Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 37
1 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GISLIAGUST GUNNLA UGSSON + Gísli Ágúst Gunnlaugsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1953. Hann lést á heimili sínu, Ölduslóð 43 í Hafn- arfirði, hinn 3. febr- úar síðastliðinn og fór útförin fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 12. febrúar sl. Einn af ððrum tínum við dagana af meiði sínum kveðjum við ár og fögnum nýjum hver með nokkrum trega. Og hvert andvarp felur eilífa spum um það sem er handan dagsins hið óorðna; kvíði og bjartsýni í huga auga á vör. En til lítils er að sýta hin glaðværu andartök stundir og ár að baki þegar ný sól rís með morgni og hver stund dýrmæt. (Gísli Ág. Gunnlaugss. Gerðir, R. 1973.) hvernig megi lagfæra það sem úrskeiðis hef- ur farið í alheiminum. En það er skarð fyr- ir skildi í vinahópnum, og þó mest hjá fjöl- skyldunni sem hann unni svo mjög. Það er sárt að missa bónda sinn, bróður, föður, frænda og barn. Það er sárt að missa ástvini ekki síst svona snemma, svona unga. Það er þó huggun að vita að Gísli hefur skil- ið eftir svo margt til að muna, ritverk, hugsanir og minn- ingar. En þó kannski öðru fremur lífsskoðun til eftirbreytni. Magnús. í dag er borinn til grafar Gísli Ágúst Gunnlaugsson sagnfræðing- ur. Kynni mín af Gísla voru ekki löng en leiðir okkar lágu saman í gegnum starf okkar í félagi MND- sjúklinga á íslandi. Mér er minnisstæður stofnfundur MND-félagsins þar sem Gísli mætti ásamt fjölskyldu sinni. Mér varð strax ljóst á þessum fundi að fjöl- skylda hans stóð eins og klettur á bak við hann í þeim erfiðleikum sem fylgja því að takast á við jafn erfið- an sjúkdóm og MND-sjúkdómurinn er. Það er hverjum manni ljóst að þegar maður á besta aldri í blóma lífsins lendir í því að veikjast jafn alvarlegum sjúkdómi, reynir mikið á fjölskyldu hans, nánustu ættingja og vini. Það er erfitt að horfa upp á heilsu nákomins ættingja hraka stöðugt. Fjölskylda Gísla reyndi að létta honum lífið og gerði allt sem mögu- legt var til þess að létta undir með honum sem _og samstarfsfólk hans við Háskóla íslands. Gísli tók sjálfur þá afstöðu að tala ekki mikið um sjúkdóminn og sökkti sér þess í stað niður í vinnu og gerði hluti sem er alveg ótrúlegt að maður sem svo var komið fyrir gæti yfirleitt gert. Hann ferðaðist til útlanda og hélt fyrirlestra í háskólum víða í Evrópu og Bandaríkjunum og vann fullan vinnudag allt til dauðadags. Ég fyrir hönd MND-félagsins bið góðan Guð að blessa fjölskyldu hans og ástvini og megi þau sækja styrk í minninguna um hann. Rafn Jónsson. Gísli Ágúst Gunnlaugsson er fall- inn frá langt um aldur fram. Með fráfalli hans er stórt skarð höggvið Nú þegar hann Gísli, mágur minn, er látinn koma þessar hendingar upp í huganum því þetta var það sem öðru fremur einkenndi lífsskoðun hans. Meðan sumir töluðu um það sem þeir hefðu gert, þá talaði hann um það sem til stóð að gera. Þess- ari framsýni hans er best lýst með heimasíðunni sem hann útbjó, fyrst- ur kennara í heimspekideild HI, og sendi boð út um aðeins liðlega sólar- hring áður en hann kvaddi þennan heim. Þar talaði hann um það hvern- ig