Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ “ti FRETTIR Morgunblaðið/RAX ísland og upplýsingasamfélagið - Drög að framtíðarsýn Skjalalaus sam- skipti sem víðast FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráð- herra, kynnti ritið ísland og upplýs- ingasamfélagið - Drög að framtíð- arsýn á ríkisstjórnarfundi á föstu- dag. Hann hefur óskað eftir að haf- ist verði handa við að útfæra nánar nokkrar tillögur ritsins. Af þeim má nefna að treysta innlendan hugbún- aðariðnað með því að bjóða út gerð hugbúnaðar fyrir ríkisstofnanir og auka samvinnu um þróun nýrrar tækni og stefna að skjalalausum viðskiptum sem víðast. Ritið er gefið út af fjármálaráðuneytinu og er sér- stök áhersla lögð á ríkisreksturinn og upplýsingatæknina. í frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að stefnan í nýskipan í ríkis- rekstri geri ráð fyrir að upplýsinga- tækni verði beitt við að hagræða og bæta þjónustu ríkisins við þá sem samskipti þurfa að eiga við það. Því hafi Ráðgjafarnefnd um upplýsinga- og tölvumál (RUT) verið falið að móta stefnu um upplýsingatækni í ríkisrekstrinum. „Fjármálaráðherra væntir þess að umfjöllun ritsins um upplýsingasam- félagið muni reynast þarft innlegg í þá umræðu sem óhjákvæmilega þarf að fara fram í þjóðfélaginu á næstunni. Þá má ætla að ritið muni koma að gagni í þeirri vinnu sem stendur yfir á vegum iðnaðarráð- herra um mótun stefnu fyrir upplýs- ingasamfélagið í víðara samhengi," segir í fréttinni. Tekið er fram að ráðherra hafi óskað eftir að hafist verði handa við að útfæra nánar nokkrar tillögur úr ritinu. Af þeim má nefna að draga úr margskráningu sömu upplýsinga innan stjórnsýslunnar, einfalda og samræma samskiptaform þannig að óþarfa hindrunum sé ýtt úr vegi í tölvusamskiptum og auðvelda lands- mönnum aðgang að upplýsingum hins opinbera. I ) I 1 > > »Glugga- þvottur í vetrarsól Ragnar Aðalsteinsson skipaður talsmaður Sævars Ciesielskis í FROSTSTILLUM, þegar sól er lágt á lofti, verður einatt ljós sú staðreynd að gluggarnir þarfnast þvotta. I vetrarveðrum verða skjá- imir rykgráir og þá er gott að geta kallað til fagmenn í gluggaþvotti, eins ogþann sem ljósmyndari rakst á vopnaðan sköfum og svampi. Veturinn hefur ver- ið einstaklega mildur frá áramótum og næstu daga er búist við að hlýni í veðri. HÆSTIRÉTTUR hefur skipað Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmann talsmann Sævars M. Ciesielskis vegna beiðni Sævars um endurupptöku hæstaréttar- dóma í svokölluðum Geirfinns- og Guðmundarmálum. Ragnar H. Hall hæstaréttarlög- maður, sem skipaður var sérstakur ríkissaksóknari við meðferð á beiðni Sævars, lagði til við Hæsta; rétt að beiðninni yrði hafnað. í greinargerðinni, sem Ragnar lagði fram 12. desember sl., sagði að engin haldbær gögn hefðu komið fram um að ólögmætar aðgerðir þeirra sem önnuðust rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála á lögreglustigi eða fyrir dómi hafi leitt til þess að röng niðurstaða hafi orðið í málinu. Ekki skylt að skipa talsmann Hæstiréttur dæmdi Sævar árið 1980 í sautján ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum orðið valdur að dauða Geirfínns Einarssonar og Guðmundar Einarssonar. Sævar andmælti sjónarmiðum Ragnars H. Hall og var honum í kjölfarið gefinn kostur á að til- nefna iöglærðan mann til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Sævar tilnefndi Ragnar Aðal- steinsson hrl. Þóknun hans vegna málsins verður greidd af ríkissjóði. Pétur Kr. Hafstein, varaforseti Hæstaréttar, sagði að Hæstarétti hefði ekki verið skylt að gefa Sævari þennan kost. Hins vegar hefði verið talið rétt, eðlis málsins og umfangs vegna, að hafa þenn- an hátt á og tryggja