Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 39 I Ráðunautafundur hefst RÁÐUNAUTAFUNDUR Bænda- samtaka íslands og Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins verður haldinn í Hótel Sögu 13.-16. febrúar nk. Ráðunautafundurinn er alhliða fagráðstefna þar sem lagt er fram margvíslegt efni úr niðurstöðum rannsókna og umræð- ur fara fram um ýmis framfara- mál. Fundurinn er öllum opinn. Á fyrsta fundardegi verður sú nýbreytni að meðal frummælenda um leiðbeiningaþjónustu í landbún- aði á nýrri öld verða tveir erlendir gestir, þeir Arne Nielsen frá Dan- mörku og James Gilmour frá Skot- landi. Þeir eru sérfróðir um þær miklu breytingar sem orðið hafa í tilhögum leiðbeininga fyrir bændur í þessum löndum og munu þeir einnig víkja að æskilegum tengsl- í dag um leiðbeningaþjónustu við rann- sóknir og kennslu í landbúnaði. Fundurinn verður í Súlnasal en hina dagana þrjá verður fundað í ráðstefnusal Á á 2. hæð. Helstu efnisflokkar þá daga eru landbún- aður í sátt við umhverfið, kynning ýmissa rannsóknaniðurstaðna, kynning tölvuforrita fyrir búrekst- ur og síðasti dagurinn verður helg- aður nautgriparæktinni, bæði mjólkur- og kjötframleiðslu. Þar verður m.a. Skráning hefst kl. 8.15 á fundarstað þriðjudag 13. febrúar og verður fundurinn settur kl. 9. Ráðstefnugjald alla dagana er 7000 kr. og er ráðstefnurit með öllum erindum eða yfirlitum þeirra, önnur fundargögn og kaffi innifal- ið. Fyrirlestur um Friðrik II DR. BENJAMIN Arnold, dósent í miðaldasögu við háskólann í Read- I ing, flytur opinberan fýrirlestur í I boði heimspekideildar Háskóla ís- i lands og Sagnfræðistofnunar mið- vikudaginn 14. febrúar 1996 kl. 17.15 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Emperor Fredrick II. (1194-1250) as a Politician“ og fjallar um Friðrik II. keisara sem stjórnmálamann. Dr. Arnold hefur gefíð út þrjár bækur um þýska miðaldasögu, síð- j ast „Count and Bishop in Medieval Germany, A Study of Regional 1 Power 1100-1350“ (1992). Vænt- | anleg er eftir hann fjórða bókin „Violence and Order, Interpreting German Politics 500-1300“. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Fundur um exem EXEM er talið vera algengasti húð- | sjúkdómur í heiminum í dag. Fjöldi sjúklinga er nokkuð á reiki en virð- ist fremur aukast en hitt. Þannig kom fram í könnun sem gerð var í Danmörku fyrir fáum árum að 1 af hverjum 10 íbúum landsins fengu exem einhvern tíma á æfinni en árið 1960 var hlutfallið innan við 1 af hverjum 30. Fundurinn verður haldinn á Hót- el Lind, Rauðarárstíg 18, og hefst hann kl. 20.30. Hanna Jóhannes- 1 dóttir, húðsjúkdómalæknir, verður gestur fundarins og heldur hún er- indi um exem hjá börnum og skýr- ir frá helstu meðferðum. Einnig svarar hún spurningum fundar- gesta. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir en mælt er með að foreldrar barna með exem mæti, ( enda er tilgangur fundarins fyrst j og fremst að gefa þeim tækifæri til að ræða málin við sérfræðing 1 og skiptast á skoðunum við hann og aðra fundargesti. Málþing um tæknifrjóvgun í TILEFNI af því að nú liggur fyr- ir Alþingi frumvarp til laga um tæknifijóvun gengst Siðfræðistofn- un Háskóla íslands fyrir málþingi um tæknifijóvgun miðvikudaginn 14. febrúar kl. 17-19, í Odda stofu 101. Frummælendur verða Bryndís Hlöðversdóttir, alþingismaður, Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur, Jón Hilmar Alfreðsson, læknir, og Vil- hjálmur Árnason, dósent í heim- speki. Flutt verða stutt inngangs- erindi u.