Morgunblaðið - 12.03.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.03.1996, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ' ERLENT _ A Skotárás Vítisengla á Kastrup í Kaupmannahöfn o g á Fornebu í Osló Uppgjör milli stríðandi glæpafylkinga Grunur um skipulagða fyrirsát Reuter LÖGREGLA breiðir yfir lík félaga í Bandidos sem féll í skotárás á Kastrup-flugvelli á sunnudag. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FÉLAGAR í mótórhjólaklúbbnum Bandidos efndu til samkomu í Helsinki í Finnlandi um helgina til að halda upp á að félagsskapur þeirra í Finnlandi hafði verið viðurkenndur sem fullgildur aðili að alþjóðasamtökum Bandidos og vígslu nýs húsnæðis klúbbsins. A sama tíma voru Vítisenglarnir með húðflúrssýningu í borginni en þeir eru húflúraðir í bak og fyrir. Einhveijar róstur urðu í borginni en að sögn danskra blaða var finnska lögreglan með mikinn viðbúnað. Einnig er sagt að and- rúmsloftið í flugvélunum, þar sem meðlimir beggja klúbba voru, hafi verið heldur óþægilegt. Það var hins vegar enginn við- búnaður á Kastrup, þegar með- limir klúbbanna tóku að streyma þangað á sunnudag heim frá Helsinki. Margir áttu leið þar um, bæði danskir meðlimir og sænskir frá Skáni, þar sem mikið er af þessu liði. En þó lögreglan hafi ekki verið í viðbragðsstöðu, voru klúbbmeðlimimir það, því flestir þeirra bám skotheld vesti. Ekki fundust vopn á þeim við brottför- ina frá Helsinki. Á bílastæðinu fyrir utan biðu þrír bílar með fjórum klúbbmeð- limum. í stað þess að bíða þess að foringjarnir kæmu út, komu þrír bílar keyrapdi að kl. 16.30, út úr þeim stigu vopnaðir menn og skutu umsvifalaust á þá fjóra, sem voru í bílunum. Einn mann- anna dó á staðnum, hinir þrír særðust. Einn þeirra keyrði af stað í áttina að flugvallarbygg- ingunni, steig út úr bílnum og reikaði inn í bygginguna með blóðslóð á eftir sér. Sá látni lá á gangstéttinni og var myndaður í bak og fyrir, þar sem hann lá þarna í meira en þrjár klukku- stundir. Þar sem ekki fundust vopn á neinum þeirra, sem voru nýkomn- ir, leikur grunur á að um skipu- lagða fyrirsát hafi verið að ræða. Vitnum ber saman um að í fyrstu hafi þeir haldið að einhver væri með flugelda. Ýmsir óbreyttir borgarar voru skammt frá en enginn var í hættu. Árásarmenn- irnir keyrðu umsvifalaust í burtu en bílnúmerin náðust og um er að ræða bíla, sem tengjast Vítis- engla-klúbbum. Tveir bílanna fundust fljótt mannlausir en í þeim þriðja fannst maður, sem var óvopnaður er hann náðist. Glæpaveldi, sem virðir engin landamæri Nokkurn veginn samtímis því að skotárásin var gerð við Kas- trup átti sams konar atburður sér stað við Fornebu-flugvöll í Osló. Þar var að sögn ekki skotið á meðlim Bandidos, en á mann tengdan klúbbnum. Árásin í Nor- egi ýtir undir hald manna að um sé að ræða uppgjör stríðandi klúbba, sem starfa þvert yfir landamæri. í Noregi hafa mótor- hjólaklúbbarnir og starfsemi þeirra vakið áhyggjur undanfarið um að veldi þeirra færi vaxandi. Danska Ekstra-Bladet hefur und- anfarna viku verið með greina- flokk í gangi um starfsemi mótor- hjólaklúbbanna og leitt að því lík- um að aðeins væri spurning um tíma hvenær upp úr syði milli stríðandi fylkinga um völd, eink- um yfir