þannig, eins og best væri hægt, að hagsmuna Sævars yrði gætt. Pétur tók fram að forseti Hæstaréttar, Haraldur Henrysson, tæki engan þátt í afgreiðslu máls- ins. Hann væri vanhæfur vegna þess að hann hefði dæmt málið í héraði á sínum tíma þegar hann var dómari í sakadómi. Guðjón Skarphéðinsson dregur vitnisburð sinn í Geirfinnsmálinu til baka Sök í málinu hefur aldrei verið sönnuð GUÐJÓN Skarphéðinsson guðfræð- ingur segir að framburður sem hann gaf í Geirfinnsmálinu svokall- aða hafi ekki verið réttur. Ákæru- valdið hafi búið til sögu um afdrif Geirfinns Einarssonar, sem hann hafi á þeim tíma fallist á að væri rétt. Hann segir að þrýstingur á sig um að upplýsa málið og vafasamar rannsóknaraðferðir hafi átt mestan þátt í að hann játaði. Guðjón segist vera sannfærður um að málið verði fyrr eða síðar tekið upp aftur. Laga- lega séu hins vegar miklir annmark- ar á því að Hæstiréttur taki það upp aftur. Guðjón Skarphéðinsson fór frá íslandi til Danmerkur haustið 1981 eftir að hafa tekið út fangelsisdóm fyrir aðild að svokölluðu Geirfinns- máli. Hann nam guðfræði í Dan- mörku og vann ýmis störf samhliða námi. Guðjón sagði að eftir að hann lauk guðfræðiprófí hefði hann stað- ið frammi fyrir því að taka ákvörð- un um hvort hann og Ijölskyldan ætlaði að eyða ævinni í Danmörku sem Danir eða hvort hún færi til íslands. Hann sagðist hafa sótt um prestsemb- ætti í Danmörku, en ekki hlotið kosningu og þá ákveðið að sækja um embætti á Islandi. Um helgina var hann . síðan kjörinn prestur á Staðarstað á Snæ- fellsnesi. í kjölfarið hefur aðild Guðjóns að Geirfinnsmálinu verið rifjuð upp og um helgina tjáði hann sig við fjölmiðla um málið, en það hefur hann ekki gert áður. „Mér var ljóst að það myndi gjósa upp alls kyns málarekstur á íslandi um leið og ég sækti um prestsemb- ætti, en ég var búinn að Ijúka öllum prófum og undirbúningi og vildi gjaman flytja heim aftur. Eg vildi gjarnan að börnin mín yrðu ís- lensk,“ sagði Guðjón. Guðjón játaði á sig sök í Geir- finnsmálinu og dró hana ekki til baka fyrir Hæstarétti líkt og aðrir sakborningar í málinu gerðu. Allt frá því dómar féllu í málinu hafa margir spurt þeirrar spurningar; vom hinir dæmdu sekir? „Hinir svokölluðu sakborningar eiga auðvitað að vera sekir um það sem þeir eru dæmdir fyrir, en það er stundum seilst um skör fram í ákafanum í að dæma áður en búið er að binda alla lausa enda og sönn- un liggur fyrir. Það eru gerðar gífurlegar kröfur til réttvísinnar í málum af þessu tagi og aldrei of miklar. í Geirfinnsmálinu var litið framhjá alls kyns lausum endum, sem ekki hafði tekist að hnýta áður en dæmt var í málinu. Ástæðan var sú að á þessum tíma virtist þjóðin vera á barmi ein- hvers konar móðursýk- iskasts og krafðist þess að dæmt yrði í því. Þess em engin dæmi að það hafi verið sóttir rannsóknarmenn til annarra þjóðríkja til þess að rann- saka mál í öðru þjóðríki. Mér er ekki kunnugt að slíkt hafi gerst í öðrum löndum nema þar sem ríkir hernámsástand. í þessu máli var sóttur maður sem hlaut sína fmm- þjálfun í stofnun sem fæstir minn- ast af mikilli virðingu í dag. Hann var sóttur til Þýskalands til að hreinsa til í þessu máli. Ég held að það hafí verið mjög vafasamt til- tæki. Ég tel einnig að á þessum tíma hafí réttarfarslöggjöfin verið meingölluð og þeir gallar hafi átt stóran þátt í að þessi mál þróuðust með þeim hætti sem þau gerðu. Þar á ég við að sýslumaðurinn var ekki aðeins rannsóknaraðili, heldur einn- ig sækjandi og dómari. Á þessum tíma mátti sóknaraðili málsins safna eins miklum gögnum og hann vildi án þess að hann væri skyldug- ur til að gefa varnaraðilum neinar upplýsingar. Vetjandi fékk aðeins að vera viðstaddur yfirheyrslur með dómara og fékk engar upplýsingar um yfirheyrslur á öðrum stigum málsins.