Morgunblaðið - 18.02.1996, Page 22
22 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VERKFRÆÐINGARNIR Sveinn Jónsson og Jóhannes Pálsson með Reyðarfjörð í baksýn.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
ÞJÓNUSTAN NÆR
VWSKIPTA VINUM
eftir Helga Bjarnason
VERKFRÆÐISTOFAN
Hönnun og ráðgjöf á
Reyðarfirði hefur vaxið
jafnt og þétt þau sex
ár sem hún hefur verið starfrækt.
Verkfræðingarnir Sveinn Jónsson
og Jóhannes Pálsson byijuðu tveir
saman en réðu sér starfsmann á
fyrsta árinu og hafa síðan bætt
við manni á ári. Eru nú sjö verk-
og tæknifræðingar starfandi á
stofunni á Reyðarfírði og í útibú-
inu á Egilsstöðum og fjórir aðrir
starfsmenn. Stærstu verkefnin
síðustu árin hafa verið við endur-
uppbyggingu mjöliðnaðarins á
Austfjörðum en þeir eru með verk-
efni um allt landið og eru nú einn-
ig að reyna fyrir sér á erlendum
markaði.
Upphafið að stofnun verkfræði-
stofunnar er rakið til ársins 1971
er verkfræðistofan Hönnun hf. í
Reykjavík stofnaði útibú á Reyðar-
firði til þess að annast verkefni í
vegagerð fyrir Samtök sveitarfé-
laga á Austurlandi. Fastur starfs-
maður var þó ekki ráðinn fyrr en
1975. Sveinn Jónsson var við úti-
búið í þijú ár, 1984 til 1987, og
Jóhannes^ Pálsson tók svo við af
honum. í janúar 1990 stofnuðu
þeir sjálfstæða verkfræðistofu,
Hönnun og ráðgjöf hf., í samvinnu
við Hönnun hf. Eiga þeir helming
hlutafjár á móti Hönnun.
Fagleg einangrun rofin
„Það var eiginlega tilviljun að
við fórum út í þetta. Ég vann allt-
af einn og var orðinn hundleiður
á því. Við Sveinn vissum auðvitað
hvor af öðrum enda hafi hann
verið hér á undan mér. Ég frétti
af því að hann væri að hætta sem
framkvæmdastjóri byggingafé-
VTOSHCTI flMNNUIÍF
Á SUNIMUDEGI
► Jóhannes Pálsson er 37 ára, fæddur og uppalinn
í Reykjavík. Hann lærði vélvirkjun í Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti og eftir stúdentspróf frá sama skóia
var hann eitt ár í Tækniskóla íslands. Hann nam við
háskólann í Álaborg í Danmörku og lauk prófi sem
véla- og rekstrarverkfræðingur 1985. Vann síðan hjá
skipasmíðastöð og iðnfyrirtæki í Álaborg í tvö ár.
Þá fluttist hann til Reyðarfjarðar, starfaði hjá Hönn-
un í tvö ár en hefur verið framkvæmdastjóri verk-
fræðistofunnar Hönnunar og ráðgjafar hf. frá stofn-
un, 1990. Eiginkona Jóhannesar er Reyðfirðingurinn
Elísabet Benediktsdóttir, forstöðumaður Byggða-
stofnunar á Egilsstöðum, og eiga þau þrjú börn.
► Sveinn Jónsson er 47 ára, „hreinræktaður“ Aust-
firðingur að eigin sögn, fæddur og uppalinn á Egils-
staðabænum. Hann stundaði nám við Alþýðuskólann
á Eiðum og Menntaskólann á Akureyri. Hann nam
byggingaverkfræði við Strathclyde-háskólann í
Glasgow í Skotlandi og lauk mastersprófi þaðan 1975.
Hann vann sem staðarverkfræðingur við byggingu
brúar í Stavanger í Noregi 1975-78. Þá lá leiðin heim
á Egilsstaði þar sem hann var fyrst í hálft ár hjá
Verkfræðistofu Austurlands og síðan bæjarverkfræð-
ingur Egilsstaðabæjar í sex ár. Hann vann hjá Hönn-
un á Reyðarfirði í þrjú ár og var síðan framkvæmda-
stjóri byggingafélagsins Brúnáss hf. í tvö ár. Hann
tók þátt í stofnun verkfræðistofunnar Hönnunar og
ráðgjafar í ársbyrjun 1990 og hefur starfað þar síð-
an, síðustu tvö árin í útibúinu á Egilsstöðum. Eigin-
kona Sveins er Jóhanna Illugadóttir skrifstofumaður
og eiga þau þrjú börn.
lagsins Brúnáss og heimsótti hann
á skrifstofuna. Þar var þetta af-
ráðið,“ segir Jóhannes.
