Morgunblaðið - 12.03.1996, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 12.03.1996, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 Tommi og Jenni Hvernig get ég æft mig með fugl Hvað með fugl og hund? sitjandi ofan á píanóinu mínu?! i BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Langt jólafrí Frá Haraldi Guðnasyni: SUMIR voru að segja, að jólafrí þingmanna væri allt of langt (mán- uður). Ég segi að svo sé ekki, ætti að vera sem lengst. Við aldraðir kvíðum hveiju þingi. „Fjárlagafrum- varpið felur í sér árás á eldri borg- ara“ skrifar Guðm. H. Ingólfsson um fjárlög 1996 (Mbl. 13.12. 1995.) Satt var orðið, meiri álögur, hærri sjúkrakostnaður, minni réttindi. En það er ekki nýtt að menn kvíði alþingi. í sögu Þorláks helga segir: „Hann kvíddi engu mjög nema al- þingi og imbrudögum; af því alþingi, að honum þótti margur maður þar verða villur vega um sín málaferli." Skrifari skilur vel að það veldur landsfeðrum áhyggjum hvursu fjöl- menn hin aldraða sveit er orðin og komin í úreldingu. Eða eins og skáld- ið segir: „Gamla fólkið ætti að sjá sóma sinn í því að leggja upp laup- ana á réttum tíma án þess að verða þungur baggi á því þjóðfélagi sem það lagði í orku sína og þrek til þess að byggja en ekki brjóta það niður að aumingjaskap í lokin.“ Við eigum að skilja að þingmenn þurfa ýmsu að sinna þó frí sé, bænd- ur kannski að huga að tilhleyping- um, reyndar fáir á þingi, en kemur ekki að sök, því sauðkindin fær sína fímm milljarða eða meir á fjárlögum. Ráðherrar hafa líka í ýmiss horn að líta, t.d. að klippa á borða við brúar- sporð eða bera út bændur og svo er að skera, skera, loka sjúkradeild- úm og svo framvegis. En viðskiptaráðherrann er ekki að skera, hann er að skapa, „skapa atvinnutækifæri" eins og það heitir. Og mun ekki af veita því. 12.000 slík á að „skapa“ fyrir aldamót. Og er bara kominn með álver uppá borð- ið, sem Jóni Sig. tókst ekki á mörg- um árum. „Það verður að spara," segja landsfeður og er háttur forsjálla manna. En ekki má spara allt, ekki utanferðir, ekki ráðherrabíla og ekki milljarð í Bessastaði. Kjósandi sem hér skrifar hefði viljað sameina emb- ætti forseta og forsætisráðherra, en það er of seint að þessu sinni. Þá hefði Davíð orðið forseti um sinn, margur vandi leystur og fé sparað. Sumir þingmenn segja, að í raun eigi þeir aldrei frí, þeir verða að „fara út í kjördæmin", ræða við kjósendur (atkvæðin), heyra í þeim og svo fram- vegis, ekki alltaf að hitta toppana í Flokknum, nei, nei. Nú hefur sá sem hér párar verið alþingiskjósandi síðan 1934 og aldrei hefur nokkur þing- maður átt við hann erindi um þing- störf sín eða mál sem snerti kjördæm- ið. Ekki svo að skilja að hann hafi saknað þessa í nokkurn máta. Frá árinu 1925 og lengi síðan las skrifari Alþingistíðindi, enda þá prentuð með boðlegu letri. Oft fóru þeir á kostum Ólafur Thors, Jónas frá Hriflu, Haraldur krati, Bjarni frá Vogi og Magnús dósent. Síðan hefur þessi skriffinnur borið tilhlýðilega virðingu fyrir alþingismönnum. Þakkir skulu færðar RUV, Sjón- varpi, fyrir útvarp frá alþingi. Þó er smágalli á gjöf Njarðar: Sviðið svo þröngt að vart sést nema for- seti á sínum háa tróni, háttsettur embættismaður þings honum til hægri handar en skör neðar, og sá sem í ræðustól stendur. Sakna má þess, að sjaldan er sýnt um salinn allah svo að við atkvæðin mættum öðru hvoru fá náðarsamlegast að sjá fulltrúa okkar á hinu háa alþingi. Kjósandi sem hér skrifar trúði því bara ekki þegar þingmaður sagði að enginn hæstvirtra ráðherra væri í þingsal, allir stólar auðir. Var þó verið að ræða um aðalatvinnuveginn, auðlindina sem sagt er að við eigum öll öll þó lítið fari fyrir þeim eignar- rétti. Stundum virðast vanhöldin nokkuð mikil, t.d. þá er þriðjungur þingmanna er fjarverandi. Ekki er öllum skemmt á þingi og þá kann að síga á suma svefnhöfgi. En þar getur líka sitthvað skemmtilegt skeð, til að mynda þegar veitt eru andsvör, svo er andsvari svarða og loks kemur andsvar við andsvari. Áður fyrr gerði þingmaður athuga- semd við athugasemdar athuga- semd. HARALDUR GUÐNASON, Bessastíg 12, Vestmannaeyjum. Sá yðar sem syndlaus er... Frá Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur: LITLA þjóðin okkar er í kreppu. Kreppu sem hagfræðingar og efna- hagssérfræðingar mega sín lítils gagnvart. Kreppu sem mun ef ekki fer að linna leiða okkur með tíman- um í andlegt og siðferðilegt gjald- þrot. Þjóðin á í stríði sem háð er í fjöl- miðlum sem leggja hana nánast í einelti með nýjustu fréttum af mál- efnum kirkjunnar. Þjóðin skiptist í tvær fylkingar og ýmsar myndir mannvonsku og miskunnarleysis birtast á hveijum degi. Minna fer fyrir mannkærleika og miskunnsemi. Ekki treysti ég mér til að taka afstöðu í þessu máli þar sem ég hef einungis þá mynd sem fjölmiðlar og aðrir hafa matreitt fyrir mig. Ég velti því aftur á móti fyrir mér hvert þessi deila muni leiða okkur og hvort við erum orðin of sinnulaus í gagn- rýnni hugsun í upplýsinga- og fjöl- miðlasamfélaginu. Stór hluti þjóðarinnar er sestur í dómarasætið og engum er hlíft. í hugskotinu sé ég æstan lýðinn fyrir mér kastandi steinum. Að mínu áliti er kominn tími til að milda málið, draga það úr sviðs- ljósinu og leiða hugann að boðskap kristinnar trúar. ÓLÖF GUÐNÝ VALDIMARSDÓTTIR, Birtingakvísl 50, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbðk verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.