Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR Forsetaframboð Frá Lóu Konráðs: ÞÁ ERU framundan forsetakosn- ingar! Þegar svo mikilvægt málefni er á döfínni, er ekki þorandi annað en leggja lóð á vogarskálamar, þótt maður sé í þeirri aðstöðu að láta þras og þrætur helst lönd og leið. Það hreif mig strax, þegar ég sá á skjánum, að Guðrún Pétursdóttir væri til í framboð. Guðrún er sérlega hugguleg kona með elskulega og látlausa fram- komu sem alstaðar ætti að sóma sér. Ég þekki hana ekki mikið per- sónulega, en mér sýnist allt hennar fas_ heilt. Ólaf Hannibals þekki ég til margra ára og einungis að góðu, hann hefur eins og kunnugt er tek- ið opinberlega þátt í margskonar störfum í nefndum, ráðum, ritstjóm o.fl. Hann virðist réttsýnn og er skynsamur, lætur hag lands og lýðs ganga fyrir að moða undir eigin rass. Jón Baldvin bróðir hans þekkja landsmenn, fjölhæfur og greindur maður og þá er Bryndís kona hans ekki síður kunn fólkinu, stórglæsi- leg kona, falleg og með ljúfa fram- komu. Mitt val er Guðrún Pétursdóttir og Ólafur, því þeim treysti ég betur til að verða hagsýn á Bessastaða- heimilinu og svo eru þau bara sér- lega geðþekkar manneskjur. Þá hefur minn uppáhalds „póli- tíkus“ Davíð Oddsson verið nefnd- ur. Mér finnst af og frá að missa svo góðan kost úr forsætisráð- herraembættinu í forsetastólinn (þetta orðaval skyldi engan móðga, tel ólíklegt að ég kysi Guðrúnu sem forsætisráðherra). Hver ætti svo sem að taka við af Davíð Oddssyni? Margir era góðir, en fáir útvald- ir! Þetta era svona mín fyrstu við- brögð. LÓA KONRÁÐS, Þverbrekku 4, Kópavogi. Omar á Bessastaði! Frá Rósalín Tómasdóttur: ÉG VIL skora á Ómar Ragn- arsson að bjóða sig fram til em- bættis forseta íslands. Hann er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður og þeir eru fáir sem þekkja staðhætti á ís- landi jafnvel og hann. Svo hefur hann áralanga reynslu úr sjónvarpinu sem fréttamaður og talar því mjög gott mál og hefur góðan fram- burð. Hann á líka mjög auðvelt með að koma fram meðal fólks og ekki skemmir hans ríka kímni- gáfa fyrir. ' Kunningjar mínir og vinir vítt og breitt um landið eru mér sam- mála um þetta val þegar ég hef nefnt þetta við þá. Ég er viss um það að ef að Ómar býður sig fram mun hann. fá mikið og gott fylgi því íslensku þjóðinni er svo annt um hann. RÓSALÍN TÓMASDÓTTIR, Drangshlíð 1, Akureyri. Bergdís seldi vel og skemmti sér konunglega í kompusölunm Mikil og góð sala -kompudótið vinsælt í Kolaportinu Fátt virðist hafa eins mikið aðdráttarafl hjá gestum Kola- portsins og þetta svokallaða kompudót, notaðir munir af öllu tagi sem hafa jafnvel verið að rykfalla í geymslum fólks í áratugi. “Við fáum aldrei nóg af kompudótinu” segir Guðmundur G. Kristinsson hjá Kolaportinu. “Þetta er algjör synd því af marg- ítrekuðum könnunum vitum við að fólk getur haft tugþúsundir upp úr krafsinu og skemmt sér konunglega í þokkabót”. Bergdís Guðnadóttir var í fyrsta skipti að selja í Kolaportinu, “en ég ætla svo sannarlega að koma aftur sagði hún. Þetta var reglu- lega skemmtilegt og nóg er eftir að dóti í kompunni. Ég var þarna með dóttur minni og vinkonu. Við mættum í góða skapinu og æstum hverja aðra upp í sölumennskunni og prúttinu. Eftir á að hyggja held ég að við höfum selt dótið of ódýrt en höfðum þó hver milli 20-30 þúsund upp úr þessu og það kom sér ágætlega.” Guðmunda Bergsveinsdóttir er 72 ára og hefur selt í Kolaportinu nokkrum sinnum á ári allt frá byrjun. “Þetta er bæði