Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 27
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRIÐIÓGNAÐ Á N-ÍRLANDI IRSKI lýðveldisherinn (IRA) gerði sorgleg og heimskuleg mistök er leiðtogar hans ákváðu að ganga á bak orða sinna og hefja að nýju vopnaða baráttu gegn brezkum yfir- ráðum á Norður-írlandi með því að sprengja öfluga sprengju í Docklands-hverfinu í London. Þær vonir, sem á undanförnum árum hafa vaknað um friðsamlega lausn á deilum mótmælenda og kaþólikka í héraðinu, eru einkum tilkomnar vegna þess að skæruliðar beggja fylkinga hafa heitið að hætta morðum og ofbeldi. Hætt er við að þetta nýjasta glæpaverk IRA verði til þess að draga úr bjartsýni almennings á Bretlandseyjum á frið- samlega lausn. Það að forysta Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, skuli neita að fordæma hermdarverkið, eykur ekki traust manna á Gerry Adams og félögum hans sem stjórn- málamönnum, sem geta náð márkmiðum sínum með friðsam- legum hætti í lýðræðissamfélagi. Sinn Féin kastar steinum úr glerhúsi er flokkurinn sakar Breta um að hafa reynt að tefja fyrir friðarviðræðum á Norður-írlandi. Stærsti ásteytingarsteinninn hefur verið sá að IRA neitar að afvopnast áður en friðarviðræður hefjast. Afstaða IRA og ofbeldisverk samtakanna mega þó auðvit- að ekki verða til þess að eyðileggja þann árangur, sem þegar hefur náðst á Norður-írlandi, einkum fyrir frum- kvæði ríkisstjórna Irlands, Bretlands og Bandaríkjanna. Viðbrögð stjórnvalda í öllum þessum ríkjum benda til að áfram verði haldið á braut friðar. John Major, forsætisráðherra Bretlands, er að sumu leyti í erfiðri aðstöðu vegna þess að hann þarf að treysta á þing- menn norður-írskra mótmælenda á brezka þinginu til þess að koma málum stjórnar sinnar í gegn. Sterkari staða íhaldsflokksins hefði sennilega auðveldað honum að stuðla að samkomulagi, sem gerði hagsmunum kaþólikka og mót- mælenda jafnhátt undir höfði. Hið nána samstarf Majors við sambandssinna gæti þó einnig gert honum auðveldara fyrir að sannfæra þá um að bijóta nokkurn odd af oflæti sínu í þágu varanlegs friðar. íbúar Norður-írlands ættu að hafa lært það af meira en aldarfjórðungslöngum róstum að sambúðarvandamál þeirra verða ekki leyst með ofbeldi. En í trúarbragða- og þjóðernis- deilu af þessu tagi er sömuleiðis einfeldningslegt að segja, eins og talsmenn sambandssinna, að meirihluti íbúanna eigi að ráða. Samkomulag um frið á Norður-írlandi verður að fela i sér að meirihluti mótmælenda taki miklu meira tillit en áður til hins kaþólska minnihluta og tengsla hans við írska lýðveldið. VARZLA MENNINGAR- VERÐMÆTA MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Björn Bjarnason, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi til breytinga á þjóðminja- lögum. Þar er að finna nýmæli um flutning menningarverð- mæta úr landi og um skil þeirra til annarra landa. Frumvarp- ið er til staðfestingar á tilskipun Evrópusambandsins frá því í marz 1993 um skil menningarminja, sem hafa verið flutt- ar ólöglega frá yfirráðasvæði aðildarríkis. Óheimilt er að flytja slík menningarverðmæti til landsins og gangast ís- lenzk stjórnvöld undir skyldur um að skila þeim til heima- lands aftur. Ánægjulegt er að menntamálaráðherra hefur jafnframt mótað stefnu um útflutning menningarverðmæta, sem sér- stakt gildi hafa fyrir íslenzka þjóðmenningu. Bannað verður að flytja úr landi