Morgunblaðið - 12.03.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.03.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 25 LISTIR Lýsandi flóra gögn á sýning- um núlistafólks er svo er komið, eða sitthvað úr skreytikenndri list ' notagildis, svo vísað sé til kögranna. Myndhugsun- in er þó nokkuð önnur og sér- tækari og hér hefur sjálf inn- setningin í rýmið dijúgu hlutverki að gegna. Og sé litið á þá hlið PHILLIPPE Riehard, „Flöskuskeyti". Óþolandi heim- ur - og þó MYNPPST Kjarvalsstaöir INNSETNING Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir. Opið alla daga frá 12-18. Til 25. marz. Aðgangur 300 krónur. LISTAKONAN hefur verið bú- sett á eyjunni Svíavirki fyrir utan Helsingfors í heil sjö ár, en þang- að kom hún upprunalega til að vinna í einni af vinnustofum Nor- ræna listabandalagsins. Vel er búið að listamönnum á staðnum og er þetta eitt hið jákvæðasta, sem bandalagið hefur tekið sér fyrir hendur í allri sögu sinni. En um nýtinguna er mér ekki vel kunnugt nema að Islendingar sækja stíft þangað, þótt þeim þyki sumum staðurinn full einangraður, jafnvel leiðinlegur. Það má þó teljast misskilning- ur, því það eitt að hafa möguleika á að vinna einangraður, laus við brauðstritið og ótruflaður í fimm mánuði má vera hverjum metnað- argjörnum listamanni mikilfeng- leg tilhugsun. Listrýnirinn hefur nokkrum sinnum sótt bækistöðvarnar heim, bæði á meðan á uppbyggingunni stóð og svo við vígslu aðalsýning- arsalarins fyrir nokkrum árum. Getur staðfest að umhverfið er hið fegursta, þótt innsiglingin sé dálít- ið drungaleg og minnir full mikið á þá frægu mynd „Dauðaeyjan“, sem Arnold Böcklin málaði 1880 og er í listasafninu í Basel í Sviss. Guðrún Hrönn er þó ekki að sama skapi gefin fyrir að sitja á einhveijum múrnum og horfa út á hafið, eins og hún orðar það sjálf, en hins vegar virðist hún hafa meðtekið viðhorfin á listamiðstöð- inni beint í æð. Slíkir þurfa ber- sýniiega hvorki að horfa út um glugga né minnast við haf, hauður og lífsmögnin allt um kring. Þeim sem þekkja til listamið- stöðvarinnar og þróunarinnar inn- an hennar koma verk listakonunn- ar kunnuglega fyrir sjónir, því hin hugmyndafræðilegu viðhorf hafa frá fyrsta degi verið ríkjandi á staðnum og svo fast í þau haldið að þau eru orðin að markaðri hefð. Framsetningin þarf þó engan veg- inn að teljast neikvæð, því innan þessa ramma er margt mjög vel gert, ekki síður en að hin akadem- ísku viðhorf skulu ekki með öllu fordæmd, þótt hér sé ekki leitað eftir máiamiðlun. En hver þekkir ekki smíðisverk, sem minna á hús- framkvæmdarinnar er mestur veigurinn í þeim glóandi blómum eftir endilöngu skilrúmi tengi- byggingarinnar, sem komið er fyr- ir í krukkum á hvolfi, ög þar með dóttir, „Án titils“. DMF, ljósa- pera, glerkrukka, og messing 26x14x16,5 sm. hafa umbreyst í ljóshjálma eða luktarker. Það er þannig eins gott að vera í jarðsambandi við eitthvað í um- hverfinu og fortíðinni, þótt ekki sé það landslag og haf, einungis hreint hvunndagslegt skreyti sem lýsir upp lífið og tilveruna. FORMRÆN FLÖSKUSKEYTI Phillippe Richard. Vesturgangur. Til 