Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hæstiréttur Noregs úrskurðar blaðamönnum í hag Þurfa ekki að gefa upp heim- ildarmenn HÆSTIRÉTTUR Noregs úr- skurðaði fyrir helgi, að blaða- menn við Dagbladet, Arbeider- bladet og Verdens Gang þyrftu ekki að gefa upp heimildarmenn að fréttum. Af hálfu ritstjóra blaðanna var niðurstöðunni fagn- að og blaðamannafélagið norska lýsti einnig yfir ánægju sinni. Málið snerist um Framfara- flokksmanninn Henning Holstad og sendibflafyrirtækið Tiny Tran- sport, sem hann rak. Harald Stangehalle, ritstjóri Dagbladet, sagði það mikilvægt við niðurstöðu hæstaréttar, að þar væri kveðið á um nauðsyn gagnrýninnar rannsóknarblaða- mennsku. Hann sagði þó að §öl- miðlar yrðu að vera á varðbergi. „Fjölmiðlar mega ekki láta blekkjast af niðurstöðunni. Deil- an um trúnað gagnvart heimfld- armönnum heldur áfram þar til lög um slíka vernd hafa verið endurbætt," sagði hann. Hvað þetta varðar hefur hæsti- réttur úrskurðað að blaðamanni Dagbladet beri að ljóstra upp um heimildarmenn í öðru máli. Þrátt fyrir úrskurðinn neitar hann stöð- ugt að verða við honum. í febrúar 1992 lagði lögreglan til atlögu gegn Henning Holstad og sendibílafyrirtækinu Tiny Transport í Ósló. Það gerði hún að beiðni skattyfin/alda og borgargjaldkerans í Ósló vegna skattamála. Á blaðamannafundi samdægurs gaf Holstad til kynna, að um væri að ræða póli- tíska aðför að honum af hálfu stjórnvalda. Kærði hann síðar fjölda opin- berra embættismanna fyrir brot á þagnarskyldu en ríkissaksókn- ari lét málið niður falla. Höfðaði Holstad þá einkamál. Við meðferð málsins fyrir hér- aðsdómi neituðu blaðamenn að gefa upp heimildir sínar fyrir fréttum um ástæður lögregluað- gerðanna. Úrskurðaði rétturinn að þeir yrðu að gefa upp heimild- armenn sína. Áfrýjunardómstóll dæmdi blaðamönnunum hins vegar í hag. Þaðan fór málið fyr- ir hæstarétt sem staðfesti niður- stöðu áfrýjunarréttarins. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu, að í tilfelli VG og Arbeiderbladet er ekki um að ræða brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Frétt Dagbladet vitnaði til minnispunkta frá skrifstofu borgargjaldkera og komst meiri- hluti hæstaréttar að þeirri niður- stöðu, að enda þótt opinber emb- ættismaður kunni að hafa látið blaðamanninum upplýsingarnar í té, þurfi hann ekki að gefa upp heimildarmann sinn. Rétturinn segir, að Holstad hafí gagnrýnt stjómvöld af hörku vegna aðgerðanna og því hafí verið mikilvægt fyrir blöðin að kanna ástæður lögregluaðgerð- anna gaumgæfílega. Minnihluti hæstaréttar er einn- ig á því að blaðamennirnir þurfí ekki að gefa upp heirnildarmenn sína. Að þeirri niðurstöðu kemst hann hins vegar á þeirri for- sendu, að ekki hafí verið nægi- lega vel sýnt fram á, að opinber- ir starfsmenn hafi lekið upplýs- ingum. Leitin að flugrita Boeing-757 þotunnar hert Bíða háþróaðra leitartækja Santo Domingo. Reuter. BJÖRGUNARMENN sem leita að braki Boeing-757 þotunnar sem fórst við strendur Dóminíkanska lýðveldisins í síðustu viku sögðust á sunnudag ekki hafa nógu næman tækjabúnað til þess að halda áfram leit að flugrita þotunnar, svarta kassanum svonefnda, sem veitt gæti upplýsingar um hvað olli því að þotan fórst og talið er að liggi á 2.000 metra dýpi. Þess var beðið í gær, að á vett- vang bærust háþróuð leitar- og björgunartæki, sem áður hafa verið notuð til þess að finna flugv.