Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2% í febrúar Grænmeti og ávextir hækkuðu um 5,1% Vísitala neysluverðs í feb. 1996(175,2st,g) 0 Matvörur (16,3%) 00 Mjöl, grjón og bakaðar vörur (2,6%) 02 Fiskur og fiskvörur (1,0%) -1,2% 03 Mjólk, rjómi, ostur og egg (3,1 %) 05 Grænmeti, ávextir og ber (2,5%) 06 Kartöflur og vörur úr þeim (0,5%) -1,8°/í 1 Drykkjarvörur og tóbak (4,3%) 2 Föt og skófatnaður (5,8%) 3 Húsnæði, rafmagn og hiti (17,6%) 31 Húsnæði (14,8%) 4 Húsgögn og heimilisbúnaður (6,7%) 5 Heilsuvernd (2,9%) 6 Ferðir og flutningar (20,2%) 7 Tómstundaiðkun og menntun (11,8%) 71 Tækjabúnaður (2,6%) 8 Aðrar vörur og þjónusta (14,2%) 81 Snyrtivörur, snyrting (0,6%) 85 Tryggingar (ekki lögbundnar) ofl. (3,5%) VÍSITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) ] +0,7% j +0,7% 1+1,0% Maí 1988 = 100 -0,5% [ -0,6% 1 |+0,1% |+0,3% [1+0,5% ^SH+2,3% [°'0% Breyting frá l+0’1% r>„A; 0+0,4% máflUcM 0+o,2% /7, m+o,6% I , +1,4% Tölur í svigum wsa til vægis [j +0,2 /o einstakra liða. FOLK Nýrfjármála- sijóriMAX •MAGNÚS Böðvar Eyþórsson hefur verið ráðinn nýr fjármálastjóri MAX hf. Mun hann jafnframt gegna stöðu framkvæmdastjóra Angórufatnaðar hf. í Borgamesi, sem er í eigu MAX. Magnús Böðvar er tæknifræð- ingur að mennt og hefur starfað sem yfirmaður Tækni- og tölvudeildar Heimilstækja hf. undanfarin 4 ár. Þá starfaði hann sem fjármálastjóri og síðar aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá Sanitas og Gosan hf. á árunum 1989-1991. Magnús er giftur Sigrúnu Bjarnar- son hjúkrunarfræðingi og eiga þau eitt bam. Nýr starfsmaður Iðntæknistofnunar •SIGURJÓN Markús Jóhannsson hefur verið ráðinn til nýsköpunar- og framleiðsludeildar Iðntæknistofnunar. Hann hefur með hönd- um ráðgjöf og fræðslu á sviði vörustjórnunar, endurhönnun vinnu- ferla, námskeiðahald og kynningar ásamt öðrum sérverkefnum. Siguijón Markús er verkfræðingur að mennt með B.Sc. próf frá Ingeniorhajsko- len Helsingor Teknikum í Dan- mörku árið 1984 og M.Sc. próf frá Danmarks Tekniske Universitet 1987. Hann starfaði áður hjá Beta Computer Systems í Danmörku og sl. sjö ár hjá tæknideild Flugleiða. VÍSITALA neysluverðs mældist 175,2 stig í byrjun febrúar og hafði hækkað um 0,2% frá því í janúar- mánuði sem jafngildir 2,1% hækk- un á heilu ári. Hækkun á græn- meti og ávöxtum um 5,1% olli mestu um hækkun vísitölunnar eða 0,12%. Einnig hækkuðu læknis- hjálp og lyf um 2,3%, sem olli 0,07% hækkun vísitöluhækkun. Aftur á móti lækkaði markaðsverð húsnæðis um 1,6% og olli það 0,14% vísitölulækkun. Á undanfömum þremur mánuð- um hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 2,1% verðbólgu á heilu ári. Undan- farna tólf mánuði nemur hækkunin 1,7%. Vísitalan í febrúar gildir til verðtryggingar í marsmánuði en vísitala fyrir eldri fjárskuldbind- ingar sem breytast eftir lánskjara- vísitölu er 3.459 stig í mars. Stærri eignir að lækka í verði Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar mældist hækkun á verði mjólkurvara einungis að hluta í vísitölunni í febrúar þar sem verð- hækkunin tók gildi 2. febrúar eða sama dag og stofnunin kannaði verð í verslunum. Hvað markaðs- verð íbúðarhúsnæðis snertir er miðað við meðalverð í kaupsamn- ingum á síðasta ársfjórðungi ársins 1995. Hér er fyrst og fremst um að ræða lækkun á markaðsverði stærri íbúða, þ.e.a.s. 4-5 herbergja íbúða og þaðan af stærri eigna. Verðbólgan á tímabilinu desem- ber 1994 til desember 1995 var 2% hér á landi samanborið við 3% verðbólgu í ríkjum