Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ Mikilvæg- ar kosning- ar í Iowa REPÚBLIKANAR í Iowa efndu til kjörfunda víða um ríkið í gærkvöld til að velja sér frambjóðanda gegn Bill Clint- on forseta í forsetakosningun- um í haust. Eru frambjóðend- urnir níu en samkvæmt skoð- anakönnunum naut Bob Dole mests fylgis eða 28%. Líklegt þótti, að Steve Forbes og Pat Buchanan skipuðu næstu sæti en margir telja, að aðeins þrír efstu mennimir í Iowa geti gert sér einhveijar vonir um framhaldið. Iranir segja Rushdie óhultan HÁTTSETTUR, íranskur embættismaður lýsti því yfir í viðtali við The Sunday Tele- graph, að Rushdie-málinu væri lokið af hálfu írans- stjórnar og gæti hann treyst því, að hún sendi engan til höfuðs honum. Sjö ár eru síð- an íranska stjórnin tilkynnti, að Rushdie væri dauðasekur vegna guðlasts og níðs um spámanninn og því réttdræpur hvar sem væri. Breska stjórn- in telur þessa yfirlýsingu emb- ættismannsins hvergi nægj- anlega og krefst þess, að Ir- ansstjórn sjálf taki af skarið. Aftökur í Kína SEXTÁN manns voru teknir af lífi í borginni Shenzhen í Suður-Kína í gær og þar af einn, sem gerst hafði sekur um skattsvik. Hinir höfðu ver- ið dæmdir til dauða fyrir morð, nauðgun, rán, vopnasölu og fleira. í Kína eru aftökur jafn- an margar rétt áður en nýtt tunglár gengur í garð en það er 19. febrúar að þessu sinni. Með hand- sprengju 1 veislu TVÖ ungmenni létu lífið og þijú slösuðust mikið þegar handsprengja sprakk í íbúð í Kvinesdal á sunnudag. Þau, sem létust, voru Vibeke Bauge Lund, 16 ára gömul, og Erik Egeland, 17 ára gamall. Voru þau að skemmta sér í íbúð- inni, sem er í kjallara, en sprengingin var svo öflug, að sprengjubrotin komu upp um gólfið í íbúðinni fyrir ofan. Osprungin sprengja fannst í íbúðinni og er lögreglan að kanna hvernig unga fólkið komst yfir sprengjurnar. Sögur frá síð- ustu öld ELSTA manneskja í heimi, franska konan Jeanne Cal- ment, er að gefa út geisladisk með sögubrotum af sjálfri sér. Heitir hann „Glíman við Elli kerlingu“ og kemur út 21. febrúar þegar hún verður 121 árs. Ágóði af útgáfunni fer til að kaupa langferðabifreið til að sambýlisfólk Calment á elli- heimilinu geti fengið að njóta náttúrufegurðarinnar í Pro- vence. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 19 ERLENT Staðan jöfn í einvígi Kasparovs og ofurtölvunnar „Deep Blue“ Reuter KASPAROV i þungum þönkum í annarri skákinni á sunnudag. Fyrir hönd tölvunnar lék tölvufræðingurinn Feng-Hsiung Hsu en hann er jafnframt helsti höfundur „Deep Blue“. Ekki hægt að taka tölvuna á taugum ÞAÐ voru frumleikinn og sköp- unargleðin, sem báru sigur úr býtum á sunnudag þegar Garríj Kasparov vann aðra skákina við IBM-ofurtölvuna „Deep Blue“. Standa nú leikar jafnir í einvíginu, sem fer fram í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, því að tölvan vann þá fyrstu en alls verða skákirnar sex. Er um eiginlega keppni að ræða og verðlaunféð er 33 milljónir ísl. kr. Kasparov var greinilega brugðið eftir að hafa tapað fyrir þeirri „Dimmbláu“ á laug- ardag en það var jafnframt í fyrsta sinn, sem heimsmeistari tapar fyrir tölvu í raunveru- legri keppni. Á sunnudag stýrði hann hvítu mönnunum og sigr- aði 173 leikjum eftir langt endatafl. „Maður verður að taka á öllu sínu til að sigra þessa vél,“ sagði Kasparov en fyrir keppn- ina kvaðst hann vera merkis- beri mannanna í orrustunni við tölvurnar. „Þetta verður erfitt, tölvunni verða ekki á nein mi- stök.“ í skákinni á sunnudag tók Kasparov frumkvæðið í sínar hendur með katalónskri byrjun og í miðtaflinu og endataflinu réð hann ganginum með drottningu og biskup. „Kasp- arov vildi sjá hvernig tölvan hagaði sér í sókn og vörn og hefur nú fengið að kynnast því,“ sagði bandaríski stór- meistarinn Yasser Seirawan. „Hann er búinn að afla sér mikilvægrar vitneskju um and- stæðinginn." 50 milljarðar leikja á þremur mínútum Keppendurnir, Kasparov og tölvan, verða að leika fyrstu 40 leikina á tveimur tímum en töl- van getur reiknað út 50 millj- arða leikja á þremur mínútum. Hún fer yfir alla hugsanlega leiki og gefur þeim ákveðið tölugildi með tilliti til aragrúa stöðumynda, sem hún hefur verið mötuð á. Kasparov segir, að til að sigra tölvuna verði að forðast stöður þar sem styrkleiki hennar njóti sín best og reyna ekki leikflétt- ur, sem byggist á sálfræðilegum þáttum. „Ég get nefnt dæmi,“ segir hann. „Þegar menn eigast við og annar þjarmar að kóngi hins, sækir til dæmis að honum úr tveimur áttum, þá fylgir leikjunum sálfræðilegt álag. Það gerist aldrei með tölvuna. Hún lítur bara sínum köldu sjónum á stöðuna og bregst við með þeirri skynsemi, sem henni hefur verið gefin.“ Fylgst með á alnetinu Keppnin fer fram í mikilli ráðstefnumiðstöð í Fíladelfíu og þar situr Kasparov á palli gegnt tölvufræðingi, sem'tekur við boðum tölvunnar á skjá og leik- ur fyrir hana. Sjálf er hún í Yorktown Heights í New York en boðin frá henni fara um al- netið. Talsmenn IBM telja, að milljónir manna um allan heim fylgist með skákunum á alnet- inu en netfangið er http://www.chess.ibm.park.org. Það eru bandarísku tölvunar- samtökin, 50 ára gamalt félag tölvusérfræðinga, sem standa fyrir keppninni og er verð- launaféð 33 millj. kr. eins og fyrr segir og þar af mun sigur- vegarinn fá rúmlega 26 millj. kr. í sinn hlut. (Heimildir: Reuter, New York Times) NYZm fiHX ÁNFO Enn ein nýjung í sjálfvirkum ofnhitastillum. smir/ Allar aögeröir eru fljótvirkari, tenging nemans við lokann er enn traustari og nýting á heita vatninu nákvæmari. Einnig er hægt aö læsa nemanum á einfaldan hátt. NYR FULLKOMNARI OFNHITASTILLIR Á ÓBREYTTU VERÐI. HIISASMIÐJAN Skútuvogi 16, Reykjavík Helluhrauni 16, Hafnarfirði INNROMMUN 13.-20. FEBRÚAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.