án samþykkis Þjóðminjasafns forngripi eldri en 100 ára, bækur prentaðar fyrir árið 1500, aðrar bækur eldri en 100 ára, prentuð landabréf eldri en 200 ára, svo og handrit, málverk, höggmyndir, kvikmyndir, ljós- myndir og filmur, sem eldri eru en 50 ára og eru ekki í eigu höfundar þeirra, skjalasöfn, svo og hvers konar önnur söfn og safnhluta. Bannað verður að flytja úr landi sam- göngutæki eldri en 75 ára. Tímabært var að móta stefnu til að koma í veg fyrir flutn- ing íslenzkra fornminja og annarra menningarverðmæta úr landi. En jafnframt taka stjórnvöld á sig þá ábyrgð að tryggja varðveizlu þeirra. Spurning er, hvort ákvæðið sé ekki fullstrangt, sem bannar án formlegs leyfís Þjóðminja- safns útflutning á t.d. 50 ára málverkum og höggmyndum. Markaður skapast oft ekki fyrir listaverk fyrr að drjúgum tíma liðnum frá gerð þeirra. Lagl til að þriðjungur Hafnarhússins fari undir starfsemi Listasafns Reykjavíkur Varanlegt aðsetur fyrir gjöf Errós Starfshópur um málefni Hafnarhússins samþykkti í gær tillögur um nýtingu þess sem lagðar verða fyrir borgarráð í dag. Lagt er til að Borgarsjóður kaupi hluta Hafnarhússins af Hafnarsjóði, alls um 3.500 fermetra að flatarmáli, sem Listasafn Reykja- víkur fái til umráða. Þar yrði meðal annars gert ráð fyrir sýningarsölum, listaverkageymslum, bygginga- listasafni og aðsetri Errósafns. HAFNARHUSIÐ er alls um 9.200 fermetrar að stærð og er sá hluti sem hugsaður er fyrir Listasafn Reykja- víkur 2.695 fermetrar, en einnig er gert ráð fyrir að 785 fermetrar á jarð- hæð í suðurálmu nýtist undir verslun og þjónustu sem gæti tengst annarri starfsemi safnsins á einhvem hátt. Errósafn á 800 fermetrum Um er að ræða L, 2., og hluta af 3. hæð í húsinu, sem rekið hefur verið sem geymslur, og telst vera 36% af heildarflatarmáli Hafnarhússins. í til- lögunum er gert ráð fyrir að Reykjavík- urhöfn eigi áfram 64% af húsinu sem nýtist til eigin nota og útleigu, en safn- ið verði að öllu leyti sjálfstæð eining í húsinu. Rætt er um að verði af fram- kvæmdum muni þær taka næstu ár. í norðurálmu á 1. hæð er gert ráð fyrir að Errósafn fái 785 fermetra húsnæði, í jafnstóru rými á annarri hæð í suðurálmu yrði sýningarsalur, lista- verkageymsla og aðstaða fyrir húsvörð og sömuleiðis í 785 fermetra húsnæði á 2. hæð norðurálmu yrðu sýningarsal- ir auk eldhúss og kaffistofu. í 340 fer- metra húsnæði á 3. hæð í norðuráimu er gert ráð fyrir skrifstofu Listasafns- ins, bókasafni og byggingalistasafni. Guðrún Jónsdóttir formaður menn- ingarmálanefndar Reykjavíkur og eihn nefndarmanna í samstarfsnefndinni, segir að samkvæmt tillögunum verði efnt til lokaðrar samkeppni um hönnun á innréttingu fyrir Listasafn Reykjavík- ur í Hafnarhúsinu ef tiiiögumar verða samþykktar í borgarráði. Í mögulegri samkeppni um hönnun og innréttingar á rými fyrir safnið í húsinu yrði lögð áhersla á að kostnaður við breytingar á húsnæði verði sem minnstur, umfram það sem nauðsynlegt teljist. Til greina kemur jafnvel að hennar sögn að setja keppendum í væntanlegri samkeppni skýran kostaðarramma sem þeim verði gert að virða. Verður ekki marmarahöll „í tengslum við hönnun og innrétt- ingar á viðkomandi sýningarrými í Hafnarhúsinu er vert að undirstrika að þar á myndlistin að vera í for- grunni. Því yrði lögð rík áhersla á að sýningarsalir mynduðu hlutlausan ramma utan um listaverkin, samtímis því að möguleg endurnýjun