Morgunblaðið - 13.02.1996, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
Brotajárns-
móttaka opnuð í
Krossanesborgum
Morgunblaðið/Kristján
ÁSTA Sýrusdóttir og André Raes með hluta af framleiðsluvör-
um sínum, en mikill áhugi er fyrir þeim í Belgíu, heimaiandi
André, og fer fyrsta sending þeirra utan í dag.
Purity Herbs framleiðir 31 tegund
af náttúrlegum snyrtivörum
Fyrsta sendingin
til Belgíu í dag
SORPEYÐING Eyjafjarðar bs. hef-
ur opnað brotajárnsmóttöku í
Krossanesborgum.
„Þetta er mikil breyting til batn-
aðar,“ sagði Sveinn Jónsson, for-
maður Sorpeyðingar Eyjafjarðar
bs., en að henni standa sveitarfélög
í Eyjafirði auk Hálshrepps í Suður-
Þingeyjarsýslu. „Fram til þessa
hefur brotajámi verið komið fyrir
hér og þar en með tilkomu þessarar
aðstöðu vonumst við til að fá hreinni
bæi og sveitir og þannig verði þessi
móttaka liður í bættri umgengni."
Þijú stór verkefni
Sorpeyðing Eyjafjarðar hefur
unnið að þremur stórum verkefn-
um á sviði sorpeyðingar á síðustu
misserum, sett hefur verið upp
spilliefnamóttaka og nú brota-
járnsmóttaka og þá er unnið að
lokafrágangi sorphauganna í Gler-
árdal.
Tekið verður við brotajámi af
öllu tagi í Krossanesborgunum, en
móttakan verður opin á miðviku-
dögum frá kl. 10-12 og 13-18 og
á laugardögum frá 10-12 og 13-16.
Gámaþjónusta Norðurlands sér um
daglega umsjón á svæðinu, en
Hringrás útvegaði tæki og tekur
við brotajárninu sem flutt er burtu
með Eimskip. Verkfræðiskrifstofa
Norðurlands hannaði svæðið, Möl
og sandur sá um framkvæmdir,
Sandblástur og málmhúðun setti
upp girðinguna umhverfis svæðið
og umhverfisdeild Akureyrarbæjar
hefur gróðursett skjólbelti um það.
Heildarkostnaður við mótttökuna
er um 10,7 milljónir króna.
Fíkniefnamál
á Akureyri
Maður úr-
skurðaður
í gæslu-
varðhald
DÓMARI við Héraðsdóm Norður-
lands dæmdi mann á sunnudag í
gæsluvarðhald í eina viku, að kröfu
rannsóknarlögreglunnar á Akur-
eyri. Maðurinn tengist fíkniefna-
máli sem lögreglan vinnur að og
ekki er að fullu upplýst.
Rannsóknarlögreglan handtók
þijú ungmenni á fímmtudag sem
grunuð voru um aðild að fíkniefna-
máli og við húsleit fundust 12
grömm af amfetamíni og 20 grömm
af hassi. Síðar um daginn var fjórði
aðili málsins handtekin. Um kvöldið
var einum sleppt en hinum þremur
haldið eftir vegna rannsóknar máls-
ins._
Á föstudag var farið fram á
gæsluvarðhald í eina viku yfir ung-
mennunum þremur. Dómari við
Héraðsdóm tók sér sólarhrings frest
til að úrskurða í málinu en þegar
til kom þótti ekki ástæða til þess
að halda ungmennunum lengur og
var þeim því sleppt lausum.
Fimmti aðili málsins var svo
handtekinn á föstudag og var hann
úrskurðaður í viku gæsluvarðhald
á sunnudag, eins og fyrr sagði.
♦ ♦ ♦---
Grunnskólinn til
sveitarfélaga
Samninga
fljótt eða
frestun
STJÓRN Eyþings samþykkti á
fundi sínum á föstudag bókun þar
sem m.a. kemur fram að náist ekki
viðunandi samkomulag milli ríkis
og sveitarfélaga, sem hægt verði
að leggja fyrir fulltrúaráðsfund í
byijun næsta mánaðar, beri að
fresta yfirfærslu grunnskólans til
sveitarfélaga.
í bókuninni er einnig tekið undir
bókun Sambands íslenskra sveitar-
félaga um flutning tekjustofna og
fleira vegna yfírfærslu grunnskólans
til sveitarfélaga. Jafnframt er minnt
á þá skýru fyrirvara, sem settir voru
af hálfu landsþings sveitarfélaga
þegar yfírfærslan var samþykkt, og
ítrekað mikilvægi þess að sveitarfé-
lögin haldi fast við þá fyrirvara.
FYRSTA sendingin af snyrtivörum,
sem fyrirtækið Purity Herbs á Akur-
eyri framleiðir, fer utan til Belgíu í
dag. I þessari fyrstu sendingu eru
2.000 glös og eru tegundirnar níu
talsins.
Hjónin Ásta Sýrusdóttir og André
Raes stofnuðu fyrirtækið fyrir um
tveimur árum en fyrstu snyrtivörumar
komu á markað í nóvember árið 1994.
