Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 31 JÓHANN STEFANSSON BERGMANN + Jóhann S. Berg- mann var fædd- ur í Keflavík 18. nóvember 1906. Hann lést í Sjúkra- húsi Suðurnesja 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Jóhanns voru Stefán M. Bergmann, f. 9. sept. 1885, d. 17. jan. 1969, og Guð- laug K. Bergsteins- dóttir, f. 10. maí 1884, d. 22. febr. 1952. Jóhann var elstur sex systkina en hin eru: Guðrún, f. 27. okt. 1908, d. 27. apríl 1989; Hregg- viður, f. 13. feb. 1911, d. 22. des. 1978; Þorsteinn, f. 14. júní 1914, Anna Magnea, f. 31. mai 1920, og Stefanía, f. 19. ágúst 1922. Fyrri kona Jóhanns var Sig- ríður Árnadóttir,- f. 19. janúar 1907, d. 18. maí 1929. Sonur þeirra var Sigurður Jóhann, f. 1. maí 1929, d. 27. maí 1943. Jóhann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Halldóru Arnadóttur (f. 13. okt. 1914), þannl2. nóv- emberl933. Sigríður og Hall- dóra voru systur. Börn Jóhanns og Halldóru eru: Hörður, f. 24. apríl 1933, kona hans er Dórothea Einars- dóttir og eiga þau fjögur börn og sjö barnaböm, Árni Hilmar, f. 22. ágúst 1935, kona hans er Lena Bergmann og eiga þau tvö börn og tvö barnaböm, Stefán, f. 2. júlí 1944, kona hans er Helga Hrönn Þór- hallsdóttir og eiga þau tvö börn, og Jóhann, f. 16. okt. 1946. Framan af ævi starfaði Jó- hann sem bifreiðastjóri og sjó- maður og rak m.a. eigin vörubif- reið um langt skeið. Árið 1949 hóf hann starf sem bifvélavirki þjá Olíufélaginu hf. á Keflavík- urflugvelli en árið 1961 réðst hann til starfa á bifreiðaverk- stæði Sérleyfisbifreiða Kefla- víkur, sem síðar varð vélaverk- stæði Keflavíkurbæjar. Hann lét af störfum þar fyrir aldurs sak- ir í árslok 1984, þá 78 ára. Útför Jóhanns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í FYRSTA sinn er ég hitti tengdaföð- ur minn, Jóhann Bergmann, var það á sólbjörtum sumardegi austur í Biskupstungum. Þangað var hann kominn keyrandi með elsta son sinn til þess að hann gæti hitt kær- ustuna. Hlýr og glettinn svipur hans og brosið, sem ég fékk þarna í sól- skininu, gaf fyrirheit um samskipti okkar, sem aldrei síðan hefur fallið skuggi á. A heimili þeirra hjóna, Halldóru og Jóhanns á Suðurgötu 10 í Kefla- vík, var ævinlega gott að koma. Þar ríkti andrúmsloft hlýju og jafnvægis sem gerir allt svo auðvelt. Þegar börnin okkar Harðar komu til sög- unnar nutu þau þess að eiga þar samastað ef svo stóð á að foreldrarn- ir þyrftu að bregða sér af bæ. Eink- um var það elsta dóttir okkar, Hall- dóra Björk, sem dvaldi oft hjá ömmu sinni og afa, ekki síst á fyrstu árum ævi sinnar. Jóhann var mjög handiaginn mað- ur. Allt sem að viðgerðum laut lék í höndum hans. Hann var fljótur að sjá og skilja hvað þurfti að gera til þess að lagfæra hlutina. Þessa hæfi- leika hans nutum við Hörður oft og náði sú hjálpsemi allt frá lekum krana til bílvéla. Og ekki talið eftir. Þessi greiðasemi einkenndi reynd- ar mjög fjölskyldur tengdaforeldra minna í Keflavík. Þar hefur alla tíð verið gengið fram samkvæmt orðun- um: Einn fyrir alla og allir fyrir einn. í slíku samfélagi er ekki spurt um borgun, hún kemur af sjálfu sér, rétt eins og vináttan. Ég hugsa að það sé ekki langt síðan nýr fískur frá sjómanni í fjölskyldunni lá á tröppunum hjá hjónunum á Suður- götu 10 þegar þau opnuðu dyrnar einhvem morguninn. Jóhann var vinnusamur maður, ósérhlífínn, röskur og snar í snúning- um við hvað eina sem hann tók sér fyrir hendur. Þess utan undi hann sér best innan veggja heimilisins í litla húsinu á Suðurgötunni. Þau hjónin voru ekki mikið fyrir ferðalög en eina stóra reisu fóru þau þó, þeg- ar þau heimsóttu Árna son sinn, Lenu og Snorra litla til Moskvu sum- arið 1961. Það vildi svo til að ég tók svolítinn þátt í undirbúningi þessa ferðalags og hélt svo heimili fyrir yngri synina meðan þau voru í burtu. Það