Morgunblaðið - 13.02.1996, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
-4- Svanlaug
■ Björnsdóttir
fæddist á Húsavík
31. október 1942.
Hún Iést í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu
á Akureyri 5. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar Svan-
laugar voru Björn
Ármannsson, bóndi
í Hraunkoti, f. 19.1.
1902, d. 18.8. 1970,
og kona hans,
Kristín Kjartans-
dóttir, f. 3.4. 1898,
d. 17.9.1988. Systk-
ini Svanlaugar eru Þórey, bú-
sett í Kópavogi, hennar maður
er Guðlaugur V. Eiríksson,
Árdís, búsett í Hafnarfirði,
hennar maður er Gunnar
Kristjánsson, Kjartan, bóndi á
Hraunkoti í Aðaldal, kona
hans er Snjólaug Benedikts-
dóttir, Hálfdán, búsettur að
Hlégarði í Aðaldal, hans kona
er Bergljót Benediktsdóttir og
ÞAÐ ER sorglegt að þurfa að sjá
nú svona óvænt á eftir mágkonu
minni, Svanlaugu, sem horfin er
frá okkur á góðum aldri, aðeins
rúmlega fimmtug. Svanlaug var
ekki nema fimmtán ára gömul
þegar ég_ kvæntist Árdísi, systur
hennar. Árdís hafði þá komið frá
Hraunkoti í Aðaldal í fiskvinnu
suður til Sandgerðis en þar var
ég sjómaður um þessar mundir.
Þrátt fyrir það að við byggjum hér
syðra alla tíð, fyrst í Sandgerði
og síðan í Hafnarfirði, tengdist ég
loks Þorgrímur,
vélvirki á Húsavík,
hans kona er Ein-
hild Kjærtrumb.
Eftirlifandi eigin-
maður Svanlaugar
er Hermann Ragn-
arsson, sjómaður á
Húsavík, f. 6.9.
1940. Börn þeirra
eru: 1) Jónína, f.
3.3. 1961, gift
Helga Pálssyni,
sjómanni á Húsa-
vík, og eiga þau
þrjú börn. 2)
Björn, fæddur
21.9. 1962, vélstjóri í Reykja-
vík, kvæntur Áslaugu Elías-
dóttur og eiga þau tvö börn.
3) Þórey, f. 24.12. 1964, gift
Bjarna Eyjólfssyni, stýrimanni
á Húsavík, og eiga þau þrjú
börn.
Útför Svanlaugar verður
gerð frá Húsavíkurkirkju i
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Qölskyldu konu minnar fyrir norð-
an sterkum böndum. Átti það ekki
síst við um systurina, Svanlaugu.
Hún var tólf árum yngri en Árdís,
yngst í sex systkina hópi — litla
systirin, sem öllum þótti svo vænt
um, hvort heldur meðan hún var
bam að aldri eða orðin fullorðin
kona.
Enda þótt dijúgur spölur væri
á milli Hafnarfjarðar og Húsavíkur
átti það ekki eftir að koma í veg
fyrir að kynnin héldust og tengsl
ykjust. Fyrr á árum fór ég oft á
MINNINGAR
síld á sumrin og þá var Árdís,
kona mín, á meðan fyrir norðan
hjá foreldrum og systkinum. Þegar
árin liðu og aðstæður breyttust
var farið norður flest sumur til
að heimsækja ættingjana og okkur
fannst sumarfríunum ekki lokið
nema að við hefðum komið við
fyrir norðan — og alltaf styrktust
ijölskyldu- og vináttuböndin.
Aðeins 17 ára gömul hóf Svan-
laug sambúð með eftirlifandi
manni sínum, Hermanni Ragnars-
syni, sjómanni á Húsavík, en þau
giftu sig 17. desember 1961. Eftir
barnaskólanám hafði Svanlaug
aðeins verið tvo vetur á Héraðs-
skólanum á Laugum en heimilið,
eiginmaðurinn og börnin áttu hug
hennar allan eftir að þau komu í
heiminn hvert af öðru og síðar
barnabörnin átta. Þau Hermann
reistu sér hús á Húsavík og í garð-
inum við húsið naut Svanlaug sín.
Blómarækt og garðyrkja voru
hennar áhugamál — hennar líf og
yndi og ómæld eru þau fræ og
blóm sem hún útdeildi til vina og
kunningja á Húsavík og víðar. Hún
átti stórkostlegan garð sem hefur
verið talinn með þeim allra feg-
urstu fyrir norðan. Þar ræktaði
hún ekki einungis það, sem óx
undir beru lofti, heldur hafði hún
líka komið sér upp gróðurhúsi þar
sem hún ræktaði jarðarber, tóm-
ata og agúrkur og naut fjölskyldan
ævinlega góðs af ræktuninni.
