Morgunblaðið - 18.02.1996, Síða 38

Morgunblaðið - 18.02.1996, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Smáfólk HOW ABOUT THAT 7 Hvað finnst þér um þetta? UJHEN THE FR06RAM ENDED, THE LADY 5AIP,"THANK y0U FOR WATCHIN6" I PIDN'T THINK SHE EVEN KNEW ME.. Þegar þættinum lauk, sagði þul- Ég vissi ekki einu sinni að hún an: „Þakka þér fyrir að horfa á.“ þekkti mig. BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Var Leifur heppni kristniboði? Frá Magnúsi Jónssyni: í MORGUNBLAÐINU 11. febrúar sl. birtist grein sem nefndist „Gim- steinn í lófa Dalamanna". Greinin bytjar þannig: „Fyrir tæpum eitt þúsund árum sigldi ungur maður frá Grænlandi til Noregs þar sem hann tók kristna trú. Hann hélt síðan heimleiðis meðal annars þeirra er- inda að kristna landa sína en hrakt- ist af leið og villtist. Um síðir kom hann að landi, sem hann hafði ekki áður séð, og nefndi það Vínland. Ungi maðurinn var auðvitað Leifur Eiríksson sem síðar fékk viðurnefnið heppni.“ Það er almennur misskilningur að viðurnefnið heppni sé tengt fundi Ameríku, en svo er ekki. Viðurnefn- ið heppni fékk Leifur þegar hann bjargaði 15 mönnum af skeri. Frásögnin sem vísað er til hér um kristniboð Leifs hefur verið kennd í íslenskum skólum frá upphafi barna- fræðslu til þessa dags. Við rannsókn- ir á fornum ritum hefur komið í ljós, að þessi frásögn er ekki rétt. Leifur heppni fór aldrei trúboðsferð á veg- um Ólafs Tryggvasonar Noregskon- ungs. Er þá ekki kominn tími til að missögn þessi verði leiðrétt í íslensk- um kennslubókum. Það þjónar ekki hagsmunum okkar íslendinga að halda við þessum röngu staðhæfing- um um tilgang ferðar Leifs heppna. í elstu sögu af Ólafi konungi Tryggvasyni eru vandlega tíunduð nöfn allra þeirra landa sem hann kristnaði. Þar er Grænland ekki nefnt. Það er löngu síðar að Græn- land kemur á skrá yfir þau lönd sem hann á að hafa kristnað. Einnig má benda á, að í elstu sögu Noregs er sagt að Grænland hafi verið kristnað frá íslandi. Af þessu má ljóst vera að sagan um að Kristur hafi haldið upp á 1000 ára afmæli sitt með því að láta kristniboða í kristniboðsferð finna nýja heimsálfu er tilbúningur. Líkur hafa verið leiddar að því, að höfundur þessarar sögu sé Gunn- laugur Leifsson munkur. Þessi Gunnlaugur Leifsson skrifaði mikið en rit hans eru ekki talin áreiðanleg vegna þess að honum er tamt að búa til sögur í þeim tilgangi að varpa ljóma á kirkjunnar menn til að styrkja kirkjuna og kristindóminn. I blaðagreininni „Gimsteinn í lófa Dalamanna“ er sagt að amerískur listmálari hafí sagt um fæðingarstað og minjar Leifs Eiríkssonar að Dala- menn héldu á gimsteini í lófa sínum. Dalamenn eiga þakkir skildar fyrir frumkvæði að því að heiðra minningu Leifs Eiríkssonar. Ég vona að gim- steinninn í lófa þeirra fái að glóa og þeim takist að halda honum svo hátt á lofti að bjarma slái yfir landið allt. MAGNÚS JÓNSSON, fyrrverandi skólastjóri, Tómasarhaga 23. Kvennakór Reykjavíkur - Ný útflutningsgrein? Frá Arnlaugi Helgasyni: Í MYRKUM janúarmánuði er oft auðvelt að leggjast í bölmóð og svartsýni og almenn neikvæðni fær oft byr undir báða vængi. Risastór- ir reikningar greiðslukorta bíða handan hornsins og bankarnir bjóða greiðsludreifingu á hærri vöxtum en dráttarvöxtum. Ekki er því að undra að fólk sé yfirhöfuð vilhallt neikvæðni og svartsýni á slíkum tímum. Sem betur fer eru þó ekki allir með „mörke briller" og einn er sá hópur sem, að mínu áliti, stendur upp úr hvað varðar bjart- sýni og jákvæðni en það er hinn ungi Kvennakór Reykjavíkur! Eitt hundrað og tuttugu hressar konur á öllum aldri, úr öllum stétt- um, blása á allan barlóm og ætla sér stóra hluti. Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að fylgj- ast með þróttmiklu starfi þeirra og sú gleði sem ríkir í hópnum er ólýsanleg. Undir styrkri stjórn Margrétar Pálmadóttur er kórinn nú strax orðinn einn besti kór landsins og örugglega sá lang- stærsti, kór sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Þær hafa á undanförnum árum barist hörðum höndum við að koma sér upp æfingaraðstöðu að Ægis- götu 7 og er húsnæðið orðið allt hið glæsilegasta. Fyrir þá sem hafa áhuga er alltaf eitthvað að gerast, opið hús með ýmsum uppákomum, tónleikar og fyrirhuguð er gospel- sveifla með Agga Slæ o.fl. En áhug- inn og krafturinn er slíkur að þær ætla ekki að láta staðar numið við fjöruborðið heldur hyggja á víking nú í vor. Stærsti kvennakór íslands er að öllum líkindum einnig stærsti kvennakór heimsins, enda þykir er- lendum tónlistarmönnum það ganga kraftaverki næst að gera út slíkan kór á íslandi. Kórinn fer í júní til vöggu sönglistarinnar, Ítalíu, og hefur verið boðið að syngja á ekki ófrægari stað en Péturskirkjunni í Róm! Oft hefur verið talað um hversu erfitt er að ná þátttöku í stórum hópum í slíkar ferðir en því er ekki til að dreifa hjá Kvennakór Reykjavíkur, af um 120 konum fara yfir 110 konur til Ítalíu. Þetta litla dæmi sýnir í raun þann anda sem ríkir innan hópsins. Slíkur rekstur kostar ekki einung- is mikla vinnu heldur mikið íjár- magn og því þurfa þessar valkyijur á eins miklum styrk að halda og mögulegt er og skora ég á fyrirtæki og einstaklinga að veita þeim stuðn- ing til þessarar farar. Landkynningin af för þeirra er augljós og éjg veit að sómi þeirra og um leið Islands verður mikill í þessari ferð. Um leið og ég tek ofan fyrir þessum frábæra kór segi ég það sama og ítalirnir munu segja þegar þeir berja augum þessar glæsilegu konur, bravissímó! ARNLAUGUR HELGASON styrktarfélagi Kvennakórs Reykjavíkur. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.