var gaman að fylgjast með hjálp- semi og uppörvun systkina þeirra og vina í þessum undirbúningi. Bæði mátti merkja kvíða og eftirvæntingu þegar lagt var í ferðina, sem tókst vel í alla staði, en best var þó að koma heim aftur í öryggið í litla húsinu. Halldóra og Jóhann áttu saman langa og farsæla ævi. Þau náðu 60 ára hjúskaparafmæli fyrir rúmum þremur árum. Til að gera nú ein- hvern dagamun af þessu tilefni heim- sóttu þau ÖH barnaböm sín á þeirra eigin heimili, þar með gátu þau bæði séð og glaðst yfír hvemig þau höfðu komið sér fyrir og öll barnabömin, bæði stór og smá, í eigin umhverfí. Þeirra mesta gleði var fólgin í því að vera samvistum við synina og fjöl- skyldur þeirra. Jóhann var alla tíð heilsuhraustur maður og þegar árafjöldinn sýndi að vinnustundum hans utan heimilisins mundi fækka þurfti að huga að ein- hverju nýju til að dvelja við. Á 75 ára afmæli hans gáfu synir hans honum lítið gróðurhús sem var reist á blettinum fyrir framan húsið. Þarna var komið verkefni sem Jó- hann undi sér við næstu árin. Áhugi hans og lagni við að rækta bæði tómata og agúrkur og annað sem að gagni mátti koma sýndi glöggt að þrátt fyrir háan aldur er hægt að vera virkur og gera gagn sér og öðram til ánægju ef heilsan leyfir. Allra síðustu árin voru hins vegar orðin erfið og litla gróðurhúsið stóð autt um tíma þar til það var svo fjar- lægt. Ég veit að það hefur tengdaföð- ur mínum þótt sárt þó hann hefði . ekki mörg orð þar um. En þó hús standi auð að lokum og hverfi jafnvel hverfa minningarn- ar ekki. Minning um góðan mann sem lifði í sátt og trúmennsku við OSK G UÐJÓNSDÓTTIR + Ósk Guðjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 15. júlí 1907. Hún lést 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Er- lendsdóttir, húsmóð- ir, f. 28.1. 1870, d. 16.10. 1932, og Guð- jón Einarsson, báta- smiður, f. 5.8. 1861, d. 9.9. 1930. Ósk var þriðja yngst níu systkina en þau eru öll látin. Ósk giftist Gunn- ar Kristni Jónssyni, vélsljóra, 2. desember 1937. Kristinn var fæddur 14. febrúar 1903 og lést 8. desember 1984. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. Heimili þeirra var á Vesturgötu 56 í Reykjavík. Ósk var heimavinnandi húsmóðir og hélt heimili í þrjú ár eftir að hún varð ekkja. Árið 1987 brá hún búi og l’luttist á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Útför Óskar var gerð í kyrr- Þey. MIG langar í örfáum orðum, að minnast Oskar Guðjónsdóttur. Dauðinn kemur alltaf á óvart, jafn- vel þó að séð hafí verið hvert stefndi. Þannig var það einnig í þetta sinn. Þegar mamma hringdi og tilkynnti mér lát Óskar kom það mér á óvart, enda þótt smátt og smátt hafí dregið úr krafti hennar síðustu mánuði. Þegar ég sit hér og hugsa um þessa konu sem lifði viðburðaríku lífi rennur upp fyrir mér að í huga mínum hefur hún alltaf verið til. Frá því að ég fyrst man eftir mér hefur hún verið til staðar, fyrst á Vestur- götunni og nú síðast á elliheimilinu Grand. Segja má að hún og Kristinn frændi hafi verið eins konar amma mín og afí, allavega leit ég á þau sem slík. A mínum uppvaxtarárum bjó ég ásamt foreldrum mínum og bróður í nálægð við þau, í litla hús- inu á Vesturgötu 58. Þau bjuggu í húsinu við hliðina og sótti ég í að vera hjá þeim. Mér fannst gott að vera hjá þeim. Yfir heimilislífínu hvíldi friður og ró og allt var í föstum skorðum. Þau höfðu bæði mikinn áhuga á ættfræði og smituðu mig af þessum áhuga sínum. Þá lumaði Ósk alltaf á einhverju góðgæti handa okkur systkinum. Ósk hafði stundað nám í húsmæð- raskóla í Sorö í Danmörku og bar heimili hennar þess merki. Dönsk húsgögn settu svip sinn á heimilið og man ég hvað mér þótti þetta fal- legt og virðulegt. Ég gekk um íbúð- ina með mikilli lotingu, sérstaklega stássstofuna og passaði að snerta ekki á neinu. Hugur Óskar stóð