Margir leituðu ráða hjá Svan-
laugu, bæði skyldir og óskyldir,
og hún deild með þeim fróðleik
og reynslu auk þess sem hún skrif-
aði í Garðyrkjuritið. Hún var
hvatamaður að stofnun Garð-
yrkjufélags Húsavíkur, sat í fyrstu
stjórn þess og varð síðar formað-
ur. Sumrin hennar Svanlaugar liðu
í garðinum en börnin og barna-
börnin voru hennar annað áhuga-
SVANLAUG
BJÖRNSDÓTTIR
mál og ekki minna en garðyrkjan.
Þótt Svanlaug hefði ekki tæki-
færi til að stunda neins konar list-
nám blunduðu í henni miklir list-
rænir hæfileikar. Hún var mikil
og góð handavinnukona sem
saumaði á alla fjölskylduna. Fyrir
nokkrum árum tóku sig síðan sam-
an nokkrar konur á Húsavík, fóru
á námskeið og lærðu að mála á
postulín. Þar komu hæfileikar
Svanlaugar í Ijós, hæfileikar sem
hefðu áreiðanlega fengið að þrosk-
ast og eflast hefði hún átt þess
kost að læra. Hún skilur nú eftir
sig listaverk, sem hún málaði á
postulín og silki og gaf vinum og
kunningjum. Það er sorglegt að
svona fjölhæf kona skyldi ekki
geta notið menntunar á yngri
árum, eins mikíl og þörfin hlýtur
að hafa verið fyrir að fá útrás
fyrir þessa hæfileika.
Um tíma vann Svanlaug í Fisk-
iðjusamlagi Húsavíkur og síðar á
Elliheimilinu Hvammi. Ekki vann
hún alltaf fullan vinnudag en sá
tími, sem eftir stóð, fór í að hugsa
um barnabörnin, blómaræktina á
sumrin og saumaskapinn og
postulínsmálunina á veturna.
Ég kveð nú mína góðu mágkonu
og minnist með þakklæti tengsla
hennar við okkur hér fyrir sunnan.
Hún var líka alltaf sú fyrsta, sem
við sáum, þegar leiðin lá norður.
Því miður fannst okkur oft og tíð-
um helst vanta á að við gætum
endurgoldið móttökurnar, en því
miður lá leið hennar sjaldnar suður
en okkar norður og nú verður hún
þar ekki næst þegar okkur ber að
garði.
Um leið og við kveðjum Svan-
laugu hugsum við hér syðra til
Hermanns, barna og barnabarna
sem hafa misst svo góða eigin-
konu, móður og ömmu.
Gunnar Kristjánsson.
Litir haustsins
í lynginu brenna;
húmblámans elfur
hrynja, renna
í bálin rauðu,
rýkur um hól og klett
svanvængjuð þoka
sviflétt.
(Snorri Hjartarson.)
Kær frænka mín er nú fallin
frá. Hún var litla systir móður
minnar, sólargeisli í stórum systk-
inahópi og sú sem fyrst er burt
kölluð, allt of snemma, frá fjöl-
skyldu og barnabörnum. í minn-
ingunni eru ræktarsemi og trygg-
lyndi það sem kemur upp í hug-
ann, þessir eiginleikar sem gera
hvern mann betri sem þeim fær
að kynnast.
Þær voru ófáar ferðirnar í
gegnum jurtagarðinn þinn, ef
ekki í björtu þá með vasaljós að
kvöldi, til að skoða skemmtilegar
plöntur sem ekki máttu bíða
morgundagsins. í kjölfarið fylgdu
sögur um ætt og uppruna og upp-
eldisaðferðir. Þar nutu sín þraut-
seigja þín og þolinmæði, engu var
kastað heldur hlúð að og ræktað.
Barnabörnin fengu líka ótak-
markaðan aðgang að garðinum
þínum þar sem þau lærðu að
umgangast hann og fengu að
njóta ávaxta hans. Að þeim fjár-
sjóði búa þau alla ævi.
Einstakt auga þitt fyrir því
skemmtilega í fari fólks naut sín
vel í frásögnum af börnum og við-
brögðum þeirra við því sem fyrir
bar í hvunndeginum.
Þó að formleg skólaganga þín
væri ekki löng varstu hámenntuð,
leist á lífið sem skóla og miðlaðir
af þekkingu þinni. Þinn ríkulegi
hvunndagur er okkur hinum fyrir-
mynd og fyrir það ber að þakka.
Hrafnlaug Guðlaugsdóttir.