hann ætlaði að nýta sér þessa tækni til kennslu veturinn 1996-7. Gísli var mikilvægur ferðafélagi á lífsbrautinni. Hvar sem hann starfaði í hópi var horft til forystu hans og skipulagshæfileika. Enda ekki að undra því í hveiju sem hann stóð var málstaðurinn góður, stefndi til framfara í félagsstarfi, vísindum og menntun. Það virtist ekki skipa máli þó MND sjúkdómurinn tæki af honum getuna til að hreyfa hend- umar, tala skýrt og ganga óstudd- ur. Samt sem áður stundaði hann sínar rannsóknir og samdi sínar merkiiegu greinar sem birtust flest- ar á erlendum vettvangi. Þó svo allir hefðu áhyggjur af sjúkdómnum tók hann slíku fálega og vildi alltaf tala fram í tímann og njóta lífsins. Maður fékk nýja dýpt í hetjuímynd- ina og nýjan skilning á því sem Gunnlaugur Ormstunga meinti þeg- ar hann sagðist ekki skyldu ganga haltur meðan báðir fætur væru jafn- iangir. Undir það síðasta voru andi og lífsvilji fætur Gísla. Einhvern tíma var sagt um hann að hann skákaði sjúkdómi sínum af tómri þtjósku. Nú er hann horfinn og mörg sitj- um við eftir, slegin og hnípin, rétt eins og engum hefði komið í hug að hann væri svo alvarlega veikur. Og ég efa það ekki að núna er hann á fleygiferð um aðra og betri heima, án efa farinn að velta því fyrir sér t Þökkum innilega auftsýnda vináttu og samúft vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, EINARS STEFÁNSSONAR frá Bjólu. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Lundar fyrir ein- staka umönnun. Unnur, Einar, Hafsteinn og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu hlýhug og vináttu vift andlát og útför SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR frá Lambadal. Sérstakar þakkir til Hornbrekku og á H-deild F.S.A. Aftstandendur. t Þökkum auftsýnda samúft og hlýhug vift andlát og útför ÁSTU M. MARKÚSDÓTTUR, Aflagranda 40. Ingibjörg Ólafsdóttir Busse, Paul Busse, Benoný M. Ólafsson, Guðfinna Snorradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 37 í raðir okkar FH-inga. Við sjáum á bak dyggum og traustum liðsmanni sem bar hag félagsins ávallt fyrir bijósti. Hann var ætíð boðinn og búinn að gera viðvik fyrir félagið ef eftir var leitað og skilaði einatt mjög vel unnu verki sem lýsti trú- mennsku og væntumþykju hans fyrir félaginu. Gísli gekk ungur í raðir okkar FH-inga og æfði og keppti fyrir alla fiokka félagsins í handknattléik og flesta flokka í knattspyrnu. í handknattleik lék hann lengst af í stöðu markvarðar og þótti standa sig með mikilli prýði enda sannur íþróttamaður. Gísli hefur unnið að mörgum verkefnum fyrir félagið gegnum árin. En þáttur hans í útgáfumálum er e.t.v. hvað stærstur. Ef skrifa þurfti greinar um efni er laut að sögu félagsins var gott að geta leit- að til Gísla enda ekki komið að tóm- um kofunum. Hann sat í ritstjórn afmælisblaðs FH, sem gefið var út í tilefni 65 ára afmælis félagsins. Þar má víða sjá handbragð hans á efnistökum og stíl. Þá var Gísli for- maður í Evrópunefndinni sem ann- aðist framkvæmd á þátttöku félags- ins í UEFA-keppninni í knatt- spyrnu. Umhyggja Gísla og áhugi fyrir félaginu lýsir sér ekki hvað síöt í því, að hann gerði sér far um að mæta á alla leiki félagsips