eiturlyfjamarkaðnum nor- ræna. í Svíþjóð hefur verið mikil umræða í vetur um umsvif klúbb- anna vegna fjölmargra dóms- mála, sem þeir eiga aðild að. íslendingur kom fyrstur að Sjokkið kom dag- inn eftír „ÉG var eiginlega það dofinn í fyrstu að það lagði ekki að mér óhug. Það var ekki fyrr en í dag, sólarhring síðar, að ég áttaði mig raunverulega á því hve óhugnanleg aðkoman var. Og þá var það sem sjokkið kom, þegar ég hugsaði til baka,“ sagði Ágúst Erlingsson gröfustjóri í Kaupmannahöfn í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var meðal þeirra fyrstu sem komu á vettvang eftir skotbardaga glæpahópa á Kastrup-flugvelli í fyrradag. „Sem betur fer varð ég ekki vitni að skotbardaganum og get þakkað það að hafa ekki fundið strax strætisvagnaskýli sem ég ætlaði í. Atburðurinn átti nefnilega sér stað beint fyrir framan skýlið. Ég heyrði skothvellina þegar ég var á gangi að skýlinu. í fyrstu hélt ég að þar væru að verki menn sem fæla fugla af flugbrautunum á Kastrup. En þegar ég nálgaðist skýlið sá ég lögreglumenn á hlaup- um á móti mér og grunaði að eitt- hvað væri að. Um það leyti kom ég að fyrri bílnum af tveimur sem skotnir höfðu verið í tætlur. Inni í honum voru tveir menn stumrandi yfir þeim þriðja, alblóðugum og illa særðum. Ég kíkti síðan á næsta bíl og í sömu andrá komu þar að tveir lög- reglumenn. Þar lá ungur maður í valnum. Lögreglumennirnir reyndu lífgunartilraunir í allt að hálfa klukkustund og stóð ég þar hjá á meðan. Það var þó ljóst, að hann maðurinn var helsærður því blóðið fossaði úr honum,“ sagði Ágúst. Yfirhagfræðingur þýska seðlabankans EMU gæti ógn- að tilvist ESB London, Bonn. The Daily Telegraph. SÁMEIGINLEGUR gjaldmiðill gæti að lokum tortímt Evrópusamband- inu, segir yfírhagfræðingur þýska seðlabankans, Otto Issing prófessor, í ritgerð sem gefín er út af Institute of Economic Affairs. Issing segir að ef EMU verði að veruleika verði rík- ari Evrópuríki stöðugt að greiða hærri fjárhæðir tii ríkja í suðurhluta álfunnar er yrðu stöðugt fátækari. „Eins og stendur er markmið milli- færslna að viðhalda því kerfí sem er við lýði og renna að mestu til land- búnaðar. í myntbandalagi yrðu milli- færslur að taka mið af utanaðkom- andi áföllum og þær yrði að auka til muna ... Umfangsmiklar greiðslur milli ríkja myndu óhjákvæmilega leiða til spennu og gætu að iokum jafnvel stefnt tilvist sambandsins í hættu,“ segir Issing. Bönd á Belga Hann færir rök fyrir því að sameig- inlegur gjaldmiðill sé ekki raunhæfur ef ekki verði myndað sameiginlegt evrópskt ríki. „Það er ekkert dæmi í sögunni um varanlegt myntsamband er ekki tengdist ríkiseiningu." Issing segir að Maastricht-sáttmál- inn komi ekki í veg fyrir að ríkisstjóm- ir hlaði upp fjárlagahalla og grafi þar með undan gjaidmiðlinum í heild. Eina leiðin til að setja bönd á ríki á borð við Belgíu og Ítalíu sé bindandi samkomulag um mörk skattheimtu og opinberra útgjalda. Þar með væri búið að koma á sameiginlegri efna- hagsstjómun. Hann ræðst einnig á hinn félagslega kafla Maastricht og segir EMU kalla á sveigjanlegri vinnumarkað en ekki stífari. Náinn Tietmayer Lengi hefur legið ljóst fyrir að Issing, sem talin er vera óopinber aðstoðarmaður Hans Tietmeyer