þ.b. 10 mínútur hvert og að þeim loknum verða umræður. Fundarstjóri verður Páll Skúlason. Málþingið er opið öllu áhugafólki um málefnið. Daglegar ferðir Hafnargöngu- hóps VEGNA óska þar um ætlar Hafnargönguhópurinn, HGH, að gera tilraun með að standa fyrir gönguferðum öll kvöld vikunnar á virkum dögum. Gönguferðirnar verað með svipuðu sniði og mið- vikudagskvöldgöngur hópsins. Mæting verður kl. 20 en farið frá mismunandi hafnarsvæðum og gengið aðallega með ströndinni. Á þriðjudagskvöldið, 13. febr- úar, verður farið frá Bakkavör, húsi Björgunarsveitarinnar Al- berts, Seltjamamesi, kl. 20 og gengið út á Suðurnes og með ströndinni að Snoppu við Gróttu og til baka. Val um að stytta leið- ina. Við upphaf ferðarinnar verður starfsemi björgunarsveitarinnar kynnt. FRETTIR Morgunblaðið/Þorkell JÓNAS Hvannberg hótelstjóri afhendir Jennýju Magnúsdóttur verð- laun í samkeppni um nafn Sunnusalar. Sunnusalur á Hótel Sögu Kynning-ar- fundur ITC ITC SAMTÖKIN á íslandi efna til sérstaks kynningarfundar á starf- semi sinni þriðjudaginn 13. febrúar. Fundurinn, sem er öllum opinn, verður haldinn í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, og hefst kl. 20. Þar mun III ráð ITC hafa veg og vanda að dagskráinni. Veitingar verða seldar í hléi. Stef fundarins er: Þitt tækifæri er í dag. Kynning verður á deildar- starfi ITC og sýnishorn af ræðu- flutningi. ITC samtökin hafa nú starfað yfir 20 ár hér á landi og hafa á þeim tíma þjálfað og elft fjölmarga einstaklinga í ræðumennsku, fund- arsköpum og félagslegum vinnu- brögðum. Hveragerði Fundur um mál- efni barna o g unglinga SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Ingólf- ur, Hveragerði, heldur almennan borgarafund í Hótel Hveragerði miðvikudaginn 14. febrúar nk. kl. 20.30. Fundarefni: Málefni barna og unglinga - velferð þeirra og framtíð. Frummælendur á fundinum verða Pétur Tyrfingsson, ráðgjafi hjá SÁÁ, Ársæll Már Gunnarsson, verkefnastjóri hjá SAMFOK, einn af upphafsmönnum foreldrarölts á Islandi, Kristján Ingi Kristjánsson, fulltrúi í ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, og Jón Hlöðver Hrafnsson hjá lögreglunni í Árnessýslu. Ennfremur mun að- stoðarmaður dómsmálaráðherra, Þórhallur Ólafsson, sitja fundinn. Fundarstjóri verður Guðjón Sig- urðsson, skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði. Að loknum umræðum verða almennar umræður. Fyrirlestur um framtíðarrann- sóknir PRÓFESSOR Pentti Malaska heldur opinberan fyrirlestur um framtíðar- rannsóknir miðvikudaginn 14. febr- úar nk. í boði Heimspekideildar Háskóla íslands og Iðntæknistofn- unar. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Hann er öllum opinn og verð- ur haldinn í Lögbergi, stofu 101, og hefst kl. 17.15. Dr. Pentti Malaska er prófessor við Hagfræði- og viðskiptaháskólann í Turku, Finnlandi, þar sem hann jafnframt gegnir forstöðu við Finnsku rannsóknarmiðstöðina í framtíðarmálum sem rekin er í sam- vinnu við finnska menntamálaráðu- neytið.Hann hefur ritað fjórar bækur um málefni framtíðar. í fyrirlestri sínum mun Malaska ræða um þróun iðnríkjanna á því umbreytingatímabili þeirra sem hann kennir við síð-iðnvæðingu. Malaska lítur svo á að sú þróun, sem nú á sér stað í átt til hins svokallaða „upplýsingasamfélags", sé aðeins liður í mun viðameiri umbreytingum. Jóhanna o g Dust unnu HÓPURINN Dust frá Reykjavík sigraði í undankeppni í íslandsmeist- arakeppni unglinga í fijálsum döns- um fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið. . í Dust eru: Þórdís Schram, Inga Maren, Ásdís Ingvadóttir, María Blöndal og Sigin Blöndal. í einstakl- ingskeppninni sigraði Jóhanna Jak- obsdóttir frá Kópavogi. Föstudaginn 16. febrúar verður Urslitakeppnin haldin i Tónabæ og þá munu keppendur alls staðar af landinu beijast um íslandsmeistara- titilinn í fijálsum dönsum. Kynnir kvöldsins verður Magnús Scheving. Keppnin hefst kl. 20. ATTHAGASALUR á Hótel Sögu hefur verið opnaður aftur eftir miklar breytingar. Salurinn hefur fengið nýtt útlit og er lögð mikil áhersla á birtu og léttleika í lita- vali á innréttingum og húsbúnaði. Skipt hefur verið um lýsingu og afar fullkomið ljósakerfi ásamt nýju hljóðkerfi sem gerir salinn betur búinn til fundarhalda en áður. Salurinn tekur allt að 180 manns í sæti og um 300 í mót- töku. Hann hentar mjög vel fyrir hvers kyns samkvæmi, s.s. árshá- tíðir, brúðkaup, móttökur, afmæli, erfidryklqur o.fl. Samhliða breytingum á Átt- hagasal var ákveðið að gefa saln- MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Heimsferð- um: „Undanfama daga hefur verið í fréttum að vél frá Birgen Air hafi millilent á íslandi og flutt farþega á vegum Heimsferða til Cancun í Mex- íkó, í stað vélar frá TAESA-flugfé- laginu