Morgunblaðið - 12.03.1996, Side 37

Morgunblaðið - 12.03.1996, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 37 ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI Glæsileg tugþrautar- keppni Dans I þróttahúsiö viö Strandgötu t Iiafnarfiröi ÍSLANDSMEISTARA- KEPPNI íslandsmeistarakeppni í 10 dönsum, 9. marz 1996 kl.13.00 SÍÐASTLIÐINN laugardag stóð Dansráð íslands fyrir íslandsmeistarakeppni í 8 og 10 dönsum með fijálsri aðferð. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og voru um 40 pör skráð til leiks. Einnig var boðið upp á keppni í dansi með grunnaðferð og voru um 100 pör skráð til leiks í þeirri keppni. Dansráð íslands hefur nú um árabil staðið fyrir íslandsmeistara- keppni í dansi, eða allt frá árinu 1986, síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú í dag eigum við íslendingar mikið afreksfólk á sviði dansíþróttalistarinnar; fólk á heimsmælikvarða! Keppni í 10 dönsum er mjög skemmtilegt keppnisform og fer þannig fram að keppendur er dæmdir, bæði í standard og suður-amerískum dönsum og síðan eru stigin úr báðum greinum reiknuð saman og þeir sem flest stig hljóta eru sigur- vegarar. Keppnin hófst á því að allir keppendur marseruðu inn á gólfið og fána var heiisað. Þá var komið að ávarpi forseta Dansráðsins, Heiðars R. Ástvaldssonar. í ávarpi sínu minntist hann á hversu mikil- vægu hlutverki dansinn gegndi í ’baráttunni við vímuefni og vísaði þar í ítarlega rannsókn, á þessu sviði, sem fór fram í Noregi. Þar kom í ljós að beint samband virð- ist vera á milli þess hve mikið fólk dansaði og hve lítið það notaði af vímuefnum. Hann sagði jafnframt að þetta þyrfti ekki að koma nein- um á óvart og sagðist hann viss um það að eitt sterkasta vopnið gegn vímuefnum væri dans. Eftir ávarp forseta var komið að dansatriði frá Jassballetskóla Báru, þetta var skemmtilega sam- inn dans og vel æfður, með dálítið sérstakt „módernískt" yfirbragð. Þá var komið að keppninni sjálfri og var það yngsti aldurshóp- urinn, sem reið á vaðið, 12-13 ára keppendur. Þessi flokkur dansaði mjög vel og var mjög sterkur og jafn. í heildina séð voru þessir keppendur miklu sterkari í suður- amerísku dönsunum en standardd- önsunum. Fremst í þessum aldurs- flokki voru Hafsteinn Jónasson og Laufey Karítas Einarsdóttir, feiki- lega gott par, sérstaklega í suður- amerísku dönsunum, þau dansa af mikill innlifun og gleði og láta fæturna vinna fyrir sig, oftast nær, og því verður dansinn þeirra mjög áferðarfallegur og áreynslu- laus. Í öðru sæti urðu Isak Nguy- en Halldórsson og Halldóra Ósk Reynisdóttirj sem áttu hreint frá- bæran dag, ísak og Halldóra döns- uðu standarddansana, næstum óaðfinnanlega; allar hreyfíngar og fótavinna eins nákvæm og hægt er, miðað við par á þessum aldri. Ég get ekki neitað því að í þessum aldursflokki kom mér verulega á óvart að Gunnar Hrafn Gunnars- son og Ragnheiður Eiríksdóttir voru ekki á meðal 6 efstu para í lokin, þetta er ákaflega gott dan- spar, sem átti svo sannarlega heima þeirra á meðal, en svona er nú keppni! Margt sterkra dansara var í flokki 14-15 ára og var gríðarlega hörð keppni háð í þessum aldurs- flokki. Þessi flokkur byijaði á suð- ur-amerísku dönsunum og dansaði þá alla fimm. Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir voru að mínu mati bezt á gólfinu og efast ég ekki um að þau hafi borið sig- ur úr bítum í þessum hluta keppn- innar, ég held að ég hafi aldrei séð þau dansa svona vel og útgeisl- unin frá þessu pari...! Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Har- aldsdóttir, margfaldir íslands- meistarar, sýndu aftur á móti ekki sínar sterkustu hliðar. Þau eru frábærir dansarar, um það verður ekki deilt, en þau verða að dansa meira saman, sem eitt par en ekki tveir einstaklingar og að mínu mati verður herrann að dansa meira í gegnum dömuna, þannig sýnir hann sinn styrk sem bezt! Morgunblaðið/Jón Svavarsson EYÞÓR Gunnarsson og Berglind Petersen voru yfirburðapar í standarddönsunum í flokki 14-15 ára. held ég að flestir hafi verið sáttir við daginn. Aðstandendur keppn- innar og starfsmenn stóðu sig með miklum sóma. Ég verð að nota hér tækifærið og hæla þeim sem stóðu að útgáfu keppnisskrárinnar sem er sú flottasta og vandaðasta sem hefur verið gefin út á dan- skeppni hérlendis. Dómarar voru fimm; David Os- bom, Wally Olney, Derrick Squires og Harry Smith-Hampshire, allir frá Englandi og Börge Jensen frá Danmörku. Þeir voru allir sam- mála um það að íslendingar eigi fólk í fremstu röðum í heiminum á sviði dansíþróttalistarinnar og einn þeirra sagði eitthvað á þá leið að þótt ísland væri lítið land, þá ætti það eftir að verða með þeim stærstu í dansheiminum! Jóhann Gunnar Arnarsson Úrslit 12-13 ára, með frjálsri aðferð 1. Hafsteinn Jónasson og Laufey Karítas Einarsdóttir DJK 2. ísak Nguyen Halldórsson og Halldóra Ósk Reynisdóttir DSH 3. Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir DAH 4. Snorri Engilbertsson og Dóris Ósk Guðjónsdóttir ND 5. Sigurður Hrannar Hjaltason og Kristín María Tómasdóttir DSH 6. Huginn Amarsson og Sólrún Dröfn Bjömsdóttir ND 14-15 ára, með frjálsri aðferð 1. Eyþór Gunnarsson og Berglind Petersen DSH 2. Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir DJK 3. Sigursteinn Stefánsson og El- ísabet Sif Hararldsdóttir DJK 4. Helgi Eiríkur Eyjólfsson og Helga Huld Bjamadóttir DJK BENEDIKT Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir dönsuðu suður-amer- ísku dansana frábærlega vel. ARNI Þór og Erla Sóley Eyþórsböm em frábærir dansarar, þau klikka aldrei. ÍSAKNguyen Halldórsson og Halldóra Ósk dönsuðu af miklu öryggi á laugardag. í standarddönsunum vom Ey- þór Gunnarsson og Berglind Pet- ersen hinsvegar ótvíræðir sigur- vegarar, þau dönsuðu allt saman nákvæmlega eins og þau áttu að gera. Það var hrein unun að horfa á standarddansana hjá þeim, góð fótavinna og afslöppuð dansstaða. Þetta par hefur verið ákaflega vaxandi í vetur og er þessi keppni svona púnkturinn yfir i-ið, því þau enduðu uppi sem sigurvegarar í flokki 14-15 ára og fast á hæla þeirra komu svo Benedikt og Berg- lind. Það skyggði óneitanlega svo- lítið á keppni í þessum aldurs- flokki að sigurvegaramir frá því í fyrra, Brynjar Óm Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir, gátu ekki verið með að þessu sinni, vegna veikinda. I flokki 16-18 ára vom einungis skráð til leiks 5 pör. Þorvaldur Gunnarsson og Jóhanna Ella Jóns- dóttir áttu góðan dag, sérstaklega í standarddönsunum. Þeim hefur farið mikið fram í standarddönsun- um að undanfömu, sérstaklega í fótaburði og það skilar sér líka í bættri „holningu" hjá þessu efni- lega pari, mér finnst samt dans- staðan hans enn heldur stíf. Þor- valdur og Jóhanna Ella áttu einnig ágætan dag í suður-amerísku dönsunum, það vantaði að vísu þó nokkuð í kraftinn