kompudót og handavinna” segir Guðmunda. “Stundum gengur mjög vel og stundum ekki, en það er nú ekki aðalatriðið. Mér fmnst þetta bara svo ógurlega gaman og mannlífið skemmtilegt.” Guðmunda er ættuð úr Breiðafirðinum, átti ættingja í öllum vestureyjunum, og í Kolaportinu hittir hún alltaf fjöldann allan af Breiðfirðingum og öðrum gömlum vinum. “Ég ætla mér að halda áfram að selja í Kola- portinu meðan mér gefst heilsa til” og það verður áreiðanlega lengi því hún ber aldurinn vel. “Mér finnst þetta svo ógurlega gaman” segir Guðmunda Berg- sveinsdóttir I DAG SKAK llmsjön Margcir Pétursson Hvítur á leik STAÐAN kom upp á opnu móti í Genf í Sviss í lok janúar. Pólski stórmeistar- inn Alexander Wojtki- ewicz (2.550) var með hvítt og átti leik, en heimamað- urinn Yvan Masserey (2.290) hafði svart 25. Rxh6+ — gxh6 26. Dxh6 - Hc2 (Hér eða í næsta leik átti svartur að leika 26. — Rbd5, en staða hans er auð- vitað afar erfíð) 27. Be5 — Hxe2? 28. Be4!! (Giæsilegur vinnings- leikur) 28. - Hd2? (Eða 28. — Hxe4 29. Rxe4 - Rbd5 30. Hdl og hvítur vinnur) 29. Bh7+ - Kh8 30. Bxf6+ - Bxf6 31. Df8 mát. Árnað heilla ÞESSIR krakkar héldu hlutaveitu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 2.256 krónur. í aftari röð eru Kristín Ásta, Lilja Rún og Ásbjörg og fyrir framan eru þær Anna Kristín og Edda Björk. ÞESSIR krakkar á Bakkafirði héldu tombólu 10. jan- úar sl. og söfnuðu 1.900 krónum sem þau sendu Hjálp- arstofnun kirkjunnar. Þau heita frá vinstri í efri röð Ingibjörg Ragna Gunnarsdóttir, Elísabeth Patriarca og Jámbrá Ólafsdóttir. Frá vinstri í neðri röð Stefnir Elíasson og Birkir Ólafsson. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Leitað að Pálínu PÁLÍNA, sem vann á Fish & Chips stað í Reykjavík 1941-1942, eða afkomendur hennar, er beðin um að hafa sam- band við Maríu Sigurðar- dóttur í síma 557-9336. föll, annað eins fer í svelginn). Berum síðan saman slysatölur, óskir íbúa og fleira. Með von um viðbrögð og úrbætur viðkomandi yfirvalda. Óli Hilmar Jónsson deildarstjóri. Þér eruð salt jarðar NÚ ER runnin upp „saltvertíðin“ í Reykja- vík. Salti er ausið á göt- ur daga og nætur í snjó- inn svo úr verður pækill sem alls staðar smýgur, eyðileggur bíla, skerðir útsýni, mengar, skemm- ir götur, gerir hjólbarða hála, skapar falskt ör- yggi! Það er fátt sem mælir með gegndar- lausum saltaustri og sem dæmi má nefna að Finnar sleppa þessu næstum alveg. Er ekki nýlega búið að sýna fram á að slys séu hér fleiri í umferðinni en á hinum Norðurlöndun- um, þrátt fyrir saltið — hvað veldur? Svo er það kostnaður almennings. Það er varlega áætlað að hver bíll dugar árinu minna en ella vegna ryðs og annarra skemmda sem saltið veldur. Þarna fara háar fjárhæðir ofaní niður- föllin. Ég legg því til að við andsaltaustursmenn snúum bökum saman og það verði óskað eftir því að gera tilraun í t.d. ein- hverjum borgarhluta að salta þar ekki, aðeins ryðja snjó og setja sand á verstu blettina (við hlustum ekki á mótbár- urnar um stífluð niður- Tapað/fundið Úr tapaðist KVENÚR á gylltri og silfraðri keðju tapaðist á leiðinni frá Seljahverfí niður í Laugardal (strætóleið 111 og 12) með viðkomu í Mjódd. Úrið hefur mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir eig- andann. Finnandi vin- samlega hringi í síma 557-2132. Fundarlaun. Eyrnalokkar töpuðust TVEIR eyrnalokkar fyrir göt töpuðust fyrir skömmu. Annar er brún kúla og tapaðist hann lík- lega við Pennann í Hallarmúla, Mál og menningu, Síðumúla, Hagkaup