Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 11 FRÉTTIR Þrjú frumvörp um eignaraðild útlendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum liggja fyrir þingi Agreiningur um erlent fjármagn Á Alþingi var í gær mælt fyrir þremur frumvörpum um breytingu á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi. Stjórnarfrumvarp gengur skemmst í þessum efnum, en þar er gert ráð fyrir að erlendir aðilar geti átt 25-33% af hlutafé eða stofnfé í íslenskum fyrirtækjum sem aftur eiga hlut í íslenskum sjáv- arútvegsfyrirtækjum sem stunda veiðar eða vinnslu. Með öðrum orðum yrði þannig heimiluð takmörkuð óbein eignar- aðild útlendinga að íslenskum sjáv- arútvegsfy ri rtækj um. Gildandi lög banna slíkt en í framsögu Finns Ingólfssonar við- skiptaráðherra kom fram að ýmis dæmi væru um óbeina erlenda fjár- festingu í veiðum og vinnslu og ekki hafi verið amast við henni. Ef slíku banni yrði framfylgt myndi það leiða til þess að fyrirtæki í veið- um og vinnslu ættu erfiðara með að afla sér eigin fjár en önnur fyrir- tæki í landinu. Því væri lagt til að heimila óbeina erlenda fjárfestingu innan ákveðinna marka. Finnur sagði að um þetta væri samstaða meðal hagsmunaaðila. Tveir þingmenn Þjóðvaka, Ágúst Einarsson og Svanfríður Jónasdótt- ir, hafa lagt fram frumvarp um að heimila beina erlenda eignaraðild í sjávarútvegi upp að 20%. Sagði Agúst að þau teldu að fara ætti með varkárni í þessum málum, m.a. í Ijósi sögunnar og tilfinninga manna og því væri ekki lagt til stærra skref að þessu sinni, en hægt yrði að endurmeta þetta hlut- fall í ljósi reynslunnar. Tóm tjara Ágúst gagnrýndi frumvarp ríkis- stjórnarinnar og sagði það nánast óframkvæmanlegt. Hann nefndi sem dæmi, að Olíufélagið Texaco ætti 35% í Olís hf. sem aftur ætti 7% í Síldarvinnslunni í Neskaups- stað. Þetta yrði ólöglegt, sam- kvæmt stjórnarfrumvarpinu. Ann- aðhvort yrði Texaco að selja hluta af eign sinni í Olís, eða Olís yrði að selja öll hlutabréf sín í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Hins vegar gæti Skeljungur hf, sem væri að 17 hundraðshlutum í eigu Shell Petrolium, átt hlut í ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum án nokkurra takmarkana. - „Ef reiknuð er hlutdeild útlend- inga í Síldarvinnslunni í gegnum aðild að OIís, þá er hún 2%. Sam- kvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar má það ekki. En þótt Skeljungur ætti 90% í Síldarvinnslunni, og er- lend eignaraðild væri því 10% þá væri það i lagi samkvæmt frum- varpinu. Þetta er einfaldlega tóm tjara,“ sagði Ágúst. Miklar breytingar Pjórir sjálfstæðisþingmenn, Kristján Pálsson, Pétur H. Blöndal, Vilhjálmur Egilsson og Guðjón Guð- mundsson, lögðu fyrir helgina fram frumvarp á Alþingi sem gengur lengst, en samkvæmt því mega er- lendir aðilar eiga allt að 49% hlut í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj- um. Kristján Pálsson mælti fyrir frumvarpinu í gær og sagði að flutningsmenn vildu láta reyna á það hvort meirihluti þingsins vildi ganga lengra en ríkisstjórnin hygð- ist gera. Hann sagði að ef frumvarpið yrði samþykkt mætti búast við Mjög skiptar skoðanir komu fram á Alþingi í gær, bæði innan stjórn- arflokkanna og utan, um hvað ganga ætti langt í að heimila eign- araðild útlendinga að íslenskum sjávarútvegs- fyrirtækjum. miklum breytingum á stöðu fisk- vinnslu og útgerðar á íslandi. Áhættufjármagn kæmi inn í grein- ina, meiri möguleikar yrðu til mark- aðsöflunar, breyttar aðferðir yrðu í fiskvinnslunni og sterkari fyrir- tæki í sjávarútvegi sem hefðu möguleika til að greiða fískvinnslu- fólki hærri laun. Hann sagði að sumir þeirra, sem töluðu gegn beinni eignaraðild út- lendinga að sjávarútvegsfyrirtækj- um væru að fiska í gruggugu vatni hræðsluáróðurs um að útlendingar mundu gleypa allt og selja allt sem íslenskt væri, ef þeir kæmust að. Sú umræða minnti á umræðuna um EES-samninginn fyrir nokkrum árum. Varasamt