til menntunar og hóf hún nám í hjúkrun en lauk ekki því námi. Ástæðan var sú að sem bam hafði hún orðið fyrir slysi sem skerti heym hennar og ágerðist það með árunum. Það var mikil synd að hún skyldi ekki ljúka hjúkranar- námi. Þar var hún á réttri hillu. Vin- ir og vandamenn nutu góðs af þess- um hæfileikum hennar því alltaf var hún boðin og búin að hjálpa fólki þegar veikindi steðjuðu að. Þrátt fyrir að ég eltist, flytti af Vesturgötunni, gifti mig og eignaðist börn héldust tengsl okkar Oskar allt- af og breyttust ekki. Við gátum allt- af talað um alla skapaða hluti og hún fylgdist af áhuga með því sem ég var að gera. Ég var vön að koma oft til hennar á Vesturgötuna til að spjalla. Eftir að ég flutti út á land fækkaði heimsóknunum, en alltaf þegar ég kom í bæinn var það fastur liður að heimsækja Ósk á Grund. Það var henni þungt áfall þegar Kristinn frændi dó fyrir 12 árum en hún tók því með æðruleysi. Einnig hefur hún horft á eftir mörgum vin- um og vandamönnum yfir móðuna miklu og tekið því af sama æðraleys- inu. Ég vissi að hún var orðin óþreyjufull eftir að fá að fara sömu leið og var sátt þegar kallið kom. Nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka Ósk fyrir allar þær sam- verastundir sem við áttum saman og vona ég að þær hafí gert mig að betri manneskju. Blessuð sé minning hennar. Anna Guðrún Edvardsdóttir. umhverfí sitt. Slíkum manni er hvíld- in kærkomin. Blessuð veri minningin um tengda- föður minn, Jóhann Bergmann. Og blessun fylgi öllum ástvinum hans um ókomin ár. Dórothea Einarsdóttir. Tengdafaðir minn var vissulega góðum hæfíleikum gæddur og ef til vill fleiram en hann vissi af sjálfur. Hann var til dæmis ágætlega músík- alskur, gat fundið hvert það lag sem hann vildi þá sjaldan hann settist við hljóðfæri, mér hefur verið sagt að á yngri áram lék hann á harmoníku fyrir dansi. En hann iærði aldrei á hljóðfæri og lífsmynstrið var allt með þeim hætti að hann hefur líklega ekki látið sér koma til hugar að leggja rækt við þessar meðfæddu gáfur. Hann var þúsund þjala smiður, allt lék í höndum hans, alls konar vélagaldur var honum sem opin bók. Hann gerði við hvað sem var, hann dró físk úr sjó, ræktaði loðdýr, skaut fugla, slátraði fé - þegar hann var hálfáttræður gerðist hann garðyrkju- maður vegna þess að honum var gefíð lítið gróðurhús og hafði mjög gaman af að dreifa tómötum sínum og agúrkum til allrar stórfjölskyld- unnar. Harjn var lítið háður sérhæf- ingu tímans, því sem er á boðstólum eins og sagt er. Ég er viss um að hann hefði ekki lent í neinum vand- ræðum ef hann hefði borið á land á eyðieyju; hann hefði reist lítið hús úr hvaða efniviði sem til félli, hann hefði fundið ráð til að draga físk á land, kannski hefði hann smíðað sér flautu og spilað á hana á kvöldin, horfandi á sólarlag. Jóhann var traustur og góður maður. Hann var einn af þessum sívinnandi og nægjusömu mönnum sem ætlast ekki til mikils handa sjálf- um sér - nema þá að menn kæmu fram við hann af þeim heiðarleika, sem hann sjálfur átti nóg af. Hann var af þeirri kynslóð sem bjó allt í haginn fyrir okkur sem nú búum svo vel í þessu landi. Eins og margir af hans samtíðar- mönnum fór Jóhann vafalaust margs á mis á sínum yngri árum - meðal annars þess að eiga góðan tíma með sonum sínum meðan þeir vora ungir. Sem betur fer gat hann betur fylgst með lífí þeirra og annarra afkomenda sinna hin seinni ár, og allt til síðustu stunda vildi hann sem mest og best fregna af þeim öllum, stóram og smáum, hvar í heiminum sem þau voru niður komin. Ég kveð kæran tengdaföður minn með söknuði og þakklæti fyrir hans góða hlut í því hve vel mér var tekið þegar ég kom hingað til landsins og elskulega samfylgd í þijátíu og fimm ár. Lena. Elsku afi. Mig langar til að minn- ast þín með örfáum orðum. Ég dvald- ist stóran