sem annast þessa flutninga fyrir Heimsferðafarþega og hefur gert undanfarin ár. TAESA flugfé- lagið hefur flutt um tvö þúsund Heimsferðafarþega til Cancun í Mex- íkó og það samstarf gengið snurðu- laust. Félagið á 20 Boeing þotur og eina DC-10 sem fljúga til Kanada, Bandaríkjanna og Evrópu og félagið, uppfyllir ströngustu skilyrði um ör- yggismál og vinnutíma áhafna enda er þjónusta þess notuð af virtum ferðaskrifstofum um allan heim. Ástæða þess að Birgen Air flaug þetta flug til Cancun var sú að félag- ið þurfti að fá aukavél vegna við- halds sinna véla og notaði þjónustu Birgen Air sem var að öllu leyti lög- legt félag og með leyfi þýskra flug- málayfirvalda til flugs til Þýska- lands, þar sem kröfur eru mjög mikl- ar varðandi öryggismál. TAESA mun ekki aftur nota þjónustu Birgen Air félagsins. Flugfélög um allan heim, hvort heldur er TAESA, Flugleiðir eða British Airways þurfa reglulega að leigja inn aukavélar vegna seink- ana, viðhalds eða bilana þeirra eigin véla og leita þá til félaga sem eru viðurkennd af flugmálayfirvöldum. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Úr- val-Útsýn: „Vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum að undanfömu í kjölfar frétta og vangaveltna um öryggiskröfur í leiguflugi ferðaskrif- stofa, og vegna fjölda fyrirspurna frá farþegum - vill ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn taka fram eftirfarandi: Úrval-Útsýn notar eingöngu flug- vélar Flugleiða í leiguflugi sínu. Úr- val-Útsýn og hin nýstofnaða ferða- skrifstofa Plúsferðir, era einu íslensku ferðaskrifstofumar sem það gera. Það er mat ferðaskrifstofunnar að um nýtt nafn. Haldin var sam- keppni og bárust 2000 tillögur. Dómnefnd valdi nafnið Sunnusal- ur og er nafn vinningshafans Jenný Magnúsdóttir. Hún hlýtur 50.000 kr. í verðlaun auk helg- ardvalar fyrir tvo á Hótel Sögu. Garðar Halldórsson, arkitekt, hannaði húsnæðið og Verkfræði- stofa Guðmundar og Kristjáns sá um loftræstibúnað sem Blikk- smiðjan Vík smíðaði. Rafhönnun sá um hönnun rafmagns og hljóð- kerfis og hljóðtæknibúnaður var í höndum Radíóstofunnar Ný- heija. Byggingarmeistari var Kristinn Sveinsson og bygginga- stjóri Páll Jörundsson. Heimsferðir hafa getað boðið fjölda nýrra möguleika á íslenskum ferðamarkaði með því að nýta þjón- ustu erlendra flugfélaga, sem mörg eru miklu stærri félög heldur en þau sem starfa hér á landi og gera í engu minni kröfur til öryggismála en þau íslensku, enda krafa um að uppfylla ströngustu skilyrði um ör- yggismál sem Evrópusambandið ger- ir kröfu um. Heimsferðir skipta ein- göngu við slík félög og hafa gert síðan fyrirtækið var stofnað fyrir fjóram árum. Lifandi samkeppni Það sem skiptir máli er að halda hér uppi lifandi samkeppni þar sem hægt er að auka valkosti íslenskra ferðalanga og bjóða betri kjör en áður hafa þekkst, og með Jpví að skipta við öragg flugfélög. Ástæða þess að hægt er að bjóða betri kjör er ekki sú að verið sé að gera minni kröfur um öryggi, heldur er um að ræða félög sem starfa á milljóna- mörkuðum og hafa kostnaðaryfir- burði yfir þau íslensku félög sem starfa hér á landi. Á síðasta ári fóra um 80 flug á vegum Heimsferða til útlanda og um átta þúsund farþegar sem nutu þjón- ustu bæði erlendra og íslenskra félaga þar sem enginn skuggi féll á og mun svo verða áfram í framtíðinni." Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastj óri Heimsferða. hagsmunum farþega sé best borgið með flugi með nýjum vélum Flug- leiða. Ferðaskrifstofan leitar reglu- lega tilboða hjá erlendum flugfélögum til samanburðar við þau kjör sem bjóð- ast hjá Flugleiðum. Niðurstaðan er jafnan sú að mögulegt sé að fá 2000- 8000 kr. ódýrari fargjöld á hvem farþega með því að taka lægstu til- boðum. Þá er undantekningalaust um að ræða flug með stóram breiðþotum sem era 20-25 ára gamlar. Nægt framboð er af slíkum farkostum, en það er hinsvegar mat ferðaskrifstof- unnar að þeir mæti ekki lágmarks- kröfum um þægindi og öryggi. Af erlendri samkeppni í flugi Leiguflug Úrvals-Útsýnar Eingöngu vélar Flugleiða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.