Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 25 Iraustur fjölskyldubill á hreínt frábæíU verðí Frelsi í lyfsölu? ALÞINGI samþykkti ný lyfjalög 20. maí 1994. Að mati margra alþingismanna var sú lagasetning óþörf, því gömlu lögin stóðu fylli- lega fyrir sínu. En til hvers er verið að setja lög um lyfja- sölu? Tilgangurinn er að sjálfsögðu að vemda hagsmuni al- mennings, fyrst og fremst. Við lestur nýju lag- anna kemur í ljós að í þeim eru mjög fáar breytingar frá lyfjalög- unum sem sett voru 1963. Veigamestu breytingarnar eru: 1. Sjúkrahúsin, sem eru í eigu rikisins, mega nú selja almenningi lyf í samkeppni við einkarekin apó- tek. 2. Lyijaverðlagsnefnd er lögð niður og lyfjaverðsnefnd sett á lag- gimar. Lögin segja ekkert um hvernig hún á að starfa og engar VAKA setur menntamál á oddinn. Að mati Vökufólks á hagsmunabarátta stúdenta að snúast um það fyrst og fremst að sú menntun sem við stúdentar hljótum í Háskólanum sé eins góð og kostur er. í hagsmunabaráttunni verða stúdentar að beina spjótum sínum í tvær áttir. Að ríkis- valdinu, sem verður að búa Háskólanum viðunandi starfsskil- yrði. En þó ekki síður að Háskólanum sjálf- um, því árangur háskólastarfsins veltur auðvitað fyrst og síðast á háskólamönnum. Vaka hefur framtíðarsýn Vaka hefur heilsteypta mennta- stefnu. Vökufólk leggur áherslu á sérstöðu Háskóla Islands sem eina Ef stúdentar veita okk- ur Vökumönnum braut- argengi í komandi kosn- ingum segir, Tryggvi Björn Davíðsson, mun- um við gera nauðsyn- lega áherslubreytingu í stúdentapólitíkinni. rannsóknaháskóla landsins. Há- skólinn er eina stofnunin hér á landi sem hefur burði til að stunda víð- feðmar rannsóknir á alþjóðlegan mælikvarða. Öll stefnumótun fyrir skólann verður að taka mið af þessu. Fjárfesting í mannauði er lykillinn að hagvexti framtíðarinn- ar, og því velta lífskjör íslendinga á komandi árum að miklu leyti á starfinu sem fram fer í Háskóla íslands. Mjög hefur þrengt að Háskóla íslands á síðustu árum. Á meðan stúdentum hefur fjölgað stórlega hafa framlög ríkisins til kennslunn- ar í reynd staðið í stað. Snúa verð- ur við blaðinu. Islendingar mega ekki láta mikilvægasta vísindastarf- reglugerðir hafa birst um það ennþá. 3. Lyfsölusjóður er leystur upp, en honum var meðal annars ætlað að tryggja rekstur apó- teka í dreifbýli. 4. Möguleikar lyfja- fræðinga til þess að stofna og reka apótek eru auknir. Það þykir * skjóta nokkuð skökku við að einkavæða Lyfjaversl- un ríkisins með miklum tilþrifum og koma síð- an upp öðrum stofnun- um til þess að sinna því hlutverki sem Lyfjaverslun rík- isins var ætlað, sem var að þjóna sjúkrahúsunum. En allt bendir til þess að nú sé unnið skipulega á vegum ríkisspítalanna að því að koma upp sjúkrahúsapótekum, sem ekki er aðeins ætlað að sjá um lyfja- notkun sjúkrahúsanna heldur og að afgreiða lyf til almennings. Ef það er talið heppilegast að ið í landinu koðna niður vegna fjársveltis. Brýnt er að rífleg fjár- framlög komi frá ríkis- valdinu. Einnig verður að hafa í huga að víð- ast hvar erlendis, þar sem rannsóknir og þró- unarstarf er öflugt, rennur miklu meira fé frá einkageiranum í háskólana. Hér á landi þarf að efla tengsl at- vinnulífsins og Háskól- ans. Jafnframt má hugsa sér að ríkisvald- ið geri framlög til vís- inda frádráttarbær frá skatti. Eitt er víst, búa verður betur að Háskóla íslands. Betri Háskóla! Stúdentar eiga ekki einvörðungu að heimta hærra