ESB, 1,3% í Lúxemborg og 1,5% í Belgíu. Lægst var hún í Finnlandi á tíma- bilinu eða 0,3%. Hlutabréf í Vinnslu- stöðinni hækka ! GENGI hlutabréfa í Vinnslu- í stöðinni hf. hækkaði talsvert í viðskiptum á Verðbréfa- þingi í gær. Gengi bréfanna endaði í 1,20 en var 1,10 í upphafi dags. Þetta sam- svarar um 9,1% hækkun á gengi bréfanna og hafa þau þá hækkað um 16,5% í verði frá áramótum. Að sögn Jó- hanns ívarssonar, forstöðu- manns hjá Kaupþingi, skýr- ( ast þessar hækkanir af góð- um horfum í loðnuveiði á þessari vertíð, en Vinnslu- stöðin á þar mikilla hags- muna að gæta. Þá bendir hann á að fjárfestar séu nú farnir að leita að hlutabréf- um sem setið hafa eftir í hækkunum undangenginna vikna. | Heildarviðskipti gærdags- ins voru um 10,7 milljónir króna. Stærstu einstöku við- skiptin voru með hlutabréf í Olís, en ein viðskipti áttu sér stað með hlutabréfin að nafnvirði tæplega 1,1 milljón króna á genginu 3,5. Það er nokkur lækkun frá því á föstudag er hlutabréf í fyrir- tækinu seldust á genginu 3,8. Þá hækkaði gengi hluta- bréfa í Nýherja um 1,5% í 2,05. Stænstu hluthafar í B0RGEY hf þús. kr. 1. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga 137.828 2. Útvegsfélag samvinnumanna hf. 78.308 3. Hornafjarðarbær 4. Olíufélagið hf. 5. Lífeyrissjóður Austurlands 6. Vátryggingafélag íslands hf. 7. Skipasniíðastöð Njarðvíkur hf. 8. Samvinnulífeyrissjóðurinn 9. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. 10. Samskip hf. 11. Aðrir hluthafar Heíldarhlutafé 3.500 1 1,0% 3.180 I o,9% 2.057 10,6% 13.278 I 3,6% 366.278 100,0% Útvegsfélag Samvinnumanna hf., dótturfyrirtæki Islenskra sjávarafurða hf., er nú orðið annar stærsti hluthafi Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði eftir kaup á 21,4% hlut Regins hf., eignarhaldsfélags Landsbankans. Eins og sjá má á meðfylgjandi hluthafakorti er Kaupfélag Austur-Skaftfellinga stærsti hluthafinn og aðrir í hópi þeirra tíu stærstu em ýmis fyrirtæki sem tengst hafa samvinnuhreyfingunni. Fleiri breytingar hafa orðið í hluthafahópnum frá því sl. vor. Þannig hefur hlutur Hornafjarðarbæjar aukist úr 10,4% í 11,6% en hlutur Lífeyrissjóðs Austurlands minnkað úr 8% í 6,8%. Skipasmíðastöð Njarðvíkur er hér skráð fyrir 2,1% hlut en þau bréf voru seld nýlega, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Athugasemd Vaxtahækkanir hjá Búnaðarbanka, Islandsbanka og sparisjóðum Væntingar um aukna verðbólgu á þessu ári MORGUNBLAÐINU hefur bprist eftirfarandi athugasemd frá Árna Zophoníassyni, forstjóra Miðlunar ehf.: „í frétt Morgunblaðsins fimmtu- daginn 8. febrúar er fyallað um samstarf Miðlunar ehf. og Skýrr vegna birtingar á upplýsingum Gulu línunnar á Aski. Vegna frétt- arinnar vil ég gera eftirfarandi at- hugasemdir. Miðlun ehf. sleit ekki samstarfi við SKÝRR heldur var tekin sam- eiginleg ákvörðun um að hætta samstarfinu sem var á tilrauna- stigi. Helstu ástæður voru að Miðl- un tókst ekki að uppfylla væntingar um sölu sem aðilar verkefnisins höfðu og tilraunin leiddi í ljós að miðillinn (Askurinn) hentaði Gulu línunni ekki vel. SKÝRR stóð við allar skuldbind- ingar verkefnisins og er ákjósanleg- ur samstarfsaðili að öllu leyti. Við vitum að Askurinn hefur reynst mjög öflugur miðill gagnvart ferða- upplýsingum og á öðrum sviðum upplýsingamiðlunar, þótt hann henti síður til að miðla upplýsingum Gulu línunnar." VAXTABREYTINGAR urðu hjá íslandsbanka, Búnaðarbanka og Sparisjóðum á sunnudag og hækkuðu þessar stofnanir bæði inn- og útlánsvexti