25. marz. FRANSKI myndlistarmaðurinn Phillippe Richard er með frumlegan gjörning í afmörkuðum hluta vesturgangs, sem eru 180 myndeiningar og eiga að berast um saltan sjá í formi flöskuskeyta. Hvernig flöskuskeytin munu svo líklega berast með straumum, veðrum og vindum, er svo sýnt á uppdrætti í sýningarskrá, sem er því miður einungis á frönsku og ensku. Enn eitt dæmið um handvönmi, því það er virðingarleysi að bjóða sýningar- gestum upp á óþýdda erlenda texta og gerist enda hvergi nema meðal annars og þriðja flokks þjóða. Alla vega ekki þegar jafn auðvelt á að vera að snara textunum og hér er tilfellið. Og samt er skráin merkt Listasafni Reykjavíkur og listamaðurinn hefur verið búsettur í listamiðstöðinni að Straumi og á báðum stöðunum tala menn tungumálin reiprennandi. þ.e. frönsku á fyrri staðnum og ensku á hinum. Myndir listamannsins, sem að sjálfsögðu eru allar málaðar á pappír og eru nákvæmlega jafn stórar þannig að upprúllaðar passi þær í ákveðna stærð af flöskum, bera svo í sér ýmis formræn skila- boð. Þetta telst þannig alveg ný og sértæk aðferð til að dreifa list og senda formræn skilaboð til við- takenda, sem enginn veit hver verður fyrirfram. Flöskurnar verða einungis sendar, af stað burt í fjar- lægð, eins og það er stundum orð- að. Það sem við blasir á hveijum einingi fyrir sig minnir ekki svo lítið á vissa tegund formæfinga í grunnmenntadeildum myndlistar- skóla og liggur mikil alúð og al- vara að baki þeirra. En hvort þessi myndhvörf geti átt þátt í því að móta stefnu flöskuskeytanna skal ósagt látið, en hugmyndafræðin er fullgild og svo er einungis að bíða og sjá hver framvindan verð- ur, jafnvel þótt það kunni að verða löng bið. Svona líkt og eftir God- ot... Bragi Ásgeirsson IIIKIISI Mcnntaskólinn í Rcykjavík SJÁLFSMORÐINGINN Á herranótt: Sjálfsmorðinginn eft- ir Nikolaj Erdman. Ámi Berg- mann íslenskaði Leikstjóm: Magn- ús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hihnars- son Tóidist: Ólafur Bjöm Ólafs- son. Lýsing: Sigurður Kaiser Guð- mundsson. Aðalleikendur: Ólafur Egill Egilsson, Esther Talia Casey, Sólveig Guðmundsdóttir, Ragnar Kjai*tansson, Katrín B. Valde- marsdóttir, Þorlákur Einarsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Guðrún Lára Pétursdóttir, Bald- vin Þór Bergsson, Logi Viðarsson, Hlynur Páll Pálsson, Sölvi Sigurð- arson. Fmmsýning í Tjarnarbíói 7. mars. í VANDAÐRI, fjölþættri og ítarlegri leikskrá skrifar leikstjór- inn, Magnús Geir Þórðarson, eft- irfarandi klausu: Menntaskóla- leiki á Herranótt má rekja allt aftur til fyrri hluta 18. aldar og telst leikfélagið því það eista hér á landi. Leiksýningar á Herranótt þóttu með helstu viðburðum hér á árum áður. En þrátt fyrir fjölda annarra leikfélaga, atvinnuleik- húsa og annarar menningarstarf- semi í höfuðborginni standa leik- sýningar á Herranótt enn traust- um fótum. Metnaður leiksýninga eykst með hveiju árinu ef eitt- hvað er. 0g víst er Sjálfsmorðinginn metnaðarfull sýning. Aðdragand- inn að sýningu Herranætur er einir átta mánuðir. Að þessari uppsetningu standa u.