Þau störfuðu til að.byija með tvö við
framleiðslu á snyrtivömm úr íslensk-
um jurtum, en nú em fímm starfs-
menn hjá fyrirtækinu og fyrirhugað
að bæta tveimur við til viðbótar.
Alls em framleiddar 31 tegund af
ýmiss konar snyrtivömm og olíum
hjá fyrirtækinu og em grunnkremin
öll sérstaklega gerð fyrir Purity
Herbs, en þau era öll laus við efna-
fræðileg aukaefni. „Við leggjum mik-
ið upp úr því að framleiða 100% nátt-
úrlegar vömr,“ segir André, en hann
var atvinnumaður í knattspyrnu í
heimalandi sínu, Belgíu, um margra
ára skeið áður en hann flutti til ís-
lands. Þau hjónin fluttu til Akureyrar
fyrir um þremur ámm og höfðu þá
ekki atvinnu. André hefur frá bam-
æsku haft áhuga á jurtum og fór
snemma að gera tilraunir með að búa
til úr þeim te .og töflur af ýmsu tagi.
Fljótlega eftir að þau settust að á
Akureyri sýndu þau forsvarsmönnum
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar pmfur
af ýmiss konar kremum úr íslenskum
jurtum en þar á bæ var hugmyndinni
vel tekið. Þá fengu þau aðstöðu í
Akureyrarapóteki þar sem framleiðsl-
an var þróuð frekar.
Fá fólk til að tína jurtir
Þau Ásta og André hafa sjálf not-
að tímann á sumrin til að tína þær
jurtir sem nota þarf í framleiðsluna,
en sjá nú fram á að anna því ekki
með öðrum störfum. Þau hyggjast
því fá fólk til að fara á fjöll fyrir
sig, en þau leggja áherslu á að jurt-
irnar séu tíndar langt frá umferð og
hugsanlegri mengun. André segist
þurfa um fímm tonn af nýjumiurtum
til framleiðslunnar og að hann ætli
að greiða gott verð fyrir kílóið af
góðum jurtum. „Það er mikill kraftur
í íslenskum jurtum, meiri en í þeim
jurtum sem ég notaði úti í Belgíu.
Það sækjast margir eftir hreinum
og tæmm náttúmlegum vömm um
þessar mundir," segir André.
„Viðbrögðin við okkar framleiðslu
hafa verið mjög góð hér á landi,“
segir Ásta. „Við erum virkilega
ánægð með hvernig þeim hefur verið
tekið."
Fyrirspurnir frá fimm löndum
Um 2.000 glös verða send til Belg-
íu í dag og þaðan verður þeim einn-
ig dreift til Hollands. Þá hafa fyrir-
spurnir borist frá Ítalíu, Spáni, Dan-
mörku, Noregi og Kanada. Þau hafa
látið hanna nýjar umbúðir fyrir vör-
urnar og er texti á þeim prentaður
á fjórum tungumálum. Glösin eru
þannig úr garði gerð að ekki þarf
að sækja kremið með fíngrum, held-
ur er því þrýst upp um lítið gat og
er það nýjung á þessum vettvangi.
Einbýlishús á Akureyri til sölu
Til sölu er gott einbýlishús á mjög góðum stað á Akureyri
(Lundarhverfi). Húsið er steinsteypt, er á einni hæð, um 180
fm auk bílskúrs sem er um 67 fm. Til greina koma skipti á
4ra til 5 herb. íbúð á Reykjavíkursvæðinu.
Upplýsingar á fasteignasölunni Eignakjör, Skipagötu 16,
Akureyri, sími 462-6441.
MfrilSHUAUN
ÆÍGUAHJÖR
Kaupverd 6.200.000
Undirritun samnings 300.000
Húsbréf 70% (I 25 ár) 4.340.000
Lán seljanda* 1.000.000
Við afhendingu 560.000
Meðal greiðslubyrði á mén.** 32.913
ii
3jn hcrborgja
Kaupverð 6.950.000
Undirritun samnings 300.000
Húsbréf 70% (í 25 ár) 4.865.000
Lán seljanda* 1.000.000
Við afhendingu 785.000
Meðal greidslubyrði á mán.** 36.012
4ro horbcrgja
Kaupverð 7.380.000
Undirritun samnings 300.000
Húsbréf 70% (( 25 ár) 5.166.000
Lán seljanda* 1.000.000
Við afhendingu 914.000
Meðal greiðslubyrði á mán.** 38.496
. 1fertu sjálfstœður
- vetiu ibúðareigandi
Ibúðirnarfrá Ármannsfelli h.f. eru á góðu verði. Engan
skyldi því undra vinsældir þeirra og góð meðmæli
fólks sem býr í íbúð frá Ármannsfelli. Hvort sem þig
vantar 2ja, 3ja eða 4ra herbergja íbúð, þá hefur
Ármannsfell réttu íbúðina fyrir þig. Erum að selja í
Vallengi og Berjarima í Grafarvogi og Lækjasmára
Kópavogi. Allar íbúðir afhendast fullbúnar með
öllum innréttingum og frágenginni lóð.
Ármannsfell hf.
Funahöföa 19 • sími 587 3599
httD://www. nm. is//af oll
STOFNAÐ 1965
I
í
I
!
I
I
I
I
I
I
I
I
I
l
I
i
í
I
I
I
I