élar á hafsbotni. Þau koma frá fyrirtæk- inu Advanced Technologies Group í Maryland í Bandaríkjunum sem er dótturfyrirtæki Oceaneering Int- ernational í Houston í Texas. Þegar þota Suður-afríska flugfé- lagsins (SAA) sprakk á flugi og hrapaði í Indlandshaf 1987 fundust aðeins lík 15 af 159 sem um borð voru. Leit að svarta kassanum hafði staðið yfír í eitt ár er hún bar loks árangur. Náðust bæði hann og hljóðriti með upptökum af sam- tölum flugmannanna upp af 4.000 metra dýpi. Sömuleiðis náðist brak úr júmbó- þotu flugfélagsins Air India upp af 2.000 metra dýpi vestur af írlandi en sprengja grandaði þotunni er hún átti 45 mínútna flug eftir til London frá Kanada í júní 1985. Með henni fórust 329 manns. Oceaneering-fyrirtækið átti hlut að máli í báðum tilvikum. Svarti kassinn er hannaður til þess að taka inn á sig sjó svo hann kremjist ekki undan þrýstingi er hann sekkur til botns. Á grundvelli líkans, sem reiknað verður út frá upplýsingum um leið Boeing-757 þotunnar og djúpsjávarstrauma, verða staðsetningartæki með neð- ansjávarhlustunarbúnaði dregin aftan í skipum um leitarsvæðið. Tækin skima botninn miðja vegu milli botns og yfirborðsins og hlusta eftir hljóðum með ákveðinni bylgju- lengd. „Á grundvelli þeirra gætum við staðsett flugritann," sagði Craig Mullen, forstjórí leitarfyrirtækisins. Takist að staðsetja brak á miklu dýpi, þangað sem kafarar eða hefð- bundin neðansjávarför komast ekki, notast björgunarmenn við farar- tæki, sem fjarstýrt er frá yfírborði sjávar. Það er búið ljósum, hljóð- sjám, leiðsögutækjum og gripörmum og er sérhannað til að lyfta þungum hlutum upp að haffletinum. Náttúran gæti þó átt eftir að tor- velda leit að svarta kassanum. Sjáv- arbotninn á slysstaðnum er afar ósléttur og nemi leitarmenn ekki hljóðmerki frá flug- og hljóðritunum verður leitin miklu erfíðari en ella. Hryðjuverk bókstafstrúarmanna í Alsír 18 týndu lífi og um 100 slösuðust París. Reuter. TVÆR bílsprengjur sprungu í Alsír á sunnudag og fórust að minnsta kosti 18 manns og næstum 100 slösuðust. Eru þetta mestu hryðju- verk í landinu frá því í forsetakosn- ingunum á síðasta ári. Opinbera alsírska fréttastofan APS greindi frá því í gær að öryggissveitir hefðu á fímm dögum í síðustu viku myrt 22 uppreisnarmenn úr röðum músl- ima víða í Aisír. Öryggissveitir frelsuðu meðal annars einn gísl úr höndum þriggja bókstafstrúarmanna skammt fyrir utan Alsírborg á fímmtudag, en aðgerðir þeirra stóðu yfir frá þriðju- degi til laugardags. Önnur sprengjan sprakk í Belco- urt-hverfínu í Alsírborg en þar eru ritstjómarskrifstofur stærstu dag- blaðanna. Týndu 18 menn lífi í sprengingunni og 52 slösuðust. Hin sprengjan sprakk fyrir utan ráðhús í bænum Bab El-Oued, miklu vígi bókstafstrúarmanna, og slasaðist þar 41 maður. Þessi hryðjuverk eru með þeim mestu í Alsír frá því bókstafstrúar- menn hófu baráttu gegn stjórnvöld- um 1992 en í dagblaðinu Liberte, sem gefíð er út á frönsku, var hermdarverkunum í fyrradag líkt við sprengingu fyrir ári þegar 42 létust og meira en 300 manns slös- uðust. Beinist gegn blöðunum Ahmed Ouyahia, forsætisráð- herra Alsírs, hét því í fyrradag að binda enda á glæpaverk af þessu tagi í eitt skipti fyrir öll. Sagði hann, að þau beindust gegn allri þjóðinni. Tveir blaðamenn og einn starfs- maður dagblaðsins Le Soir d’AI- gerie eru á meðal hinna látnu og aðsetur blaðsins og blaðanna Le Matin og L’Opinion eru mjög illa leikin. Talið er, að með árásunum vilji bókstafstrúarmenn neyða blöð- in til að skýra frá árásum þeirra en stjórnvöld hafa skipað þeim að halda sig við opinberar fréttatil- kynningar