Morgunblaðið - 18.02.1996, Side 24
24 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir bandarísku stórmyndina Casino sem Martin Scorsese
leikstýrir. í aðalhlutverkum eru Robert DeNiro, Joe Pesci og Sharon Stone sem tilnefnd
hefur verið til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni.
Svikráð og
prettir í
Las Vegas
JOE Pesci leikur Nicky Santoro, hinn ofbeldisfulla og skap-
bráða vin og samstarfsmann Ace sem á endanum svíkur hann.
SÖGUSVIÐIÐ í Casino er hin
glitrandi spilaborg Las Veg-
as í Nevadaeyðimörkinni þar sem
fólk kemur til að láta drauma
sína rætast en flestir snúa til
baka með brostnar vonir og tóma
vasa. Sagan hefst árið 1973. Á
sviðinu eru milljarðamæringar,
stjómmálamenn og glæsilegar
dansmeyjar, en einnig er að finna
veðmangara, okurlánara, eitur-
lyíjasala, melludólga og sjón-
hverfíngamenn. Borgin er
Mekka 30 milljóna ferðamanna
og fjárhættuspilara af öllum
kynþáttum sem sækja hana heim
árlega og skilja eftir sig um 10
milljarða dollara.
Þetta er sannkölluð paradís
fyrir mafíósa af öllu tagi, og
einn þeirra er Sam „Ace“ Rot-
hstein (Robert DeNiro), en hann
er leikinn veðmangari sem getur
breytt vinningshlutföllunum
með því einu að leggja undir
sjálfur. Hann hefur unnið sig
upp innan raða mafíunnar í mið-
vesturríkjunum og orðið fyrir
valinu hjá yfirboðurum sínum
til að vera í fararbroddi innreið-
ar þeirra í spilaborgina. Hann
rekur fjögur spilavíti og sér um
að peningarnir streymi inn og
lítur undan þegar auðurinn fer
aftur út um bakdyrnar. Hann
fylgist gaumgæfilega með
hverri hreyfingu spilasvindlara
af öllum gerðum og kemur í veg
fyrir að þeim takist ætlunarverk
sitt. Með útsjónarsemi sinni
tekst honum að tvöfalda gróða
mafíunnar af rekstri spilavít-
anna og að lokum að breyta leik-
reglunum sem fylgt er við rekst-
ur þeirra. Hann er því orðinn
hæstráðandi æðstiprestur í
þessu töfraríki.
En Ace gengur erfiðlega að
stjórna vinningshlutföllunum
þegar Ginger McKenna (Sharon
Stone) kemur til sögunnar. Hún
er lukkuriddari við spilaborðið
og tekst henni að heilla Ace og
verða eiginkona hans. Blind ást
hans á þessari glæsilegu valkyrju
spilahallanna verður að hreinni
ástríðu þegar hún verður honum
ROBERT DeNiro leikur Sam „Ace“ Rothstein, sem mafíuforingjarnir veljatil að
veita fjórum spilavítum sínum í Las Vegas forstöðu.
ÁST Ace á Ginger (Sharon
Stone) eiginkonu hans ein-
kennist brátt af hugsýkis-
legri framkomu og lævís-
legri drottnunargirni.
samferða upp metorðastiga
samfélagsins, en að leiðarlokum
leitar hún sér huggunar með
aðstoð Bakkusar og pilluglassins
í einangrun sinni í því gullna
búri þar sem hann hefur hreiðrað
um hana. Jafnvel þótt hún hafí
brotist í gegnum klakabrynjuna
sem umlykur hjarta Ace og snert
sál hans einkennist ást hans á
henni smátt og smátt af hugsýk-
islegri framkomu og lævíslegri
drottnunargirni. Þessi hegðun
verður svo boðberi óhjákvæmi-
legs falls hans þegar hann gerist
sekur um að láta stoltið ná tökum
á sér.
Þriðja persónan í þeim þrí-
hy.rningi leynimakks og hugar-
fjötra sem Casino fjallar um er
Nicky Santoro (Joe Pesci), besti
vinur Ace og skólafélagi úr
skóla lífsins á götum stórborg-
anna. Nicky er ofstopafullur
morðingi sem þekkir allar gryfj-
ur í eyðimörkinni umhverfis
hina manngerðu paradís spila-
fíklanna. í þessum gryfjum hef-
ur hann falið margvísleg vanda-
mál sem hann hefur rutt úr vegi.
Saman standa þeir félagar að
því sem á að vera hin fullkomna
aðgerð, en Ace heldur um
stjórnvölinn og Nicky leggur til
ofbeldið. Nicky fer fram úr eigin
vonum og hvor um sig öðlast
þeir enn meiri völd en um leið
flækjast þeir í atburðarás þar
sem skapofsi, þrákelkni, pening-
ar, ást og svik eru allsráðandi.
Hið risavaxna ferlíki sem þeir
hafa skapað í sameiningu verður
smátt og smátt stjórnlaust og
sprengifim endalok verða óum-
flýjanleg. Líf þeirra tekur á ný
óvænta stefnu og hið sama á
við um spilaborgina Las Vegas
á þeim áratug sem sagan spann-
ar.
Leikstjóri Casino er Martin
Scorsese, einhver þekktasti kvik-
myndaleikstjóri samtímans, en
myndin er byggð á nýútkominni
bók eftir rithöfundinn Nicholas
Pileggi og skrifuðu þeir kvik-
myndahandritið saman. Þetta er
ekki í fyrsta sinn sem þeir félag-
ar starfa saman því þeir gerðu
saman handritið að myndinni
GoodFellas sem Scorsese leik-
stýrði og var byggð á bókinni
Wiseguy eftir Pileggi.
