Morgunblaðið - 18.02.1996, Side 10
10 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
RAUNARÓDUR
RÍKISÚTVARPSINS
Byggíngarsaga Ríkisútvarpsins er nú orðið
farín að fléttast inn í hugsanlegt framtíðar-
skipulag RÚV þó ólíklegt sé að nýtt útvarps-
lagafrumvarp verði lagt fram á vorþingi.
Jóhanna Ingvarsdóttir komst að því að
Framkvæmdasjóður hefur hin síðustu ár
verið notaður sem mótvægi við umfram-
keyrslu í rekstri. Mörgum fínnst löngu orðið
tímabært að ljúka framkvæmdum við Ut-
varpshúsið, burtséð frá því hvert notagildi
„sjónvarpshlutans“ svokallaða eigi að vera.
FRÁ því að framkvæmdir við
Útvarpshúsið við Efstaleiti
voru frystar vorið 1987,
skömmu áður en húsið var
formlega vígt og sam-
keppni komin til, hafa ófáar
nefndir verið skipaðar til að fara í
saumana á húsnæðismálum og
framtíðarskipulagi Ríkisútvarpsins.
Sérfræðingar hafa verið kallaðir til
skrafs og ráðagerða, innanbúðar
sem utan, og hafa skýrslur þeirra
borið vott um mislitar skoðanir. Á
meðan hefur austurhluti Útvarps-
hússins, sem ætlaður hefur verið
sjónvarpinu, staðið ófrágenginn og
Ríkisútvarpið rekið á tveimur stöð-
um, sem að mati Ríkisendurskoðun-
ar er mjög svo óhagkvæmur kost-
ur. í menntamálaráðuneytinu er nú
unnið að nýju útvarpslagafrumvarpi
þar sem kveðið er á um verulegan
aðskilnað útvarps og sjónvarps þótt
jafnframt sé gert ráð fyrir að Ríkis-
útvarpið verði eftir sem áður ein
stofnun, sem hangi saman á út-
varpsstjóra og útvarpsráði. Skv.
upplýsingum frá ráðuneytinu er
þess ekki að vænta að frumvarpið
verði lagt fram á yfirstandandi
þingi-
Heimir Steinsson, útvarpsstjóri,
segir það vera að nokkru leyti rétt
að byggingarsagan sé farin að
fléttast inn í hugsanlegt framtíðar-
skipulag RÚV. Vorið 1994 hafi
Ríkisútvarpinu borist bréf frá þá-
verandi menntamálaráðherra, Ól-
afi G. Einarssyni, þess efnis að
ekki yrði haldið áfram húsbygg-
ingu fyrr heldur en að frumvarp
til nýrra útvarpslaga yrði til lykta
leitt. „Síðan spurði ég núverandi
menntamálaráðherra vorið 1995
hvort hann gæti ekki létt þessari
stöðvun af og hann svaraði með
því að skipa nefnd um húsnæðis-
mál sjónvarpsins sem er önnur
nefndin, sem fjallar um þetta mál
í minni útvarpsstjóratíð." Upphaf-
lega var nefndinni ætlað að skila
tillögum sínum fyrir árslok 1995,
en að sögn formanns hennar,
Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar,
sem jafnframt er formaður Út-
varpsráðs, er tillagna ekki að
vænta fyrr en á vormánuðum.
Þrír kostir
Hina húsnæðisnefndina, sem til
hefur orðið í útvarpsstjóratíð Heim-
is, skipaði hann sjálfur 19. nóvem-
ber 1993 og skilaði hún áliti 30.
apríl 1994. Þó ekki væri það hlut-
verk nefndarinnar að fjalla um
frumvarp að nýjum útvarpslögum,
var henni ljóst að tvær sjálfstæðar
deildir hljóðvarps og sjónvarps
gætu haft mest áhrif á framtíðar-
skipan húsnæðismála. í áliti hennar
segir að innan Ríkisútvarpsins séu
skiptar skoðanir um þessi mál og
snúi rök oft fremur að mismunandi
skoðunum á skipulagi RÚV og
stefnu í dagskrármálum en lausn á
húsnæðismálum, eins og þau lægju
fyrir.
Nefndin taldi að um þrjá kosti
væri að ræða. I fyrsta lagi óbreytt
ástand. Sjónvarpsstarfsemi yrði
áfram á Laugavegi 176, en þá yrði
að gera allmijdar lagfæringar á
húsnæði þar. í öðru lagi að lokið
verði við frágang Útvarpshússins í
Efstaleiti 1 og farið eftir þeirri
áætlun, sem fyrir lægi, en þó með
breytingum sem arkitekt og bygg-
ingamefnd teldu æskilegar og
nauðsynlegar. Húsnæðið á Lauga-
vegi yrði nýtt áfram, e.t.v. yrði inn-
heimtudeild og auglýsingadeild þar
til húsa.J þriðja lagi yrði öll starf-
semi RÚV á höfuðborgarsvæðinu
flutt að Efstaleiti, húsið á Lauga-
vegi selt og reist skrifstofuhús á
lóðinni við Efstaleiti.