þ.b. 70 manns. Það sést glöggt á sýning- unni að hvergi hefur verið kastað til höndum heldur hvert verk unnið af ítrasta metnaði. Leik- mynd, búninga og lýsingu hafa nemendur unnið undir hand- leiðslu atvinnumanna. Þar er allt eins og best verður á kosið. Leik- mynd er einföld, stílhrein, með- færileg. Búningar eru góðir og lýsing einhver sú besta sem ég hef séð í áhugaleikhúsi. Leikstjórinn Magnús Geir Þórðarson er spútnik á leikstjóra- festingunni og vissulega hefur hann hjálpað MR-ingum til stórra afreka hér, ekki síst í leikrænni tjáningu, svona miðað við aldur og fyrri störf. Það vekur undrun hve mörgum nemendum tekst að skapa heilsteyptar persónur á sviðinu. Framsögn er nokkuð góð hjá flestum og raddbeiting áhugaverð og þroskuð hjá sum- um, t.d. hjá Ölafi Agli í hlutverki sjálfsmorðingjans, Maríönnu Clöru í hlutverki Kleópötru, Hlyni Páli sem prestinum Jelpídíj og Sölva sem Viktori rithöfundi. íslenskur texti Árna Berg- manns er kjarnmikill án þess að vera upphafinn, vandaður án þess að vera leikurunum framandi á tungunni. Upphrópanir eru oft hnittnar. Sagan sjálf segir af atvinnu- leysingja nokkrum, Semjon að nafni, sem hyggst binda enda á líf sitt en skortir til þess vilja þeg- ar á hólminn kemur. En áform hans um að taka eigið líf spytjast út og allir vilja hagnast á dauða hans, því dauðinn einn er afdrátt- arlaus og frelsandi í þjóðfélagi þar sem enginn veit sitt ijúkandi ráð. Með honum einum er hægt að taka af skarið og öðlast mannlega reisn. Formið sem frásögnin rekur sig eftir er hárbeitt háðsádeila sem af og til sleikir jaðra fáránleikans og er biturlega kómísk, allt að því ámátleg stundum en þó meinfynd- in. Þetta form gerir tilteknar kröf- ur um hraða og tímasetningu en þar bregst leikstjóranum af og til bogalistin. Leikritið verður lang- dregið eftir hlé þegar sjálfsmorð- inginn heykist hvað eftir annað á því að kála sér. Áhorfendur hætta að taka mark á honum. Sá efni- legi ungi leikari Ólafur Egill Egils- son rís að vonum ekki undir því að halda' áhuga áhorfandans á Semjoni Podsékalnikov vakandi og óskertum því að í raun er sá auðnuleysingi ekkert annað en einfeldningur með takta. Harm- ræna Semjons felst einmitt í úr- ræðaleysi hans og grunnhyggni. Ólafur hefur afbragðs skýra fram- sögn og er í framför í raddbeit- ingu og hann notar ýmis leik- tæknileg atriði vel í persónusköp- un sinni. Prósessían um sviðið eftir hlé er langdregin. Þar, og víðar í fjöldaatriðum, vantar snerpu. í lofsverðri viðleitni sinni til að gæða hvert einasta hlutverk lífi gengur leikstjórinn stundum of langt og eyðir tíma áhorfenda til einskis, t.d. með gaurana. En þrátt fyrir þessa annmarka er þetta aleitin sýning og áhuga- verð. Áleitin vegna þess að varp- að er ljósi á þætti í mannlegu fari sem eru erfiðir skoðunar, ekki síður í Reykjavík en Rússíá. Áhugaverð vegna þess að hér sýnir margt ungt fólk hvað í því býr. Svo um munar. Guðbrandur Gíslason < to O o X Skólaostur kg/stk. 10% LÆKKUN VERÐ NU: VERÐ ÁÐUR: ÞÚ SPARAR: 647 kr. kílóið. kílóið. 72 kr. á hvert kíló. OSTA- OG SMIÖRSALAN SE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.