Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 52
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBllÉF 569 1181, PÓSTUÓLF 3040, NETFANG MBL(á>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Lækkun fasteigna- verðs dró úr verðbólgu VISITALA neysluverðs mældist um 0,2% hærri í febrúar en í janúar- mánuði og jafngildir það um 2,1% verðbólgu á heilu ári. Hækkun á grænmeti og ávöxtum um 5,1% olli mestu um hækkun vísitölunnar eða 0,12%. Einnig hækkuðu læknis- hjálp og lyf um 2,3%, sem olli 0,07% vísitöluhækkun. Aftur á móti lækk- aði markaðsverð húsnæðis um 1,6% og olli það 0,14% vísitölulækkun. Hækkun vísitölunnar í janúar er nokkru minni en reiknað var með, því spáð hafði verið allt að 0,4% hækkun. Þannig hafði verið talið í bankakerfínu að verðbólga væri að aukast og ákváðu Búnaðarbanki, Islandsbanki og sparisjóðir fyrir helgina að hækka útlánsvexti um 0,1-0,65% og innlánsvexti um 0,1-1% frá og með 11. febrúar. Kjörvextir á almennum víxillán- um hafa nú hækkað um 0,75-1,25% frá áramótum og kjörvextir á al- mennum skuldabréfalánum hafa hækkað um 0,75-1,00%. Siguijón Árnason, forstöðumaður hjá Búnaðarbankanum, segir að vaxta- hækkanir bankanna nú stafí af því að gert sé ráð fyrir talsvert meiri verðbólgu á þessu ári en á því síð- asta. „Verðbólga síðasta árs var 1,6% en í ár er gert ráð fyrir að hún verði um 3,0%. Minni verðhækkanir í janúar breyta litlu þar um, enda eru hækkanir á mjólkurafurðum ekki enn komnar inn. Því má reikna með að hækkunin á vísitölu neyslu- verðs verði meiri næst.“ Útlit fyrir vaxtalækkun hjá Seðlabanka Eiríkur Guðnason, seðlabanka- stjóri, segir hins vegar að ýmislegt ^__bendi nú til þess að bankinn muni lækka skammtímavexti á næst- unni. „Verðbólgan í janúar reyndist minni en við gerðum ráð fyrir og okkar menn spá nú minni verðbólgu yfir allt árið sem og lægri kúf fram- an af árinu en þeir spáðu áður.“ ■ Öll skilyrði til að lækka/2 ■ Væntingar um aukna/16 íjöl- menni á skíðum V örugj aldamálið fyrir EFTA-dómstólnum Dómur eftir þrjá til fjóra mánuði ÞÚSUNDIR manna nýttu blíðviðrið um helgina til að heimsækja skiðasvæðin í ná- grenni borgarinnar. Opið var í Bláfjöllum og Skálafelli og fjölmennt á báðum stöðum og einnig voru gönguskíða- menn á ferð víða innan borg- armarkanna. Þessi göngu- skiðamaður var t.d á ferð í Eiliðaárdalnum og var ekki sá eini sem þangað lagði leið sína eins og skíðaförin bera með sér. Hundruð manna stigu líka sín fyrstu spor á gönguskíðum um helgina og þáðu kennslu á vegum skíða- sambandsins og íþrótta fyrir alla í Laugardal. EFTA-dómstóllinn mun að öllum líkindum fella dóm í máli Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) gegn ís- lenzka ríkinu eftir þijá til fjóra mánuði, ákveði ESA ekki áður að draga stefnu sína á hendur íslandi til baka. Nefnd, sem skipuð var til að fjalla um athugasemdir ESA við álagningu og innheimtu vörugjalds hér á landi, hefur enn ekki komizt að niðurstöðu. Hugmyndir um niðurfellingu vörugjalds og álagningu magntolla og hækkun virðisaukaskatts í stað- inn hafa hjns vegar verið til um- ræðu innan nefndarinnar og hjá fjármálaráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum frá EFTA-dómstólnum hefur íslenzka ríkið frest til 26. febrúar til að skila ESA dregur stefnu ekki til baka nema ný lög- gjöf liggi fyrir gi-einargerð í málinu af sinni hálfu. Onnur ríki EFTA og ríki Evrópu- sambandsins hafa frest til 25. marz til að koma sjónarmiðum sínum og athugasemdum á framfæri. Löggjöf verður að liggja fyrir Að svo búnu hefst hin eiginlega málsmeðferð dómstólsins og má búast við dómi með vorinu, þ.e. í maí eða júní, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ákveði ESA á einhvetju stigi málsins að tilefni stefnunnar sé ekki lengur fyrir hendi, getur stofn- unin dregið hana til baka og fellur málið þá sjálfkrafa niður. Að sögn Hákans Berglin, blaða- fulltrúa ESA, hefur enn ekkert gerzt af hálfu íslenzkra stjórnvalda, sem gefur stofnuninni tilefni til að