BALDUR
HELGASON
+ Baldur Helga-
son var fæddur
á Ekru í Stöðvar-
firði 26. febrúar
1919. Foreldrar
hans voru Helgi
Ólason, d. 1924, og
Oddný Þóra Magn-
úsdóttir, d. 1983.
Alsystur Baldurs
eru: 1) Hulda, f.
1915, ekkja Alfreðs
Jústssonar, búsett á
Seltjarnarnesi. 2)
Kristín, f. 1920,
ekkja Björgólfs
Sveinssonar, búsett
á Stöðvarfirði. 3) María, f.
1922, d. 1923. Hálfsystkini
Baldurs sammæðra, en faðir
þeirra var Jón Steinsson frá
Eskifirði, eru: 1) Magnús, f.
1929, kvæntur Sigríði Óskars-
dóttur, búsettur í Reykjavík.
2) Ásta, f. 1931, búsett í Hafn-
arfírði. 3) Helgi, f. 1934, kvænt-
ur Nönnu Þórðardóttur, bú-
settur í Hafnarfirði. Þegar
Oddný Þóra varð ekkja 1924
var heimilinu skipt upp og var
Huldu og Kristínu komið í fóst-
ur, en Baldur varð eftir hjá
móður sinni. Oddný Þóra flutt-
Þú mátt sofa, sofa væran lengur,
svefninn styrkir góða soninn minn,
lítill Baldur, ljúfi og kæri drenpr,
leiði Drottinn þig við arminn sinn.
(Helgi Ólason.)
Þessar ljóðlínur Helga Ólasonar,
sem hann orti til sonar síns, eiga
vel við nú þegar Baldur hefur öðl-
ast þann eilífa frið sem dauðanum
fylgir. Það var reiðarslag fyrir
okkur sem höfðum daglega um-
gengist þennan lífsglaða mann,
hann Baldur, að fá vitneskju um
það á haustdögum liðins árs að
hann ætti ef til vill aðeins fáeina
mánuði ólifaða.
ist með seinni manni
sínum, Jóni Steins-
syni, til Hafnarfjarð-
ar 1928 og I för með
voru Hulda og Bald-
ur en Kristín ílendist
á Austfjörðum. Hálf-
systkini Baldurs eru
fædd og uppalin í
Hafnarfirði. Oddný
Þóra varð aftur
ekkja 1937, en þá
tók Baldur við hlut-
verki fyrirvinnu og
gekk hann yngri
systkinum sínum í
föðurstað.
Arið 1943 kvæntist Baldur
Halldóru Torfadóttur, dóttur
Torfa Halldórssonar skipstjóra
og Bjargar Elínar Finnsdóttur
húsmóður. Baldur og Halldóra
slitu samvistir. Dætur þeirra
eru 1) Hrönn, f. 1945 og á hún
þijú börn: a) Baldur Guðjón
Þórðarson, sambýliskona hans
er Ingbjörg Guðmundsdóttir,
synir þeirra eru Arnór Viðar
og Kristbjörn Viðar. b) Aðal-
heiður Þórðardóttir, sambýlis-
maður hennar er Sveinbjörn
Hauksson og eiga þau eina dótt-
ur, Hrefnu. Aðalheiður á son frá
Baldur var eins og förumaður
fyrri alda, fór á milli ættingja og
bar kveðjur og fréttir. Nánast
daglega kom hann við á heimili
mínu, geislandi af lífsgleði og orku
sem smitaði út frá sér. Baldur lét
sér mjög annt um velferð barna-
bama sinna og tók þau oft með
sér í heimsóknir og kynnti fyrir
frænkum sínum og frændum. Á
sumrin voru það veiðiferðir með
börnunum í vötnin í nágrenni
borgarinnar eða ferð niður á höfn
þar sem hann fræddi börnin um
sjómennsku og annað sem fyrir
augu bar. í hraða nútíma þjóðfé-
fyrri sambúð, Brynjar Kára
Eiríksson. c) Margrét Þórðar-
dóttir, sambýlismaður hennar
er Páll Rúnarsson. Margrét á
eina dóttur, Evu Hrönn Rún-
arsdóttur. Hrönn er búsett í
Reykjavík. 2) Sigríður Hjördís,
f. 1960, gift Viðari Kristins-
syni og eiga þau tvö börn,
Kristin Örn og Hjördísi Sif,
og eru þau búsett í Hafnar-
firði.
