Morgunblaðið - 12.03.1996, Side 24
LISTIR
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Ballett
í Óperunni
LISTDANS
íslcnska ópcran
ÞRENNING
Danshöfundar: David Hanratty
Greenall, Hlíf Svavarsdóttir og
Lára Stefánsdóttir. Tónlist: William
Boyce, Þorkell Sigurbjörnsson, De-
ad can dance. Dansarar: Birgitte
Heide, Christy Lee Dunlap, David
Hanratty Greenall, Eldar Valiev,
Guðmundur Helgason, Jóhann
Freyr Björgvinsson, Júlía Gold,
Katrín Ingvadóttir, Lára Stefáns-
dóttir, Lilia Valieva, Sigrún Guð-
mundsdóttir.
ÞRENNING er yfirskrift þriggja
balletta, sem frumsýndir voru í Is-
lensku óperunni föstudaginn 8.
mars. Þar er heimili óperu á Islandi
og auðvitað ætti heimili listdansins
að vera þar lika. Hann er á hrakhól-
um, sýnir hér í dag og þar á morg-
un. Vissulega er of þröngt um dans-
inn í Islensku óperunni Við núver-
andi aðstæður, en það er bæði sjálf-
sagt og eðlilegt að þessi tvö listform
deili húsi. Þannig er það víðast hvar
annars staðar og ekki að ósekju.
Islenska óperan er að vísu ekki á
hrakhólum, en þó að henni hafi oft
tekist að sneiða hjá, eða réttara sagt
leiða hjá sér þá erfiðleika sem þessi
þröngt skorni stakkur bakar henni,
verður auðvitað ekki unað við þessi
þrengsli mikið lengur og varla er
hægt að stofna til eðlilegrar sam-
búða óperu og listdans fyrr en úr
verður bætt.
En hvorki ópera né listdans eiga
að vera gestir - mismunandi vei-
komnir - í annarra manna húsum.
Þau eiga að deila eigin húsi - og
húsið er til. Gamla bíóið við Ingólfs-
stræti. Fyrst var því breytt í óperu-
hús - nú þarf að breyta því í óperu-
og listdanshús. Það er hægt og kost-
ar margfalt minna en að koma upp
þeirri aðstöðu sem þessar tvær list-
greinar þarfnast í nýju húsi. Auk
þess sem þetta er ekki umfangs-
meiri aðgerð en svo að lafhægt
væri að Ijúka henni fyrir árið 2000.
Það væri nú ekki dónalegt að opna
stækkað, breytt og bætt óperu- og
listdanshús það ár sem Reykjavík
verður ein af menningarborgum
Evrópu.
En víkjum þá aftur að „Þrenn-
ingu“. Fyrsta verkið af þremur var
„Tilbrigði" eftir David Hanratty Gre-
enail, við tónlist eftir William Boyce.
Það er mikið dansað í þessu verki,
e.t.v. of mikið og of margir að verki.
Þettá verk hæfði a.m.k. ekki sviðinu
í íslensku óperunni vel og vera má
að það tæki sig betur út annars stað-
ar, þar sem betur andaði um það.
Þetta er glaðlegt verk og haglega
samið, en án innihalds eða sérstaks
stíls. Þó verkið heyri ekki til tíðinda,
var greinilegt að dansararnir höfðu
gaman af að dansa það og það skipt-
ir ekki litlu. Þeir spreyttu sig á alls
konar sporum sem þeir verða að
hafa gott vald á eigi þeir að rísa
undir nafni og stóðust meira og
minna prófið. Þetta er fyrsta dans-
verk sem ég sé eftir David (ég veit
hann hefur þegar samið nokkur) og
ber mörg einkenni þess að höfundur
hefur ekki enn fundið sér farveg,
en er fyrst og fremst að setja saman
spor - nokkurs konar stílæfingar -
sem í besta falli verða honum gott
veganesti til dýpri og markvissari
átaka. En víst er um það að ef sá
áhugi, kraftur og gleði sem geislar
af honum á sviðinu fylgir honum líka
utan sviðs, má vænta einhvers góðs
af samvinnu dansara, nemenda og
hans í framtíðinní.
Annað verkið á dagskrá var „Af
mönnum". Bæði Hlíf og þetta verk
eru öllum sem eitthvað fýlgjast með
á þessu sviði kunn - og það af góðu.
„Af mönnum" er einkennilegt verk,
frumstætt og fágað í senn, fagurt í
Ijóðleika og öfugt, nútímalegt og
goðsögulengt í bland. Heillandi verk!
