höfðu margt til málanna að leggja. fólk í fiskvinnslu verður þess áskynja að möguleikar þess til betri starfa fara dvínandi," sagði hann. „Síðast en ekki síst er vaxandi ásókn af menntuðu fólki inn í störf, sem voru ekki fyrir löngu síðan mönnuð af ófaglærðu fólki.“ Eftir framsöguerindi var ráð- stefnugestum skipt í vinnuhópa, þar sem ræddar voru nýjar leiðir í starfs- menntun, hvaða áhrif nýtt fram- haldsskólafrumvarp gæti haft á þró- un starfsmenntunar, hvaða aðgerða er þörf til að sporna við því að starfs- menntun deyi út og framhaldsnám fyrir þá sem lokið hafa starfsmennt- un á framhaldsskólastigi. Framhaldsskólafrumvarpið Innan hópsins sem ræddi fram- haldsskólafrumvarpið sátu fuiltrúar KHÍ, TÍ, Verkmenntaskóla Austur- lands, Fræðsluráðs byggingariðn- aðarins, Landsskrifstofu Leonardo og sex mennta- og fjölbrautaskóla, auk Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, skólameistara Stýrimannaskólans, sem hafði orð fyrir hópnum. Mat hópsins var að frumvarpið bindi mjög skólana fáist ekki fjármagn til skólastarfsins og að í frumvarpinu sé ríkisvaldið að firra sig allri ábyrgð á endurmenntun. Guðjón benti á að niðurskurður á fjármagni hefði fyrst og fremst bitnað á verklegri kennslu. Því yrði að tryggja betur fjármagn til starfs- menntunar en gert væri með þessu frumvarpi. „Sérskólar og fram- haldsskólar með starfsmenntun, sem þurfa dýran tækjakost til ménntunar, verða að vera undan- þegnir reglum um reiknilíkön bæði með tilliti til kennslukostnaðar og tækjakaupa. Hvað varðar stjórnun sbr. 6. gr. verði tryggt að skipan og verkefni skólanefndar verði fyrst og fremst á faglegum grunni. Meiri áhersla sé iögð á almenna grunnmenntun sem auðveldar val fólks á sérsviðum starfsmenntunar og auðveldi endur- og símenntun.“ Þá dró hópurinn í efa að 18 manna samstarfsnefnd myndi koma að því gagni sem æti- ast er til. Fleiri tóku undir þetta sjón- armið. Menn töldu einnig að þróun starfsmenntunar yrði virkari með beinu sambandi milli skóla og at- vinnulífs án menntamálaráðuneytis sem tengiliðs. í máli margra kom fram að endurmenntun yrði að vera aðgengileg fólki í atvinnulífi og þarna væri ein leið skólans til að nálgast atvinnulífið. Margir nefndu að styttri námskeið væru ákjósanleg leið til að kanna þörf fyrir hvort setja ætti á laggirnar nýja starfs- námsbraut. Bent var á að einhvers konar úttekt þyrfti að fara fram á nýjum námsbrautum til að kanna hvort rétt leið hafi verið valin. „Of mikið frelsi hjá kennurum eða skól- um bæði til að búa til námsefni, kenna það, prófa og búa til vitnis- burð er ansi mikið á herðar lagt,“ sagði Jóhannes Einarsson sem hafði framsögu fyrir einum hópnum. skólar/námskeið myndmennt ■ Bréfaskólanámskeið í myndmennt Á nýársönn, janúar-maí, eru kennd eftir- farandi námskeið: Grunnteikning. Líkamsteikning. Lita- meðferð. Listmálun með myndbandi. Skrautskrift. Innanhússarkitektúr. Híbýlafræði. Teikning og föndur fyrir börn. Fáðu sent kynningarrit skólans með því að hringja eða senda okkur línu. Sími 562 7644, pósthólf 1464, 121 Reykjavík. http://www.mmedia.is/handment/ ýmisiegt ■ Barnfóstru- námskeið 1996 1. 6., 7., 11. og 12 mars. 2. 13., 14., 18. og 19. mars. 3. 20., 21., 25. og 26 mars. 4. 10., 11., 15. og 16. apríl. 5. 17., 18., 22. og 23. apríl. 6. 6., 7., 8. og 9. maí. 7. 29. og 30. maí, 3. og 4. júní. 8. 5., 6., 10. og 11. júní. Kennsluefni: Umönnun ungbarna og skyndihjálp. Upplýsingar/skráning: Sími 568 8188 kl.8-16. Reykjavíkurdeild RKÍ. ■ Tréskurðarnámskeið Fáein páss laus í mars og apríl. Hannes Flosason, s. 554 0123. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 5517356. tónlist ■ Píanókennsla Einkakennsla á píanó og í tónfræði. Upplýsingar og innritun í s. 553 1507. Anna Ingólfsdóttir. tölvur Macintosh fyrir byrjendur, 19.-23. febrúar kl. 16-19. Windows, Word og Excel, 27. febrúar- 12. mars kl. 19.30-22.30. Word námskeið, 19.-22. feb. kl. 9-12. Excel námskeið, 26. feb.-l. mars kl. 16-19. Visual Basic for Applications, Excel fjölvagerð, 19.-22. febrúar kl. 13-16. Visual Basic 26. feb. til 1. mars kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 568 8090. Internet: halldor(a) þtv.is ■ Tölvunámskeið Starfsmenntun: - 64 klst tölvunám - 84 klst. bókhaldstækni Stutt námskeið: - PC grunnnámskeið - Windows 3.1 og Windows 95 - Word grunnur og framhald - WordPerfect fyrir Windows - Excel grunnur og framhald - Access grunnur - PowerPoint - Paradox fyrir Windows - PageMaker fyrir Windows - Internet námskeið - Tölvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Barnanám - Unglinganám í Windows - Unglinganám í Visual Basic - Windows forritun Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561 6699. Q* Tölvuskóti Reykiavíkur BorKartúni 28. sinn 561 6699. tungumál ■ Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyr- ir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja-4ra vikna annir; unglinga- skóla, júh' og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir; viðskiptaensku, 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir eftir kl. 18 i síma 462-3625.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.