Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 15 LANDIÐ Atvinnurekendur og Alþýðusamband Suðurlands taka höndum saman Fundað um atvinnu í nútíð og framtíð Morgunblaðið/Egill Egilsson FALLEGT veður á Flateyri. Sólarkaffi Flateyringa Selfossi - Atvinna í nútíð og fram- tíð er yfirskrift fundar um atvinnu- mál sem haldinn verður á Hótel Selfoss næstkomandi fimmtudag klukkan 20.30 á vegum Alþýðu- sambands Suðurlands og Atorku, félags atvinnurekenda á Suður- landi. Framsögumenn á fundinum verða Sveinn S. Hannesson fram- kvæmdastjóri hjá Samtökum iðnað- arins, Hansína Á. Stefánsdóttir for- maður Alþýðusambands Suður- lands, Sigurður Þór Sigurðsson for- maður Átorku, Þorsteinn I. Sigfús- son prófessor við Háskóla íslands og Þorvarður Hjaltason fram- kvæmdastjóri Sambands sunn- lenskra sveitarfélaga. Meðal þess sem fjallað verður Vaðbrekku - Eftir fádæma snjó- léttan vetur á Jökuldal hefur nú skipt um og fyrsti snjórinn sem heitið getur frá í lok október kom í síðustu viku. Snjóinn frá í lok október tók all- an upp um mánaðamót nóvember og desember og heita má að síðan hafí verið auð jörð að mestu, aðeins komið smáföl við og við síðan. Það var síðan seinnipart síðasta þriðjudags að byijaði að snjóa, ekki hafa verið nein aftakaveður en stöð- um er staða atvinnuveganna um þessar mundir og samkeppnisstaða fyrirtækja í breyttu rekstrarum- hverfi í tengslum við aðild íslands að EES-samningnum. Þá verður fjallað um áætlunina „Suðurland 2000“ sem er samstarfsverkefni fjölmargra aðila undir forystu SASS. Að loknum framsöguræðum verða fijálsar umræður. Fundar- stjórar verða Gunnar Kristmunds- son og Örn Grétarsson. Þingmönn- um, sveitarstjórnarmönnum og full- trúum atvinnumálanefnda sveitar- félaga á Suðurlandi er sérstaklega boðið á fundinn. Fundarboðendur hvetja Sunnlendinga til að mæta vel á fundinn og taka þátt í umræð- ugur éljagangur með kófi. Eru nú grafningar orðnir hálffullir af snjó og snjór víða á Efra-Dal í miðjan legg og hné. Vegurinn á Efra-Dal er nú orðinn ófær fyrir fólksbíla og minni fjór- hjóladrifsbíla í fyrsta skipti í vetur, en vel er fært fyrir flesta jeppa. Verður að telja þetta með snjó- léttustu vetrum það sem af er nú í mörg ár og þarf líklega að fara aftur til 1963 eða 1964 til að fá samjöfnuð. Flateyri - Fyrir skemmstu var haldið Sólarkaffi Flateyringa. Sól- arkaffið var haldið í Vagninum og var það vel sótt af bæði yngri sem eldri Flateyringum í bland við aðkomumenn. Lítið sást til sólar þennan dag, skýjabakkar héngu yfir á milli þess sem úr- koma skall á öðru hveiju með élj- um. En Flateyringar gátu þó tekið gleði sína nokkrum dögum seinna eftir sólarkaffið, þegar sólin braust út á milli hæstu fjallstinda baðaði þá í gullnum blæ sem rikti lengi fram eftir degi. Fjörðurinn var spegilsléttur og hvergi gár- aði. Fyrr um morguninn hafði verið frosið í innsiglingunni en sólinni tókst að bræða frerann og hleypa lífi í sæinn. Frameftir degi var sólin að teygja úr skuggum sínum yfir fjarðarmynnið. Og gleði Flateyringa var mikil, þrátt fyrir að þessi vetur hafi í raun enginn verið miðað við undanfarin ár. Berserks- gangur eftir þorrablót MAÐUR á þrítugsaldri gekk berserksgang í rútu á Djúpa- vogi á sunnudagsmorgun og barði mann og annan. Rútan var að aka fólki af þorrablóti í Álftafirði. Á Djúpavogi var maðurinn vak- inn, en hann hafði sofið ölv- unarsvefni. Maðurinn brást við hart, spratt á fætur og barði aðra farþega í bílnum. Bílstjóranum tókst að forða sumum farþeganna út, en ók svo í hendingskasti niður á bryggju, þar sem hann vissi af mönnum að störfum. Þeir komu honum til hjálpar, yfírbuguðu of- beldissegginn og komu á hann böndum. Bílstjórinn ók svo með hann til móts við lögregluna á Fáskrúðsfírði, sem tók hann í sína vörslu. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var manninum sleppt úr haldi síðdegis á sunnudag, enda taldist málið að fullu rannsakað. Áverkar þeirra, sem urðu fyrir árás- inni, voru ekki að fullu ljósir í gær, en lögreglan sagði að tennur hefðu brotnað í einum og falskur gómur í manni á áttræðisaldri. Aðrir hefðu marist og fengið smærri áverka. um. Snjólétt á Jökuldal BÝR FJÖLSKYLDAN ÞÍN VIÐ TM-ÖRYGGI? Með TM-ÖRYGGI getur þú sameinað öll tryggingamál fjölskyldunnar á einfaldan, ódýran og þægilegan hátt. TM-ÖRYGGI er sveigjanleg þjón- usta þar sem þú velur saman þær tryggingar sem fjölskyldan þín þarf á að halda. Lágmarksfjöldi trygginga í TM-ÖRYGGI eru tvær tryggingar til dæmis tvær bifreiðatryggingar eða fjölskyldutrygging og fasteigna- trygging. TM-ÖRYGGI býður þér hagkvæm kjör og sveigjanlegan greiðslumáta þar sem þú velur þann gjalddaga sem hentar þér best. Hafðu allar tryggingar á einni hendi og tryggðu fjölskylduna með TM-ÖRYGGI! TRYGCINGAMIÐSTÖÐIN HF. Aöalstræti 6 - 8 Sími 515 2000 - á öllum sviöum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.