Scorsese lauk námi í kvik-
myndagerð frá New York Uni-
versity 1964 og fyrstu myndina
í fullri lengd, Who’s That
Knocking on My Door?, gerði
hann árið 1968. Næsta mynd
hans var Boxcar Bertha (1970),
en árið 1973 sló Scorsese hins
vegar í gegn með Mean Streets
þar sem Robert DeNiro en þó
einkum Harvey Keitel fóru á
kostum í aðalhlutverkum. Næst
kom Alice doesn’t Live Here
Anymore, en fyrir þá mynd
hlaut leikkonan Ellen Burstyn
Óskarsverðlaun. Enn sló Scor-
sese í gegn með Taxi Driver
árið 1976 þar sem Robert DeN-
iro og Jodie Foster voru í aðal-
hlutverkum. Myndin var til-
nefnd til fernra Óskarsverð-
launa. Síðan hefur hver Scor-
sese-myndin rekið aðra og oft-
ast við frábærar undirtektir, en
með einstaka undantekningum
þó. Ófáir samstarfsmenn Scor-
seses hafa hlotið Óskarsverð-
laun en aldrei hann sjálfur þótt
hann hafi hlotið nokkrar tilnefn-
ingar til verðlaunanna.
Helstu kvikmyndir Martins
Scorseses eru þessar: The Color
of Money (Óskarsverðlaun fyrir
Paul Newman), GoodFellas
(Óskarsverðlaun fyrir Joe Pesci
fyrir aukahlutverk og sex til-
nefningar alls), Cape Fear
(1991, mest sótta mynd Scorse-
ses og mesta gróðafyrirtæki
hans til þessa), Live Lessons í
New York Stories (árið 1989)
og The Last Waltz um kveðju-
hljómleika hljómsveitarinnar
The Band. Eftir þá mynd lagðist
Scorsese í hálfs árs sukk með
Robbie Robertson gítarleikara
hljómsveitarinnar. Ferill Scors-
eses hefur ekki verið samfelld
sigurför. New York, New York
þótti ekkert sérstök og heldur
ekki The King of Comedy. í
báðum var DeNiro vinur Scorse-
ses í aðalhlutverki. The Last
Temptation of Christ sem gerð
var árið 1988 olli umtali og
mótmælum um víða veröld þar
sem leikstjórinn þótti ekki sýna
frelsaranum og guðspjöllunum
næga lotningu í umfjöllun sinni.
Síðasta myndin sem Scorsese
leikstýrði á undan Casino var
The Age of Innocence (1993),
en næsta mynd hans mun fjalla
um ævi Dalai Lama og verður
hún væntanlega frumsýnd á
næsta ári.
Gáfuð og glæsileg
SHARON Stone hefur verið
tilnefnd til Óskarsverðlaun-
anna fyrir hlutverk sitt í Cas-
ino og fyrir skömmu hlaut hún
Golden Globe-verðlaunin fyrir
hlutverkið. Stone er fædd 10.
mars 1958 í Meadville í Penn-
sylvaníu, en þar sigraði hún í
nokkrum fegurðarsamkeppn-
um. Hún stundaði nám í skap-
andi skrifum og listum en sneri
sér að fyrirsætustörfum fyrir
Eileen Ford í New York og
kynnti hún meðal annars Diet
Coke, Clairol og Revlon.
Fyrsta kvikmyndahlutverk
hennar var smáhlutverk í
Stardust Memories (1980) sem
Woody AUen leikstýrði. Næsta
áratug lék hún í 11 myndum
sem færðu henni lítinn frama,
en þeirra á meðal eru Bolero,
Police Academy 4 og King
Solomon’s Mines. Það var svo
ekki fyrr en henni tókst að
nýta sér til fullnustu möguleik-
ana sem gáfust þegar hún fékk
hlutverk á móti Arnold
Schwarzenegger í Total Recall
(1990) að hjólin fóru að snúast
fyrir alvöru. Hún fékk í kjöl-
farið aðalhlutverk í nokkrum
myndum sem gerðu það sæmi-
legt, en eftir að nektarmyndir
birtust af henni í Playboy þótti
hún tilvalin í aðalhlutverkið í
Basic Instinct (1992) á móti
Michael Douglas. Myndin sló
rækilega í gegn og síðan hefur
Stone verið ein eftirsóttasta
leikkonan í Hollywood. Hún
þykir þó ekki hafa haft heppn-
ina með sér við val á hlutverk-
um þar til nú, en meðal mynda
sem hún hefur leikið í á eftir
Basic Instinct eru hinar miður
heppnuðu Sliver (1993), Int-
ersection (1994) og The Quick
and the Dead (1995). Sagan
segir að gáfnavísitala Sharon
Stone sé 154 og það hafi hjálp-
að til þess að Martin Scorsese
valdi hana í aðalhlutverk á
móti þeim Robert De Niro og
Joe Pesci í Casino.
Sú ákvörðun virðist ætla að
færa henni enn meiri frama á
hvíta Ijaldinu miðað við þær
móttökur sem myndin hefur
fengið og glæsilega frammi-
stöðu leikkonunnar. Hún hefur
nýlega lokið við að leika aðal-
hlutverk í myndinni Last
Dance, sem Bruce Beresford
leikstýrir og um þessar mund-
ir leikur hún í tryllinum Dia-
bolique sem er endurgerð
klassískrar spennumyndar frá
árinu 1954.