Morgunblaðið - 12.03.1996, Page 39

Morgunblaðið - 12.03.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 39 STEFÁN AÐALSTEINSSON + Stefán Valdimar Aðalsteinsson fæddist á Litla Dun- haga í Hörgárdal 17. ágúst 1919. Hann lést á heimili sinu 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Jóhanns- son og Sigríður Sig- urjónsdóttir. Stefán var elstur af átta systkinum sem kom- ust á legg. Hinn 15. janúar 1949 kvæntist Stef- án Jónínu Helgu Guðmunds- dóttur ættaðri úr Bolungarvík. Þau eignuðust átta börn og sex þeirra komust á legg. Elst er Guðrún og er sambýlismaður Nú er hann sofnaður svefninum langa elsku hjartans pabbi okkar og þjáist ekki lengur, því oft þjáð- ist hann undanfarið ár en aldrei kvartaði hann. Við erum líka sann- færð um að vel hefur verið tekið á móti þér á himninum af foreldr- um og öðrum skyldmennum, því annar eins ljúflingur finnst okkur að fyrirfinnist ekki. Alltaf vaktir þú yfir hópnum þínum og vannst myrkranna á milli til að við hefðum nóg að bíta og brenna, því fjöl- skyldan þín var þér allt. í 47 ár vann hann pabbi okkar hjá sláturhúsi KEA við fláningu. Þá áttum við heima lengst inni í innbæ og sláturhúsið er lengst niðri á eyri og alltaf hjólaði hann á milli hvernig sem veður var. Fyrsta bílinn sinn keypti pabbi árið 1974 og þeir bílar sem. hann átti lentu sko ekki í slæmum höndum, hann var alltaf að pússa. Hann var svo mikið snyrtimenni hann pabbi okk- ar og ef einhver bilun kom í ljós hennar Sigurjón Eðvaldsson; þá Guðmundur, kvæntur Hrefnu Svanlaugsdóttur; Kristín, gift In- gjaldi Guðmunds- syni; Kolbrún, gift Friðrik Adolfssyni; Omar Þór, kvæntur Huldu Vigfús- dóttur, og Stefán Heimir, kvæntur Önnu Halldórs- dóttur. Barna- börnin eru 22 og barnabarna- börnin eru þrjú. Útför Stefáns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13:30. var farið með bílinn á verkstæði. Bílarnir hans urðu alltaf að vera tandurhreinir og í topplagi. Við vitum systkinin að pabbi vildi ekki neina hólræðu um sig, því hann var alltaf svo hógvær. Núna þegar við kveðjum þig á þessari jörðu, elsku pabbi, þá vitum við að við eigum eftir að hittast aftur og við skulum passa vel uppá mömmu fyrir þig, því við vitum að þú hafðir áhyggjur af henni eftir að hún lærbrotnaði. Guð geymi þig og varðveiti elsku pabbi. Lifendum guð minn líkna þú liðnum þú miskunn gefur. Veit huggun þeim, sem harma nú hvíld veita þeim er sefur. Góðir menn, Drottinn gef þú, að í góðra manna komi stað á öllu ráð einn þú hefur. (Sveinbj. E.) Guðrún, Guðmundur, Kristin, Kolbrún, Omar og Heimir. Það er með söknuði að ég kveð mág minn. Mér finnst skrýtið að þessi ljúfi og góði maður eigi ekki oftar eftir að standa við gluggann og veifa okkur þegar við komum við á leiðinni á Langanesið. Alltaf var tilhlökkun að koma við og barnabarnið sem oft var með í för spurði alltaf hvort við kæmum ekki við hjá Nínu og Stebba því það var alltaf svo góður matur hjá þeim. Alltaf var okkur tekið opnum örmum og dýrindismatur eða kök- ur á borðum. Hún systir mín hefur staðið við hlið hans eins og klettur uns yfir lauk, þó að heilsa hennar væri ekki nógu góð, en með aðstoð hennar góð'u fjölskyldu gekk þetta allt. Það er systur minni styrkur að minnast hans sem góðs eiginmanns og föður barnanna þeirra. Blessuð sé minning hans. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð styrki ástvini Stefáns í sorginni. Sigríður Sigurborg Guðmundsdóttir. t Þökkum sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför KARLS SÆMUNDARSONAR frá Krakavöllum í Fljótum. Irma Geirsson, María Valgerður Karlsdóttir, Hersteinn Þráinn Karlsson, Ragna Freyja Karlsdóttir, Gfsli Ólafur Pétursson, Fanney Magna Karlsdóttir, Særún Æsa Karlsdóttir, Jón Óttarr Karlsson, Ingigerður Torfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA VALDIMARSDÓTTIR, Hraunbæ 103, sem lést þann 6. mars sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 14. mars kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líkn- arstofnanir. Elias Valgeirsson, Magdalena S. Elíasdóttir, Theódór S. Marinósson, Sigurður Rúnar Eliasson, Edda Sveinbjörnsdöttir, Valdimar Elfasson barnabörn og barnabarnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar systur okkar, ÁSTU GUDJÓNSDÓTTUR, Njörvasundi 22. Gisli Guðjónsson, Ágúst Guðjónsson, Guðrún Guðjónsdóttir, Þorbjörg Guðjónsdóttir. Suöiirlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 öpið öll kvöícl til kl. 22 ~ cínnig um Skreytingar fyrír öl Cijafavörur. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÓTEL LIIFTLEllllll Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 Erfidrykkjur Glæsilegt kaffihlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38. Upplýsingar í simum 568 9000 og 588 3550 Minnismerki ur steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. Bgs. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts systur okkar, ÞÓRU ÞÓRÐARDÓTTUR, Furugerði 1. Sérstakar þakkir færum við heimahlynningu Krabbameinsfélagsins og starfsfólki í Furugerði 1 fyrir góða umönnun. Kári Þórðarson, Þórunn Þórðardóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls sonar okkar, BJARNA HALLDÓRS HÖSKULDSSONAR frá Hátúni. Sérstakar þakkir viljum við færa kven- félaginu Hvöt og Slysavarnafélagi Árskógsstrandar. Guð blessi ykkur öll. Höskuldur Bjarnason, Ingibjörg Ólafsdóttir. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Háamúla, Fljótshlfð, til heimilis á Eyrarvegi 9, Selfossi. Sigurgeir Ingvarsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Birnir Sigurgeirsson, Ágústa Traustadóttir, Pálmar Sigurgeirsson, Valgerður K. Sigurðardóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.