Steingrímur J. Sigfússon þing- maður Alþýðubandalags lýsti yfir stuðningi við meginhugsunina í stjórnarfrumvarpinu en varaði mjög við beinni eignaraðild útlendinga í sjávarútvegi. Hann sagðist óttast, að lítið myndi fara fyrir hlutlausri fjárfest- ingu sem ætlaði sér ekkert annað en arðinn. En aðrir hagsmunir gætu réttlætt slíka fjárfestingu, til dæmis ef um væri að ræða erlenda vinnsluaðila á meginlandi Evrópu, sem væru hungraðir í hráefni og nytu ofan í kaupið ríkisstyrkja. Einnig gæti verið um að ræða fjár- sterka erlenda höfn eða erlendan matvælaverslunarhring sem vildu tryggja sér aðgang að góðu hráefni með kaupum á fyrirtæki sem réði yfir veiðikvóta. Steingrímur sagði það óskapleg- an misskilning að útlendingar biðu í röðum til að hækka kaupið í fisk- vinnslunni. Áhuginn lægi fyrst og fremst í veiðunum. Jón Baldvin Hannibalsson þing- maður Alþýðuflokks sagði stjórnar- frumvarpið vera samkomulag full- trúa hagsmunaaflanna um óbreytt ásta'nd. Hann sagði að í ljósi reynslunnar ættu menn að spyrja sig þeirrar spurningar, hvers vegna Islending- ar ættu ekki að reyna að fram- kvæma þær skipulagsbreytignar sem þyrfti til að íslenska efnahags- umhverfið yrði eins opið og frjáls- legt og hjá nágrannaþjóðunum. Og hvers vegna íslendingar ættu ekki að sækjast með virkum hætti eftir erlendu fjármagni, tæknikunnáttu og samstarfi í markaðsmálum eins og allar aðrar þjóðir gerðu í kring. Jón Baldvin lýsti þeirri skoðun, að engin áhætta fælist í því fyrir sjáv- arútveginn að stíga stærri skref í þessum efnum. Samkeppni milli flokka Þingmenn bæði Framsóknar- flokks og stjórnarandstöðu settu spurningarmerki við frumvarp sjálf- stæðismanna sem gengi í berhögg við stjórnarfrumvarpið. Sighvatur Björgvinsson þing- maður Alþýðuflokks vildi fá að vita hvort samráð hefði verið haft við viðskiptaráðherra um hvort öll frumvörpin þrjú yrðu flutt í einu og hvort hann hefði vitað af frum- varpi sjálfstæðisþingmannanna áð- ur en það var lagt fram. Finnur Ingólfsson sagðist ekki gera athugasemdir við að frum- vörpin væru tekin fyrir saman. Þá sagðist Finnur hafa mælt fyrir stjórnarfrumvarpi, sem báðir stjórnarflokkarnir hefðu samþykkt. Sér hefði ekki verið gert viðvart um frumvarp sjálfstæðismannanna en liti svo á að það væri stjórnar- frumvarpið sem ríkisstjórnarflokk- arnir vildu fá samþykkt í þinginu. Finnur sagðist líta á frumvarp sjálf- stæðisþingmannanna sem dálitla samkeppni við þingmenn Þjóðvaka hverjir byðu betur. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokks, sem lýsti stuðn- ingi við stjórnarfrumvarpið, spurði hver afstaða þingflokks Sjálfstæð- isflokksins væri til málsins í ljósi frumvarps sjálfstæðismannanna. Kristján Pálsson sagði að flutn- ingsmennirnir hefðu samþykkt frumvarp viðskiptaráðherra og myndu styðja það, ef þeirra frum- varp nær ekki fram að ganga. Og stefna Sjálfstæðisflokksins hlyti að kristallast í stjórnarfrumvarpinu. V/SA ÆNRVAL-ÖTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: stmi 421 1353, Akureyri: sími 462 5000, Selfossi: sími 482 1666 - og hjá umboðsmönnum um land allt. í F E B R Ú A R PLÚS-afsláttur nemur lOOO kr. fyrir handhafa almennra VISA-korta. 2000 kr. f.hjón /ferðafélaga. 2000 kr. fyrir handhafa Farkorta VISA. 4000 kr. f.hjón /ferðafélaga. 3000 kr. fyrir handhafa Gullkorta \JSA. 6000 kr. f.hjón /ferðafélaga. á mann. _ Skíðaferð til — Austurrikis 2. - 9. mars á mann. Töfrandi menningar- borg með stolta sögu. Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, hótel með morgunverði í 5 nætur, skoðunar-ferð um Portúgal, íslensk fararstjóm, flugvallarskattar. Frábær skíðasvæði og heillandi Alpa- stemmning. Innifalið: Flug til og frá Salzburg, akstur til og frá flugvelli, gisting með hálfu fæði t eina viku, íslensk fararstjóm og flugvallarskattar. * Verð með 3.000 kr. VISA Gull-plús afslætti. V/SA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.