Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERIMU FRÉTTIR: EVRÓPA LOÐNAN fryst um borð í frystitogaranum Blæng NK, en Morgunbiaðið/Ágúst Biondai hann tekur við loðnu af Beiti NK, sem flokkar um borð. Mokveiði á miðunum vestast á Lónsbugtinni MOKVEIÐI er um þessar mundir á loðnumiðunum á Lónsbugt og fryst- ing er að hefjast af miklum krafti. Hrognafylling er að komast í iág- markið fyrir japanska markaðinn eða í um 14%. Loðnuskipið Beitir flokkar loðnu um borð og fylgja því nokkur frystiskip, sem frysta þá loðnu, sem hæf er til vinnslu. Síldar- vinnslan, sem gerir Beiti út, hefur einnig tekið danska loðnuskipið Geysi á leigu til að flytja loðnuna frá Beiti, sem fer til bræðslu í land. Samkvæmt upplýsingum Finn- boga Jónssonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar hf. á Neskaup- stað, er verð á loðnu í bræðslu 5.500 kr. á tonnið. Verð í frystingu er aft- ur á móti 15 krónur þegar hrogna- fyllingin er.ekki fullnægjandi. Það er svo á bilinu 15 til 35 krónur eft- ir því hversu stór loðnan er. Þegar Verið nær tali af Sævari Þórarinssyni, skipstjóra á Albert GK-31, er hann á veiðum vestast á Lónsbugt, sem liggur út af Stokks- nesi. „Við vorum að koma á miðin og vorum að kasta í fyrsta skipti," segir hann. Albert landaði í fyrrinótt rúmum 700 tonnum í Seyðisfirði, sem feng- ust í þremur köstum. Allur aflinn var flokkaður og tók löndunin tæpan hálfan sólarhring. Hrognafyllingin var í kringum 13%. Sævar segir að það hafi verið mokveiði á miðunum í fyrrinótt. I gær þegar náðist til hans vestast á Lónsbugt, sem liggur út af Stokks- nesi, var eitthvað daufara, en hann var bjartsýnn á að það lagaðist. „Þetta er oft svona í einn tii tvo tíma þegar er að birta,“ segir hann. Allt að fara af stað „Þetta er allt að fara af stað og er komið á fullan snúning," segir Viðar Elíasson, framleiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum. „Við erum ekki byij- aðir að framleiða fyrir Japansmark- að, en það getur gerst á hverri stundu.“ Hann segir að þess í stað hafi verið framleitt fyrir Taiwan. Hrognafylling í gærmorgun hafi verið rétt tæp 13%, en hún þurfí helst að ná 13 til 14 prósentum til að vera hæf inn á Japansmarkað. „Um Ieið og loðnan kemur í hlýja sjóinn erum við að vona að hún geti bætt við sig,“ segir Viðar. „Það hef- ur gerst að hún bæti þá við sig hálfu prósenti á sólarhring. Ástandið er fullkomlega eðlilegt eins og það er, en það er eins og sumir sjómenn og útgerðarmenn hafí ekki þolinmæði til að bíða eftir þessu. Við breytum ekki lögmálum náttúrunnar." 150 til 200 tonn á klukkutíma Unnið var í loðnu á laugardag og stanslaus löndun var búin að vera síðan kl. 9 á sunnudagskvöld, að sögn Viðars. „Við erum að landa 150 til 200 tonnum á klukkutíma," segir hann. „Við löndum aðeins beint til frystingar, en ekki í bræðslu." Hann segir að verð fyrir loðnu í frystingu sé mjög svipað og í fyrra, en verð á hrati hafi hækkað á milli ára. „Það er mjög góð veiði," segir hann. „Ef skipin komast á miðin er veiði. Það eru fá skip á miðunum núna vegna þess að þau fylltu sig öll í gær. Þau eru annaðhvort á leið í land eða á miðin. Farmarnir eru yfirieitt 700 til 800 tonn.