Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Um heilsupólitískt happ
í pólitískri tímaskekkju
Á SÍÐUSTU 15-20
áram hafa verið að
þróast nýir starfshætt-
ir í heilbrigðisþjónustu.
Vegna framfara í með-
ferð og greiningu sjúk-
dóma er unnt að sinna
sífellt fleiri sjúklingum
án innlagnar á sjúkra-
hús. í samræmi við
þessa þróun hafa
öflugar læknastofur,
rannsóknastofur og
skurðstofur, verið sett-
ar á stofn af sjálfstætt
starfandi læknum. í
niðurskurði sjúkrahús-
anna hefur þessi þjón-
usta nýst sjúklingum
og ríkissjóði afar vel.
Þessi þróun hefur leitt til hrað-
ari og persónulegri þjónustu við
sjúklinga. Kostnaður skattgreið-
enda hefur lækkað, bæði vegna
lækkaðra taxta með aukinni hag-
ræðingu og af því að heilbrigðisyf-
irvöld hafa gengið á það lag og
komist upp með, í sumum tilfellum,
að láta sjúklingana borga meira
úr eigin vasa, þegar þeir fara til
sjálfstætt starfandi iækna en til
miðstýrðra stofnana.
Hagkvæmt sjúkrahúsunum
Þessi sjálfstæði stofurekstur
hefur ekki aðeins gagnast sjúkling-
um utan spítalanna. Á sjúkrahús-
unum hefur hann leitt til verulega
lækkaðs kostnaðar af þremur
ástæðum: 1) spítalarnir hafa hætt
að sinna smærri aðgerðum og
rannsóknarvinnu og dregið saman
í rekstri, 2) innlagnir sjúklinga
hafa verið betur undirbúnar og
legutími því skemmri, 3) á rann-
sóknardeildum sjúkrahúsanna hef-
ur orðið betra aðgengi að rann-
sóknum, sérstaklega myndgrein-
ingu, sem enn hefur leitt til styttri
legutíma. Þegar dagur á dýrari
deildum sjúkrahúsanna kostar 40
til 50 þúsund krónur fýrir utan
stofnkostnað og meiriháttar við-
hald gæti þessi sparnaður numið
hundraðum milljóna á ári.
Kerfið er íhaldssamt
Aukin þekking og tækni í svæf-
v ingum, skurðaðgerðum, mynd-
greiningu, mælingartækni og
hvers kyns tölvuvæðingu hefur
ratt þessari þróun braut. Sjúkling-
ar era ekki lagðir inn á spítala
lengur nema þeir séu meðteknir
af sjúkdómi. Spítalarnir þjóna sér-
tækara hlutverki og erfiðari
sjúkratilfellum en áður. Læknis-
fræðin eflist og þjón-
ustan batnar. Búast
hefði mátt við að
menn sem annast
skattsjóði lands-
manna hefðu horft á
þessa þróun glaðir í
bragði og jafnvel stutt
hana, en raunin hefur
orðið önnur. Skipulag
heilbrigðismála breyt-
ist hægt. Ef til vill
finnst kerfismönnum
að framfarirnar grafi
undan „gamla góða
kerfinu þeirra“.
Margir virðast ótt-
ast sjálfstæða starf-
semi í heilbrigðisþjón-
ustunni, treysta ekki sjálfstæðum
rekstri, átta sig ekki á að eitt er
rekstur og annað er trygging sem
aðeins greiðir gæðaþjónustu.
Læknar í klínísku starfi eru fulltrú-
ar fólksins. Þeir gera kröfur um
bestu fáanlegu læknisþjónustu á
viðráðanlegu verði. Starfandi
læknir getur aldrei orðið þræll
staðnaðs kerfis ella brýtur hann
siðareglur sínar og svíkur um leið
sjúklinga, skjólstæðinga sína.
Margir virðast óttast,
segir Matthías Kjeld,
skjálfstæða starfsemi í
heilbrigðisþjónustunni.
Eru ný og öflug
rannsóknartæki stórslys?
Nú hefur það gerst að nokkrir
læknar í læknisfræðilegri mynd-
greiningu (röntgen, ómun, seguló-
mun, geislamyndir) hafa ráðist í
milljóna króna fjárfestingu í Do-
mus Medica. Um er að ræða seg-
ulómtæki (MRI = magnetic reson-
ans imaging) sem er að umbylta
læknisfræðilegri myndgreiningu á
ýmsum vefjum líkamans. Það að
bjóða ekki upp á notkun slíks tæk-
is hjá röntgenstofum fer brátt að
flokkast undir glöp í starfi. Þessu
vildu læknarnir ekki una og tókst
þeim að fá nýjustu gerð tækisins
á sérstaklega hagstæðu verði. í
höndunum höfðu þeir, auk þekk-
ingarinnar á nauðsyn þessara
rannsókna, undirritaðan samning
við Tryggingastofnun Ríkisins um
þátttöku í greiðslu fyrir unnin verk.
