Morgunblaðið - 12.03.1996, Side 1

Morgunblaðið - 12.03.1996, Side 1
I 88 SÍÐUR B/C 60. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skotárás á Kastrup Einn ákærður vegna árásar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA lögreglan sagði í gær að gefin hefði verið út ákæra á hendur manni í tengslum við skotárás á Kastrup-flugvelli á sunnudag Skotið var á flóra meðiimi mótor- hjólaklúbbsins Bandidos, sem voru að koma frá veislu klúbbbræðra í Hels- inki. Einn lést strax af sárum, einn er enn í lífshættu en tveir særðust lítillega. Hinir slösuðu voru keyrðir í sjúkrabílum í fylgd lögreglubíla á sjúkrahús þar sem óttast var að hugs- anlega yrði skotið á bílana. Talið er að árásarmennimir, sem voru tveir, tilheyri öðru mótorhjólagengi, Hells Angels, Vítisenglunum. Á blaðamannafundi í gær sagði Knud Jensen lögregluforingi að einn maður hefði verið ákærður vegna brots á vopnalögum. Af þeim ijöru- tíu sem hafa verið teknir fastir vegna málsins er hann sá eini sem var með vopn. Lögregluforinginn sagði að lögreglan hefði vel vitað af umferð klúbbfélaga um flugvöllinn en ekki væri við lögregluna að sakast. í viðtali við danska útvarpið sagði Björn Westh dómsmálaráðherra að ekki væri hægt að takmarka starf- semi klúbbanna með löggjöf. ■ Uppgjör milli/20 Reuter. ROH Tae-Woo og Chun Doo-Hwan mæta til réttarhaldanna klæddir fangabúningum og í fylgd lögreglu. Forsetar fyrir rétt SbouI. Reuter. TVEIR fyrrverandi forsetar Suður- Kóreu voru leiddir fyrir dómstól í Seoul í gær en þeir hafa meðal annars verið kærðir fyrir valdarán og fjármálamisferli. Chun Doo-Hwan er sakaður um að hafa staðið á bak við valdarán- ið árið 1979. Roh Tae-Woo er sak- aður um að hafa aðstoðað Chun við valdaránið. Þeir Chun og Roh fóru síðan með völd í Suður-Kóreu frá 1980- 1993. Báðir eru þeir að auki sakaðir um að bera ábyrgð á fjöldamorði hersins á mótmælendum í bænum Kwangju árið 1980. Þessu til við- bótar hafa þeir verið kærðir fyrir að þiggja mútur og að hafa auðg- ast óheyrilega á meðan þeir gegndu embætti forseta. Verði þeir Chun og Roh sakfelld- ir eiga þeir dauðadóm yfir höfði sér. Bandarískt fjármagn til Bosníuhers Brussel. Reuter. BANDARÍKJAMENN hyggjast veita Bosníuher 100 milljónir Banda- ríkjadollara (um 6,6 milljarða króna) til kaupa á hergögnum og til þjálfun- ar múslimskra og króatískra her- manna, að sögn James Pardews, sérlegs fulltrúa Bandaríkjamanna um að koma á hernaðarjafnvægi á Balkanskaga. „Við viljum fækka vopnum í Bos- níu,“ sagði Pardew við blaðamenn í Brussel í gær en bætti við að önnur leið til að auka öryggi væri að bæta her Bosníustjórnar. Ymis Evrópuríki hafa látið í ljósi áhyggjur vegna þessarar fyrirætl- anar Bandaríkjamanna. Pardew sagði að þetta myndi hins vegar ekki gera að engu tilraunir til að fá deiluaðilja í Bosníu til að afvopnast. Fjárframlag Bandaríkjamanna gæti í raun stuðlað að afvopnun. ■ Gæsluliðinu/19 -----» ♦ ♦ Harma tilræði Gaza, Teheran. Reuter. AKBAR Hashemi Rafsanjani, forseti írans, harmaði í gær sprengjutilræði Hamas-samtakanna í ísrael. Hann fordæmdi hins vegar.ekki vopnaðar sveitir samtakanna sem staðið hafa fyrir tilræðunum. írönum hefur ekki verið boðið að taka þátt í ráðstefnu um frið í Mið- austurlöndum og baráttu gegn hryðjuverkum sem haldin verður í Egyptalandi á morgun. Palestínska lögreglan á Gaza- svæðinu handtók á sunnudag hátt- settan Hamas-leiðtoga, Sayed Abu Musameh. Þrír leiðtogar