“ Héraðsdómur Vestfjarða um veiðar smábáta Steinbítsveiðar heimilar á banndögnm smábáta HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur sýknað Sveinbjörn Jónsson af því að hafa brotið lög þegar hann fór á steinbítsveiðar á banndegi. í rök- stuðningi fyrir dómnum segir að ekki sé tiltekinn leyfilegur hámarks- afli á steinbít og þess vegna séu veiðar á honum öllum frjálsar. í rökstuðningi fyrir dómnum segir að þótt Sveinbjörn hafi róið á bann- degi á steinbítsveiðar sé ekki tiltek- inn leyfilegur hámarksafli á steinbít. Þess vegna séu veiðar á steinbít ekki takmarkaðar og þar með öllum frjálsar, sama þótt þær fari fram á banndegi. Dómurinn lítur svo á að skýrt og ótvírætt lagaboð hafi þurft til að fella veiðar á steinbít undir sömu takmarkanir og voru á veiðum þeirra stofna, sem sæta takmörkunum. Þá heimild sé hvergi að finna og beri því að sýkna ákærða. Ekkert fordæmisgildi „Lögunum var breytt síðastliðið vor þannig að þetta hefur ekkert fordæmisgildí,“ segir Jón B. Jónas- son, skrifstofustjóri sjávarútvegs- ráðuneytisins. „Þetta hefur einna helst réttarsögulega þýðingu." Hann segist ekki vera sammála dóminum.sem fallið hafi, en það sé komið undir ríkissaksóknara hvort honum verði áfrýjað. „Ég skil dóm- inn á þá leið að það hafí ekki verið ótvírætt ákvæði í lögum um það hvort róa mætti á tegundir sem ekki eru í kvóta. Lögunum hefur nú ver- ið breytt á þann veg að þau eru al- veg afdráttarlaus um banndagana. Þar segir orðrétt: „Á banndögum eru allar veiðar óheimilar." Þannig að það sem dómurinn virðist leggja áherslu á hefur ekkert fordæmi fyr- ir lagaframkvæmdina núna.“ Jafnræðisreglan að Ieiðarljósi „Ég held ég geti ekki verið annað en mjög ánægður," segir Sveinbjörn Jónsson. „Dómurinn er mjög einhlítur og skýr. Engin skýr lög eru um við- komandi tegund og þess vegna þýðir ekkert að banna einhverjum ákveðn- um hóp manna að veiða hana.“ Sveinbjörn heldur áfram: „Lögin snerust ekki um fólk heldur tegund- ir. Steinbítur er utankvótategund. Það er því ekki nóg að ráðuneytið langi til að tuska einhveija karla til sem heifa Jón og Sigurður heldur verður það að hafa jafnræðisregluna að leiðarljósi." Hann segir að þessi dómur kalli á nýja löggjöf um smábáta: „Það er ekki hægt að banna þeim smábát- um sem eru í sóknardagakerfínu að fara út á banndögum og veiða utan- kvótategundir. Það verður því að hugsa upp eitthvað nýtt. Það er svo sjálfgefið hjá okkur sem erum í afla- markinu að það eiga ekki að vera neinir banndagar. Við erum hvort eð er með þakið.“ Hann segir að sett hafi verið ný lög sem gildi um fólk en ekki tegund- ir. „Mér sýnist samkvæmt þessum dómi að nýju lögin séu líka ólög- leg,“ segir hann. „Málið snýst um það hvort ráðuneytið vilji tala við okkur af einhveiju viti um kjarna málsins. Þetta er fyrirkomulag sem ekki er hægt að búa við.“ Héraðsdóm skipuðu að þessu sinni Jónas Jóhannsson, Arngrímur ís- berg og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Juppé segir Frakka og Þjóðverja samstíga um EMU Bonn. Reuter. ALAIN Juppé, for- sætisráðherra Frakk- lands, segir að ríkis- stjórn hans og þýzka stjórnin séu samstíga í baráttunni við vand- ann í ríkisfjármálurn og að bæði ríkin haldi fast við markmiðið um að koma á Efnahags- og myntbandalagi Evrópuríkja (EMU) árið 1999. Juppé, sem kom í eins dags vinnuheim- sókn til Bonn í gær, svarar í viðtali við Die Welt þeirri spurningu hvort erfiðleikarnir við að uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir EMU-aðild séu farnir að veikja samstöðu Frakklands og Þýzkalands í málinu. „Stefna ríkis- stjórnar okkar hefur ekki breytzt,“ segir Juppé. „Við stöndum við lof- orð okkar. Við höfum sett okkur markmið og munum gera allt, sem við getum, til að ná því.