virði húsið og þá staðreynd að það er bæði gróft og hrátt. Því er það skoðun okkar að vanda þyrfti sérstaklega til loftræsti- og lýsingarþátta og einangrunar og klæðningu útveggja að innan, en að öðru leyti gæti sýningarrým- ----- ið verið nokkuð upprunalegt með steingólfí og óklæddum loftflötum. Við ætlum ekki að búa til neina marmara- höll,“ segir Guðrún. Hingað til hefur Listasafn Reykja- víkur ekki getað verið með stöðugt sýningarhald á listaverkaeign sinni, þ.e. eina sýningu eða fleiri í lengri tíma, vegna húsnæðisskorts, en salir og mið- rými Kjarvalstaða eru samtals um 1.100 fermetrar að stærð. Af þeim ástæðum hefur listaverkaeign borgar- innar, sem er um 13 þúsund verk, ekki verið til sýnis nema að litlu leyti á ein- staka yfirlitssýningum og á opinberum stöðum. Guðrún segir að með áætlaðri nýtingu Hafnarhússins eigi að tryggja að almenningur geti gengið að yfirliti yflr íslenska myndlist á einum stað vísu. „Við höfum heldur ekki getað sýnt hina miklu gjöf Errós, en með þessum hugmyndum er m.a. ætlað að finna henni varanlegan stað og þá getum við sýnt verk hans í stærri eða minni mynd, eftir ástæðum. Hugmyndir um Errósafn á Korpúlfsstöðum eru nú úr sögunni en þama fyndist ásættanleg lausn,“ segir hún. Eignir gangi upp í kaup Húsnæðið í Hafnarhúsinu sem um ræðir þjónar nú sem geymslurými fyrir embætti hafnarstjóra og er að mestu leyti óupphitað og óeinangrað. Ekki er gert ráð fyrir lýsingu umfram það sem þarf í venjulegu geymsluhúsnæði, þannig að raflagnir era einfaldar og þarf að aðlaga lýsingu og lagnir starf- seminni. Að sögn Guðrúnar er framtíðarsýnin sú að opna húsið gagnvart höfninni og láta það þjóna því markmiði að gera höfnina manneskjulega og áhugaverða í augum almennings, auk þess að Það rými sem ætlað er Listasafni Reykjavíkur til umráða er 1., 2. og hluti 3. hæðar, um þriðjungur af gólffleti byggingarinnar í heild. Morgunblaðið/Sverrir HAFNARHÚSið er yfir 9.000 fermetrar að flatarmáli og var, þegar það var byggt, á fjórða áratugi aldar- innnar, stærsta hús landsins. Gert er ráð fyrir að Listasafn Reykjavíkur fái um þriðjung þess til umráða. Kostnaður við breytingar sem minnstur tengja hana miðbænum og þeirri starf- semi sem þar fer fram. „Við vonumst til að hægt verði að nýta miðgarðinn og álmumar hvort sínum megin með tilliti til flæðis um staðinn. Sigurður Guðmundsson teikn- aði húsið og tókst vel upp að okkar -------- mati og með hógværam breytingum hentar það vel sem sýningarhúsnæði, enda lofthæð góð og auðvelt að skipta rýminu niður.“ “ Hannes Valdimarsson hafnarstjóri segir að í þeim hugmynd- um sem kynntar hafa verið í hafnar- stjóm, sé gert ráð fyrir að Hafnarsjóð- ur selji umræddan hluta hússins fyrir um 110 milljónir króna á verðlagi apríl- mánaðar í fyrra. Hafnarsjóður og borg- arsjóður séu jafnframt í viðræðum um makaskipti á ýmsum eignum, og sé meðal annars rætt um að eignir gangi upp í kaupverð en slíkt sé ekki frágeng- ið. „Eftir endurskoðun á aðalskipulagi í miðbæ og Sundahöfn hafa orðið breyt- ingar á landnotkun. Þegar Geirsgata var lögð varð landsvæði sem höfnin átti á milli hennar og Tryggvagötu skorið frá höfninni. Reykjavíkurhöfn er tilbúin að láta þetta svæði af hendi sem yrði þá enn meiri sala, --------- en á móti erum við að velta fyrir okkur landspildu í Sundahöfn, Eiðsvík og víðar þar sem við getum komist að strönd til að stunda hafn- 