um átökin í iandinu. Áætlað er, að um 50.000 manns hafí fallið í borgarastríðinu í Alsír síðustu fjögur árin. Reuter. Tsjetsjenar hóta útbreiðslu átaka Hóta árásum í Vestur-Evrópu Grosní, Moskvu, Ankara. Reuter. Ellefu farast á Ítalíu ELLEFU fórust og rúmlega hundrað slösuðust í hörðum fjöldaárekstri á hraðbraut á norðurhluta Ítalíu í gær. Um 250 bifreiðar lentu í árekstrinum milli borganna Vicenza og Verona. Að sögn lögreglu varð árekst- ur á akreinum í vesturátt og hægðu bílstjórar á leið í austur- átt þá á sér til að virða fyrir sér áreksturinn. Leiddi þaö til fjöldaáreksturs þeim megin hraðbrautarinnar. Mikil þoka var þegar óhappið átti sér stað. Mannskæðasta bílslysið frá 1989 Margar bifreiðanna voru mjög illa farnar og erfitt að ná fólki út úr þeim. Hinir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús í nálæg- um borgum og voru sár margra alvarleg. Lögreglan sagðist ótt- ast að fleiri ættu eftir að finnast látnir þar sem erfitt væri að athafna sig á slysstað. Flök bif- reiðanna hefðu enn ekki öll ver- ið rannsökuð síðdegis í gær. Þetta er mesta manntjón, sem orðið hefur i bílslysi á Italíu frá því aðþrettán létu lífið í árekstri á Mið-Italíu árið 1989. DZHOKAR Dúdajev, helsti leiðtogi uppreisnarmanna í Tsjetsjníju, hót- ar því að efnt verði til árása á skot- mörk í Evrópu vegna „þöguls sam- þykkis“ Vesturveldanna við fram- ferði Rússa í Kákasushéraðinu. Kom þetta fram í tyrkneska dag- blaðinu Sabah í gær. Dúdajev sagði ennfremur að átökin vegna sjálfstæðiskrafna Tsjetsjena gætu breiðst út til Tyrk- lands en margir Tyrkir hafa samúð með sjálfstæðisbaráttu trúbræðra sinna í Tsjetsjníju. Fjölmiðlar í Moskvu skýrðu frá því á sunnudag að liðsmenn vop- naðra flokka í Shatoi-héraði í Tsjetsjníju væru að yfírgefa staðinn eftir að friðarsamningar náðust milli nokkurra héraðs- og trúar- höfðingja annars vegar og fulltrúa Moskvustjórnarinnar hins vegar. Hefðu mennirnir afhent Rússum talsvert af þungavopnum og skot- færum. I samningnum er kveðið á um aukið sjálfræði Shatoi-manria í eigin málum, m.a. fá íbúarnir að kjósa sér menn í lögreglulið en þeir heita því á móti að leyfa ekki upp- reisnarmönnum að hafa bækistöðv- ar á svæðinu. Er þetta talið nokk- urt áfall fyrir Dúdajev. Yfírlýsingar rússneskra ráða- manna og fulltrúa uppreisnar- manna í Tsjetsjníju í gær benda ekki til þess að friðsamleg lausn á deilum vegna útifunda sjálfstæðis- sinna í Grosní hafi annað en stutt vopnahlé í för með sér. „Við efnum aftur til útifunda 24. febrúar þegar hinum heilaga ramadan-mánuði lýkur,“ sagði tsjetsjenskur skærul- iði sem tók þátt í að skipuleggja fundina er stóðu í viku en þeim lauk á laugardag. Þátttakendur í mótmælunum voru fluttir á brott með langferða- bílum á laugardag en að sögn rúss- neska sjónvarpsins kom til átaka á staðnum. Var fullyrt að sex manns hefðu fallið og 15 særst. Ættingjar mótmælendanna sögðust ekki hafa frétt neitt af þeim, ekki væri vitað hvar fólkið væri. Rússneskir her- menn efldu mjög öryggisráðstafanir í Grosní í gær og lögregla meinaði fólki aðgang að torginu þar sem mótmælin fóru fram. Á fundi róttækra þjóðernissinna í Péturborg á sunnudag var að sögn /níerfax-fréttastofunnar ákveðið að styðja Borís Jeltsín forseta ef hann byði sig fram til endurkjörs í júní en ekki frambjóðanda kommúnista eða flokka þjóðernissinna. Var ástæðan sögð ánægja með „harka- legar hernaðaraðgerðir11 forsetans í Tsjetsjníju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.