“ Forsætisráðherrann tekur fram að þýzka stjórnin sé nákvæmlega sama sinnis og sú franska. Gerir okkur ekki auðveldara fyrir að slaka á skilyrðum Aðspurður hvort það sé rétt að ríkin leiti nú leiða til að fresta EMU, segir Juppé: „Ég lít á það sem einkar öfugsnúna hugmynd að halda því fram að það myndi gera okkur auðveld- ara fyrir að slaka á skilyrðunum. Það væri bezta leiðin til að kæfa sameiginlegu myntina í fæðingu. Jafnskjótt og við hefðum slakað á skilyrðunum, myndi einhveij segja að við ættum að slaka aðeins meira á þeim. Og ef við byijuðum á því að fresta dagsetningunni um ár, myndi ein- hver spyija: „Því ekki tvö ár?“ Og þannig gæti tíminn liðið fram til 2010 án nokkurra aðgerða. Ég tel að við eigum að halda okkur við, markmið okkar. I dag tel ég að okkur muni takast þetta.“ Alain Juppé Fundur ESB og Asíuríkja Yilja Rasmussen til Bangkok Bangkok. Reuter. TÆLENSK stjórn- völd hafa hvatt Poul Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, til að endurskoða þá ákvörðun að mæta ekki á leiðtogafund 25 ríkja Evrópusam- bandsins og Asíuríkja í Bangkok í byijun mars. Saroj Chavanawir- at, aðstoðarráðuneyt- isstjóri í tælenska utanríkisráðuneytinu, sagði við blaðamenn að Rasmussen hefði greint frá því að hann myndi ekki mæta á fundinn af „persónulegum ástæðum“. Hafa Danir greint frá því að háttsettur embættismaður mæti í hans stað á leiðtogafundinn. Rasmussen er þriðji leiðtogi Evrópusambandsríkis, sem afboð- ar komu sína. Áður höfðu þeir Felipe Gonzalez, for- sætisráðherra Spánar, og Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, hætt við þátt- töku þar sem þeirra er þörf heima fyrir af pólitískum ástæðum. Allir mæti, fordæmisins vegna Saroj sagði Tælend- inga hvetja Rasnius- sen til að endurskoða ákvörðun sína. Þetta væri fyrsti leiðtoga- fundurinn af þessu tagi og mikilvægt for- dæmisins vegna að allir mættu á hann. Asíuríkin tíu sem sækja leið- togafundinn eru Asean-ríkin sjö, Brunei, Indónesía, Malaysía, Filippseyjar, Singapore, Tæland og Víetnam auk Kína, Japans og Suður-Kóreu. Poul Rasmussen Þjóðverjar deila um breskt nautakjöt SU AKVORÐUN fimm þýskra sambandslanda, Rheinland-Pfalz, Bæjaralands, Brandenburg, Nordrhein-Westphalen og Saar- lands, að banna sölu á bresku nautakjöti hefur vakið upp deilur í Þýskalandi. Þýski landbúnaðarráðherrann gagnrýnir sambandslöndin fimm í samtali við blaðið Bild am Sonntag og segir aðgerðir þeirra gagnlitl- ar. Með því að banna innfiutning á bresku nautakjöti sé verið að byggja upp falska öryggiskennd hjá neytendum. Ástæða innflutningsbannsins er ótti við að breskt kjöt sé smitað af BSE, eins konar nautgripariðu. Óttast heilbrigðisyfirvöld í sam- bandslöndunum að sjúkdómurinn kunni að berast yfir til manna vié neyslu á sýktu nautgripakjöti. Þarf samræmdar aðgerðir Landbúnaðarráðherrann benti á að til dæmis væri hægt að slátra skoskum nautgripum í Frakklandi og selja síðan afurðina sem franskt nautakjöt á Þýskalandsmarkaði. Aðgerðir væru því gagnslitlar ef ekki væri um samræmdar aðgerð- ir allra Evrópusambandsríkjanna fimmtán að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.