ríkisframlag til Háskólans. Þeir eiga að gera kröfu um að vandað sé til verka í skólan- um. Veita verður háskólayfirvöld- um aðhald, stúdentar eiga t.d. ekki að sætta sig við að bruðlað sé með fé. Stúdentar eiga ekki að sætta sig við að byggingar skólans séu fyrst og fremst hannaðar með fag- urfræðina að leiðarljósi, og þarfir nemenda og kennara séu settar skör lægra. Hagsmunasamtök stúd- enta eiga að láta til sín taka ef brotinn er réttur á stúdentum, fylgj- ast með því að reglum um ein- kunnaskil, prófsýningar, birtingu próftaflna og önnur slík réttindamál sé framfylgt. Stúdentar eiga að beijast fyrir brýnum umbótum á kennslunni. Nemendum og kennur- um á það að vera metnaðarmál að kennslan í Háskólanum sé ávallt sambærileg við það sem vel er gert á erlendri grundu. Háskólinn verður að vera í takt við tímann. Upplýs- ingabyltingin verður að fara að hefja innreið sína í Háskólann. Stúdentar eiga að berjast fyrir því að möguleikar Inter-netsins til að bæta kennsluna séu nýttir. í komandi háskólakosningum býður Vökufólk fram krafta sína til að vinna að því að bæta Háskól- ann. Ef stúdentar veita okkur brautargengi í kosningunum mun- um við gera nauðsynlega áherslu- breytingu í stúdentapólitíkinni. Við munum setja menntamál á oddinn. Höfundur skipar 1. sæti á lista Vöku til Háskólaráðs. opinberir aðilar annist lyfjadreifing- una í landinu á auðvitað að stíga skrefið til fulls og láta ríkið yfirtaka rekstur allra apótekanna á sama tíma og rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva eru á höndum ríkisins. Ég held að flestir geti verið mér sammála um að nauðsynlegt sé að allir landsmenn eigi tiltölulega greiðan aðgang að apóteki. Það lyfsöluleyfisveitingakerfi sem við höfum búið við til þessa, er ef til vill ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk, en það hefur tryggt apótekaþjónustu um allt land. Jafnvel á litlum stöðum þar sem vitað er að lyfjasalan ein og sér getur ekki staðið undir rekstr- inum, eru vel búin apótek sem skapa íbúum dreifbýlisins öryggi í landi þar sem samgöngur á vetrum lamast oft og einatt. Eina ástæðan til þess að þessi litlu samfélög fá notið þessara sjálf- sögðu réttinda er, að lyfjafræðingar leggja það á sig að fara á þessa litlu staði og sinna jafnframt öðrum rekstri eða störfum með apótekinu, er vonin um betra „brauð“ seinna meir. Með því frelsi í lyfsöluleyfis- veitingum, sem boðuð er með nýju lögunum, hverfur þessi hvati og hætta er á að enginn hafi áhuga á að leggja slíka vinnu og bindingu á sig þegar enginn ávinningur er í sjónmáli. Nei, staðreyndin er sú að nýju lögin boða ekkert frelsi í lyfsölu. Telja menn það frelsi í mjólkursölu að allar matvöruverslanir og bakarí í Reykjavík geta selt mjólk? Auðvit- að ekki. Mjólkursamsalan hefur ennþá einkasölu á svæðinu. Svipað gildir um lyfin. En það eru ekki innflytjendurnir sem eru einkaleyf- ishafarnir eins og menn gætu hald- ið að óhugsuðu máli. Það er nefni- lega ríkisvaldið eða nánar tiltekið heilbrigðisráðuneytið sem fer með einkaleyfið í raun. Hingað má ekki flytja inn né selja önnur lyf en þau sem hlotið hafa skráningu á sér- lyfjaskrá eða eru flutt inn með sér- stakri undanþágu. Báðum þessum þáttum stjórnar ráðuneytið alfafið, þannig að lögin eru síður en svo að auka frelsi í lyíjasölu hér álandi. Það eina sem þau stefna að er fjölg- un apóteka. Og þá kemur spurning- in: Ér það neytendum til góðs að þeim sé fjölgað? Það