bæði i handknattleik og knattspyrnu og hvetja lið sitt áfram. Að síðustu má nefna að Ásgeir, sonur hans, hefur fetað í fótspor föður síns og iðkar bæði knattspyrnu og hand- knattleik hjá félaginu. FH-ingar horfa með miklum söknuði á eftir góðum og dyggum félaga og þakka honum vel unnin störf og þann hug sem hann ætíð bar til félagsins. Við sendum fjöl- skyldu hans okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Aðalstjórn FH. • Fleiri minningargreinar um Gísla Agúst Gunnlaugsson bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. ouglýsingor I.O.O.F. Rb. 1 = 1452138-N.k. □ FJÖLNIR 5996021319 III 1 FRL □ HLÍN 5996021319 IV/Vo 2 □ EDDA 5996021319 I 1 Frl. FERÐAFÉLAG # ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Ferðafélag íslands Miðvikudagur 14.febrúar kl. 20.30. Myndakvöld Austurdalur og Lónsöræfi Næsta myndakvöld Fl í Félags- heimilinu, Mörkinni 6, er mið- vikudagskvöldið 14. febrúar og hefst það kl. 20.30. Sýnt verður frá tveimur sumarleyfisferðum síðastliðið sumar. Fyrir hlé sýnir Eysteinn Sigurðsson frá Litlu hálendisferðinni sem farin var í ágústlok. Fariö var um Sprengi- sand, Vesturdal og yfir í Aust- urdal (gist í Hildarseli) og Fögru- hlíð. Bólu-Hjálmar kemur tals- vert við sögu í Austurdal og mun Eysteinn krydda mynda- sýninguna með frásögnum af honum. Eftir hlé sýna Þór Halldórsson og Páll Steinþórsson frá ferð á hin litríku Lónsöræfi er farin var 22.-27. júlí. Norið tækifærið og kynnist áhugaverðum ferðaslóðum. Nýja ferðaáætlunin liggur frammi. Góðar kaffiveitingar f hléi. Verð 500 kr. (kaffi jog með- læti innifaliö). Munið þorra- og vættaferðina í Biskupstungur 17.-18. febrú- ar. Brottför laugard. kl. 08.00. Skíða- og gönguferð. Góð gist- ing í Úthlíð. Sundlaug. Ferðafélag [slands. Dagsferð sunnud. 18. feb. Kl. 10.30: Landnámsleiðin, 3.áfangi, Stóru-Vogar, Vatns- leysuvík. Dagsferð sunnud. 18. feb. Kl. 10.30: Skíðagönguferð, Jósepsdalur og nágrenni. Útivist. Skíðafélag Reykjavíkur Toyota-skíðagöngumótið verður haldiö í Laugardalnum næst- komandi laugardag, 17. febrúar, kl. 14.00. Þátttökutilkynning kl. 13.00 á mótstað. Gengið í öllum flokkum. Frjáls aðferð. Upplýsingar í síma 551-2371. Skíðafélag Reykjavíkur. Takið upp nýjan lífsstíl Öðlist bætta líkamslögun og lífs- kraft. Sogæðanudd - breytt mataræði - trimmform fyrir þær, sem vilja varanlegan árangur. Ráðgjöf innifalin. Norðurljósin, heilsustúdíó, Laugarásvegi 27, sími 553 6677. RAÐAUGi ÝSINGAR TIL SÖLU ATVINNUHÚSNÆÐI ■ VEIÐI | Bylting þagnarinnar! Franska byltingin 1789 til afnáms sérréttinda aðalsins og til jafnréttis manna hefur farið víða og ekki hljótt. Jafnvel íslendingar nefna mannréttindi í Kína. Hve lengi stendur bylting þagnar og aðgerða- leysis um meint lögbrot æðstu embættis- manna, sem bókin Skýrsla um samfélag upplýsir um? Útg. Til leigu í Listhúsinu, Laugardal 100-200 fermetra verslunar- eða skrifstofu- húsnæði. Upplýsingar í síma 553 2886 kl. 10-18 virka daga. Búðardalsá á Skarðsströnd Sala veiðileyfa er hafin. Laxveiði. Veitt er á tvær stangir á dag. Gott hús. Upplýsingar í símum 555 3922 og 555 3018. Geymið auglýsinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.