sína. Þessar hækkanir koma í kjölfar vaxta- hækkunar Landsbankans um síð- ustu mánaðamót, en bankinn hækkaði hins vegar ekki vexti sína nú. Hækkanir útlánsvaxta hjá hinum þremur fyrrnefndu var á bilinu 0,1-0,65%, en innláns- vextir hækkuðu um 0,1-1,0%. Þessar hækkanir stafa af vænt- ingum um meiri verðbólgu á þessu ári en því síðasta. Seðlabankinn telur hins vegar að minni hækkun á vísitölu neysluverðs í janúar, ásamt vaxtalækkunum erlendis, kunni að leiða til vaxtalækkana hjá bankanum. Vaxtahækkanir bankanna koma ofan í minni hækkun á vísi- tölu neysluverðs en gert hafði verið ráð fyrir. Vísitalan hækkaði um 0,2%, eins og fram kemur hér á síðunni, sem jafngildir um 2,1% verðbólgu á ársgrundvelli. Þetta er talsvert minni hækkun en gert hafði verið ráð fyrir, en í verðbólg- uspám var reiknað með hækkun- um á bilinu 0,2-0,4%. Þetta vekur því upp spurningar um hvort þess- ar vaxtahækkanir nú hafi verið ótímabærar. Sigurjón Árnason, forstöðu- maður hagfræði- og áætluna- deildar Búnaðarbankans, segir að vaxtahækkanir bankanna nú stafi af því að gert sé ráð fyrir tals- vert meiri verðbólgu á þessu ári Seðlabankinn útilokar ekki vaxtalækkanir en á því síðasta. „Verðbólga síð- asta árs var 1,6% en í ár er gert ráð fyrir að hún verði um 3,0%. Minni verðhækkanir í janúar breyta litlu þar um, enda eru hækkanir á mjólkurafurðum ekki enn komnar inn. Því má reikna með að hækkunin á vísitölu neysluverðs verði meiri næst.“ Sigurjón segir að bankarnir reyni gjarnan að miða vexti sína við horfur til lengri tíma, í stað þess að elta skammtímasveiflur. Þessar hækkanir taki mið af því og séu þar af leiðandi ekki ótíma- bærar. Talsverðar hækkanir frá áramótum Umtalsverðar vaxtahækkanir hafa orðið hjá bönkunum frá ára- mótum. Vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum hafa hækkað um 0,20-1,20% og eru vextir á almennum sparisjóðsbókum nú 1,0% hjá öllum bönkum og spari- sjóðum, en vextir á óbundnum sparireikningum eru á bilinu 3,50- 4,20%. Vextir á óverðtryggðum lánum hafa sömuleiðis hækkað talsvert frá áramótum. Kjörvextir á al- mennum víxillánum hafa þannig hækkað um 0,75-1,25% og eru nú á bilinu 9,25-9,50%. Kjörvext- ir á almennum skuldabréfalánum hafa sömuleiðis hækkað um 0,75- 1,00% og eru nú á bilinu 9,10- 9,50%. Talsvert minni hækkanir urðu hins vegar á verðtryggðum inn- og útlánsvöxtum. Auknar líkur á vaxtalækkun hjá Seðlabankanum Seðlabankinn hefur hækkað skammtímavexti nokkuð á undan- förnum vikum og í síðasta tölu- blaði Hagtalna mánaðarins spáði bankinn enn frekari hækkun skammtímavaxta í ljósi vaxandi verðbólgu. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, segir hins vegar að ýmislegt bendi nú til þess að bankinn muni lækka skammtíma- vexti á næstunni. „Verðbólgan í janúar reyndist minni en við gerð- um ráð fyrir og okkar menn spá nú minni verðbólgu yfir allt árið sem og lægri kúf framan af árinu en menn spáðu áður. Þetta hefur áhrif á okkar viðhorf og sennilega einnig á vexti.“ Að auki bendir Eiríkur á að þær vaxtalækkanir sem orðið hafi erlendis á undan- förnum vikum geti stuðlað að vaxtalækkunum hér á landi. Eiríkur segir það því ekki úti- lokað að vaxtalækkanir séu fram- undan hjá bankanum. „Það varð 0,15% lækkun hjá okkur í morgun á 3 og 5 ára óverðtryggðum verð- bréfum í okkar tilboðum á eftir- markaði. Það var þó ekki einung- is vegna minni verðbólgu heldur gáfu viðskipti tilefni til þessarar lækkunar," segir Eiríkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.