Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 5 FRÉTTiR Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar frá FSA sendir til aðstoðar í Ammassalik á Grænlandi RSV-faraldur hjá græn- lenskum börnum í rénun TVEIR hjúkrunarfræðingar frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hafa hlaupið undir bakka með hjúk- urnarfræðingum á sjúkrahúsinu í Ammassalik frá því á laugardag vegna faraldurs RSV-sýkinga hjá grænlenskum ungbörnum. Lína Gunnarsdóttir, annar hjúkrunar- fræðinganna, segir að faraldurinn virðist heldur í rénun. Lína segir að sjúkrahúsið hafi ósk- að eftir aðstoð enda hafi álagið á starfsfólkinu, þremur hjúkurnarkon- um, þremur læknum og ljósmóður, verið orðið mjög mikið vegna farald- ursins. „Þegar við komum var orðið rólegra og aðeins þijú börn með RSV-sýkingu eru inni á sjúkrahúsinu nú. Ekkert barn hefur verið lagt inn frá því á sunnudag. Heilbrigðisyfir- völd halda því að faraldurinn sé á niðurleið. Hins vegar hefur veður hamlað því að hægt sé að kanna ástandið til hlítar. Hér eru þrjár þyrl- ur en tvær bilaðar og því hafa sam- göngur verið bundnar við eina,“ sagði Lína sem sagði að börnin þijú væru öll á batavegi. Lína sagði að hún og samstarfs- kona hennar, Sabíne Moratz, hefðu fengið mjög góðar mótttökur á Grænlandi. „Fólkið hér er yndislegt og hefur tekið mjög vel á móti okk- ur. Við göngum í öll verk og reynum að létta undir með hinum eftir fremsta megni,“ segir Lína en talað hefur verið um að hjúkrunarfræðing- arnir frá Akureyri verði á Grænlandi í um viku. Sjúkrahúsið í Ammassalik er með um 20 rúm og þjónar um 3.000 manna byggð í bænum og fimm minni bæjum í grenndinni. Lína sagði erfitt að segja til um af hveiju faraldurinn hefði farið af stað. Hins vegar væri ljóst að tækja- búnaðúr hefði meðal annars valdið því að ekki hefði verið hægt að sjá um ailra veikustu börnin. I sjúkra- húsinu væri t.d. enginn súrefnis- kassi. Hún sagði að byggðin væri mjög einangruð. „Maður gerir sér eigin- lega ekki almennilega grein fyrir því nema koma hingað hvað einangrunin er mikil. Eflaust þarf fólk t.d. að koma sér upp vistum til að eiga upp á að hlaupa þegar samgöngur verða erfiðar." Fimm ungbörn með RSV-sýkingu voru send með sjúkraflugi á Barnasp- ítala-Hringsins í síðustu viku. Tvö komu hingað á mánudag, eitt á mið- vikudag og tvö á föstudag. Hörður Bergsteinsson, vakthafandi sérfræð- ingur á barnaspítala Hringsins, segir að grænlensku börnin fái viðeigandi meðferð og séu öll á batavegi. Börn- in séu misfljót að ná sér og þau frísk- ustu fari væntanlega aftur til Græn- lands í vikunni. O o Hitabylgja í febriiar: í dag fer fram aðalútdráttur mánaðarins getur hann margfaldast eftir því sem ITöur og er þá dregið á hefðbundinn hátt um á árið. Heiti potturinn verður aldrei undir 188 milljónir króna. 16 milljónum króna nú í febrúar. Þann 27. febrúar drögum við HrinSdu > síma 563 8300 og svo um Heita pottinn sem Æ*\ trVggöu Þér aöSang aö sJóð- fellur á eitt númer (5 miðar). heitum vinningum' allt áriö' Heiti potturinn er sjóðsvinn- Mundu að þú þarft að ingur og gilda sömu reglur um ^ ''ijgl entJurnýja fyrir kl. 18 í dag skiptingu hans og í flokkahapp- til þess að eiga tvöfaldan drættinu. Ef hann gengur ekki allur út, möguleika á vinningi í febrúar. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.