Morgunblaðið - 12.03.1996, Side 8

Morgunblaðið - 12.03.1996, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þorsteinn Pálsson sj&varútvegsráðherra Lýsir yfir stuðningi við Guðrúnu Pétursdóttur 5TGMu/^0 Sveitarfélög berj- ist gegn fíkni- efnavandanum FULLTRÚARÁÐ Sambands ís- lenskra sveitarfélaga samþykkti ályktun á fundi sínum í Borgar- nesi um síðustu helgi að skora á sveitarfélögin að leggja sitt af mörkum í baráttunni við fíkniefna- vandamálið. Sveitarfélögin eru hvött til þess að bjóða upp á raunhæfa aðstoð og umönnun við þá sem ánetjast hafa fíkniefnum, og að styrkja forvarnir með auknum stuðningi við íþrótta- og æskulýðsfélög. Einnig er skorað á forsvarsmenn íþrótta- og æskulýðsfélaga að sjá til þess að vímuefnum sé haldið frá félagsstarfi. Fulltrúaráðið ósk- ar jafnframt eftir því að ríkis- stjórnin móti og leggi fram sem allra fyrst raunhæfa stefnu í víniu- varnarmálum og afbrotavörnum. Heildarstefnu vanti átakanlega, eins og segir í ályktuninni. Ennfremur er skorað á stjórn- völd að beita sér fyrir raunhæfri endurskoðun og endurbótum á stöðu fíkniefnarannsókna og fíkni- efnalöggæslu. Nauðsynlegt sé að auka sjálfstæði fíkniefnalögregl- unnar og stytta boðleiðir svo hægt sé að bregðast við skjótt, hvar og hvenær sem er. Loks felur fulltrú- aráðið stjórn sambandsins að beita sér fyrir því að sjálfræðisaldur verði hækkaður úr 16 árum í 18 á yfirstandandi þingi. Kaþólskir biskupar funda FUNDI kaþólskra biskupa á Norð- urlöndum sem staðið hefur yfir í Reykjavík lýkur í dag. Aðalum- ræðuefni fundarins var staða kvenna og vandamál flóttamanna á Norðurlöndum. A sunnudag sungu biskuparnir hátíðarmessu í St. Jósefskirkju í Hafnarfirði. Fund biskupanna sitja Hans Martensen, fráfarandi biskup Kaupmannahafnar, Paul Verschur- en, biskup í Helsinki og formaður biskuparáðs, Gerhard Schwenzer, biskup í Ósló, Georg Mtiller, prel- áti Þrándheimsbiskupsdæmis, Jó- hannes Gjjsen, biskup og stjórnandi Reykjavíkurbiskupsdæmis, William Kenney, aðstoðarbiskup í Stokk- hólmi, Hubertus Brandenburg, biskup í Stokkhólmi og varafor- maður biskuparáðs, Czeslaw Koz- on, biskup í Kaupmannahöfn, séra Georg, systir Angela Corsten, aðai- ritari biskuparáðs, og Gerhard Goebel, biskup í Tromsö. Morgunblaðið/Þorkell Félag áhugamanna um tréskurð stofnað Margir ná gríð- arlegri leikni Evert Kr. Evertsson Evert segir að það hafí um allnokkurt skeið blundað í nokkrum áhugamönnum um tréút- skurð að stofna einhvers konar hóp. í fyrstu var hug- myndin að leigja sameigin- legan sal eða vinnuaðstöðu. Þegar málin voru rædd fram og til baka kom hins vegar í ljós að sameiginleg hugðarefni og hagsmuna- mál voru svo mörg að niður- staðan hlaut að verða sú að stofna sérstakt félag og gekk það eftir um síðustu mánaðamót. Félag áhuga- manna um tréskurð varð þá að veruleika. Hver voru markmiðin? Evert svarar því. „Við viljum efla og kynna tréskurðarlistina, standa fyrir sýningum og útgáfu fréttabréfs, koma á tengslum milli tréskurðarfélaga og klúbba erlendis, útvega kennara og standa fyrir námskeiðahaldi, standa fyrir fræðslu- og kynnis- ferðum innanlands sem utan og síðast en ekki síst stuðla að því að myndskurðarmenn fái meiri umbun fyrir vinnu sína en hingað til. Fleira mætti nefna.