Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 8
1 •4 8 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996_______________________________________________________________MORGUNBLAÐID FRÉTTIR 7 HINIR fordæmdu. Lögreglumenn hafa efasemdir um ýmis ákvæði nýs frumvarps SAMKVÆMT fyrirliggjandi frumvarpsdrögum til lögreglu- laga, sem ríkisstjórnin hefur sam- þykkt að leggja fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að embætti Rann- sóknarlögreglu ríkisins verði lagt niður og sérstakar rannsóknar- deildir stofnaðar við tíu lögreglu- embætti í landinu. Baldvin Ein- arsson, formaður Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna, segir að félaginu hafi verið gefinn kost- ur á að gera athugasemdir við drögin en vegna þess að þeim hafi ekki fylgt greinargerð sé erf- itt að taka afstöðu til ýmissa þátta þess. Baldvin segir að verði frum- varpið að lögum í núverandi mynd muni það snerta hagsmuni rann- sóknarlögreglumanna verulega. Hann segir að félagið hafi engar upplýsingar fengið um hvernig staðið verði að flutningi manna á milli embætta. „Við sættum okk- ur ekki við að ekki skuli liggja fyrir útskýringar eða .bráða- birgðaákvæði um starfsöryggi þeirra sem breytingarnar taka til. Við hljótum að setja atvinnuör- yggi okkar á oddinn,“ sagði Bald- vin. Óánægja með bann við aukastörfum Baldvin sagði mikla óánægju með það ákvæði sem bannar lög- reglumönnum að vinna aukastörf. „í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er ákvæði um tilkynningaskyldu til yfir- manna um aukastörf og heimild til að banna slíkt. Samkvæmt þessu frumvarpi stendur hins veg- ar til að setja bann við aukavinnu, Lögreglumenn eru ósáttir við ýmis ákvæði nýs frumvarps til lög- reglulaga. Þeir telja m.a. að þeir verði bundnir strangari skil- yrðum en aðrir opinberir starfsmenn verði þessi ákvæði að lögum. frá því megi veita undanþágu en hana megi líka afturkalla hvenær sem er án skýringa. Við sættum okkur ekki við að vera bundnir strangari skilmálum en aðrir ríkis- starfsmenn," sagði Baldvin. Setur skorður við félagsstarfsemi Baldvin sagði að lögreglumenn væru óánægðir með að ríkisstjórn- in hefði fjallað um frumvarpið áður en frestur til að gera athuga- semdir rann út, en það var á föstu- daginn. Þessi málsmeðferð væri skilaboð um að ekki væri ætlunin að taka ábendingar þeirra til greina. Óskar Bjartmarz, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, tók í sama streng. Hann telur að ráð- herra sé farinn að hafa áhrif á störf nefndarinnar, sem samdi frumvarpið, með því að kynna það í ríkisstjórn áður en nefndin hafi lokið störfum. Óskar segir félagið gera nokkr- ar alvarlegar athugasemdir við drögin. Hann nefnir sem dæmi ákvæði um þagnarskyldu en hann telur það leggja lögreglumönnum á herðar meiri þagnarskyldu en almennt sé gert hjá opinberum starfsmönnum. „Þagnarskylda um upplýsingar sem varða skipulag og starfsemi lögreglu setur til dæmis óeðlilegar þvinganir á stétt- arfélög lögreglumanna. Þetta set- ur skorður á að menn geti tjáð sig um löggæslu út frá félagslegum forsendum,“ segir hann. Hann segir að í drögunum sé opnað fyrir möguleika á að ráða ómenntaða menn til lögreglu- starfa. Verið sé að upphefja ákvæði, sem kom í lög árið 1989 og menn hafi barist mjög fyrir á sínum tíma, um að ekki megi ráða til starfa utan orlofstíma nema menn sem hafi lokið prófí frá lög- regluskóla. Menn séu ákaflega ósáttir við að frá því verði horfið. Ekki endanleg útgáfa Sigurður Tómas Magnússon, skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu og formaður nefndarinn- ar sem samdi frumvarpið, segir að þegar hafi borist athugasemd- ir frá um tíu aðilum af þeim um 35 sem fengu frumvarpið til um- sagnar og muni nefndin fara yfir þær. Hann tekur fram að ekki sé verið að ganga frá neinum endan- legum hlut þótt nefndin hafi skil- að hugmyndum sínum, enn eigi fjölmargir aðilar eftir að koma að því og ýmiss konar sjónarmið eftir að koma fram í meðförum Alþingis. Umhverfismál Frammistaða Is- lands er jákvæð Henrique Brandao Cavalcanti HENRIQUE Bran- dao Cavalcantis, forseti Umhverf- isnefndar Sameinuðu þjóðanna, hefur undan- farna daga verið í heim- sókn á íslandi. Umhverfisnefnd Sam- einuðu þjóðanna var stofnuð árið 1993 og er markmið hennar að fylgja eftir framkvæmd Ríó-ráð- stefnunnar um umhverfi og þróun. Með stofnun nefndarinnar urðu um- hverfismál eitt af helstu viðfangsefnum SÞ. Cav- alcanti hefur á kjörtíma- bili sínu lagt sérstaka áherslu á samvinnu iðn- ríkja og þróuriarríkja, auk- in tengsl