Úrelt hönnun
Nefnd, sem til varð á vegum
menntamálaráðuneytisins í júlí
1993 að ósk Útvarpslaganefndar
o g Pétur Guðfinnsson fram-
kvæmdastjóri sjónvarps sat m.a. í,
skilaði skýrslu í september það
sama ár. Henni var ætlað að gera
faglega úttekt á skipulagi Ríkisút-
varpsins með sérstöku tilliti til þess
að einfalda yfirstjórn og skipulag
stofnunarinnar. Einkum skyldi hug-
að að kostum og göllum þess að
skilja að rekstur hljóðvarps og sjón-
varps. Húsnæðismálin komu þar
einnig við sögu, en í niðurstöðum
nefndarinnar segir að hönnun Út-
varpshússins sé á margan hátt orð-
in úrelt miðað við núverandi þarfir
stofnunarinnar. Því vilji nefndin
varpa þeirri hugmynd fram hvort
finna megi því húsnæði, sem ónotað
sé, annað Hlutverk en núgildandi
áætlanir geri ráð fyrir. Þeim hug-
myndum var varpað fram hvort
ekki mætti nota ófrágengna hlut-
ann sem kvikmyndaver fyrir sjón-
varpið og upptökusali fyrir sjón-
varpsbílinn eða jafnvel leigja hús-
næðið til kvikmyndagerðamanna
sem kvikmyndaver.
Tækniþróun hafi verið á þann
veg að tækjabúnaður sé sífellt að
minnka og verða meðfærilegri og
sjái ekki fyr>r endann á þeirri þró-
un. Dagskrárefni sé í auknum
mæli sótt út í þjóðfélagið í stað
þess að taka efni upp í sérhæfðum
upptökustúdíóum. Þessi þróun í
tækni og búnaði hafí leitt af sér
minni þörf fyrir stórt húsnæði, sem
hlyti að endurspeglast í framtíðar-
áformum Ríkisútvarpsins.
Nefndin lagði áherslu á að um
tvær aðskildar ákvarðanir væri að
ræða. Afstöðu þyrfti að taka til
þess hvaða starfsemi rúmaðist í
Útvarpshúsinu og hvort byggja
ætti við húsið. Hinsvpgar hvaða
rekstrarform væri vænlegast til
árangurs á tímum örra breytinga í
fjölmiðlaheiminum. Húsnæðið eitt
og sér mætti ekki ráða ferðinni í
þeim efnum.
Flutningur þrautalending
Gunnlaugur S. Gunnlaugsson,
formaður núverandi húsnæðis:
nefndar, sagðist í samtali við Morg-
unblaðið fyrir skömmu telja húsið
við Efstaleiti mjög óhentugt fyrir
sjónvarpið og óheppilegt í marga
staði þó hann útiloki svo sem ekki
að „þrautalendingin" verði flutning-
ur sjónvarpsins í Efstaleitið og þá
með mjög ódýrum hætti. Margt
hafi breyst í sjónvarpsmálum frá
því að húsið var teiknað. Hann kvað
stofnunina rekna með halla, hún
getí ekki sinnt dagskrárgerð svo
fullnægjandi sé og spyr því hvernig
í ósköpunum hún eigi þá að standa
undir þúsund milljóna króna fjár-
festingu, sem felist í flutningi sjón-
varpsins frá Laugavegi 176 í Efsta-
leiti 1.
Hann sagði að Útvarpshúsið hafi
í upphafi eingöngu verið ætlað fyr-
ir Rás 1, „eins furðulegt og það
kann að hljóma. Síðan áttu að rísa
á sömu lóð tvö samskonar hús til
viðbótar sem áttu að tilheyra sjón-
varpinu, eða alls um þrefalt stærra
en húsið er í dag; til að menn átti
sig á þessu bijálæði eins og það
var hugsað í upphaflegum áætlun-
um. Fyrir einhver mistök, að mínu
mati, var haldið
áfram með bygg-
inguna eftir að út-
varpshlutanum var
lokið og í sjónvarps-
hlutann er búið að
henda u.þ.b. 800
milljónum króna, en
hann hefur staðið
auður árum saman
eins og flestir vita.
í dag hefði enginn
byggt hús af þessu
tagi og til að það
henti sjónvarpinu í
dag þarf að gera á
því miklar breytingar." Meðal ann-
ars, sagði hann, að byggja þyrfti
skrifstofubyggingu þar sem rýmið
sem um ræðir sé fremur ætlað tækj-
um en fólki.
„Misskilningur formanns"
Vilhjálmur Hjálmarsson, sem
ásamt bróður sínum Helga, er arki-
tekt Útvarpshússins, segir ljóst að
verulegs misskilnings gæti hjá for-
manni Útvarpsráðs. Hann noti land-
nemaþáttinn, sem tryggja átti
framtíð og sveigjanleika RUV, sem
aðalröksemd til þess að sýna fram
á hvað allar aðgerðir hafi verið vit-
lausar.