1 ” arstarfsemi, þannig að |>egar upp er staðið veit ég ekki á hvorn veginn hall- ar,“ segir hann. Var stærsta hús landsins Hannes segir að lengi vel hafi heild- salar, skipamiðlarar, skipafélög og fleiri haft vörugeymslur í Hafnarhús- inu, en vegna umræðna um breytingar á starfsemi hússins undanfarin misseri hafi Reykjavíkurhöfn ekki verið áfjáð Áætlað kaup- verð 110 milljónir í að leigja út það rými sem hugsað er fyrir Listasafn Reykjavíkur. Af þeim sökum hafi leigjendur í þessum hluta hússins týnt tölunni, en ekki sjáist far- arsnið á öðram aðilum sem hafi samn- inga til langs tíma og sumir þeirra hafi óskað eftir frekara húsnæði til umráða. Hafnarhúsið var byggt á 4. áratuginum og hefur verið í eigu Reykjavíkur- hafnar frá upphafi. Það var þriggja hæða í byrjun og um tíma stærsta hús landsins. Á 6. áratuginum var 4. hæð byggð ofan á húsið, auk þess sem til 5. hæðar flokk- ast lítið rými sem hýsir hafnsöguvakt austan megin en hinum megin er fundarherbergi félagsmálaráðuneyt- is. Hafnarhúsið var mjög fullkomið vörugeymslu- og heildsöludreifingar- hús á sínum tíma, að sögn Hannesar, og miðstöð flutningastarfsemi sem tengist höfninni. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 27 Boeing 757-vélin sem fórst á miðvikudag flutti íslendinga til Mexíkó BOEING 757-vél tyrkneska flugfélagsins Birgenair, sem flaug með íslendinga í lok janúar til Cancun í Mexíkó og fórst úti fyrir ströndum Dóminíkanska lýðveldisins í síðustu viku. Ekkí sótt um leyfi hérlendis Mexíkóska flugfélagið TAESA, sem hefur flogið með farþega Heimsferða til Cancun, flutti þá tvívegis með vél tyrkneska félagsins Birgenair, en hún fórst undan ströndum Dóm- inikanska lýðveldisins. Samtals ferðuðust 53 íslendingar með vélinni. TAESA sótti ekki um leyfí fyrir flugvélina til lendingar hér á landi, eins og félaginu var skylt að gera. BOEING 757-vél Birgenair flaug með hóp íslenskra ferðamanna frá Cancun í Mexíkó og lenti hér að morgni mánudagsins 22. janúar, fór til Þýskalands, kom til baka aftur og tók farþega héðan til Mexíkó að kvöidi sama dags. Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Heimsferða, sagði að fyrirtæki sitt hefði samið við þýska ferðaskrifstofu vegna ferðanna til Cancun. „Við vissum að þýska ferða- skrifstofan var með samning um flugið við mexíkóska flugfélagið TAESA, sem hefur mjög gott orð á sér,“ sagði Andri Már. „Nú hefur komið á daginn að TAESÁ þurfti að fá leiguvél í skyndi og fékk hana hjá Birgenair. Vélin flaug með 26 íslend- inga heim, fór til Þýskalands, kom aftur hingað og tók 27 íslendinga um borð og flutti til Cancun. Fleiri urðu ferðir hennar ekki.“ Tvennum sögum fer af ástandi vélar Birgenair. Þannig segir far- þegi, sem flaug með henni frá Canc- un til Keflavíkur að hún hafi verið hreinleg og litið vel út, en haft hefur verið eftir farþegum sem fóru með vélinni frá Keflavík til Cancun að vélin hafi virst óþrifin, áhöfnin verið þreytuleg og lítt þjónustulunduð, dæmi verið um ósamstæð öryggis- belti og innréttingar verið losaraleg- ar. Andri Már sagði að Heimsferðir hefðu flutt á þriðja þúsund farþega til Cancun og fyrirtækið legði mikla áherslu á að öryggismál væru í full- komnu lagi. „Það kemur oft fyrir að flugfélög þurfa að leita eftir leiguvél- um, þegar þeirra eigin vélar bila eða tefjast. Flugmálayfirvöld hvers ríkis eiga að fýlgjast með því að leiguflug- félögin uppfylli öryggiskröfur. Það kemur mér mjög á óvart ef Birgena- ir fær að starfa óáreitt innan Þýska- lands, þar sem kröfurnar eru hvað mestar, ef félagið telst óöruggt á einhvern hátt.