draga stefnu sína til dómstólsins til baka. Úr þessu geti aðeins sam- þykkt nýrra Jaga á Alþingi orðið til þess að ESA láti málið niður falla. „Það eina, sem gæti leitt til þess að við endurskoðuðum afstöðu okkar, er að ný löggjöf, sem breyt- ir þessu, liggi raunverulega fyrir," segir Berglin. Morgunblaðið/RAX 53 Islend- ingar ferð- uðust með Birgenair BOEING 757-vél Birgenair, sem fórst út af ströndum Dóminikanska lýðveldisins í síðustu viku og með henni 189 manns, kom hingað til lands að morgni 22. janúar með 26 farþega Heimsferða frá Canc- un. Héðan fór vélin til Þýskalands, kom aftur hingað sama dag og tók þá . 7 farþega ferðaskrifstofunnar til Mexíkó. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði að mexíkóska flugfélagið TAESA hefði öll leyfi til að fljúga hingað til lands. Hins vegar bæri félaginu að tilkynna ef annað félag hlypi í skarðið og það hefði ekki verið gert. Ekki sótt um leyfi hér á landi Hafnarhúsið verði keypt á 110 milljónir fyrir listasafn Errósafnið fengi varanlegt aðsetur í húsinu LÖGÐ verður fram í borgarráði í dag tillaga starfshóps um nýtingu Hafnarhússins. Þar er gert ráð fyrir að um 3.500 fermetra hús- næði í því verði keypt af Hafnar- sjóði og fengið Listasafni Reykja- víkur til umráða. Kaupverð er áætlað um 110 milljónir króna sem greiðist sam- kvæmt sérstöku samkomulagi hafnar og borgar, og er m.a. rætt um skjptingu eigna i því sam- bandi. I húsinu yrðu sýningarsalir, listaverkageymslur, skrifstofa Listasafnsins, byggingalistasafn og varanlegt aðsetur Errósafns. Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar Reykja- víkur, segir að tillögur hópsins geri ráð fyrir að efna til sam- keppni um hönnun á innviðum safnsins, með því fororði að end- urnýjun húsakynna virði þá stað- reynd að þau eru með grófu yfir- bragði. Nýr kafli í sögu Reykjavíkur Lögð verði áhersla á að kostnað- ur við breytingar verði sem minnstur. „Við ætlum ekki að búa til neina marmarahöll,“ segir Guð-. rún. „Ef af verður er nýr kafli að hefjast í sögu Reykjavíkurborgar, því verið er að búa til sérstakt hús fyrir safn borgarinnar sem aldrei hefur verið til,“ segir Gunnar Kvaran, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, aðspurður um þýð- ingu þess að safnið fengi Hafnar- húsið til umráða. „Við gætum búið til raunveru- legan ramma fyrir safn borgarinn- ar með allri þeirri starfsemi sem slíkt kallar á, svo sem rannsóknir, varðveislu og sýningar á verkum, safnafræðslu o.fl. Þetta mikla rými, tvöföldun þess sem við höf- um fyrir, myndi þýða byltingu á aðstæðum safnsins og kallar á að við skilgreinum inntak þess- og allar áherslur upp á nýtt. Hugsan- lega gætum við útvíkkað hugsun- ina að baki því og sett safnið í alþjóðlegt samhengi, sem ég held að sé næsta skref. Okkur skortir nú áþreifanlega þær samræður við heimslistina sem þarna skapast grundvöllur fyrir," segir Gunnar. ■ Varanlegf aðsetur/26 TAESA, sem þýsk ferðaskrif- stofa hafði samið við um að flytja sína farþega og íslenska farþega Heimsferða til Cancun, leitaði til tyrkneska flugfélagsins Birgenair um leiguvél þar sem TAESA hélt að þar færi félag sem uppfyllti allar kröfur um loftför og væri undir eftirliti þýskra yfirvalda sem og yfirvalda annarra Evrópuríkja, sem leyfðu flugfélaginu starfsemi, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá flugfélaginu. TAESA sinnti hins vegar ekki þeirri skyldu sinni að sækja um leyfi fyrir tyrknesku flugvélina til lendingar hér á landi. TAESA hefur tilkynnt að félagið muni ekki leita oftar til Birgenair. Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Heimsferða, sagði að mexíkóska flugfélagið TAESA hefði mjög gott orð á sér. Nú hefði hins vegar komið á daginn, að TAESA hefði leitað til Birgenair í þessu tilfelli. Það kæmi sér mjög á óvart ef Birgenair fengi að starfa óáreitt innan Þýskalands ef félagið teldist óöruggt, en í Þýskalandi væru kröfurnar hvað mestar. ■ Ekki var sótt/27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.