Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Tillaga til alþingismanna Tommi og Jenni Ég hata það að spila krokket í rigningu. Og hvaða litur er á boltan- um mínum, og hvenær á ég að gera, og hverjum er ekki sama?! Frá Margréti Sölvadóttur: NOKKUÐ hefur borið á því upp á síðkastið að íslenskar konur hafi kært nauðgun um borð í skipum sem legið hafa í höfn. Það sem er eftirtektarvert við þessi mál er þó það, að Ríkissjóður hefur á endanum borið kostnað af málaferlum og jafnveþ skaða- bótakröfum sakborninga. Ég vona að ég særi engan þó ég minnist á þessi mál og ekki er ég á neinn hátt að dæma þær ólánssömu kon- ur sem fyrir þessu hafa orðið, heldur eiga þær alla samúð mína. En mig langar að vekja til um- hugsunar tillögu um forvarnir gegn því að meiri peningar fari út úr ríkissjóði af þessum sökum og get ég hugsað mér að þeir gangi heldur til t.d. heilbrigðis- mála. Síðasta málið sem upp kom er orðið að undarlegum reyfara þar sem smokkur er í aðalhlutverki á sífelldum ferðalögum á milli landa. Nokkuð fannst manni und- arleg sú tillitsemi árásarmanns að hafa hugsun á notkun slíks forvarnartækis en engum er alls varnað. Almenningur dæmir hart þær veslings konur sem verða fyrir slíku óláni, en fólk ætti að milda dóma sína. Ég er viss um að þær dæma sjálfa sig enn harð- ar. Ég er sannfærð um að Bakkus eða aðrir vímukóngar ráða slíkum hugdettum hjá konum sem ganga í gin ljónsins og vissuleg er það satt og rétt að nei þýðir nei hvar og hvenær sem er og enginn hef- ur rétt á að beita annan mann ofbeldi og koma þannig fram vilja sínum. Svo sannarlega skal slík- um mönnum refsað, en þá erum við komin að kjarna málsins. Það hefur ekki tekist sem skyldi að sanna sekt þeirra og þar með sit- ur ríkið eftir með útgjöld — pen- inga sem betur væru komnir til þess að halda einni deild opinni, ef til vill í nokkra mánuði, á hinum stóru sjúkrahúsum landsins eða til annarra mála í okkar fjársvelta heilbrigðiskerfi. Ég er ekki með þessum orðum að segja að konurnar ættu ekki að kæra nauðgun þó illa hafi gengið með sannanir í síðustu inálum, heldur vil ég að sett verði ný lög sem gera útgerðir skipanna eða eigendur þeirra skaðabóta- skyld ef manneskja óviðkomandi skipinu verður fyrir líkamlegu eða andlegu ofbeldi í skipinu meðan það er í höfn. Verði slíkar reglur settar og gerðar að lögum held ég að skipaútgerðin setji betri og skipulagðari vaktir um borð og þar með verði því betur framfylgt að utanaðkomandi fólki sé vísað frá og ekki hleypt um borð í skip- in er þau Iiggja í höfn. Auðvitað er ekki þar með komið í veg fyrir að konum verði nauðgað, því mið- ur, en það gerist þá a.m.k. ekki í skipum og kannski ekki eins oft. Ég vona að þessi tillaga mín nái augum einhvers alþingis- manns, sem virkilegan áhuga hef- ur á því að fara betur með pen- inga í ríkissjóði og ekki veitir af, þar munar um hveija milljónina, það sýnir sig best þegar aðeins 5 milljónir nægja til að halda barna- geðdeild Landspítalans opinni í sumar. Ég skora á alþingismenn að hugsa um hveija krónu sem fer úr ríkissjóði og finna aðrar leiðir til þess að spara, en alltaf að ráðast á heilbrigðiskerfið og að veiku fólki og öldruðu. Íslend- ingar vilja eiga gott heilbrigði- skerfi og vera 'stoltir af því. Á Alþingi eru menn ekki að fram- fylgja vilja þjóðarinnar með að- gerðum sínum, mér sýnist þar saman komnir ófijóir hugar manna sem sjá ekki lengur skóg- inn fyrir tijám. MARGRÉT SÖLVADÓTTIR, rithöfundur. Jón Stefánsson ekki í verkfalli Svar til Sigrúnar Einarsdóttur Frá Guðmundi E. Pálssyni: UNDIRRITAÐUR vill taka fram ettirfarandi: Jón Stefánsson hefur hvorki gengið úr vinnu né er í verkfalli. Hann fékk leyfi frá störfum frá 24. desember til 15. janúar. Síðan þá hefur hann sinnt öllum sínum störf- um í þágu kirkjunnar. Sóknarprest- urinn hefur neitað að notfæra sér þjónustu hans í helgihaldinu og far- ið fram á að hann verði rekinn. Sóknamefnd varð ekki við þeirri kröfu og greiðir ekki fyrir annan organista í messum þar sem Jón er ráðinn til þess og tilbúinn að spila. F.h. sóknamefndar Langholts- kirkju, GUÐMUNDUR E. PÁLSSON, formaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.