Morgunblaðið - 12.03.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 12.03.1996, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ____________VIÐSKIPTI____________ Áfrýjunarnefnd hafnar kröfu Össurar hf. vegna útboðs Tryggingastofnunar Ekki grund- völlur fyrir íhlutun ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis- mála hefur hafnað kröfu Össurar hf. um að ákvörðun Samkeppnisráðs frá 20. desember síðastliðnum vegna útboðs Tryggingastofnunar til kaupa á spelkum, gervilimum og bæklunarskóm verði ógilt og að grip- ið verði til íhlutunar gegn útboðinu á grundvelli 2. mgr. 17. gr. sam- keppnislaga. Nefndin tók enga af- stöðu til þeirrar kröfu samkeppn- isráðs að ákvörðun þess frá 20. des- ember sl. yrði staðfest og segist Kristján Guðjónsson, lögfræðingur Tryggingastofnunar, því líta á þessa niðurstöðu sem ákveðna uppreisn æru fyrir stofnunina og staðfestingu á því að hún geti notast við óbreytt útboðsfyrirkomulag áfram. Össur hf. kærði á sinum tíma umrætt útboð til Samkeppnisráðs. Ráðið taldi útboð Tryggingastofn- unar ekki vera í anda góðra sam- keppnishátta og beindi þeim tilmæl- um til stofnunarinnar að hún tæki í framtíðinni tillit til þeirra áhrifa sem útboðin kynnu að hafa á mark- aðinn. Ráðið taldi hins vegar ekki ástæðu til þess að grípa til sérstakra aðgerða vegna útboðsins. Össur hf. kærði þann hluta ákvörðunarinn- ar til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála og krafðist þess sem fyrr seg- ir að hún yrði ógilt og gripið yrði til íhlutana gegn útboði Trygginga- stofnunar sem fælu í sér bann eða fyrirmæli til Tryggingastofnunar um að „viðhafa ekki útboð aftur á þeim hjáipartækjabúnaði sem mál þetta fjallar um“. Samkeppnisráð krafðist þess hins vegar að ákvörðun þess yrðj staðfest. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að „útboðsfyrirkomulag við kaup á vörum og þjónustu á vegum opin- berra aðila ... sé í anda samkeppni- slaga og efli að jafnaði virka sam- keppni". Jafnframt segir í úrskurði nefndarinnar: „Skilja verður útboðs- meðferð Tryggingastofnunar ríkisins svo, að greiðsluþátttaka (styrkir) stofnunarinnar á samningstímanum skuli miðast við kaup sjúklinga á hjálpartækjum frá þeim aðilum sem buðu lægst verð í hvem vöruflokk. Fallast má á það með samkeppnis- ráði að í því felist ákveðið forræði um það hvert viðkomandi sjúklingur beini viðskiptum sínum. Þó verður útboðsmeðferð, eins og hér háttar til, ekki bönnuð af þeim ástæðum." Tryggingastofnun reynt að takmarka skaðleg áhrif Áfrýjunamefnd telur í úrskurði sínum að ljóst sé að vegna markaðs- aðstæðna hér á landi geti útboð af þessu tagi haft skaðleg áhrif á sam- keppni, sé ekki rétt að þeim staðið. Hins vegar hafí Tryggingastofnun áskilið sér rétt til þess að skipta kaup- unum milli bjóðenda auk þess sem upplýst þyki að stofnunin hafi að öðru leyti haft að markmiði að lág- marka skaðleg áhrif samkeppni. Áfrýjunarnefnd segist því ekki geta fallist á það með áfrýjanda að lagaleg skilyrði séu fyrir hendi til að samkeppnisyfirvöld geti almennt með íhlutunaraðgerðum bannað útboð .Tryggingastofnunar ríkisins við val á þeim aðilum sem stofnunin beini viðskiptum sínum til. „Að öllu þessu virtu og með vísan til forsendna sam- keppnisráðs að örðu leyti er ekki unna að fallast á kröfugerð áfrýjanda í máli þessu.“ Ciba og Sandoz sameinast Næststærsta lyfja- fyrirtæki heims Basel. Reuter. SVISSNESKU lyfjafyrirtækin Ciba- Geigy og Sandoz í Basel hafa skýrt frá mesta fyrirtækjasamruna í heim- inum til þessa og þegar þau samein- ast verður hið nýja fyrirtæki þeirra hið næstærsta í heiminum á sínu sviði. Nýja lyfjafyrirtækið fær nafnið Novartis og kemur næst Glaxo Wellcome í Bretlandi með 4,4% hlut- deild á heimsmarkaði, en enginn keppinautur þess mun selja eins mik- ið af lífrænum efnum. Sérfræðingar fagna sameining- unni, sem þeir telja að muni leiða til meiri hagkvæmni í rekstri, auka samvirkni og draga úr rekstrar- kostnaði. Fjárfestingar og rann- sóknir verði markvissari og dreifing og markaðssetning muni eflast. Fyrirtækin áætla að 1.8 milljarðar svissneskra franka muni sparast á næstu þremur árum vegna samein- ingarinnar. Þrátt fyrir nokkurn stofnkostnað er gert fyrir stóraukn- um hagnaði fyrsta starfsárið. Sumir sérfræðingar telja þó að stofnkostn- aður geti orðið meiri en ætlað er. Ciba segir að við samrunann verði starfsmönnum fækkað um 10% eða 13.000. Sameiningin sé rökrétt í ljósi þess að starfssvið fyrirtækjanna séu svipuð og þróun í lyfjaiðnaði hafi stefnt í átt til samruna. Hlutabréf í Ciba hækkuðu um 235 í 1365 svissneska franka við fréttina og bréf í Sandoz hækkuðu um 150 í 1300 franka. Eimskip býður út 400 milljóna skuldabréf EIMSKIP hefur ákveðið að ráðast í útboð á skuldabréfum innanlands að íjárhæð 400 milljónir króna og hafa náðst samningar við Verðbréfamark- að íslandsbanka um að annast útboð- ið. Bréfin verða gefín út í íslenskum krónum til tíu ára og bera fasta vexti auk verðtryggingar. Þessi kjör eru u.