Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4- MINNINGAR t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR PÁLSSON, Dalbraut 18, áður Laugarnesvegi 48, Reykjavík, lést í Landspítalanum í Reykjavík 10. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Jónína Ágústsdóttir, María Ásmundsdóttir, Steindór Ingimundarson, Ragnhildur Ásmundsdóttir, Árni Arnþórsson, Óskar Már Ásmundsson, Ástríður Traustadóttir, Þráinn Örn Ásmundsson, Guðbjörg Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, BJARNI SIGURÐSSON, Kambsmýri 4, Akureyri, andaðist á heimili sínu að morgni föstu- dags 9. febrúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Akureyrar. (Nánari upplýsingar um stuðning við Heimahlynninguna hjá Pósti og síma, sími 463 0620). Kristjana R. Tryggvadóttir, Valgerður H. Bjarnadóttir, Sunna Elfn Valgerðardóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA M. ÁSMUNDSDÓTTIR myndlistarkona frá Krossum, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, deild E 63, Heilsuverndarstöðinni, 10. febrúar. Áslaug Siguröardóttir, Jón Eirfksson, Stefana Karlsdóttir, Ólafur J. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t MARTEINN HELGASON, hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, áður Austurgötu 21, Keflavík, er látinn. Útför hans fór fram frá Grindavíkurkirkju 9. febrúar sl. Kærar þakkir fyrir samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurnesja og hjúkrun- ardeildar Víðihlíðar, Grindavík, fyrir kærleik og hlýju. Kristín Guðmundsdóttir, Sigurgeir Lfkafrónsson. t Frænka okkar og vinkona, ÓSK GUÐJÓNSDÓTTIR, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þann 25. janúar 1996. Útför hennar var gerð í kyrrþey frá Fossvogskapellu 5. febrúar sl. Þökkum sýnda samúð. Stjórn og starfsliði Grundar er þökkuð góð aðhlynning og alúð er henni var sýnd. Fyrir hönd vandamanna, Ester G. Westlund. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR GUÐNÝ ALBERTSDÓTTIR, Selbrekku 40, Kópavogi, lést 10. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hrönn Þórðardóttir, Jónas Karlsson, Gunnar Þórðarson, Rannveig R. Viggósdóttir, Geir Þórðarson, Huldfs Ásgeirsdóttir, Erlendur Þór Þórðarson, Guðrún Helga Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. AUÐBJORG TÓMASDÓTTIR + Auðbjörg Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 7..júlí 1901. Hún lést í St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 3. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar Auðbjarg- ar voru Sigríður Pálsdóttir og Tómas Einarsson. Systkini Auðbjargar voru átta; Páll, Eyþór, Magnús, Þuríður (dó í bernsku), Ingvar, Arnbjörg, Þuríður og Bjarndís. Eiginmað- ur Auðbjargar var Kristján L. Gestsson, verslunarstjóri og síðar framkvæmdasljóri hjá Haraldi Árnasyni. Börn Auð- bjargar og Kristjáns: Hólmfríð- ur, Sigríður, Tómas og Edda. Barnabörn eru fimm, þar af eitt látið, og barnabarnabörn sex. Útför Auðbjargar hefur far- ið fram í kyrrþey. LÁTIN er á Hrafnistu í Hafnarfirði í hárri elli móðursystir mín, Auð- björg Tómasdóttir. Hún bjó lengst af á Smáragötu 4 hér í borg ásamt manni sínum, Kristjáni L. Gests- syni, og fjórum börnum þeirra. Kristján var mikill öðlingsmaður, einn af stjórnendum Haraldarbúðar og síðan rak hann Heildverslun Haraldar Árnasonar