Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ KRISTMUNDUR ANTON JÓNASSON Kristmundur Anton Jónasson (Toni) fæddist í Reykjavík 21. des- ember 1929. Hann lést á heimili sínu á Vesturgötu 73 í Reykjavík 3. febr- úar síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 12. febrúar síðastlið- inn. ANTON, eða Toni eins og margir þekkja hann, ólst upp í vesturbænum í Verkamannabústöðunum sem voru þá fremsta nýjung í sögu húsnæðis- mála íslenskra launþega. Hann var sonur hjónanna Jónasar Jóhanns Kristmundssonar, sjómanns og vél- stjóra, síðar verkamanns, og Maríu Magnúsdóttur, ræstingakonu. An- ton átti tvö systkini, Sóleyju, sem lést á yngri árum, og Magnús Inga, bifvélavirkja. Anton hóf ungur að vinna fyrir sér eins og algengt var á þessum tímum. Jónas Jóhann, faðir þeirra systkinanna, fékk olíu- reykeitrun og gat því ekki lengur starfað á sjó og við það minnkuðu tekjur fjölskyldunnar. Þetta hefur vafalaust ýtt undir systkinin að leggja hönd á plóginn við að vinna fyrir viðurværi fjölskyldunnar. Anton hóf um 14 ára aldur störf og nám sem framreiðslumaður og starfaði hann fyrst á Hótel Borg 1944 hjá Hansen. Síðan hefur hann störf í Tjarnarkaffi 1947-51 og hafði hann þá kynnst verðandi eig- inkonu sinni, Helgu Svölu Nielsen. Þau eignast sitt fyrsta barn, Örlyg, 1947 (nú skólastjóri Fullorðins- fræðslunnar í Reykja- vík), þá Jónas 1950 (nú flutningabílstjóri í Reykjavík) og lok Ómar 1953 (nú flutn- ingabílstjóri og verk- taki á Hornafirði). Anton og Helga Svala skildu 1957. 1963 eignast Anton dóttur- ina Eddu, en barns- móðir hans var Svan- hildur Arný Siguijónsdóttir. Anton kvænist síðan Kristínu Ottósdóttur og eignast þau börnin Anton Ingibjart 1975, (nú sendibíl- stjóri í Reykjavík), Steinberg 1977 (nú starfandi í Bandaríkjunum) og Hreiðar Hálfdán 1981 (nú við skóla- göngu, búsettur hjá móður sinni í Bandaríkjunum). Kristín átti fyrir soninn Ásmund B. Þórðarson (nú verktaki í Reykjavík) og dótturina Guðrúnu Benediktsdóttur (nú hár- greiðslumeistari í Hafnarfirði) sem nú urðu stjúpbörn hans. Anton nam til framreiðslumanns hjá Jóni Arasyni í Ijarnarkaffi, en þeir fara svo báðir í Þjóðleikhús- kjallarann við opnun hans 1952, þar sem Jón var yfirþjónn. Anton starfar síðan um langa hríð í Þjóðleikhúskjallaranum, sem rekinn var af Þorvaldi í Síld & fisk og starfa þar til 1958 er Þorvaldur opnar hið nýja veitingahús Lidó, vann hann þar um tíma við opnun staðarins en var áfram viðloðandi ÁRMANN GUÐNASON Ármann Guðnason fædd- ist í Reykjavík 21. júní 1911. Hann lést 5. febrúar 1996. Foreldrar hans voru Guðni Guðna- son og Sóldís Guð- mundsdóttir. Systk- ini hans eru Sigur- mundur, f. Halldór (dó ungur) Lilja Halldóra, f. 1920. Ármann kvæntist Steinunni Tómasdóttur 12. júní 1937 og eiga þau tvö börn, Huga Steinar og Guðrúnu. Þau ólu einnig upp elsta barnabarn sitt, Hugrúnu. Samtals á Ármann 7 barnabörn og 4 barnabarnabörn. Útför Ármanns fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ÞÁ ER elsku afi minn dáinn. Hann var mér bæði faðir og afí enda var ég alinn upp að stórum hluta hjá honum og ömmu. Hann var mér miklu meira en bara það, því hann var líka vinur minn og mín helsta stoð og stytta öll þessi ár. Ég tók afa mér til fyrirmyndar í mörgu enda var hann einstakur á svo margan hátt. Hann var bæði lifandi og eljusamur maður