En í stað þess að bjóða framsækn-
um læknum til samstarfs, var
brugðið á það gamla ráð að gera
þá tortryggilega í blöðum. For-
stjóri TR (fyrram verkalýðsleið-
togi) telur þá stofnun ekki bundna
af samningum og talsmenn kerfís-
ins hafa haldið því fram að hér sé
um „heilsupólitískt stórslys“ að
ræða.
Engin skýring hefur komið fram
á þessari stórkarlalegu yfirlýsingu
önnur en sú að tækið er ekki „inn-
an kerfisins". Sumir virðast eiga
erfiðara með en aðrir að átta sig
á því að öll fyrirtæki, nema þau
sem eru í eigu eða undir vernd
ríkisins, eiga líf sitt undir almenn-
ingi og eru að því leyti í umsjá
fólksins. Um þau og vinnu þeirra
era greidd atkvæði á hverjum degi
af fólki sem velur vöra þeirra eða
þjónustu eða hafnar henni.
Pólitísk tímaskekkja
Sjúklingar sem bíða rannsókna
og læknar sem vita hversu mikil-
væg greið og góð þjónusta er til
bjargar lífi og heilsu myndu kalla
kaup læknanna í Domus Medica á
segulómtækinu „heilsupólitískt
happ“. Ástæðan fyrir upphlaupinu
og andstöðunni er auðvitað stór-
pólitísk tímaskekkja. Kerfið vill
ráða lækningum. Læknar og sjúkl-
ingar skulu ekkert fá um það að
segja.
Frá vissum stað í kerfinu hefur
sú náðargáfulega hugmynd þrá-
faldlega komið fram að spítalarnir
kaupi framangreindar læknastofur
og tæki þeirra (og læknana með).
Stjórnvaldið vill m. ö. o. kaupa upp
með skattfé almennings sjálfstæða
starfsemi á sama tíma og ríkis-
stjómin krefst þess að báknið
minnki og lætur í veðri vaka að
einkavæðing sé á dagskrá.
Hvað dvelur stjórnmálamenn?
Af því sem rakið hefur verið hér
að framan má ráða að einkarekst-
ur skilar árangri í heilbrigðiskerf-
inu eins og annars staðar þar sem
frjáls skynsemi og framtak fær að
njóta sín. Sljó, getulaus og lam-
andi miðstýringin hefur lifað sitt
fegursta. Sum okkar eru undrandi
yfir því hversu lítinn skilning sjálf-
stætt starfandi læknar og stofnan-
ir þeirra hafa fengið frá þingmönn-
um. Ef til vill hafa stjórnmálamenn
ekki enn áttað sig á því að sjálf-
stæður rekstur í heilbrigiðþjón-
ustunni er fólki hagkvæmur kostur
sem er kominn til að vera.
Höfundur er læknir og sérfræð-
ingur i efnameinafræði.
Matthías
Kjeld
Frétt og „ekkifréttu
FYRIR margt
löngu starfaði ég
við fréttamennsku
og lærði þar ákveð-
in grundvallaratriði
sem nú virðast hafa
verið látin fyrir róða
af flestum fjölmiðl-
um. Samkvæmt
þeim skyldi ekki
birta frétt nema
ábyrgur aðili hefði
staðfest hana og
fréttastofa sæi ekki
um boðun „fagnað-
arerindisins" heldur
hefði hún það hlut-
verk að veita al-
menningi hlutlæga frásögi] af at-
burðum líðandi stundar. Þar með
væri ósannaður söguburður af ein-
hverju sem átti sér stað fyrir 17
eða 30 árum engin frétt og frétta-
flutningurinn af þessari „ekkifrétt“
fremur í ætt við Gróu á Leiti en
ábyrga fagmennsku.
Svo að farið sé nánar
út í skilgreiningu á frétt
og „ekkifrétt" voru deil-
urnar í Langholtskirkju
vissulega frásagnarverð-
ar og ekki sér fyrir end-
ann á þeim. Þær eru hins
vegar löngu orðnar auka-
atriði málsins því að allt
í einu kom ný frétt og
fjallaði um kæru til siða-
nefndar Prestafélags ís-
lands. Að sjálfsögðu
skýrðu fjölmiðlar frá
henni og afgreiðslu henn-
ar og þar með hefði hún
átt að vera úr sögunni,
en nú var orðið heitt í
kolunum. Málið var teygt og togað
í allar áttir, menn látnir gefa yfir-
lýsingar sitt á hvað, athugasemdir
við yfirlýsingar og í kjölfarið komu
ásakanir á ásakanir ofan. Eftir
stendur sú staðreynd að meintar
ávirðingar biskupsins yfir íslandi
fyrir 17 eða 30 árum verða hvorki
Málið, segir Guðrún
Egilson, er teygt og
togað í allar áttir.
sannaðar né afsannaðar. „Ekki-
fréttin" fæst aldrei staðfest og þess
vegna var hún aldrei frétt.