Hið rétta sé að áætlaður kostnað-
ur við lokafrágang sjónvarpshlut-
ans í Éfstaleiti nemi 400 milljónum
króna, þar af um 250 milljónir í
lokafrágang og 150 milljónir í loft-
ræstikerfi og raflagnir, en ekki ein-
um milljarði, eins og Gunnlaugur
vildi vera láta. Aftur á móti næmi
kostnaður við endurnýjun tækja-
búnaðar 500 milljónum, burtséð frá
því hvort af flutningi yrði eða ekki.
Sá kostnaður gæti allt eins orðið til
í núverandi sjón-
varpshúsi við
Laugaveg. End-
urnýjun tækjabún-
aðar væri orðin
brýn, en kæmi loka-
frágangi Útvarps-
hússins og flutningi
sjónvarpsins lítið
við.
I stuttu máli
rakti Vilhjálmur
byggingarsöguna í
samtali við blaða-
mann um leið og
hann hafnaði alfar-
ið þeirri gagnrýni að_ skammsýni
hafi gætt við hönnun Útvarpshúss-
ins. „Ég vil meina að húsið sé mjög
heilbrigt og gott og er sannfærður
um að það eigi mjög auðvelt með
að taka á móti þeirri starfsemi, sem
það á að þjóna. Leitað var eftir víð-
sýnustu þekkingu, sem til var þegar
verkið hófst og unnið var mjög
mikið með öllu starfsfólki. Sveigjan-
leiki var forsenda og grundvallarat-
riði hönnunarvinnunnar. Gagnrýnin
hefur fyrst og fremst byggst á full-
yrðingum, sem eiga ekkert skylt
við röksemdir,“ segir Vilhjálmur.
Hugsað til framtíðar
Það var árið 1972 sem fyrstu
forsagnir fyrir byggingu nýs Út-
varpshúss voru gerðar og þá var
ákveðið að stefna bæri að því að
byggja fyrir hljóðvarp og sjónvarp
á einum stað og sem eina skipulags-
heild. Ríkisútvarpið leitaði leiðsagn-
ar Evrópusambands útvarpsstöðva,
sem aftur benti á íra sem heppilega
ráðgjafa, en þeir voru þá sjálfir að
ljúka byggingaframkvæmdum und-
ir eigin útvarps- og sjónvarpsrekst-
ur á stóru svæði í Dyflinni. írsku
ráðgjafarnir lögðu áherslu á að
sameina bæri rekstur sjónvarps og
útvarps af hagkvæmnisástæðum.
Ríkisútvarpinu hafði verið boðin
lóð norðan við hitaveitustokkinn á
núverandi lóð RÚV. Sýnt þótti að
sú lóð væri of lítil fyrir heildarstarf-
semi RÚV, en rík áhersla var lögð
á að tryggja starfseminni góða lóð,
sem dygði um ókomin ár. Til að
sýna fram á hugsanlega þróun
starfseminnar á lóðinni var gert
heildarskipulag af byggingarmögu-
leikum hljóðvarps og sjónvarps. Því
var þó eingöngu ætlað að vera
fræðileg skoðun á því hvernig
heppilegast væri að koma starfsem-
inni fyrir og halda opnum möguleik-
um til stækkunar, að sögn Vil-
hjálms.
„Þetta var eiginleg forsenda þess
að við fengum alla þessa lóð, sem
þá var 5,6 hektarar en við skiluðum
borginni til baka 1,9 hekturum á
síðasta ári vegna eindreginna óska
borgarinnar þar um. Við sýndum
fram á að þarna gæti orðið þróun.
Gerð heildarskipulags er hið eðlileg-
asta mál frá arkitektum séð þótt
það segi ekkert um að það eigi að
fara að byggja skv. því strax. Með
þessu vildum við einfaldlega halda
möguleikum opnum. Það hefur t.d.
aldrei verið gert heildarskipulag
fyrir Alþingi og stjórnarráðsbygg-
ingar á íslandi. Því eru þær eins
og þær eru, margsprungnar af
plássleysi. Útvarpshúsið stendur
aftur á móti á lóð til hinnar ókomnu
framtíðar fyrir fjölmiðlunarstarf-
semi,“ segir Vilhjálmur.
Á þessum árum voru ekki önnur
áform uppi en að byggja fyrir hljóð-
varpið í fyrsta áfanga, en í forsögn
fyrir það var gert ráð fyrir að
byggja 300 fermetra tónlistarsal
með tilheyrandi upptökuherbergj-
um, hlustunaraðstöðu fyrir gesti og
svölum. Þróunin varð hinsvegar sú
að byggingamefnd ákvað að byggja
allt hljóðvarpshúsið með þeirri
breytingu að allri starfsemi RÚV
yrði komið fyrir í byggingunni.
Þetta var gert með ríkisstjórnar-
samþykkt og staðfestingu sam-
„Taka á I notkun
það húsnæði,
sem búið erað
byggja, burtséð
frá því hvernig
rekstrarforminu
yrði fyrir komið,“
segir útvarps-
stjóri.