Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN BÖRNIN eiga það öll sameiginlegt að hafa teiknað mikið áður en þau byrjuðu á námskeiðinu. ' e\ 6 ára ráðast til atlögu við uppstillingar Uppstillingar - ekkert mál! Það vakti undrun og forvitni blaðamanns að sjá að 6-8 ára nemendur réðu við að teikna uppstillingu án sýnilegra vand- kvæða. „Eg veit að þau ráða við þetta og þess vegna læt ég þau vinna þannig. Þau teikna líka lifandi módel, sem eni oftast 12-13 ára krakkar. Ótrúlegt er hvað þau geta og mun meira en ég hafði gert mér í hugar- lund áður en ég fór að kenna,“ sagði Sara sem leiðbeint hefur þessum aldurshópi undanfarin sjö ár. „Þó að borðið sé hlaðið hlut- um láta þau aldrei í ljósi efa- semdir um að þau geti teiknað þá. Strax og ég hef lagt inn verkefnið byija þau að teikna af kappi. Hér eru engin aga- vandamál, enda hafa börnin gaman af því sem þau eru að gera.“ Sara segist, ekki síður læra af börnunum en þau af henni. Eftir tímana sitji hún og drekki í sig listaverkin. Hún tekur einnig fram að börn á þessum aldri séu mjög opin og að sjálfs- traust þeirra sé í lagi. Aldrei beri þau saman myndir sínar heldur séu ánægð með sitt. „Ég leiðrétti aldrei það sem þau teikna og því er sjálfstraust þeirra ekki brotið niður. Krakk- ar sjá hlutina með allt öðrum augum en fullorðnir og það er ekki hægt að segja að eitt sé réttara en annað þegar um myndlist er að ræða.“ Hún segir að nemendur sem byiji ekki á námskeiðum fyrr en 10-11 ára séu mun lokaðri. Undir þetta tekur Iðunn og leggur áherslu á að ýta þurfi undir að hugmyndaríki barn- anna fái að njóta sín. „Það þarf svo lítið til þess að þau fari á flug,“ sagði hún. ÞEGAR litið var inn í myndlistartíma hjá 6-8 ára börnum í Tómstundaskólan- um laugardags- morgun einn var komið undir lok tímans. Ekki var þó að sjá nein þreytu- merki á nemendum, sem teiknuðu af kappi undir tónlist frá segulbandstæki, en kennarinn, Sara Vilbergsdóttir, gekk á milli og veitti aðstoð. í herbergi til hlið- ar leiðbeindi Iðunn Thors 9-12 ára nem- endum meðal ann- ars um hlutföll líkamans og hvern- ig hægt er að dýpka myndir með skugg- um. í þessum áfanga er nemend- um kynntar nýjar aðferðir og leiðir til að koma hugsunum sínum á framfæri. Hún segir kunn- áttu eldri nemenda mjög mismunandi, en í þeim hópi sé lagt mikið upp úr einstaklingsleið- sögn. „Hjá mér eru vinnubrögðin held- ur agaðri en hjá Söru. Við skoðum verkin á annan hátt og leiðréttingar eru örvandi. Þó er ein- staklingsbundið hversu langt er hægt að teygja nemendur út fyrir kunnáttu sína,“ sagði Iðunn. NEMENDUR Iðunnar Thors eru byijaðir í módelteikningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg SARA Vilbergsdóttir gefur Anchelee góð ráð. Um stefnu Ríkisútvarpsins NJÖRÐUR P. Njarðvík birtir miðvikudaginn 7. febrúar grein í Morg- unblaðinu undir yfir- skriftinni „íslenskt sjónvarp“. í grein þess- ari veitist Njörður að Ríkisútvarpinu, nánar tiltekið að „yfirstjórn Ríkisútvarpsins". Segir Njörður m.a. að stofn- unin „sé líkt og stefnu- laust rekald“. Tilefni orða Njarðar P. Njarðvík er bréf Sveinbjörns I. Bald- vinssonar, þar sem hinn síðarnefndi sagði upp starfi sínu sem deildarstjóri innlendrar dagskrárdeildar í Sjón- varpinu. Einnig segir Njörður, að fleiri en Sveinbjörn séu óánægðir „með stefnuleysi yfirstjórnar Ríkis- útvarpsins". Ríkisútvarpið er rekið samkvæmt Útvarpslögum nr. 68/1985. Þar er að finna grundvöll allrar starfsemi stofnunarinnar. Meðal annars kveða lögin sérstaklega á um stefnu Ríkisútvarpsins. Hana getur að líta í 15. grein Útvarpslaga, sem hljóðar á þessa leið: „Ríkisútvarpið skal ieggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinn- ar og menningararfleifð. Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðanir. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Ríkisútarpið skal m.a. veita al- menna fréttaþjónustu og vera vett- vangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hveiju sinni eða almenning varða. Það skal flytja fjölbreytt skemmti- efni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi og sjón- Heimir Steinsson varpi. Ríkisútvarpið skal flytja efni m.a. á sviði lista og bók- mennta, vísinda og sögu auk tónlistar. Það skal veita almenna fræðslu og gera sjálf- stæða dagskárþætti er snerta Island eða Is- lendinga sérstaklega. Útvarpsefni skal miða við fjölbreytni ís- lensks þjóðlífs. Veita skal alla þá þjónustu sem unnt er með tækni útvarpsins og þjóðinni má að gagni koma.“ Stefna Ríkisút- varpsins er ekki stundarfyrirbæri, sem yfirstjórn stofnunarinnar móti eða brjóti niður á hveijum tíma. Að áliti Ríkisendurskoð- unar tekst Ríkisútvarp- inu að framkvæma þá stefnu, segir Heimir Steinsson, sem út- varpslög mæla fi/rir um. Stefna Ríkisútvarpsins er ákveðin í framanskráðri lagagrein. Enginn þarf að velkjast í vafa um hvar stefnuna er að finna. Ef það er rétt, að Ríkisútvarpið sé „stefnu- laust“, er því a.m.k. ekki uin að kenna, að stefnan sé óþekkt stærð. Hitt er eðlilegt að spurt sé hvern- ig Ríkisútvarpinu hveiju sinni gangi að framkvæma stefnu þá, sem lög kveða á um. Um það má deila og um það verður sjálfsagt deilt um ókomin ár. Það er fullkomlega skilj- anlegt, að menn greini á um slíkt. Njörður P. Njarðvík virðist álíta, að Ríkisútvarpinu gangi illa að framkvæma stefnuna. Hann styðst í máli sínu við þau efni, er að ofan greinir. En hann er ekki einn um að kveða upp dóma í þessu efni. Fleiri koma við þá sögu og dómam- ir eru misjafnir, eins og verða vill í mannlegu félagi. í október 1995 sendi Ríkisendur- skoðun frá sér álitsgjörð undir yfir- skriftinni „Stjórnsýsluendurskoðun hjá Ríkisútvarpinu". Þessi greinar- gerð vakti maklega athygli á liðnu hausti og var hún nokkuð til um- ræðu í fjölmiðlum. Ríkisendurskoðun kom víða við í áliti sínu. Meðal annars fjallaði Rík- isendurskoðun um 15. grein Út- varpslaga. Um þá grein og Ríkisút- varpið farast Ríkisendurskoðun orð á þessa leið: „Að mati Ríkisendur- skoðunar rækir Ríkisútvarpið skyldur sínar samkvæmt nefndri grein.“ Hér skal því ekki haldið fram, að Ríkisendurskoðun sé óskeikull dómari í þessu máli fremur en öðr- um. En það er Njörður P. Njarðvík ekki heldur né þeir, sem hann styðst við í málflutningi sínum. Menn greinir á um það hvernig Ríkisút- varpinu gangi að standa við þá stefnu, sem lög kveða á um. Njörð- ur P. Njarðvík telur, að Ríkisútvarp- ið fari illa að ráði sínu í þessu til- liti. Ríkisendurskoðun er bersýnilga á öndverðum meiði. Að áliti Ríkisendurskoðunar tekst Ríkisútvarpinu að fram- kvæma þá stefnu, sem Útvarpslög mæla fyrir um. Sá úrskurður skipt- ir ekki minna máli en viðhorf Njarð- ar P. Njarðvík eða annarra. . Þegar umgetin „Stjórnsýsluend- urskoðun hjá Ríkisútvarpinu" kom fram lét ég þess getið, að unnið yrði úr þeim gagnlegu niðurstöðum og ábendingum, sem þar var að finna. Nú er sú vinna hafin með margvíslegum hætti og verður fram haldið allt þetta ár. Von mín er sú, að vinna þessi skili þeim árangri, sem „Stjórnsýsluendurskoðun hjá Ríkisútvarpinu“ gerir ráð fyrir. Sá árangur gæti meðal annars birst í enn betri framkvæmd þeirrar stefnu Ríkisútvarpsins, sem 15. grein Út- varpslaga kveður á um og öllum er hugleikið að nái fram að ganga. Höfundur er útvarpsstjóri. Ulfaldalest Röskvu FYRIR ári 'vann Röskva, samtök