Ekki hef ég hugmynd um hvað dans-
höfundurinn var að hugsa þegar
hann samdi þetta verk, en það skipt-
ir engu máli. Hitt skiptir öllu máli
að það leynir sér ekki að hann hugs-
aði mikið og það gerði ég líka þegar
ég horfði á það, bæði nú og áður.
En ég hugsaði ekki neitt ákveðið eða
markvisst. Datt hitt og þetta í hug.
T.d. vinna, samábyrgð, einangrun,
helgiathafnir, þráin eftir sameiningu
sem aldrei er möguleg, grimmd, af-
skiptaleysi, einmanaleiki sem ekki
verður rofinn þrátt fyrir vilja og
löngun. En ástin og gleðin voru ekki
á staðnum, í hæsta lagi brá öðru
hvoru fyrir örlítilli kímni af kald-
hæðnislegum toga. Allt þetta og
margt fleira kom í minn huga, hvað
kom í annarra veit ég auðvitað ekk-
ert um. ÖIlu máli skiptir að hugsan-
irnar vakna, ímyndunaraflið fer í
gang og maður breytist úr áhorf-
anda í þátttakanda. Ekki má gleyma
þætti Þorkels Sigurbjörnssonar. Ég
treysti mér ekki til að segja neitt
um það, hvemig þessi tónlist stæði
ein og sér, til þess skortir mig þekk-
ingu, en á þessum stað með þessu
verki er hún frábær og Hlíf kann
líka að nýta hana.
Það verður að segjast eins og er
að mér fannst „gamli dansflokkur-
inn“ gera þessu verki betri skil, en
sá „nýi“. Þetta verk undirstrikaði
nefnilega styrkleika þess „garnla".
túlkun, stíltilfinningu og tilfinninga-
lega ögun, sem eru aftur á móti veik-
leikar þess „nýja“. Auk þess vantaði
nokkuð upp á nákvæmni og samstill-
ingu. En það er einmitt af átökum
við svona verk, full af stíl og inni-
haldi - þó órætt sé - sem Islenski
dansflokkurinn hlýtur að vaxa.
Þá er komið að henni Láru Stef-
ánsdóttur. Hún ætlaði ekki að gera
það endasleppt! Síðastliðinn áratug
hefur hún sem dansari og listamaður
vaxið af vegsemd hverri og sannaði
það með dansi sínum í „Af mönn-
um“, en svo Iætur hún sig ekki
muna um að sveifla fram verkinu
„Hjartsláttur" sem fullkomnaði
„Þrenninguna“. Nú verð ég að segja
að það gildir það sama um dansverk
Láru og Davids, ég hef ekki séð
heil verk eftir hana fyrr - einungis
dansa og hreyfingar á leiksýningum.
„Hjartsláttur" er langt frá því að
vera gallalaust og þroskað verk, en
það leynir sér ekki að Lára ber ftjó-
korn góðs danshöfundar í sér, frum-
leika, stílfinningu og „músíkalitet",
hugmyndaflug og kunnáttu, auk
þess sem henni virðist liggja eitthvað
á hjarta. Hún nýtur þess vel í þessu
dansverki að þekkja dansárana út
og inn og kann að notfæra sér styrk-
leika þeirra. Sigrún Guðmundsdóttir
og Jóhann Freyr Björgvinsson eru
fallegt par og klæða hvert annað.
Hún er að sönnu betri og þroskaðri
en hann, sem er ekkert skrítið, hún
er búin að vera miklu lengur við
leistann, en hann er sannarlega á
góðri leið. Fer stöðugt fram og hef-
ur flest það til að bera sem góðan
dansara .prýðir, sérstaklega fallegar
línur, léttur og fimur. Auk þess að
hlú að honum tæknilega, þarf hann
fyrst og fremst að takast á við kröfu-
hörð verkefni túlkunarlega séð, en
þar liggur veikleiki hans enn sem
komið er. En þar má lína greina
framför. Nærvera hans á sviðinu er
miklu opnari og sterkari en hún var.
En það var Lára sem var stjarna
kvöldsins. Nú þarf að fóstra hana
vel. Ef það verður gert, er mikils
af henni að vænta og verður spenn-
andi að fylgjast með henni. Vonandi
jafnspennandi og að fylgjast með
ferli hennar sem dansara. Velkomin
og til hamingju Lára.