liggur í augum Óheft fjölgun apóteka, segir Werner Rasmus- son, bætir ekki þjón- ustuna við almenning. uppi að fjölgunin verður fyrst og fremst á stærstu þéttbýlissvæðun- um. En þar eru nú þegar færri íbú- ar á bak við hvert apótek en talið er æskilegt í nágrannalöndum okk- ar. Hvaða þýðingu mun fjölgun apóteka hafa fyrir markaðinn? í fyrsta lagi verður hver rekstra- eining minni en nú er og eru þær þó fæstar stórar. Lítil eining er verr í stakk búin til þess að veita sömu þjónustu og stór bæði hvað varðar þirgðahald og faglega lyfja- fræðilega þjónustu, sem þó er grundvallaratriði til þess að sjúkl- ingar noti lyfin rétt og spari þannig fé fyrir hið opinbera. Skert birgða- haldsgeta getur leitt til þess að sjúklingar þurfa að koma fleiri ferð- ir en eina til þess að fá lyfin sín. En ráðamönnum þykir það ef til vill allt í lagi að skerða einnig þessa þjónustu við almenning. Nei, óheft fjölgun apóteka bætir ekki þjónustuna við almenning þótt svo megi virðast í fljótu bragði. Það er mikið talað um samkeppni. Það er bullandi samkeppni ríkjandi á milli apótekanna í dag. Þau keppa um viðskiptavinina með þjón- ustunni, sem þau veita, en öll bjóða þau sömu lyfin, sem þau verða að kaupa af sömu innflytjendum því apótekin mega ekki flytja inn lyf og kaupa öll á sama verði. Það er að mínu mati nauðsynlegt að setja einhveijar takmarkanir á fjölda apóteka á tilteknum stöðum til þess að þau safnist ekki öll sam- an á stærstu þéttbýlisstaðina og tryggja með því rekstur apóteka á minni stöðum. Annars.hlýtur dreif- býlið að bera skarðan hlut frá borði. Slíkt stuðlar ekki að jafnvægi í byggð landsins. Við veitingu lyf- söluleyfa fram til þessa hefur það verið markmiðið að staðsetja apó- tekin þannig að sem flestir íbúar landsins eigi ekki óeðlilega langt að sækja. Nefna má úthlutanir lyf- söluleyfa í Reykjavík og nágrenni sem dæmi. Þegar risið hafa ný íbúð- arhverfi hefur jafnan verið veitt leyfi fyrir apóteki í þeim. Má þar nefna Breiðholtið, en þar eru nú 2 apótek og nýjasta dæmið er apótek- ið í Grafarvogi. Með þessu kerfi er komið í veg fyrir að apótekin safn- ist saman á afmörkuðu svæði þar sem mestra viðskipta er von, því apótekin eru og eiga að vera hluti af heilbrigðisþjónustunni, sem þegnar landsins eiga rétt á að hafa sem jafnastan aðgang að. Hveijum dettur til dæmis í hug að setja margar heilsugæslustöðvar á sama stað? Það þykir fráleitt, en hvers vegna þá apótek? Það flögrar óhjá- kvæmilega að manni að þeir sem sömdu nýju lögin hafi ekki borið hag neytendanna eins vel fyrir bijósti og æskilegt hefði verið. Höfundur er apótekari. Upplýsingar um Honda Civic B dyra '96i kraftmikill 90 hestafla léttmálmsvél 1 B venta og beiri innspnautun hraöatengt vökva- og veltistýri þjófavörn rafdrifnar rúöur og speglar viðarinnrétting í maelaboröi 1 A tommu dekkjastaerð ■ útvarp og kassettutaeki ■ styrktarbitar í huröum ■ sérstaklega hljóöeinangraöur ■ féanlegur sjálfskiptur ■ samlaesing á hurðum sportsaeti — rúðuþurrka fyrir afturrúðu — framhjóladrifin — 4ra hraða miðstöð með inntaksloka — haeðarstillanlegur framljósageisli — stafraen klukka — bremsuljós í afturrúðu — eyðsla 5,6 I á 90 km/klst. — A.31 metri á lengd — ryðvörn og skráning innifslir - boðar nýja tima - Gunnar Bernhard hf., Vatnagörðum 24, Reykjavik, simi 568 9900 Werner Rasmusson Vaka berst fyrir betri Háskóla! Tryggvi Björn Davíðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.