Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 21 LISTIR Grettistak LEIKLIST Leiklistarklúbbur NFFA Fjölbrauta- skólans á Akrancsi SÖNGLEIKURINN GRETTIR Höfundar: Ólafur Haukur Simon- arson, Egill Ólafsson, Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Jakob Þór Ein- arsson Aðalleikendur: Einar Birg- isson, Hulda Sigurðardóttir, Snæ- bjöm Sigurðarson, Rúnar Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Kristín Stef- ánsdóttir, Óli Atlason, Þórður Sævarsson. Sal FFA. Aðalæfing 9. febrúar. LEIKLISTARÁHUGI er mik- 01 í Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi. Þar hafa á undanförnum árum verið sett upp átján leikrit og söngleikir og ýmsir mann- margir. Leiklistarklúbburinn hefur fengið til sín góða leik- stjóra og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Og ekki er verra að salurinn sem hann hef- ur til umráða er mjög góður og sviðið stórt. Núna tekur leikhópurinn Gretti til meðferðar, en það er söngleikur eftir þá Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson. Grettir hefur sér það til ágætis að vera ágæt- is íslenskur söngleikur, og þess vegna jynellur hann betur inn í forritið í höfðinu á landanum en ýmislegt annað sem er kyrj- að á íslensku en er raunveru- lega málmyndunarlega greppi- trýnið íslenska. Tónlistin ber keim af þursum og er stundum römm og þeir strákar í hljóm- sveitinni, Davíð Þór Jónsson og kó, koma henni rammbyggi- lega til skila; kröftugir piltar og gítaristi Kristján Grétars- son sem á að halda áfram að spila og draga hvergi af sér við æfingar. í leikritinu mæðir mest á Ein- ari Karli Birgissyni í hlutverki Grettis. Hann er að stíga sín fyrstu spor á leiksviði og sýnir að margt býr í honum. Aðrir í aðalhlutverkunum stóðu sig með ágætum og það var gaman að heyra hve margir fóru fallega með lag: Þar á meðal Snæbjörn Sigurðarson, Hulda Sigurðar- dóttir, Kristín Stefánsdóttir og Óli Örn Atlason. Á forsýningu voru nokkrir hnökrar á uppfærslunni, einkum í ljósunum, en ég hef haft fregn- ir af því að á frumsýningunni hafi allt smollið saman eins og við var að búast, því þau draga hvergi af sér í leiklistinni þarna á Skaganum og allir leggjast á eitt til að setja upp kröftuga sýningu. Guðbrandur Gíslason Morgunblaðið/Asdís SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, Diddú, á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands nú um helgina. G ALA-tónleikar Sinfóníhljómsveit- ar Islands, fjáröflunartónleikar vegna fyrirhugaðrar Bandaríkja- farar verða haldnir í Háskólabíó í kvöld kl. 20.00, en þeim var frestað sl. laugardag, vegna veikinda. Sinfóníuhljómsveit íslands er um þessar mundir að leggja upp í jómfrúrferð sína til Bandaríkj- anna. Ferðin mun standa yfir frá 19. febrúar til 5. mars nk. „Það þykir alltaf mjög eftirsóknarvert fyrir hljómsveit að fara í tónleika- ferð til Bandaríkjanna, en þar eru margar af þekktustu hljómsveitum veraldar. Augljóst er að hróður Sinfóníuhljómsveitar Islands hefur borist víða og er það án efa mest að þakka geisladiskum þeim sem hljóðritaðir hafa verið í samvinnu við breska útgáfufyrirtækið Chandos. Undirbúningur að um- ræddrir ferð hefur nú staððið yfir hátt á þriðja ár og er í mörg liorn að líta. Ekki er hlaupið að því að fjármagna slíka ferð, en þess ber Hátíðar- tónleikar Sinfón- íunnar að geta að í Bandaríkjunum vinnur hljómsveitin fyrir stórum hluta kostnaðar með tónleikahaldi. En betur má ef duga skal. Því var ákveðið að efna til fjáröflunartón- leika, Gala-tónleika,“ segir í kynn- ingu Sinfóníuhljómsveitarinnar. „ Allir sem koma að tónleikunum leggja fram vinnu sína endur- gjaldslaust og ber sérstaklega að geta þeirra listamanna utan hljóm- sveitar sem koma henni þar til fulltingis, en það eru þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristinn Sig- mundsson og Sverrir Guðjónsson. Kann Sinfóníuhljómsveit Islands þeim bestu þakkir fyrir,“ segir jafnframt í kynningu. Hljómsveitarsljóri: Bernharður Wilkinson. Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kristinn Sig- mundsson. Einleikari: Guðný Guð- mundsdóttir. Kynnir: Sverrir Guð- jónsson. Efnisskrá: Shostakovitsj: Hátíð- arforleikur. Verdi: Don Carlos, aría Filips. Verdi: La Traviata, aría Violettu. Ravel: Tzigane fyrir fiðlu og hljómsveit. Rossini: Rak- arinn frá Sevilla, arian La Calunn- ia. Gounod: Romeo og Júlía, arían Je veux vivre. Mozart: Töfraflaut- an, forl. Mozart: Töfraflautan, aría Næturdrottningarinnar. Mozart: Töfraflautan, aría Saratrós. Moz- art: Don Giovannai, dúettinn La ci darem. Tsjakovskij: Sinfónia nr. 4, lokaþáttur. Tár úr steini vinnur til verðlauna á sinni fyrstu kvikmyndahátíð í Gautaborg Mynd sem fólk vill sjá TAR UR steini, kvikmynd Hilmars Oddssonar um ævi og störf Jóns Leifs, var um helgina valin besta norræna kvikmyndin af áhorfend- um kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg. Þetta er fyrsta kvik- myndahátíðin sem Tár úr steini tekur þátt í. „Þetta á að geta hjálpað okkur að koma myndinni í almenna dreifingu, þar sem þessj verðlaun segja væntanlegum kaupendum og dreifingaraðilum að Tár úr steini er mynd sem fólk vill sjá. Þegar ég var að gera myndina héldu margir að ég væri að gera þunga mynd um þungt tónskáld. Annað hefur hins vegar komið á daginn - þetta er sú íslenska mynd sem fékk flesta áhorfendur hér heima á síðasta ári og fær nú áhorfendaverðlaun á fyrstu kvikmyndahátíðinni sem hún tek- ur þátt í. Það finnst mér góðs viti,“ segir Hilmar Oddsson og bætir við að áhorfendaverðlaunin á Gautaborgarhátíðinni séu afar eftirsótt enda hafi þau jafnvel meiri þýðingu en verðlaun sem veitt séu af gagnrýnendum. „Megi verða framhald á þessu.“ Yfirreið í sumar Hilmar segir að aðstandendur Társ úr steini taki eina kvikmynda- hátíð fyrir í einu en neitar því ekki að stefnan hafi verið tekin á hina nafntoguðu hátíð í Cannes. „Ef við ætlum að sýna myndina þar meg- um við hins vegar ekki taka þátt í öðrum hátíðum þangað til. Þess vegna ætlum við að halda að okk- ur höndum þar til við vitum hvort við komumst á Cannes-hátíðina, sem er í lagi enda myndum við fá miklu meiri athygli þar en alls stað- ar annars staðar.“ Að sögn Hilmars mátti Tár úr ÚR kvikmyndinni Tár úr steini. steini taka þátt í Gautaborgarhá- tíðinni, án þess að það skaðaði möguleika hennar á að verða valin til þátttöku í Cannes, þar sem myndin er sænsk að hluta. Ekki sé tekið tillit til keppni á heima- velli. Hilmar segir ennfremur að yfirreið myndarinnar hefjist af full- um þrótti í sumar. Fimm mánuðir eru síðan Tár úr steini var frumsýnd hér á landi. Hilmar segir að myndin hafi feng- ið afar sterk viðbrögð og til að mynda hafi fjöldinn allur af ókunn- ugu fólki sett sig í samband við hann til að þakka honum fyrir. „Það er mjög gaman að finna að þetta gerist í útlöndum líka.“ En Tár úr steini var ekki eina íslenska kvikmyndin sem vakti at- hygli í Gautaborg að þessu sinni. Benjamín dúfa eftir Gísla Snæ Erlingsson, sem sýnd var á hátíð- inni án þess að keppa, féll jafn- framt í fijóa jörð, að sögn Hilm- ars. „Það var gaman að þessar myndir skyldu fá svona sterk við- brögð og það vakti óskipta at- hygli. Við Gísli Snær þurftum til að mynda að svara spurningum um það hvers vegna Island - þessi litla þjóð - mætti aftur og aftur til leiks með svona sterkar mynd- ir.“ Hilmar telur að skýringin felist að hluta til í því að íslenskir kvik- myndagerðarmenn séu mun háðari áhorfendum en starfsbræður þeirra í stærri löndum. „Við eigum allt okkar undir því að fólk fjöl- menni á myndirnar okkar. Tengsl okkar við áhorfendur eru því mjög sterk. í ljósi þess þarf því ekki að koma á óvart að íslensk mynd fái áhorfendaverðlaun erlendis."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.