hluta af bemsku minni heima hjá þér og ömmu S Keflavík. Á þeim tíma mátti ég ekki til þess hugsa að sleppa úr helgi og var ekki há í loftinu þegar ég fór ein með rútunni og amma tók á móti mér á símstöðinni og fyrir mér var ég ekki komin í Keflavík fyrr en ég sá „hús- ið hans afa“. Ég var um átta ára þegar þú hófst störf sem bifvélavirki hjá Sérleyfísbifreiðum Keflavíkur og þá fór ég stundum alia leið niður á endastöð þar sem þú varst að gera við rúturnar, sem mér er sagt að ég hafí kallað „bílana hans afa“, að sjálfsögðu. Þar geymi ég mynd af þér í bláum vinnugalla undir rútu og um leið er ég ekki frá því að innra með mér hrærist óttablandin virðing, kannski vegna smæðar minnar. Einnig minnist ég að þú áttir að mér fannst flottasta bílinn sem til var, með öðru nafni Dodge, árgerð 1940, sem fékk seinna gælunafnið „gamli gulur“ enda keyrðir þú hann allt til ársins 1972. Mér fannst mikið til þess koma að sitja í honum. Heima á Suðurgötu minnist ég þín innan um hlátrasköll og hressilega karla sem komu í heimsókn á Suðurgötuna því þar var tekið vel á móti öllum. Hjá þér og ömmu var vel hugsað um mig og þörfum mínum vel sinnt enda leið mér vel i Keflavík. Þegar ég hugsa til þín nú og rifja upp þennan tíma þar sem ég dvaldist hjá þér meira og minna í 15 ár þá minnist ég ekki að það hafí farið mikið fyrir þér. Þú varst að vinna og bera björg í bú. Einnig hélstu því áfram eftir að þú hættir störfum og ræktaðir nytjajurtir í glerhúsinu úti í garði og gerðir í tíu ár. Eftir að ég varð fullorðin og stofnaði heimili hugsaðir þú og amma áfram vel um mig þar sem þær vora ekki fáar kartöflum- ar, rabarbarasultur og seinna tómat- ar og gúrkur sem mér var fært. Ég sakna þess í dag að eftir að ég var komin til vits og ára að hafa þá ekki haft vit á því að tala við þig meira og fá að heyra frá þeim tíma sem þú upplifðir, því þú lifðir tímana tvenna og kunnir frá mörgu að segja. Ég bara kunni það ekki þá og ég syrgi það, afi minn. Það hefur kennt mér að þetta er eitthvað sem ég ætla að kenna bömunum mínum. Með þessum orðum kveð ég þig, afí minn, og ég trúi því að þér líði vel. Amma mín, sem mér þykir afskap- lega vænt um, guð blessi þig og styrki. Halldóra Bergmann. Nýlega lést í Sjúkrahúsi Suður- nesja Jóhann S. Bergmann, tengda- faðir minn. Leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en hann var orðinn tæplega sjötugur og tók þá strax að þróast mikil vin- átta og væntumþykja. Hann var enn í fullu starfí á þessum áram og þekkti ekki annað en dugnað og eljusemi. Starfsvettvangur hans hafði verið bæði til sjós og lands, mikið við bif- reiðaakstur og viðgerðir, því hann var einkar handlaginn. Þótt Jóhann væri kominn á nítug- asta aldursárið er hann lést, fylgdist hann ætíð vel með því sem átti sér stað bæði í fjölskyldunni og þjóð- málaumræðunni. Hvað hið síðar- nefnda varðar var ekki örgrannt um að honum blöskraði stundum og má þar nefna framapot og ýmsa óráðsíu. Var slíkt honum víðs fjarri. Hann var hógvær og lítillátur, hafði gaman af söng og tónlist, undi sér hin síðari ár við bóklestur, garð- og gróðurhúsarækt. Stoltur var hann af sonum sínum og bar að sjálfsögðu hag allra afa- bamanna fyrir bijósti. Hann var svo mikill afí að við tengdadæturnar kölluðum hann líka afa. Hann átti yndislega eiginkonu sem hann elskaði og virti. Honum hafði margt gott hlotnast og var þakklátur fyrir það. Nú skilja leiðir okkar hér og þakka ég þér, Jóhann, fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Guð varðveiti þig. Helga Hrönn. Minnismerki úr steini Steinn er kjöriö efni í allskonar ntinnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BS S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SlMI 557 6677 /------i “\ I ***** 1 I **•ÍHW fMMUtM \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.