“ Andri Már sagði að flugfélag, sem fengi annað félag til að hlaupa í skarðið, ætti að sjá til þess að öll leyfi lægju fyrir. „Það var ekki þýsku ferðaskrifstofunnar að sjá til þess og ekki Heimsferða, enda vissum við ekki annað en að vélar frá TAESA væru notaðar. Það er mjög alvarlegt að TAESA skyldi ekki sjá til þess að útvega fullnægjandi leyfi. Við hefðum aldrei samþykkt að skipta við vafasamt fyrirtæki. Sjálfur fer ég alltaf og skoða vélar flugfélag- anna, sem við skiptum við, og fæ umsögn þeirra sem til félaganna þekkja. Samkeppnin um farþegana er svo mikil, að það er ekki hægt að bjóða þeim annað en það besta.“ Leyfisveiting tekur mislangan tíma Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, sagði að TAESA hefði öll leyfi til að fljúga hingað til lands, en hins vegar bæri félaginu að tilkynna ef annað félag hlypi í skarðið og það hefði ekki verið gert. „Við höfum ekki eft- irlitsmenn á flugvellinum, sem skoða allar vélar sem koma, enda hefur ekki verið talin ástæða til slíks,“ sagði Þorgeir. „Það er ekki annað vitað en að tryggingar hafi allar ver- ið í lagi, enda koma þær ekki þess- ari leyfisveitingu við.“ Flugfélög fá flugrekstrarleyfi að uppfylltum alþjóðlegum kröfum um tryggingar. Þorgeir sagði að leyfisveiting vegna félags sem hlypi í skarðið gæti tekið mislangan tíma, eftir því hvaðan félagið væri. „Sé flugið innan Evrópska efnahagssvæðisins þarf ekki sérstakt leyfi. í þessu tilviki var hins vegar flogið út fyrir það og auk þess hafa íslendingar til dæmis ekki gert loftferðasamning við Mexíkóa eða Tyrki. Leyfisveiting hefði getað tekið lengri tíma en ella, þar sem við hefðum þurft að leita til íoftferðayfir- valda í heimalandi félagsins eða krefjast ítarlegra skjala um rekstur þess.“ Aðspurður hvort skýringin á því, að ekki hefði verið aflað leyfis, fæl- ist e.t.v. í því að slík umsókn hefði tafið mjög flug, svaraði Þorgeir, að það væri hæpið að virt flugfélag eins og TAESA setti slíkt fyrir sig, því það drægi úr velvild í garð félagsins. Flugsamgöngur byggðust mjög á því, að allir virtu settar reglur. Þorgeir sagði að íslensk flugmála- yfirvöld hefðu ekki fengið neinar upplýsingar um tyrkneska flugfélag- ið Birgenair og því væri ekkert hægt að fullyrða um hvort félagið teldist óáreiðanlegt. Málið yrði hins vegar kannað áfram. Jens Bjarnason, framkvæmda- stjóri Loftferðaeftirlitsins, sagði að haft yrði samband við mexíkóska flugfélagið TAESA og reynt að tryggja að það kæmi ekki oftar fyrir að það hunsaði reglur um að sækja þurfi um leyfi fyrir vélar annarra flugfélaga. Aðspurður hvört unnt væri að grípa til einhverra viðurlaga sagði Jens, að hann hefði ekki kynnt sér það. Fyrst og fremst yrðu menn að ræða saman og koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig. TAESA taldi Birgenair öruggt í yfírlýsingu, sem TAESA sendi Heimsferðum í gær, segir að félagið hafí leitað eftir leiguvélum hjá evr- ópskum og amerískum flugfélögum, en ekkert þeirra hefði átt lausa vél. „TAESA leitaði til Birgenair, þar sem félagið var með flugvél í Puerto Plata [í Dóminíkanska lýðveldinu] og TA- ESA hélt að þar færi félag sem upp- fyllti allar kröfur um loftför og væri undir eftirliti þýskra yfirvalda, sem og yfírvalda annarra Evrópuríkja, sem leyfðu flugfélaginu starfsemi.