hjá þeim, en engu að síður góður dans. Öm Ingi Björgvinsson og Svanhvít Guðmundsdóttir áttu ágætan dag í suður-amerísku dönsunum og vom þau að gera nokkuð góða hluti á gólfinu, sérstaklega í cha, cha, cha og rúmbu, mér fannst hinsvegar vanta svolítið sterkari línu í pasó-doble-inn hjá þeim. í standarddönsunum áttu þau nokk- uð góða spretti og vom með ágæt- is fótaburð, sérstakíega í slow- foxtrot. Þau þurfa að huga meira að dansstöðunni hjá sér og línun- um (x-line o.s.frv.), þær em ekki nógu skýrar. Þorvaldur og Jó- hanna sigmðu í þessum fiokki og Öm og Svanhvít lentu í öðm sæti. í flokki 16 ára og eldri kepptu átta pör, en eitt þeirra, Victor Victorsson og Anna Björk Jóns- dóttir, heltist úr lestinni eftir fyrri hlutann vegna veikinda. Systkinin Ámi Þór og Erla Sóley Eyþórsböm áttu gólfið í öllum 10 dönsunum. Þau hafa tekið miklum framfömm í standarddönsunum að undan- fömu, sérstaklega hefur haldið þeirra lagast og er miklu afslapp- aðra nú en áður. í suður-amerísku dönsunum áttu þau gólfið og að mínu mati var þama á ferðinni skólabókardæmi um hvernig par á að dansa saman; hvemig góður herra dansar í gegnum dömuna sína! Ámi og Erla bára sigur úr býtum í sínum flokki, en Þorvaldur Gunnarsson og Jóhanna Ella Jóns- dóttir vora í öðm sæti. Eggert Thorberg Guðmundsson og Karen Björk Björgvinsdóttir vora ekki eins sterk og ég hafði búist við, í suður-amerísku dönsunum vantaði þónokkuð uppá öryggið hjá þeim, eins fannst mér þau vera í miklum vandræðum með snúningana sína, það var eins og þau væru með allan þungann í hælunum!! I stand- ardinum þurfa þau að eyða meiri tíma í dansstöðuna sem er helst til of stíf, það skemmir fýrir þeim, því þau hafa nefnilega allt til þess að bera að geta orðið gott 10 dansa par. Að þessu sinni vom þijú pör skráð til leiks í flokki atvinnu- manna, en eitt þeirra boðaði for- föll, vegna veikinda, á síðustu stundu. Venjulega er keppni at- vinnudansaranna hápunktur keppninnar og var einnig svo í þetta sinn. Bæði pörin dönsuðu fantavel og er ég nokkuð viss um að ekki hefur munað miklu á milli þessara para. Keppendur sem kepptu með gmnnaðferð stóðu sig einnig með afbrigðum vel og var hart barist um verðlaunasæti þar, í flestum flokkum. íslandsmeistara- keppnin í 10 dönsum, með fijálsri aðferð 1996, gekk vel fyrir sig og 5. Baldur Gunnbjömsson og Ásta Sóllilja Snorradóttir DHR 6. Kristinn Sigurbergsson og Vé- dís Sigurðardóttir DHR 16-18 ára, með fijálsri aðferð 1. Þorvaldur S. Gunnarsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir DAH 2. Öm Ingi Björgvinsson og Svan- hvít Guðmundsdóttir DJK 3. Hinrik Bjamason og Þómnn Óskarsdóttir ND 4. Jón S. Ágústsson og Henríetta Þóra Magnúsdóttir ND 5. Helgi Már ísaksen og Auður Jóhannsdóttir DSH 16 ára og eldri, með fijálsri aðferð 1. Ámi Þór Eyþórsson og Erla Sóley Eyþórsdóttir DHR 2. Þorvaldur S. Gunnarsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir DAH 3. Eggert Thorberg Guðmundsson og Karen Björk Björgvinsd. DJK 4. Ólafur Jörgen Hansson og Kol- brún Ýr Jónsdóttir DHÁ 5. Örn Ingi Björgvinsson og Svan- hvít Guðmundsdóttir DAH 6. Jón S. Ágústsosn og Henríetta Þóra Magnúsdóttir ND 7. Hinrik Bjamason og Þómnn Óskarsdóttir ND Atvinnumenn 1. Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arngrímsdóttir 2. Jóhann Om Ól- afsson og Unnur Berglind Guð- mundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.