Þeir voru einir í upphafi en
starfsemin vatt fljótt upp á sig.
Þeir réðu sér starfsmann á fyrsta
árinu og síðan hafa þeir bætt við
manni á hveiju ári. Nú eru sjö
verk- og tæknifræðingar á stof-
unni auk fjögurra annarra starfs-
manna.
Árið 1993 var opnað útibú á
Egilsstöðum og starfar Sveinn þar
ásamt tveimur verkfræðingum.
Sveinn og Jóhannes segja að
það hafi breytt miklu þegar þeir
fóru að vinna saman, með því
hafi þeir rofið þá faglegu einangr-
un sem þeir báðir höfðu verið lok-
aðir í hjá útibúinu. „Stuðningurinn
sem við fengum hvor af öðrum jók
okkur sjálfstraust og svigrúm til
starfa,“ segir Sveinn.
Styrkur af tengslunum
við Hönnun
Þeir segja að Hönnun og ráð-
gjöf sé sjálfstætt fyrirtæki. Hins
vegar notfæri þeir sér sérfræði-
þekkingu Hönnunar í Reykjavík.
„Verkfræðisviðið er orðið svo vítt
í tæknivæddu þjóðfélagi að lítil
verkfræðistofa getur ekki náð yfir
það allt. Það er því mikill styrkur
fyrir okkur að geta gengið að vísri
aðstoð á stórri stofu. En samskipt-
in eru ekki bara á þann veginn,
við höfum yfir að ráða þekkingu
sem þeir leita eftir þannig að við
erum líka að leiðbeina þeim!“ seg-
ir Sveinn.
Hönnun og ráðgjöf starfaði
mest á byggingasviðinu í upphafi
enda hafði það verið grunnurinn
í útibúinu hjá Hönnun. Þetta hefur
verið að breytast, eins og þjóðfé-
lagið. Verkefni við hreina hönnun
á húsum og götum hefur minna
vægi, að sögn Jóhannesar og
Sveins, en í staðinn hefur komið
áætlanagerð, aðstoð við útboð og
tilboðsgerð og rekstrarráðgjöf.
Áherslan hefur verið að færast
meira yfir á þjónustu við fyrirtæki
og stofnanir og vinna þeir töluvert
inni í fyrirtækjunum sjálfum.
Dæmi eru um að þeir taki að sér
stjórnun fyrirtækja sem eru svo
lítil að þau bera ekki fram-
kvæmdastjóra í fullu starfí. Þann-
ig er Sveinn til dæmis fram-
kvæmdastjóri tveggja fyrirtækja.
Annað er verktakafyrirtækið Hér-
aðsverk hf., sem er að taka að sér
lagningu vegar á Hólsfjölium, en
það er hluti af nýjum vegi milli
Norður- og Austurlands, og bauð
einnig í veginn yfir Gilsfjörð.
Uppbygging mjöliðnaðarins
fyrirferðarmest
Enduruppbygging mjöliðnaðar-
ins á Austfjörðum hefur verið
langstærsta verkefni stofunnar
undanfarin þijú ár. Hún hefur
unnið við endurbyggingu loðnu-
verksmiðjunnar á Eskifirði sem
nú er að ljúka, byggingu nýrrar
verksmiðju á Fáskrúðsfirði sem
sömuleiðis er að ljúka og endur-
byggingu verksmiðjunnar í Nes-
kaupstað en vinna við það verk
stendur nú yfir. Verkfræðistofan
gerði úttekt á stöðu sorphirðu á
Austurlandi fyrir umhverfisráðu-
neytið og þróaði síðan lausnir fyr-
ir sveitarfélögin. Niðurstaðan varð
byggðasamlag sveitarfélaganna á
fjörðunum, frá Neskaupstað til
Stöðvarfjarðar, og er verkið að
komast til framkvæmda.
Jóhannes segist oft hafa óttast
það að færast of mikið í fang þeg-
ar bætt hefur verið við mönnum
en það hafi svo alltaf gengið vel.
„Maður efast stundum um það.
Nú eru hins vegar mörg smærri
verkefni fyrirliggjandi og ég held
að þau komi í staðinn," segir Jó-
hannes þegar þeir félagar eru
spurðir um það hvort ekki verði
erfitt að útvega næg verkefni nú
þegar sést fyrir endann á stórverk-
efnum. Þeir Sveinn segjast sjá
þörf fyrir aukna tækniþekkingu á
mörgum sviðum. Þá hafi þeir ver-
ið að breikka grundvöll fyrirtækis-