Langholtskirkjudeilan var orðin
aukaatriði, hin upphaflega kæra til
siðanefndar hefur fengið eðlilega
málsmeðferð en „biskupasögur"
tröllríða íjölmiðlum vikum saman.
Hver er eiginlega kjami málsins?
Ég er komin að þeirri niðurstöðu að
hér búi að baki önnur lögmál en
mér vora innrætt í gamla daga. Það
era lögmál svipuð þeim og knúðu
Gróu gömlu bæ frá bæ og halda
henni sprelllifandi á tímum fjölmiðla-
byltingar. Sem fyrr er hún víða au-
fúsugestur í samfélagi okkar.
Höfundur er framhaldsskólakenn-
ari.
Guðrún Egilson
Englarnir
hans Karls
LÚTHERSKUM
rétttrúnaði hefur oft
verið legið á hálsi fyrir
kulda og miskunnar-
leysi. Sigurður Nordal
orðaði það þannig:
Umskiptunum frá ka-
tólskum sið til hinnar
hreinu trúar mætti
jafna til þess að kulvís
sál syndugs manns væri
leidd úr skjólsömum
skógi út á nakið ber-
svæði, þar sem nakið
heljarkul næddi um
hana, og eina úrræðið
væri að skjálfa sér til
hita. Lútherski kirkju-
söfnuðurinn er þegar
upp er staðið ekkert
annað en útbreiddur sértrúarstöfn-
uður sem skapaður var eftir geð-
þótta Marteins nokkurs Lúthers á
16. öld og spurning hvort hann henti
okkur í dag? Persónulega finnst mér
að fólk ætti að hafa val hvort það
kýs að vera í þessum söfnuði eða
ekki. Að fæðast inn í hann er hálf
napurlegt. Og gleðisnautt að mínu
áliti. Það virðist eins og að lúthersk-
ir prestar séu í nokkurskonar nafla-
skoðun þessa dagana og tel ég það
vera Guðs verk og vilji að þessi nafla-
skoðun eigi sér nú stað, því breyt-
inga er svo sannarlega þörf í kirkju-
legu starfi á íslandi sem og víða
annarstaðar. Guði verður varla þjón-
að með umburðarleysi og ófriði,
prestar ættu að vera boðberar frið-
ar, náungakærleika og ljóss. Kristur
boðaði að áður en til hinnar nýju
„dögunar" þ.e. friðarríkis kæmi
þyrftum við að mæta okkar „dóms-
degi“ og sýnist svo að kirkjan sé nú
að mæta sínum „dómsdegi". Hafi
hin íslenska rétttrúnaðarkirkja verið
reist á „bjargi", þarf hún ekkert að
óttast, en við nánari athugun virðist
því miður sem hún eigi sér nokkuð
syndsamlega fortíð.
Siðaskíptin á íslandi
Það er ekki í höndum okkar dauð-'
legra manna að ákveða hvað er synd
og hvað ekki, við setjum það í hendur
almættisins. Ef við skoðum siðaskiptin
á íslandi er varla hægt að segja að
þau hafí farið friðsamlega fram. Mikil
eyðilegging átti sér stað, fjársjóðir,
helgigripir, myndverk, sem tilheyrðu
hinni kaþólsku kirkju voru gerð upp-
tæk og bækur voru brenndar, því þetta
flokkaðist allt undir trúvillu.
Síðasti kaþólski biskupinn á Is-
landi, Jón Arason, og synir hans voru
hálshöggnir án dóms og laga. Guðs-
óttinn sem boðaður var hafði í för
með sér grimmdarlegar refsingar, svo
sem galdrafárið, sem náði til íslensku
kirkjunnar og má segja að þá hafí
virkilega verið vegið að hinum
mennska manni, trú hans á öfl nátt-
úrunnar gerð að göldrum, djöfullegu
Og syndsamlegu athæfí og tengsl við
móður jörð og tilveru rofín, því fólk
var þá brennt á báli fyrir slíkt at-
hæfí, og situr það enn svo í fólki að
það ber enn með sér ótta gegn slíku
og kallar; hindurvitni og kukl. Fyrir
slíka „galdra“ fengu tveir prestar,
séra Páll Björnsson og séra Jón
Magnússon, alls sjö manns brennda
á báli með hjálp lögmanns.