vopnaðra sveita samtakanna voru handsam- aðir um helgina í herferð stjórnar Yassers Arafats gegn samtökunum. ■ Deilt um friðarráðstefnu/21 Sungið við dómshúsið RÉTTARHÖLD í máli Magnus Malan, fyrrum vamarmálaráð- herra, nokkurra háttsettra yfir- manna í öryggissveitum lands- ins, sex svartra lögreglumanna og eins leiðtoga Inkatha-hreyf- ingar Zulumanna hófust í Dur- ban í gær. Þeir era sakaðir um að hafa beitt dauðasveitum gegn svörtum andstæðingum aðskiln- aðarstefnunnar og segir Tim McNally saksóknari þá bera ábyrgð á morðum á þrettán mönnum sem framin voru er árás var gerð á heimili stuðn- ingsmanna Afríska þjóðarráðs- ins árið 1987. Malan og félagar neituðu öllum sakargiftum í gær. Um hundrað stuðnings- menn Inkatha komu saman fyrir utan dómshúsið í Durban og sungu hástöfum er réttarhöldin hófust. Varð lögregla að lokum að beita vatnssprautum á hópinn þar sem söngurinn truflaði rétt- arhöldin. Tvær bandarískar flotadeildir til Tævans vegna ögrana Kínveija Tævanstjóm segist vilja frið en vera við öllu búin Taipei, Peking, Jacksonville. Reuter. STJÓRNVÖLD á Tævan fögnuðu í gær þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að senda flotadeildir til eyjarinnar og lýstu því jafnframt yfir, að þau vildu forðast hernaðarátök við Kínverja en væru viðbúin því versta. Stjórnin í Peking hefur gefið í skyn, að draga megi úr spennunni gefi Tævan- stjórn upp á bátinn alla drauma um sjálfstæði eins og hún orðaði það. Bob Dole, líklegur forsetafram- bjóðandi bandarískra repúblikana, sagði í fyrra- dag, að reyndu Kínveijar að ráðast á Tævana ætti að einangra þá á alþjóðavettvangi. Bandaríkjastjórn hefur skipað tveimur flota- deildum, flugmóðurskipinu Independent og her- skipum, sem fylgja því, og flugmóðurskipinu Nim- itz ásamt fimm eða sex fylgdarskipum, að sigla til Tævans og er búist við, að síðarnefnda flota- deildin verði komin þangað eftir um viku. Jason Hu, talsmaður tævönsku stjórnarinnar, sagði í gær, að hún fagnaði komu bandarísku herskipanna og vonaði, að kínverskir kommúnistar hættu við fyrirhugaðar heræfingar. Þess sáust þó engin merki og tævanski herinn hefur þegar orðið var við herflutninga í Kína vegna fyrirhugaðra eldflaugaæfinga á Tævansundi. „Til hjálpar ef nauðsyn krefur“ Warren Christopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær, að Bandaríkjastjórn vonaði, að flotadeildirnar gætu „komið til hjálpar ef nauð- syn krefur" en vildi ekki svara því beint hvort skorist yrði í leikinn ef Kínveijar réðust á Tævan. Lee Teng-hui, forseti Tævans, hvatti landa sína til þess í gær að halda ró sinni en fyrstu beinu forsetakosningarnar verða á Tævan 23. þ.m. og er Lee líklegur til að ná kjöri. Kínverjar vonast hins vegar til að geta hrætt kjósendur frá stuðn- ingi við hann og hafa hótað innrás reyni Tævan- stjórn að lýsa yfir sjálfstæði eyjarinnar. Lee stefnir þó ekki að því, heldur aðeins að styrkja stöðu Tævans á alþjóðavettvangi í samræmi við efnahagslegt mikilvægi landsins. Kröfu Kínverja vísað á bug Pekingstjórnin gaf í skyn í gær, að draga mætti úr spennunni ef Tævanstjórn hætti við fyrirætlanir um að sækja um aðild að Sameinuðu þjóðunum, og ítrekaði fyrra markmið um samein- ingu Tævans og Kína. Talsmaður tævanska utan- ríkisráðuneytisins sagði hins vegar, að ef gefist yrði upp fyrir kínverskum kommúnistum á þessu sviði, myndu þeir bara herða á kröfunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.