ásamt Páli Árnasyni. Kristján var mikill KR- ingur og hafði keppt í fijálsum íþróttum á sínum yngri árum. Hef ég aldrei séð eins mikið af verð- launabikurum og verðlaunapening- um og hann hafði unnið til. Auðbjörg var mikil húsmóðir og rak heimilið af myndarskap. Var þar oft mjög gestkvæmt og miðstöð systra hennar þriggja, Þuríðar, Ambjargar (kölluð Bíbí) og Bjarn- dísar (kölluð Budda) móður minnar, sem var yngst og ein lifir nú systk- ini sín. Af bræðmm þeirra þekkti ég Magnús og Ingvar Kjaran. Einn- ig var þar á heimilinu árum saman amma mín, Sigríður Pálsdóttir, oft kennd við Skothúsið. Það var aldrei nein lognmolla i kringum þær syst- ur, alltaf vom þær kátar og hress- ar, þó að lífið væri ekki alltaf dans á rósum. Mikill samgangur var alltaf á milli heimilis okkar á Hólavallagötu og síðar á Miklubraut og Smáragöt- unnar og fór ég sem barn ófáar sendiferðir þangað vestan úr bæ og alltaf með glöðu geði, því að Auðbjörg tók ávallt vel á móti mér með mjólk og kökum og gaf mér alltaf sælgæti með í nesti. Einnig var ekki amalegt að fá lánaðar bækur í leiðinni úr bókaskáp krakk- anna. Sumarið 1944 byggðu foreldrar mínir sumarbústað við Álftavatn, þá var farið í sveitina í lok júní og ekki hreyft sig þaðan fyrr en í ág- ústlok. Þá var ekki hægt að skreppa á Selfoss að versla og fara í sund ef það rigndi, því að enginn var bíllinn. Nokkra seinna keyptu Auð- björg og Kristján sér sumarbústað á sama stað og var rúmlega hálf- tíma gangur á milli. Alltaf man ég hvað við krakkarnir urðum fegin þegar við sáum Auðbjörgu og Bíbí birtast við hliðið með Eddu litlu, sveipaðar í mörg lög af regnkápum og regnhettum, ef veðrið var þann- ig og alltaf komu þær færandi hendi. Svo rerum við pabbi stundum með þær heim aftur á bátnum, ef ekki var hvasst, en það gat nú stundum verið talsverður barning- ur. Seinna keypti svo Tómas bústað foreldra sinna og er ótrúlegt að sjá hvað litlu hríslurnar sem plantað var em orðnar að stómm trjám í dag. Annars voru allar systumar jafnmikil borgarböm og vom alltaf jafnfegnar þegar þær komu aftur í bæinn. Á hverju hausti var svo farið ÓLAFÍA GUÐRÚN STEINGRÍMSDÓTTIR + Ólafía Guðrún Steingrímsdótt- ir var fædd hinn 26. júlí 1906. Hún Iést í Reykjavík 1. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steingrímur Jóhannesson og Sigurlaug Þórðar- dóttir. Olafía ólst upp hjá fósturfor- eldrum, Snæbirni Jakobssyni og Mál- fríði Bjarnadóttur. Hálfbróðir Ólafíu samfeðra er Júlíus. Eftirlifandi eiginmaður Ólafíu er Jón Guðbjartsson húsasmíðameistari, f. 18. júní 1906. Tvær dætur þeirra hjóna eru: Sigurlaug röntg- entæknir, f. 17. jan- úar 1937, en hún er gift Benedikt Erlingi Guðmundssyni sigl- ingamálastjóra cg eiga þau þijú börn og jafn mörg barna- börn, og Guðrún kennari, f. 27. sept- ember 1938, gift Davíð Gíslasyni lækni, eiga þau þijú börn og sex barnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR, Meistaravöllum 31, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Hildur Jónsdóttir, Jón Ágúst Þorsteinsson, Eyrún Jónsdóttir, Sigrún H. Jónsdóttir, Þorsteinn Svanur Jónsson. með fötur og brúsa í garðinn á Smáragötunni til þess að tína rifs- ber. Auðbjörg átti ósköpin öll af rifsbeijatijám og var mömmu út- hlutað stóm svæði sem enginn ann- ar mátti snerta. Var þá