sem hafði mik- inn lífskraft að bera. Ég kynntist Reykjavíkurborg snemma á ferða- lögum mínum með afa á gamla vörubílnum hans. Við fórum víða og hann þekkti marga. Alls staðar var hann velkominn með sínar hressilegu umræður um stjórnmál og annað sem honum var hugleikið. Áhugamálin voru mörg. Hann var mikill frímerkjasafnari og póst- kortasafnari, fastagestur í heitu pottunum í Laugardagslauginni þar sem hann stýrði oft eldheitum um- ræðum um þjóðmálin. Hann var frammari og var fastagestur á vell- inum árum saman. Það er svo margt sem ég á að minnast úr æsku minni sem tengist afa og það eru allt góðar minningar. Hann var alveg einstaklega góð- ur við mig og seinna við syni mína. Það er óhætt að segja að hann sé sá sem mest áhrif hefur haft á okkur. Við vorum miklir vinir og eftir að ég varð fullorð- in voru það hann og amma sem alltaf hjálp- uðu þegar á bjátaði. Besta hrós sem ég hef fengið var þegar amma sagði mér hvað honum fannst um mig; ef afa líkaði það sem ég gerði gat ég verið stolt. Minningarnar sem streyma gegnum hugann eru efni í heila bók og þær eru allar mjög skýrar og lifandi, einskonar lífskraftur sem mun fylgja mér gegnum allt lífið. Þótt afi ætti hart líf að baki var hann mjúkur og kærleiksríkur og sveik aldrei orð sín. Hann missti föður sinn 11 ára og þurfti að fara vinna fyrir sér. Það stoppaði hann ekki og eftir margra ára sjómennsku og önnur verkamannastörf byijaði hann með eigið fyrirtæki. Hann seldi brotajárn til Bretlands og ís- lendingum kol eftir að stærri fyrir- tækin hættu. Hann mætti til vinnu á hvetjum degi alla mína æsku og vann sig upp með þrautseigju og dugnaði. Hann og amma bjuggu á Hrísateig frá því 1945, en afi byg'gði húsið í félagi við annan. Þar liggja rætur fjölskyldunnar. Það er alveg á hreinu að betra lífsnesti fær barn ekki en íslenskt alþýðuheimili með útvarpsdagskrána í eyrunum frá morgni til kvölds. Það virtist vera sama hvað var efst á baugi, afi hafði áhuga á öllu. Hann átti kindur þar til það var bannað í borgarlandinu. Hann var fyrsti maður á bryggjuna á Húsavík þeg- MINNINGAR Þjóðleikhúskjallarann. Þá er Anton næst við opnun Þorvalds á Hótel Sögu og svo við opnun Hótels Holts en var enn viðloðandi Þjóðleikhús- kjallarann að mestu, en fer að lok- um til Hótel Loftleiða við opnun þess og er þar yfirþjónn, en Hótel Loftleiðir var einnig rekið af Þor- valdi. Þá hefur Anton eigin rekstur Nýgrills hf. í Breiðholti með Guðna Sigfússyni, mági sínum, eiginmanni systur hans Sóleyjar, er lést síðar, og Sigurði Guðjónssyni, fram- reiðslumanni, en þau selja Antoni síðar hluti sína. Rak Anton veit- ingahúsið og söluturninn Nýgrill áratuginn 1970-80 ásamt seinni eiginkonu sinni, Kristínu Símoníu Ottósdóttur. Anton og Kristín skildu 1983. Anton hættir veitingarekstri upp úr 1980 og vinnur um tíma ýmsa launavinnu en vann síðastliðin 12 ár í mötuneyti hjá verktakafyrir- tækinu Veli hf. Reyndist fyrirtækið honum mjög vel og átti hann þar ávallt vísan stað, þótt hann yrði frá vinnu um hríð vegna þess sjúkleika sem hijáði hann allra síðustu árin. Þetta var Antoni mikill styrkur því fátt líkaði honum verr en að vera án starfa. Af ofangreindu má lesa að Anton hefur fylgt helstu þróun í veitinga- rekstri síns tíma og má að nokkru lesa úr sögu hans sögu helsta ís- lensks veitingahúsareksturs þessa