fé- lagshyggjufólks við Háskóla íslands, mik- inn sigur í stúdenta- kosningum við Háskóla íslands. í beinu fram- haldi af þeim sigri hef- ur fylkingin setið í meirihluta stúdenta- ráðs síðastliðið ár. I þessum mánuði verður kosið til stúdentaráðs og mun Röskva þá bjóða fram líkt og und- anfarin sjö ár. Kosn- ingadagur er 22. febr- úar og er öllum nem- endum við Háskólann fijálst að kjósa sína fulltrúa til að fara með réttindamál sín sem og önnur hags- munamál. Stúdentaráð er hagsmunaafl stúdenta við Háskóla íslands. Röskvuliðar hafa, eins og áður sagði, skipað þar meirihluta síðast- liðin ár, nánar tiltekið sautján full- trúa af 30. Markmið Röskvu eru og hafa alltaf verið skýr; að allir geti stundað nám við Háskóla Is- lands. Lífssýn Röskvu eru jöfn tæki- færi. Stúdentaráð með Röskvu í fararbroddi hefur aldrei misst sjón- ar á hlutverki sínu. Það hlutverk er fyrst og fremst að búa svo um hnúta að öllum sé tryggð afkoma og sæmandi líf meðan á námi stend- ur. Framhaldslíf stúdenta að loknu námi hefur Röskva líka talið nauð- synlegt svo ekki sé meira sagt. í átt að ofantöldum markmiðum hefur ýmiss konar starfsemi á veg- um stúdentaráðs undir verndar- væng Röskvu átt sér stað. Til að mynda hef- ur öflug atvinnumiðl- un, lægri dagvistunar- gjöld og enn lægra bókaverð verið óað- greinanlegt stefnu Röskvu. Aherslan á hlutverk Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna sem félagslegan jöfn- unarsjóð er nokkurs konar viðlag í baráttu Röskvu fyrir jöfnuði. Að mati fylkingarinnar skal sjóðurinn starfa að því að allir lands- menn geti menntað sig, sama úr hvaða umhverfi þeir koma. Röskva berst gegn öllum til- hneigingum í þá átt að einungis efnaðir eða einhleypir, svo eitthvað sé nefnt, geti stundað háskólanám. Af eðlislægum ástæðum mun Röskva aldrei fljóta með slíkum straumum. Fylkingin er raunsæ á veruleika stúdenta - sem er veru- leiki alls þjóðfélagsins - þar sem vitað er að ójöfnuður ber samfélagi manna aldrei góða ávexti. Jöfnuður og aðhald eru þau systkin sem Röskva hefur alltaf unnið með. Hagsmunamál stúdenta eru margkynja. Eitt slíkra mála tengist því hvernig Háskólinn tengist at- vinnulífinu og varðar það framtíð margra stúdenta á atvinnumarkaði. í þessum tengslum liggur framtíð atvinnumarkaðarins sömuleiðis. Varðandi þetta er freistandi að minnast í mýflugumynd á einn úlf- alda sem ber nafnið Nýsköpunar- sjóður námsmanna. Sá úlfaldi hefur Lífssýn Röskvu, segir Linda H. Blöndal, eru jöfn tækifæri. og mun bera margan menntamann- inn langar vegalengdir enda úthald- samt fyrirbæri og staðfast. Þar hefur eitt stefnumarkmið Röskvu fundið farveg til framkvæmda. Þar fyrir utan telur Röskva eindregið að hið vísindalega sjónarmið mennt- unar verði að vera fararstjórinn í ferð Háskólans fram í tímann. Stöðu Háskólans í alþjóðasamfélagi vísinda og menntunar gleymir Röskva ekki enda frumforsenda framfara fólgin í samkeppni vísind- anna. Annað hagsmunamál stúdenta snýr að sjálfsögðu að gæðum menntunar innan Háskólans og réttindum stúdenta þar að lútandi. Innan Háskólans eiga stúdentar að sjálfsögðu að vera metnir að verð- leikum og fá að viðra skoðanir sín- ar og þarfír. Hér hefur þó einungis verið ætlunin að koma að þeim grundvallarhugmyndum sem fylk- ingin stendur fyrir. Til viðbótar við ofantalið hefur Röskva kappkostað að gera Stúd- entaráð sýnilegt og að hinu gild- andi afli möguleikanna. Möguleik- arnir eru stúdenta og þjóðfélagsins alls. Það er á þessum möguleikum sem Röskva ætlar að byggja upp framtíð stúdenta. Höfundur skipar fyrsta sæti á lista Röskvu. Linda H. Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.