Smá aðfinnslur í lokin. Enn er
sama umkvörtunin um skort á um-
búnaði, þ.e. engin leikmynd og tón-
list flutt af bandi. Þessi fátækrastíl
má ekki verða hlutskipti íslenska
dansflokksins öllu lengur. Þó að
ljósahönnuðurinn Jóhann Bjarni
Pálmason gerði sitt besta til að lífga
upp á útlitið með ljósabreytingum
og skreytingum á bakgrunni, dugir
það ekki til. En það er alveg óþarfi
- þó að tónlist sé flutt af bandi -
að geta ekki um hljóðfæraleikara
né stjórnanda, hvorki tóniistar né
upptöku. Eins er búningahönnuðar
ekki getið, nema Sigrúnar Úlfsdótt-
ur sem á heiðurinn af búningunum
í „Af mönnum“, en þeir eru óvenju-
legir bæði hvað varðar liti og línur
- frumlegir og fallegir. Það sama
verður ekki sagt um búningana í
„Hjartslætti". Skelfing fannst mér
þeir óklæðilegir, a.m.k. fyrir neðan
mitti. Fölblátt silki, sem var engin
hreyfing í og tók illa við ljósi - auk
þess sem það kipraði á öllum saum-
um, þannig að hvorki hönnun (höf.
óþekktur) né útfærsla var til sóma.
En kvöldið var í heild ánægjulegt
- miklu ánægjulegra heldur en í
Borgarleikhúsinu í haust - fyrst og
fremst var Hlíf og Láru fyrri að
þakka og þá er bara að bíða eftir
að ný „þrenning" sjái dagsins ljós,
þ.e. að Nanna Ólafsdóttir bætist í
hópinn, en von er á nýju verki eftir
hana og Siguijón Jóhannsson á lista-
hátíð í vor. Eitthvað að hlakka til!
Þórhildur Þorleifsdóttir
248
VINNINGAR
Auk þess eru dregnar út
þrjár utanlandsferðir fyrir
tvo á hverjum
miðvikudegi í mars.
Aðeins dregið úr
greiddum miðum. Fylgstu
með í Sjónvarpinu!
Þú vinnur hvernig
sem á það er litið!
Vinningar að verðmætf
35 miKjónir
yið drögum
ÍT\ I lirii I I -'föf % Því fyrr sem greitt er
9119 1 9 91 þess meiri möguleikar.
alla miðvikudaga í mars.
Y*.
atv: Happdrætti
Slysavarnarfélags Íslands
Ljóðatón-
leikar í Sel-
fosskirkju
GUÐRÚN Edda Gunnarsdóttir
mezzo-sópran og Iwona Jagla
píanóleikari halda tónleika í
Selfosskirkju í kvöld kl. 20.30.
Á efnisskrá eru lög eftir Pál
ísólfsson, Markús Kristjáns-
son og Jórunni Viðar, ásamt
lögum eftir Hildigunni Rún-
arsdóttur.
Þá flytja þær kunn lög eftir
franska tónskáldið Gabriel
Fauré og þýska tónskáidið
Richard Strauss.
Síðan flytja þær verk sem
ekki hafa verið flutt hér á landi
fyrr. Þar ber fyrst að nefna
dramatískt verk eftir franska
tónskáldið Caplet, samið við
bæn eftir prestinn Lacordaire.
Þar á eftir flytja þær fjögur
sönglög eftir landa hans
Jacques Ibert en hann samdi
einungis átta sönglög á löng-
um ferli.
Að lokum verða flutt lög
eftir John Musto við Ijóðatexta
Langston Hughes.
Guðrún Edda lauk masters-
prófi í söng frá New England
Conservatory of Music í Bos-
ton árið 1992.
Iwona Jagla lauk masters-
og einleikaraprófi í píanóleik
frá Tónlistarakademíu Gdansk
í Póllandi 1983. Hefur hún
undanfarin ár kennt við Söng-
skólann í Reykjavík.
Aukatónleik-
ar með
Kvennakórn-
um og Agli
DAGANA 4. og 6. mars síðast-
liðinn hélt Kvennakór Reykja-
víkur ásamt Léttsveitinni, Agli
Ólafssyni og hljómsveit Aðal-
heiðar Þorsteinsdóttur þrenna
gospeltónleika fyrir fullu húsi
í Loftkastalanum.
Vegna fjölda áskorana
verða þessir tónleikar, sem
báru heitið „Ég trúi á ljós“,
endurteknir miðvikudaginn
13. mars. Haldnir verða tvenn-
ir tónleikar og hefjast þeir
fyrri kl. 20 og hinir seinni kl.
22.
Miðar verða seldir við inn-
ganginn og hjá kórfélögum.
Háskólatón-
leikar falla
niður
TRIO Björns Thoroddsen
ásamt Agli Ólafssyni sem
koma áttu fram á Háskólatón-
leikum í Norræna húsinu á
morgun miðvikudag kl. 13.30
falla niður.
Tónleikarnir verða auglýstir
síðar.
FYRIR
WINDOWS 95
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055