seðlabankastjóra,' hefur miklar efa- semdir um EMU. Er hann ásamt Tietmeyer sagður sá eini er getur gefíð yfirlýsingar „í nafni“ seðla- bankans. Viðvaranir seðlabankans hafa tii þessa verið hógværar en þær hafa upp á síðkastið orðið mun tíðari. I síðasta mánuði gaf Tietmeyer í fyrsta skipti í skyn að heppilegt gæti verið að fresta EMU-áformunum. Þróun efnahagsmála í Þýskalandi hefur jafnframt kynt undir ÉMU-efa- semdir. í síðustu viku voru kynntar tölur um metatvinnuieysi jafnframt því sem greint var frá því að verg landsframleiðsla hefði dregist saman um 0,5% í fyrsta skipti í þijú ár. Reuter íran, Sýrland og Líbýa hvött til að styðja ekki hryðjuverk GLATT var á hjalla þjá utanrík- isráðherrum Evrópusambandsins er þeir stilltu sér upp til mynda- töku eftir óformleg fundahöld í Palermo á Sikiley um helgina. Fundarefnið var þó grafalvarlegt; ráðherrarnir ræddu einkum um ástandið í Mið-Austurlöndum og baráttuna gegn hryðjuverkum, semstefnt er gegn friðarsamning- um Israels við araba. Ráðherrarnir samþykktu álykt- un, þar sem hryðjuverkamenn og stuðningsmenn þeirra eru harð- lega fordæmdir. Jafnframt var samþykkt að senda sérstaka sendi- nefnd, skipaða fulltrúum þríeykis- ins svokailaða, þ.e. núverandi, fyrrverandi og verðandi forsætis- ríkis ESB, til Sýrlands, íran og Líbýu. Ríkin hafa öll neitað að fordæma hryðjuverkin i Israel og eru talin styðja við bakið á Hamas- skæruliðum. Sendinefndin mun gera stjórnvöldum í ríkjunum grein fyrir því að ESB kunni að skera á ýmis viðskipta- og sljórn- málatengsl, taki þau ekki þátt í fordæmingu hryðjuverka og hætti stuðningi við skæruliða. Á myndinni eru, í fremri röð f.v., Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, Susanna Agnelli, utanríkisráðherra Ítalíu, og írskur starfsbróðir hennar Dick Spring. í aftari röð má sjá grilla í framkvæmdasljórnar- manninn Hans van den Broek að baki Santers, Nils Helveg-Peters- en, utanríkisráðherra Danmerkur og Theodore Pangalos, utanríkis- ráðherra Grikklands. ESB-aðlög- un Letta gengur illa • AÐLÖGUN laga og reglna í Lettlandi að kröfum Evrópu- sambandsins gengur illa og hef- ur Evrópusambandið gagnrýnt mjög vinnubrögð við undirbún- ing Letta fyrir ESB-aðild. Frá þessu greinir lettneska blaðið Diena. Blaðið segir að ESB hafi gagnrýnt breytingar á löggjöf um tollamál, fjármagnsmarkað og samkeppnismál. Jafnframt haf i verið sett út á það að emb- ættismenn, sera sjá um samn- ingu lagafrumvarpa, séu sjálfir látnir dæma um það hvort þau standist kröfur ESB. Sambandið gagnrýnir að ráðgjafar frá ríkj- um utan Evrópu, sem lítið þekki til löggjafar ESB, séu notaðir við undirbúningsvinnuna. • UTANRÍKISRÁÐHERRAR ESB-ríkjanna samþykktu á fundi sínum í Palermo að bjóða starfsbræðrum sínum frá níu Austur-Evrópurílgum, sem sótt hafa um aðild að ESB, auk ráð- herra frá Möltu og Kýpur, að koma til leiðtogafundar ESB í Tórínó síðar í mánuðinum. Leið- togafundurinn markar upphaf ríkjaráðstefnu ESB. Utanríkis- ráðherrum frá hinum væntan- legu aðildarríkjum verður boðið til kvöldverðarfundar með ráð- herrum frá ESB-ríkjum og mun Susanna Agnelli, utanríkisráð- herra Ítalíu, upplýsa þá um gang mála á leiðtogafundinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.