“ Ert þú þá að segja að sú saga sem þú skrifaðir undir með þínum vitnisburði í Geirfmnsmálinu sé ekki sannleikanum samkvæmt? „Nei, það virðist ekki vera. Það kom á daginn að þetta var ekki sannleikurinn í málinu. Ég hafði ekki hugmynd um hvar þessi maður var. Á sínum tíma var ég spurður hvar ég hefði verið tiltekinn dag fyrir tveimur árum. Ég gat ekki svarað spurningunni, enda hugsa ég að flestir ættu í erfiðleikum með að svara slíkri spurningu. Ég hafði enga fjarvistarsönnun. Sagan var hins vegar tilbúin af hálfu ákæru- valdsins. Það vantaði bara einn mann í söguna til þess að hún pass- aði. Þetta er saga sem hefst árið 1974 þegar tveir menn hverfa af einhvetjum orsökum og hún vindur síðan hastarlega upp á sig. Hópur manna var handtekinn og dæmdur fyrir að bera ábyrgð á hvarfi þeirra. Fólk hefur hins vegar haldið áfram að hverfa. Nýlega hvarf kona í Reykjavík og tveir drengir hurfu í Keflavík í maí í fyrra. Enginn hefur verið handtekin vegna þess- ara mála. Af hvetju hefur það ekki verið gert? Einhver sá þau síðast, o.s.frv. Á hvetju ári hverfa nokkur hundruð manna í Danmörku. Sumir fínnast og sumir ekki. Ef eitthvað saknæmt er við hvarf þeirra er reynt að rannsaka það. Þess eru hins vegar dæmi að það sé látið hjá Iíða að rannsaka mál hér í Reykjavík þó að það sé sterkur grunur um að saknæmir atburðir hafi gerst. Stund- um eru hlutir rannsakaðir og þá getur maður ient í hinum ótrúlegustu málum af hálfu ákæruvaldsins þegar maður hefur ekkert til að halda sér í. Sannanir um saknæma atburði voru lagðar fram Það er ákæruvaldsins að sanna að það hafi verið eitthvað saknæmt í sambandi við þessi tvö manns- hvörf árið 1974. Ég álít að ákæru- valdinu hafi ekki tekist það. Það er kjarni málsins. Þegar þú ert búinn að setja mann í fangelsi verð- ur þú að hafa einhvetja tryggingu fyrir að sakborningurinn sé að segja satt. Ef þú getur það ekki getur þú alveg eins skrifað játninguna sjálfur. Við yfirheyrslur er mönnum lögð orð í munn. Sakborningurinn veit hvað þú vilt heyra. Þegar þið talið saman í átta tíma á dag, dag eftir dag, og sakborningurinn getur ekki sofið og er farinn að fá díezep- am, mogadon og valíum, er sak- borningurinn orðinn algerlega glórulaus eftir nokkra daga. Þá er ekki orð að marka hvað hann seg- ir. Þetta mál fór því miður í þennan farveg." Lyfjagjöf í varðhaldi Fékkst þú lyf meðan á yfirheyrsl- um stóð? „Ég gat ekki alltaf sofið og bað um svefnlyf og fékk þau. Ég fékk einnig eitt af þessum geðlyfjum, sem ég man ekki hvað heitir en var þá nýbúið að finna upp, en efni í því er m.a. uppistaðan í þessum svokölluðu e-pillum sem mikið hafa verið í fréttum. Þetta var mikið kraftaverkalyf og hafði geysilega sterk áhrif á mig.“ Guðjón sagðist ekki hafi verið beittur harðræði í varðhaldinu, en ýmsar vinnuaðferðirnar, sem lögreglan notaði við að færa sörinur í málinu, hefðu verið vafasamar. „Ég hef alltaf talið borðleggjandi að það kæmi einhvern tímann að því að þetta mál yrði skoðað aftur. Ég veit hins vegar vel að Hæstiréttur á ekki gott með að gera það. Lögfræðilega á hann ekki gott með að taka upp mál sem hann hefur dæmt í. Eiginlega þarf eitthvað nýtt að koma fram í mál- inu og það er ekkert nýtt að sak- borningar dragi vitnisburði sína til baka. Eg tel að þjóðin sé réttsýnni í dag en fyrir 20 árum og kannski er kominn tími til að hún geri upp ýmis mál sem rangt var farið með á árum áður og láti menn njóta sannmælis." Tel að þjóðin sé réttsýnni í dag en fyrir 20 árum Ég hafði ekki hugmynd um hvar þessi maður var 1 I I i I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.