oft gott að fá að koma inn, fá heitt kakó og hlýja sér, því að tínslan gat verið kuldaverk. í mörg ár vorum við boðin á Smáragötuna á gamlárskvöld í stór- kostlega veislu og hvorki voru mat- ur né flugeldar skornir við nögl. Auðbjörg hafði yndi af að ferð- ast og á ég enn stóra dúkku, sem hún keypti handa mér í London fyrir stríð. Á hveiju hausti í ára- tugi fóru hún og Kristján ásamt Bíbí til Mallorca á sama hótelið og héldu þær Bíbí því áfram eftir að Kristján féll frá. Var alltaf tekið á móti þeim með kampavíni þegar þær birtust. Kristján var einn af fáum í gamla daga, sem alltaf átti bíl, oftast stóra ameríska, og fannst okkur krökkunum það mjög hátíð- legt að fá að fara með honum í bíltúr. Seinni árin ók hann um í lítilli Volksvagen-bjöllu, þó ekki af vanefnum, sem vinur hans Sigfús Bjarnason í Heklu flutti inn. Eitt sumarið ferðuðust þau hjónin um alla Ítalíu ásamt Sigfúsi og frú í litlum Volkswagen og keyrði Ingi- mundur sonur Sigfúsar. Enginn skildi hvernig þau komust öll fyrir í bílnum með farangurinn, en allir skemmtu sér vel. Á efri árum eftir að Kristján dó flutti Auðbjörg í lítið raðhús við Boðahlein í Garðabæ og þaðan svo á Hrafnistu eftir að Bíbí dó og heils- an tók að bila. Á hveijum laugar- degi meðan heilsan leyfði komu þær í kaffi til mömmu, alltaf jafn hress- ar í anda og fylgdust vel með öllu í fjölskyldunni. Við Kristín, systir mín, og bræð- ur mínir, Ólafur og Helgi, sem em erlendis, þökkum Auðbjörgu fyrir alla vináttuna í okkar garð og send- um fjölskyldu hennar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Gísladóttir. Útför Ólafíu fór fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 12. febrúar. MEÐ örfáum orðum langar mig til þess að minnast hennar Lóu, en það var hún Ólafía alltaf kölluð af okkur innan fjölskyldunnar. Hún var gift föðurbróður mínum, Jóni Guðbjarts- syni. Þau bjuggu nánast alla starf- sævi sína á Öldugötu 1 á Flateyri, í húsi sem þau byggðu sjálf, enda Jón húsasmíðameistari. Síðari árin bjuggu þau í Hraunbæ í Reykjavík, en hafa bæði dvalið á hjúkrunar- heimilinu Eir frá opnun þess heimil- is. Þær voru margar stundirnar sem ég dvaldi á heimili þeirra frænda og Lóu, allt frá.því að ég var smá stelpa í pössun hjá Gunnu og Sillu frænkum mínum, sem reyndust mér sem elskulegar eldri systur. Á ung- lingsámm bar það oft við að ég svaf heima hjá Lóu, vegna þess að Jón var við byggingarstörf á Núpi í Dýrafirði. Systurnar voru þá flutt- ar að heiman og því var Lóa ein eftir heima. Fjölmargir hlutu koma upp í hug- ann um samverustundirnar með Lóu, en fyrir utan hlýju hennar og umhyggju, þá er ekki unnt að láta vera að minnast alls góðgætisins. sem hún bar einatt fram. Lóa var mikill listakokkur og hafði unun af að búa til dýrindis mat og góðar kökur. Aldrei hef ég til dæmis feng- ið jafn góða ijómarönd með kara- mellusósu eða tryfflé og hjá henni. ÖIl þau minningarbrot sem upp í hugann koma era umvafin Ijóma. og að leiðarlokum langar mig til þess að kveðja ágæta Lóu mína með þessum fátæklegu orðum, um leið og ég bið góðan guð að veita henni sæluvist í ríki sínu. Kæri Jón frændi, Silla, Gunna og ijölskyldur, blessuð sé minning ást- kærrar eiginkonu, móður, ömmu og langömmu. Guðrún Greipsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.