tíma, þar sem Þorvaldur í Síld & fisk var oftar en ekki fremstur í flokki. Er Anton hóf eigin rekstur þótti grillsteikhús það sem hann rak fremst í flokki slíkra á sínum tíma. Þá var veitingahúsið rekið í því hverfí sem var að fæðast til lífs á þessum tíma, Breiðholti. Það má því segja að Anton hafí fylgt og hrærst í nýjustu straumum veitingahúsa- rekstur hvers tímabils ævi sinnar. ar hann heimsótti móður mína og fór gjarna í róðra á trillu sijúpföður míns. hann keypti bæði Morgun- blaðið og Þjóðviljann því hann vildi fá allar hliðar á málunum, ekki vera heilaþveginn, en auk þess missti hann varla nokkurn tima af útvarpsfréttunum áratugum sam- an. Eftir að hann veiktist og var stundum ekki hugað líf reis hann hvað eftir annað á fætur og dreif sig í að gera það sem hann átti eftir; hann vildi ekki deyja frá hálf- kláruðum málum og það var oft viljinn meira en getan sem stjórn- aði. Sl. sumar heimsótti hann mig með móður minni til Svíþjóðar. Það var honum mikið kappsmál að kom- ast þangað og stór upplifun. Daginn áður en hann dó talaði hann um að drífa sig austur til sonar síns og tengdadóttur. Hann langaði til að sjá hestana þeirra. Þegar amma sagði mér að hann væri farinn að missa áhugann á póstkortunum vissi ég að nú var ekki langt eftir. Það kom mér því ekki á óvart að heyra um lát hans. Það gleður mig að ég og synir mínir skyldum getað komið og fylgt honum í hinsta sinn. Það er mikil sorg fyrir okkur öll að hafa hann ekki lengur, en minn- ingin um hann mun lifa með okkur. Elsku afi minn, það er ekkert sem ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Hnii liiiiiiarUrtii ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 35 ---------------------------------srfL Anton undirbjó hinsta daginn og náði að kveðja nokkra vini með þeim orðum að hann væri á förum héðan endanlega. Laugardaginn 3. febrúar kvaddi svo Anton lífið á hljóðan hátt og störfum hans og lífí hér á jörðu á meðal okkar var lokið. Orlygur Antonsson. Síðustu vikurnar í lífi föður okk- ar Antons, eða Tona eins og flestir þekktu hann, vissi hann að líf hans hér á jörðu var brátt á enda runnið og undirbjó hann á ýmsan hátt brottför sína héðan og kvaddi jafn- vel vini, ættingja og atvinnurekend- ur sína með þeim orðum að hann væri á förum héðan úr þessu jarð- lífí. Anton átti ekki von á að brott- för hans yrði án kvala, en hún varð þó hljóðlát og mild, miðað við að- stæður, á heimili hans í faðmi son- ar síns Jónasar og tengdadóttur sinnar Sonju, en Anton var mjög heimakær og ekki féll honum spít- alavist hjá óskyldu fólki. Anton sýndi í lífi sínu á skýran hátt hver maður hann var, og hvað hann vildi framar öðru, þótt hann væri á ýmsan hátt dulur á tilfinn- ingar sínar. Börnin hafði hann ávallt í fyrirrúmi hvað sem á bját- aði og hann var mjög heimakær. Starf hans fólst í opinberu starfi framreiðslumannsins innan um skemmtana- og veitingahúsalífíð og Anton var vinsæll meðal viðskipta- vina og samstarfsmanna. Er starfí var lokið vildi Anton vera fjarri öllu veitingahúsalífi og kaus heimilislíf og heimilismat. Hvernig til tekst að skapa það líf er svo lífssaga hans og reyndar að meira eða minna leyti hvers manns. Þótt Anton vildi lifa áfram með okkur sagðist hann þó nokkuð sátt- ur við það líf sem hann hafði lifað og að hann hefði gert flest sem hann vildi gera í