umhverfisnefnd- arinnar við atvinnulífið og undirbúning að gerð al- þjóðasamnings um nýtingu skóga. Hvernig miðar starfi nefndar- innar og hvert er mat yðar á því hvernig gengur að framkvæma samþykktir Ríó-ráðstefnunnar? Ríó-samþykktirnar ná til mjög umfangmikils sviðs og eru ríkis- stjórnir hvattar til að grípa til ákveðinna aðgerða á fimm ára tímabili. í júní á næsta ári verður svo haldið sérstakt allsheijarþing þar sem lagt verður heildarmat á framkvæmd Ríó-samþykktanna og reynt að finna leiðir til að bæta úr því sem betur mætti fara. Eitt helsta verkefni okkar í nefndinni er að finna tengingar á milli ákveðinna þátta er Ríó-sam- þykktirnar ná til. Starf okkar nær ekki einungis til náttúruverndar- mála heldur einnig til þátta er snerta lífsgæði í breiðum skiln- ingi. Má nefna fátækt, stöðu kvenna og annað af því tagi. 53 ríki eiga aðild að nefndinni og skiptast þau niður í fimm ríkja- blokkir, sem hvert á einn fulltrúa. Á þessu fimm ára tímabili mun hver ríkjablokk hafa gegnt for- ystu í nefndinni í eitt ár. Við leggjum áherslu á samstöðu um mál og höfum ekki enn þurft að hafa meirihlutaatkvæðagreiðslur við ákvarðanatökur. Við hittumst formlega einu sinni á ári en í raun er starfið í gangi meira og minna allt árið á óformlegan hátt. Þá erum við í miklum tengslum við aðrar stofnanir SÞ, óháð sam- tök og fulltrúa stjórnvalda og leggjum mikla áherslu á að fá upplýsingar og viðbrögð úr sem flestum áttum. Við höfum ekki enn lokið starfi okkar en það mikilvægasta er að gera stjórnvöld meðvitaðri um þessi mál. Til að leysa alþjóðleg vandamál er nauðsyn- legt að tekin séu skref í einstaka ríkjum. Frammistaða ríkja í umhverfísmálum hefur verið mjög mis- jöfn og mörg vandamál eru enn til staðar. Mörg þeirra eru þó svæðisbundin. Stærsta vandamál- ið sem blasir við eru loftslags- breytingar en nú liggja fyrir, eft- ir margra ára deilur, nokkuð ör- uggar vísindalegar sannanir fyrir því að þær séu að eiga sér stað. Það er mjög jákvætt að lang- flest ríki hafa tekið skref í þá átt að draga úr útblæstri er veldur gróðurhúsaáhrifum og loftslags- breytingum. Þá hafa verið settar upp urrihverfisstofnanir í íjöl- mörgum ríkjum. Efnahagslegu og félagslegu málin eru flóknari en almennt má segja að ríki séu sáttari en áður við markaðshagskerfi og ► Henrique Brandao Cavalc- anti er fæddur í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1929. Hann er verkfræðingur, fyrrum ráð- herra umhverfismála og Ama- són-svæðisins í Brasilíu fyrrum aðstoðarinnanríkisráðherra. I apríl 1995 var hann skipaður sendifulltrúi forseta Brasilíu og formaður umhverfisnefndar SÞ. fijáls viðskipti og meðvitaðri um nauðsyn þess að axla kostnað vegna aðgerða í umhverfismálum. Þetta er liður í því að menn eru í auknum mæli farnir að tengja saman fleiri þætti en áður. Það sem helst mætti gagnrýna er að dregið hefur úr þróunarað- stoð frá því sem var og töluvert er í að þau markmið sem sett voru í Ríó séu uppfyllt. Ef dregin er frá sértæk aðstoð á borð við neyðaraðstoð er um fremur lágar fjárhæðir að ræða. Að mínu mati er nauðsynlegt að hátterni iðn- ríkjanna í þessum efnum verði fyrirsjáanlegra og að þau geri skýrari grein fyrir því hvað þau eru reiðubúin að styrkja. Hvernig hefur ísland staðið sig í Ijósi samþykkta Ríó? Það má segja margt jákvætt um stöðu mála á íslandi. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu umfangsmikil notkun end- urnýjanlegra orkulinda er og mér fannst mikið til stefnu ykkar í jarðhitamálum koma. Það má læra margt af reynslu ykkar. íslendingar taka líka mjög virkan þátt í umræðunni um skyn- samlega stjóm auðlinda sjávar og það var fróðlegt að sjá hversu miklar upplýsingar em hér til staðar þegar kemur að því að ákveða sókn í fiskistofna. Á mörgum öðrum sviðum er þróunin einnig já- kvæð, t.d. varðandi sorpeyðslumál. Eg vil helst ekki dæma hluti sem ég hef einungis skamma reynslu af en á heildina litið sýn- ist mér frammistaða íslendinga til fyrirmyndar. Mál sem brennur mikið á ís- lendingum er mengun úthafanna. Telur þú miklar líkur á að sam- komulag muni nást um það að hefta mengun af völdum þrá- virkra lífrænna efna á næstunni? Það er að verða sífellt brýnna að draga úr mengun af völdum þrávirkra lífrænna efna og varð- andi einstök efni á borð við PCB er þróunin jákvæð. Margt er þó enn ógert í þessum efnum og til dæmis væri nauðsyn- legt að gera ítarlegri rannsóknir á skaðlegum áhrifum þessara efna á heilsu manna. Gera þarf stjórnvöld meðvitaðri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.