I kjölfar siðaskiptanna fylgdi lúth-
ersk harðneskja, reiður og hefnigjarn
Guð var boðaður, sem hafði lítinn
tíma til að hlusta á okkur, nema jú
í sorg og neyð og ef við værum svo
göfug að biðja fyrir öðrum. Allri
dulúð var útrýmt og samband við
engla og dýrlinga var rofið, umburð-
arleysi, sektarkennd og sjálfsásökun
var það sem boðað var. Það var tal-
ið hæpið að maðurinn gæti orðið
sáluhólpinn fyrir eigin verðleika, til
þess voru kröfur Guðs of strangar
og eðli mannsins of veikt og hjálpar-
vana móti syndinni. Hindranir og
skilyrði voru sett fyrir eilífu lífi.
Englar Karls og okkar
Ætli eitt af stærstu syndum Lúth-
ers og siðaskiptamanna hafi ekki
verið þegar hann réðst
til atlögu og bannaði
áköllun dýrlinga, engla
og heilagrar Maríu
Guðs móður. í kaþólsk-
unni er talið að auk
krists geti dýrlingar,
englar, helgir dómar og
gerðir manna fært þá
nær guðdóminum. Eftir
að ég fór að skoða trú-
mál uppá eigin spýtur,
komst ég að því að öll
trúmál hafa eitthvað til
síns máls, lúthersk trú
að sjálfsögðu líka og að
við ættum frekar að
takast í hendur og
hlusta á trú hvers ann-
ars og athuga hvort nokkur ástæða
sé til að vera með skítkast út í hvert
annað, við höfum ábyggilega öll eitt-
hvað til brunns að bera í þeim mál-
um. Þar sem ég hef áhuga á að fræð-
ast um engia keypti ég mér hina
fallegu mmyndskreyttu bók séra
Karls Sigurbjörnssonar um engla.
Það hryggði mig því mikið þegar
ég sá að þessi annars prúði prestur
notar tækifærið og hendir skít í
nýaldarhyggjufólk og þá kaþólikka
í leiðinni í þessari annars fallegu
bók. Áberandi segir Karl að Guð
Englar og dýrlingar
veita vernd og telur
Birna Smith, að kirkj-
unni veitti ekki af ná-
lægð þeirra nú.
sé orðinn fjarlægur reynsluheimi
nútímamannsins. I fræðum Nýald-
arhyggjumanna sé trú á engla óháð
trú á Guð, að þörf fyrir milliliði sé
að aukast og að fólk trúi á engla
og aðrar andaverur en ekki endilega
á Guð sjálfan, að milliliðir svo sem
englar verði mikilvægari en Guð
sjálfur.
Þetta skítkast er tilbúningur og
á ekki við nein rök að styðjast.
Hvað býr að baki þessu skil ég ekki,
en ég er honum sammála um að
Guð sé orðinn fjarlægur reynslu-
heimi nútímamannsins, en hveiju
er það um að kenna? Kannski lúth-
erska kirkjan ætti að horfa sér að-
eins nær. Hvar er kirkjan þegar við
þurfum á henni að halda? Hvað
ætlar t.d. kirkjan að gera gagnvart
þessari miklu vá sem blasir við hinni
íslensku þjóð núna, vímuefnavand-
anum? Trúir hún ekki á mátt bæna,
eða er hún að bíða eftir að nýaldar-
hyggjufólk hefjist handa og ákveði
bænastundir unglingunum til
handa? Það er rétt hjá séra Karli
að trú á engla hefur aukist og er
það vegna þess að fólk er upplýst- ,
ara_ í dag um trúmál almennt.
Ég tel að þessir hjálpfúsu sendi-
boðar guðlegrar forsjónar hafi hing-
að til verið vanræktir, allavega hjá
okkur sem höfum alist upp í lúth-
erskri trú og kenni ég um þröng-
sýni og ótta. í þeim fræðiritum sem
ég hef aflað mér um engla og dýrl-
inga, segir að þeir magni eiginleika
guðs og geisli þeim út frá sér og
gefi okkur aukna vernd. María
guðsmóðir er mikilvægust allra
dýrlinga. í bók sinni segir séra
Karl aftur á móti að englar séu
sendiboðar Guðs og beri bænir
manna fram fyrir Guð og flytji
mönnum boð hans. Hvernig er þá
hægt að sniðganga Guð ef við biðj-
um til engla eða dýrlinga? Það skil
ég ekki. Er séra Karl þá ekki tví-
saga í bók sinni um engla Guðs?
Ég færi að lokum bæn til Mika-
els Erkiengils og bið hann um að
innsigla dyr hins illa valds og láta
markmið ljóss og kærleiks sækja
fram.
Höfundur i sœti í samstarfsnefnd
trúfélaga um heimsfrið.
Birna
Smith