lífí sínu. Það má vafalaust alltaf deila um hvort hver einstaklingur kunni að lifa lífínu eða hvort hann lifði lífínu „rétt“ en í okkar huga er enginn vafi á að Anton kunni að deyja ef yfirhöfuö er hægt að segja að nokkur kunni það. Við synir Antons og dætur getum verið stolt af því hvernig faðir hann reyndist okkur og hann gaf okkur gott fordæmi, sem við ávallt berum innra með okkur svo lengi sem við lifum. Við getum því verið stolt af hvernig hann lifði líf- inu gagnvart okkur og við getum verið stolt af því hvernig hann dó. Við börn og stjúpböm Antons neitum því að kveðja föður okkar Anton endanlega. Til þess lifír hann alltof sterku lífí innra með okkur og það líf viljum við styrkja og næra. Ég stend til brautar búinn min bæn til þín og trúin er einkaathvarf mitt, ó, Guð, mín stoð og styrkur ég stari beint í myrkur ef mér ei lýsir ljósið þitt. Það blessað ljós mig leiði og leiðir minar greiði þótt ópi grand og glys. I blíðu’ og hreggi hörðu um hraun og slétta jörðu án þín er búið böl og slys. Ég stend til brautar búinn, mín bæn til þín og trúin er hjartans huggun mín, minn veiki vinaskari ég veit, þótt burt ég fari, er, Herra Guð, í hendi þín. (M. Joch.) Örlygur Antonsson, Jónas Antonsson, Ómar Antonsson, Ingibjartur Antonsson, Stein- berg Antonsson, Hreiðar Hálfdán Antonsson, Edda Antonsdóttir, Guðrún Bene- diktsdóttir. getur aðskilið okkur og þau sterku bönd sem eru á milli okkar. Þú lifir með okkur áfram. Ég þakka þér fyrir okkar hönd allan þann kær- leika og lífskraft sem þú hefur gef- ið okkur. Guð vaki yfir sál þinni. Þín Hugrún. Elsku langafi minn er dáinn, þessi maður sem var og mun alltaf verða besti ættingi minn. Hann var alltaf mjög glaður og skemmtileg- ur. Ármann gerði eiginlega meira en hann gat vegna heilsu sinnar, kom hann til dæmis til Svíþjóðar síðastliðið sumar og eru það góðar minningar fyrir mig og fjölskyldu mína, en við erum búinn að búa í Svíþjóð síðustu 5 árin. Þetta var líka góður tími í lífi Ármanns. Mér finnst svo skrýtið að hugsa til þess að hann sé farinn, en finnst mér það samt mjög gott að hann dó á friðsælan hátt. Ég kynntist fótboltanum mjög snemma og var það í gegnum Armann, hann var mjög áhugasamur um fótbolta. Þið sem sátuð oft í heitu pottun- um í Laugardalslauginni munið al- veg örugglega eftir honum, því var hann mjög mikið í Laugunum áður fyrr og gat hann talað um allt frá pólitík til fótbolta. Nú er hann far- inn og kemur ekki aftur, en í huga mínum mun hann alltaf lifa. Eg-fc. þakka honum fyrir góða samveru fyrir mína hönd og Ármanns bróður míns. Rúnar Hreinsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, SIGURÐAR GÍSLA GUÐMUNDSSONAR, Lundum, Stafholtstungum. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar Sjúkrahúss Akraness. Guðrún M. Sigurðardóttir, Ingólfur Helgason, Ragna J. Sigurðardóttir, Sigbjörn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, stjúpmóður, tengdamóöur og ömmu, INGU WÍUM HANSDÓTTUR, Brekkulandi 3, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki deildar 11E í Landspítalanum og Heimahlynningu Karítasar. Bjarni Hólm Bjarnason, Arnþór H. Bjarnason, Lovisa Guðmundsdóttir, Anna Hlín Bjarnadóttir, Berglind H. Bjarnadóttir, Þórarinn Gestsson, Kristín Bjarnadóttir, Jónmundur Kjartansson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.