þ.b. 0,2% yfír húsbréfavöxtum í dag. Samhliða þessu verður gerður myntskiptasamningur við íslands- banka og munu endanleg kjör lánsins því miðast við erlenda gjaldmiðla. Þannig mun félagið njóta mjög hag- kvæmra vaxtakjara sem bjóðast á erlendum fjármálamörkuðurti, að því er segir í frétt. Félagið gerði sambæri- legan samning við bankann á sl. ári og greiðir af því láni 0,5% vaxtaálag á erlenda millibankavexti. Hins vegar eru vaxtakjör þessa samnings veru- lega hagstæðari. URVERINU Morgunblaðið/Kristján Súlan með fullfermi SÚLAN EA kom með fullfermi af loðnu í Krossanes sl. sunnu- dag, alls um 760 tonn. Með þess- um afla hófst hrognataka í Krossanesverksmiðjunni. Krist- inn Snæbjörnsson, stýrimaður á Súlunni segir að loðnuvertíðin hafi gengið mjög vel, bæði hef- ur tíðarfar verið gott og mo- kveiði á miðunum. Afli Súlunn- ar frá áramótum er um 13.000 tonn, sem er um 1000 tonnum meiri afli en skipið fékk á allri vertíðinni eftir áramót í fyrra. Kristinn sagðist ekki sagt geta til um það hvort vertíðinni væri að Ijúka að þessu sinni en skipveijarnir á Súlunni ætla að reyna fyrir sér eitthvað lengur. Túrarnir hafa verið mislangir á vertíðinni og farið allt niður í nokkra klukkutíma. „Þegar við lönduðum í Þorlákshöfn kom það tvívegis fyrir að við fórum út kl. 7 að morgni og vorum komnir aftur að bryggju um hádegi með 300-500 tonn. Á þeim tíma vorum við Iíka farnir að taka með farþega í skoðunar- ferð,“ sagði Kristinn. Myndin var tekin er Súlan kom til löndunar í Krossanesi sl. sunnudag. Vilja ábyrgari veiðisljóm GREENPEACE-samtökin hafa sent frá sér drög eða yfirlýsingu um það, sem þau kalla „ábyrga fisk- veiðistjórn", og vonast eftir ábend- ingum og athugasemdum frá hags- munasamtökum í sjávarútvegi áður en endanleg afstaða þeirra í þessum málum verður mótuð. I yfirlýsingunni segir, að fjöl- breytni lífsins í sjónum hafi orðið fyrir miklum skakkaföllum af völd- um rányrkju og hrygningarstöðvar margra tegunda verið eyðilagðar. Við þessu verði að bregðast með betri umgengni og með því að breyta að sumu leyti núverandi neysluvenjum. Grænfriðungar segja, að ávallt sé nauðsynlegt að fara varlega, jafnvel þótt stofnar séu taldir standa vel, og hvatt er til, að niður- greiðslum í sjávarútvegi, sem einatt stuðli að ofveiði, verði alveg hætt. Af öðrum tillögum má nefna, að lagt er til, að veiðar verði aldrei leyfðar nema að undangenginni vís- indalegri úttekt á viðkomandi stofn- um og samtökin vilja banna þá só- un, sem felst í því að veiða fisk eingöngu vegna hrognanna. Þá er einnig lagt til, að veiðarfæri, sem valda tjóni á umhverfinu, verði bönnuð. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson. JÓNATAN Ásgeirsson, sem verið hefur skipsljóri á Haffara, verður skipstjóri á Andey. Hann er hér ásamt framkvæmdastjóra Frosta hf. Ingimari Halldórssyni. Jónatan tekur við Andey ísafirði. Morgunblaðið. NÝTT skip bættist í flota Súð- víkinga í lok siðustu viku, er frystitogarinn Andey SF 222 Iagðist að bryggju í fyrsta sinn í Súðavík. Það er Frosti hf. i Súðavík, sem hefur keytp skipið af Garðey hf. á Höfn í Horna- firði og mun það koma í stað Haffara ÍS, sem auglýstur hefur verið til sölu. Andey SF, sem er 211 tonna frystiskip, verður undur skipsljórn Jónatans Ás- geirssonar, sem um árabil hefur verið skipstjóri á Haffara. Ráð- gert er að skipið verði tekið upp í slipp á næstu dögum og í fram- haldi af því mun skipið halda í sína fyrstu veiðiferð fyrir nýja eigendur, en skipið verður gert út á rækjuveiðar. Nafni skipsins verður ekki breytt að svo stöddu. Við skipstjórn á Haffara tekur Jón Steingrímsson. I I > í > I í I I í I £ i I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.