Snemma fór Baldur að
draga björg í bú og 14 ára réð
hann sig sem hjálparkokk á
sjó og eftir það átti sjómennsk-
an hug hans allan. Lengst af
var Baldur á Hafnarfjarðart-
orgurunum, en einnig á togur-
um frá Akureyri og Reykjavík,
samtals í 46 ár. Um tíma rak
Baldur mötuneyti Togaraaf-
greiðslunnar í Reykjavík og
eftir það var hann nokkur ár
vaktmaður um borð í togurum
í Reykjavíkurhöfn. Þá starfaði
hann einn fárra karla við
heimilishjálp á vegum Reylqa-
víkurborgar, en nú síðustu
árin hefur Baldur annast vin
sinn og félaga, Harald Bjarna-
son. Baldur tók virkan þátt í
félagsstarfi eldri borgara og
þá helst við bridsspila-
mennsku.
Útför Baldurs fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
lags þar sem fólk má ekki vera
að því að heimsækja hvert annað,
gaf Baldur sér alltaf tíma að heilsa
upp á fólk, vini sína, ættingja og
tengdafólk. Þessar ferðir bam-
anna með afa Baldri er þeim í dag
ljúf minning um hjartahlýjan og
góðan afa sem Guð hefur nú tekið
til sín.
Við sem eftir sitjum þegar ást-
vinir okkar hverfa á braut erum
hljóð. Hljóð yfir því sem við Iíklega
fáum seint skilið, að þeir sem við
unnum skuli frá okkur teknir. Á
þeim stundum sem erfiðar eru í
lífinu leitum við flest að svörum.
Trúin á Guð og kærleikann er það
afl sem hjálpar okkur í gegnum
erfiðleikana og veitir okkur oftar
en ekki svörin, sem hugga.
Góðar minningar frá ótal sam-
verustundum er það sem eftir situr
þegar hugurinn reikar til baka.
Baldur hafði gaman af því að
umgangast fólk, og ekki þótti hon-
um ónýtt að lenda í kaffi og með
því í góðum félagsskap. Hann tók
á seinni árum vjrkan þátt í spila-
mennsku og félagslífi með eldri
borgurum, og gaf það honum mik-
ið. Líf Baldurs var ekki, frekar en
annarra, án erfiðleika, en hann fór
þó alltaf dult með eigin tilfinning-
ar. Segja má að það æðruleysi sem
fleytti honum í gegnum lífið hafi
hjálpað honum á sama hátt að
takast á við sjúkdóm sinn sem
hijáði hann síðustu mánuði lífsins.
Lengst af bjó Baldur í Reykja-
vík, en draumurinn var að komast
á Hrafnistu í Hafnarfirði og eyða
ævikvöldinu í nálegð við fjörðinn.
Sá draumur rættist að lokum með
hjálp góðra manna og átti Baldur
góða daga á Hrafnistu, þótt þeir
yrðu færri en til stóð.
Með tengdaföður mínum er
genginn góður maður sem var
annt um alla í kringum sig og
sýndi það í verki með umhyggju
sinni og góðmennsku. Blessuð sé
minning hans.
Viðar Kristinsson.
Látinn er i Reykjavík mágur
minn, Baldur Helgason. Vil ég
minnast hans með fáeinum orðum.
Ég var ekki há í loftinu þegar
fundum okkar Baldurs bar fyrst
saman og hafa kynni okkar spann-
að rúmlega hálfa öld. Hann var
þá í tygjum við Halldóru, systur
mína, sem síðar varð eiginkona
hans, en þau slitu samvistum.
Baldur var einstaklega barngóður,
kom þar til hans létta og góða
lund sem sneri fýlu minni og
óþekkt strax til hins betra. Hann
tók mann á hné sér og söng og
trallaði þar tii öll leiðindi urðu að
engu.
Ungur að árum missti Baldur
föður sinn og leiddi það til þess
að Baldur fór ungur að reyna að
draga björg í bú. Fjórtán ára gam-
all fór hann sem hjálparkokkur á
sjó og stunðaði sjómennsku æ síð-
an eða í allt að fjörutíu ár. Síðan
starfaði hann í landi við ýmis störf,
sem vaktmaður, vann hjá Reykja-
víkurborg og síðustu árin hefur
hann annast vin sinn, Harald
Bjarnason.
Áfengi skipaði stóran sess í lífi
hans en um síðir tókst honum að
sigrast á Bakkusi. Hans glaða og
góða lund hefur eflaust hjálpað
mikið til í veikindum hans sem upp
komu síðla sumars. Dætur hans,
Hrönn og Sigríður, reyndust föður
sínum vel í veikindum hans og
sinntu honum eins og hægt var.
Minntist hann oft á það við mig
og var þakklátur fyrir. Að lokum
þakka ég Baldri samveruna, allar
rósirnar og þann hlýhug sem hann
hefur sýnt mér og minni fjölskyldu.
Hvíl í friði.
Aðalheiður Torfadóttir.
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík * Sími 553 1099
Öpið öll kvöld
lil kl. 22 - einnig uxn hclgar.
Skrcytingar fyrir öll tílcfni.