í Skeifunni eða Þvottastöðina Laugina við Holtagarða. Hinn er gyllt kúla og hann gæti hafa tapaðst við Mál og menningu í Síðumúla eða Borgarbókasafnið við Bústaðakirkju. Finnandi vinsamlega hringi í síma 562-2690 eða 565-1831. Guðrún. Bakpoki tapaðist SVARTUR bakpoki tapaðist inni á Glaumbar sl. fimmtudagskvöld. Viti einhver um pokann er hann beðinn að hringja í síma 551-6637. Víkverji skrifar... AÐ var vel til fundið hjá Gerðubergi að efna til sjón- þings um Braga Ásgeirsson list- málara í tengslum við sýningu á verkum hans þar og að Sjónarhóli við Hverfisgötu 12. Frá þessu sjón- þingi var sagt í menningarblaði Morgunblaðsins sl. laugardag. Í stuttu máli gekk það þannig fyrir sig, að listamaðurinn talaði sjálfur um verk sín og feril og sýndi skyggnur í tengslum við það en síðan beindu þátttakendur á pall- borði og áheyrendur í sal spurning- um til hans. Vegna heyrnarleysis Braga var sérstakur tölvubúnaður notaður til þess að gera honum kleift að fylgjast með spurningum, sem til hans var beint. Salurinn í Gerðubergi var troð- fullur af áhugafólki um myndlist og list Braga Ásgeirssonar. Sjón- þingið var vel heppnað og væntan- lega verður framhald á þvl hjá Gerðubergi, þar sem fleiri mynd- listarmenn koma við sögu. Bragi Ásgeirsson er tvímælalaust í hópi merkustu myndlistarmanna okkar samtíma. Líklegt má telja, að þriggja áratuga gagnrýni hans hér í blaðinu hafi orðið til að draga athygli frá list hans sjálfs en óhætt er að fullyrða, að hann hafi verið áhrifamesti myndlistargagnrýn- andi þjóðarinnar um langt skeið. En á sama tíma hefur Bragi Ásgeirsson verið mikilvirkur myndlistarmaður. Þá sjaldan færi gefst á að fá einhveija yfirsýn yfir verk hans frá upphafi, verður ljóst, að hér er á ferð myndlistarmaður, sem hefur markað djúp spor í sam- tímann. Tilfinning Víkveija er sú, að síðari tíma menn eigi eftir að skipa Braga Ásgeirssyni í hóp fremstu myndlistarmanna þjóðar- innar á þessari öld. xxx IGERÐUBERGI eru sýndar myndir Braga frá því um 1950 og þar til 1989 en á Sjónarhóli eru fyrst og fremst myndir eftir hann frá síðustu árum. Sérstaka athygli Víkveija vakti Laxnesmynd Braga, sem sýnd var á skyggnu og Vík- veiji minnist ekki að hafa séð áður. Myndlistarferli Braga Ásgeirs- sonar má augljóslega skipta í nokk- ur tímabil og er erfitt að kveða upp úr með að eitt sé öðru skemmtilegra. Það gildir einu, hvort skoðaðar eru myndir frá ár- unum milli 1950-1960 eða myndir síðustu ára: ekki fer á milli mála, að Bragi Ásgeirsson gerir gífurleg- ar kröfur til sjálfs sín ekki síður en annarra. Það er eiginleiki, sem þeir hafa kynnzt, sem hafa átt samskipti við Braga Ásgeirsson á ritstjórn Morgunblaðsins í þijá ára- tugi! Hann gerir kröfur um vandað- an frágang og myndgæði, sem all- ir hafa gott af að kynnast, sem vinna að útgáfu dagblaðs. xxx HIN mikla aðsókn að sjónþingi Braga Ásgeirssonar sýnir, að þörf er á slíkum umræðum um myndlist í tengslum við sýningar. En spurning er, hvort þetta form getur ekki átt við um fleiri list- greinar. Er ekki hugsanlegt að slíkt form eigi líka við um kynn- ingu á verkum íslenzkra tónskálda? Og rithöfunda? Forráðamenn Gerðubergs eiga heiður skilið fyrir þetta framtak, sem raunar kemur ekki á óvart. Menningarmiðstöðin í Breiðholti hefur áður sýnt sérstaka hugvits- semi í kynningu á íslenzkum lista- mönnum og er skemmst að minn- ast tónleikaraðar, þar sem íslenzk- ir einsöngvarar komu fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.