“ TAESA segir í yfirlýsingunni að þetta hafí verið eina ástæða þess, að gerður var samningur við Birgenair. Lágt verð hafí ekki haft áhrif, enda hafí þjónusta Birgenair alls ekki vérið ódýr. „TAESA mun aldrei aftur leita til Birgenair,“ segir i yfírlýsingunni. Lýsingar farþega Birgenair „Hvers konar dolla er þetta eiginlega?“ ÞÝSKA tímaritið Der Spiegel birti í nýjasta hefti sínu frásagnir far- þega er flogið höfðu með Boeing 757-véI Birgenair skömmu áður en hún fórst í flugslysi eftir flug- tak frá Dóminikanska lýðveldinu. Christine Lembke frá Miinchen segir farþegaklefa B-757-vélar- innar í flugi tveimur vikum fyrir slysið hafa verið fremur sóðalegan og sæti laus. Þá lak vatn úr lofti vélarinnar og varð farþegi að skipta um sæti af þeim sökum. Ungt par frá Miinchen er flaug með félaginu í nóvember 1993 seg- ir vél frá Birgenair þá hafa verið í slæmu ástandi. Salerni hafi verið stíflað og skápahurðir í eldhúsi skakkar á hjörunum. Meðan á fluginu stóð birtust skyndilega tveir vélvirkjar með smurolíu á höndunum og byrjuðu að laga eitt- hvað, fyrst aftarlega í vélinni en síðan framarlega. Þegar flogið var aftur til Þýska- lands þann 13. desember tóku þau eftir sprungu innan á glugganum við sæti þeirra og virtist hún fara stækkandi. „Flugfreyjan varð ná- föl er hún sá þetta og sótti flug- stjórann. Hann sagði hins vegar einungis að þetta væri ekkert vandamál,“ er haft eftir þeim. Flestir farþeganna höfðu ekki pantað flug með Birgenair þó að þeir flygju með því á endanum. Það átti til að mynda við um Frank Schneider frá Diisseldorf sem átti bókað flug með mexikanska flug- félaginu Taesa til Cancún. Þegar upp var staðið var ferðin farin með Birgenair. Það var ekki fyrr en eftir flugtak að honum og vin- konu hans varð ljóst að flugáhöfn- in ræddi innbyrðis á tyrknesku. Flugvélinni lýsir hann þannig í Spiegel: „Þegar við stigum inn í Boeing-vélina hugsaði ég með mér: Hvers konar dolla er þetta eiginlega? Á meðan vélin var í flugtaki skelltust hurðirnar á handfarangursgeymslunum stöð- ugt.“ Birgenair hélt því fram á blaða- mannafundi að þjónustusamningur vegna vélarinnar væri í gildi við leiguflugfélagið LTU en það segir að einungis hafi verið um að ræða nokkrar minniháttar skoðanir á rneðan flugvél frá Birgenair hafði viðdvöl á þýskum flugvöllum, s.k. „transit-check“ og einstaka tilfall- andi viðgerðir. Talsmaður LTU sagði í síðustu viku að vélar Birg- enair hefðu „ekki verið í fullkomnu ástandi, tæknilega séð“. Vél frá Birgenair hefur áður lent í óhappi. I maí 1994 skall hurð nærri hælum er DC-8-vél í flugi á milli Vínarborgar og Parísar varð að nauðlenda í kjölfar mikillar lækkunar á loftþrýstingi eftir að hluti klæðningar fór af aftarlega á skrokknum. Tókst að nauðlenda vélinni í Prag en tvær flugfreyjur slösuðust, þar af önnur lífshættu- lega. Enn er ekki vitað hvað olli slys- inu í Dóminikanska lýðveldinu í síðustu viku. Þýska tímaritið hefur það hins vegar eftir starfsmanni Birgenair, sem var farþegi í síð- asta flugi vélarinnar I lok janúar, að boltafesting við eina hurð vélar- innar hefði losnað og viðgerðar- menn í Acapulco í Mexíkó fest hurðina með virum í staðinn. Þann- ig hafi hún flogið til Cancún og þaðan áfram til Puerto Plata í Dóminikanska lýðveldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.