“ Eruð þið ánægðir með undirtekt- irnar? „ Undirtektirnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Alls mætti 91 maður á stofnfund- inn ognú aðeins nokkrum dögum seinna eru félagar orðnir milli 130 og 140. Hannes Flosason hefur um áratuga skeið rekið myndskurðarskóla og það hafa um 1.000 manns lært hjá honum. Þetta segir nokkuð um áhugann. Það eru ótrúlega margir sem annaðhvort hafa verjð á kafi í tréskurði eða eru það í dag. Hvað eru menn helst að skera út og er á allra færi að vasast í þessu? „Það er nú ýmislegt sem menn skera út og menn verða auðvitað misjafnir í þessu eins og öðru. Alveg eins og það liggur ekki fyrir öllum að verða snjallir í handbolta eða fótbolta. En mjög margir ná gríðarlegri leikni og flestir ná að minnsta kosti tökum á einföldum útskurði. Svo þegar menn eru komnir af stað í þessu þá gleymist gersamlega stund og staður. Það er allt mögu- legt skorið út. Margir eru í svokölluðum lág- myndum, byrja með fjöl sem getur verið einfaldur glasabakki, eða stórt verk á vegg. Aðrir eru í styttugerð, skera þá gjarnan út fugla, físka og margt fleira. Þá má nefna hóp sem er mest í nytjalist, en þeir sem eru í honum skera gjarnan út kaffi- pokagrind, bréfaklemmur, nálar- hús, gestabækur og margt fleira. Það er í raun fátt sem ekki er hægt að skera út. Þá eru þeir snjallari talsvert beðnir um að skera út skrautmuni eft.ir pöntun, t.d. nöfn á hús og sumarbústaði, eða skrautverk svipað því sem menn geta séð í Eden í Hvera- gerði.“ Er mikið mál að setja sig inn í myndskurð og hvaða aðstaða þarf að vera fyrir hendi? „Það er ekki mikið mál að nema tréskurð, hann er víða kenndur, m.a. hjá Hannesi Flosa- syni eins og ég gat um áðan og ►Evert Kr. Evertsson er fæddur í Reykjavík 26. desem- ber 1945. Hann er líka uppal- inn þar í borg. Hann er lærður bakarameistari og rekur heildverslunina Efnagerð Laugarness, sem flytur inn m.a. efni til brauð- og köku- gerðar. Síðan árið 1983 hefur hann auk þess verið mikill áhugamaður um tréútskurð og hefur flutt inn frá Evrópu bæði bækur þar um svo og tæki og tól til útskurðar. Eig- inkona Everts er Sigríður Guðrún Héðinsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og Ijósmóðir. Dóttir þeirra hjóna er Sjöfn Evertsdóttir leiklistarnemi. Evert var nýverið kjörinn fyrsti formaður Félags áhuga- manna um tréskurð. einnig í kvöldskóla í Kópavogi, í Tómstundaskólanum og jafnvel víðar. Það er hægt að fara af stað með litla fjármuni, en menn geta verið mjög vel settir tækjum og tólum með fjárfestingu upp á 25.000 til 30.000 krónur. Einn af kostunum við tréskurð er að það er hægt að stunda hann skammlaust nánast hvar sem er, jafnt við sófaborðið í stofunni heima eða á sérstökum verk- stæðum. Þá er hægt að taka tólin með sér, t.d. í sumarbústað og dunda þar við skurðinn. Miðað við reynsluna þá sýnist mér að þótt hver sem er geti reynt fyrir sér í tréskurði, og við séum með félags- menn á öllum aldri, þá virðist þetta henta sér- staklega eldra fólki. Ég hef ekki kannað það, en ég gæti trúað því að meðalaldurinn í félaginu sé vel yfir sextugt." Er þetta ekki hættulegt, fækkar ekki fingrum landsmanna við fjölgun tréskurðarmanna? „Járnin bíta, það er ekki spurning. Hitt er svo annað mál að mönnum er kennt að beita tólunum og það eru handtök sem lærast fljótt og vel. Hættan eykst þó þegar unnið er við flóknari verk, t.d. ef menn geta ekki fest efniviðinn í þvingu og þurfa að halda við með hendi. Það þarf auðvitað að gæta að sér, en ef slys verða, þá er þó bót í máli, að það geta verið djúpir skurðir, en hreinir. Sár sem gróa auðveld- lega, annað en þegar menn slasa sig á fræsurum eða sögum.“ Útskurð má stunda skammlaust hvar sem er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.