Morgunblaðið - 23.03.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.03.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 9 FRÉTTIR Borgarstjórn Fræðslumiðstöð Reykjavíkur verður í Miðbæjarskólanum SAMÞYKKT var að Fræðslumið- stöð Reykjavíkur yrði til húsa í Miðbæjarskólanum á fundi borgarstjórnar á fimmtudags- kvöld. Tillaga R-listans þess efnis var afgreidd með átta atkvæðum meirihlutans gegn sjö atkvæðum minnihlutans eftir um sex klukku- stunda umræður. Fræðslumiðstöð- in er ný stofnun, sem mun þjóna skólum í borginni eftir að grunn- skólar hafa verið færðir frá ríki til sveitarfélaga en þeir eru 29 í Reykjavík. Enginn ágreiningur er um að stofna eigi Fræðslumiðstöðina og eins er sátt um hvernig að því er staðið. Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn hafa hins vegar gagnrýnt harðlega að h'enni skuli fundinn staður í Miðbæjarskólanum. Gagn- rýna þeir að breyta eigi þessu gamla skólahúsnæði í skrifstofu- húsnæði og að Miðskólanum, sem er einkaskóli, verði úthýst. Ljóst sé að lítið sé af skólahúsnæði í borginni á meðan nægt framboð sé á skrifstofuhúsnæði. Erfitt yrði fyrir Miðskólann að finna hentugt húsnæði. Meirihlutinn var öndverðrar skoðunar og sagði mjög viðeigandi fyrir þetta skólahús, sem verður hundrað ára árið 1998, að þar verði miðstöð skólastarfs í Reykja- vík. Auk þess væri húsið í eigu borgarinnar og því hagkvæmt að nýta það í stað þess að fjárfesta í nýju húsnæði fyrir Fræðslumið- stöðina. Kom fram í máli borgar- stjóra að sambúð Námsflokka Reykjavíkur og Miðskólans, sem er barnaskóli, hefði ekki gengið vel og að Miðskólanum myndi hafa verið sagt upp húsnæðinu hvort sem Fræðslumiðstöðin hefði farið þangað inn eða ekki. Náms- flokkarnir munu áfram verða í Miðbæjarskólanum. ' Óvenju fjölmennt var á áhorf- endapöllum borgarstjórnar þetta kvöld, en mest töldust þar vera ellefu manns. Miðskólinn verður að flytja úr Miðbæjarskólanum Auglýst eftir skólahúsnæði VIÐ flutning Fræðslumiðstöðvar Reykjavík.ur í Miðbæjarskólann verður Miðskólinn að flytja úr Miðbæjarskólanum. Bragi Jóseps- son, skólastjóri, segir að auglýst verði eftir nýju skólahúsnæði fyr- ir Miðskólann um helgina. Hann er bjartsýnn á að hægt verði að leysa húsnæðisvanda skólans. Bragi sagði að auglýst yrði eftir skólahúsnæði eða húsnæði sem auðvelt yrði að laga að skóla- starfi og tilheyrandi skólalóð. Miðskólinn þyrfti 8 til 10 herbergi og þar af þyrftu 5 herbergjanna að vera fyrir almenna kennslu. Akjósanlegast yrði ef hægt væri að fá húsnæði miðsvæðis enda sæktu nemendur skólann alls staðar að af höfuðborgarsvæðinu. Alls eru 70 nemendur á aldrinum 9 til 14 ára í Miðskólanum sem er einkaskóli. Óskað verður eftir húsnæði frá 1. júní næstkomandi. Bragi sagðist vera bjartsýnn á að hægt yrði að leysa húsnæði- vanda skólans. „Við virðumst líka eiga fleiri hauka í horni en við héldum,“ sagði Bragi. „Mér fannst það t.a.m. koma fram í sex og hálfar klukkustundar umræð- um í borgarstjórn," sagði hann en játti því að auðvitað kæmi röskunin sér illa fyrir starfsemi skólans. Margir foreldrar hefðu líka lýst yfir óánægju sinni með að skólinn yrði fluttur úr Miðbæj- arskólanum. GULLSMIÐJA HELG Laugavegi40. S: 56Í 66 í ár eba frábæra? FARSÆLL FERÐAMAÐUR • • TVOFALDAR VERÐGILDIÐ í heimsreisum Ingólfs, þar sem gæðin skipta máli Hefur þú kynnt þér nýja bæklinginn UNDUR HEIMSINS 1996 Nýjungar fyrir þig á frábæru verði. Pantabu á sértilbobi núna - fyrir 22. mars. Farseðlar um ailan heim Hvaö kostar flugiö? Bangkok frákr. 69.100 Singapore frákr. 81.100 Hong Kong frá kr. 82.300 Manila frákr. 81.100 Peking frá kr. 79.800 Tokyo frá kr. 87.200 Sydney frá kr. 99.800 FERÐASKRI FSTOFAN PRIMAr D) HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS LOKSINS HAFA ISLENSKIR KARLMENN EIGNAST VEGLEGAN ÞJOÐBUNING STOLT ISLENSKRA KARLA, AUGNAYNDIISLENSKRA KVENNA! Hótíðarbúningurinn sem er skraddarasniðinn og saumaður g||| eftir máli hverju sinni er einstök lífstiðareign. ^ - Hann er unninn úr íslensku klæði frá Foldu á Akureyri. Sannkallaður arfur til komandi k/nslóSa! , r\ islensk fagmennska Aj á íslenskum hátíðarbúningi! HULDARAGNH EIÐUR SIMI 464 3607 • FAX 464 3680 Skoðað fyrir heyrnariausa Bílaskoðunarfyrirtækið Athugun hf. í Sundahöfn bauð í samvinnu við Félag heymarlausra upp á sér- stakan skoðunardag fyrir bíla heymarlausra í gær. Komið hafa upp erfiðleikar í samskiptum heymarlausra við bílaskoðunarfyr- irtæki og afréðu stjómendur At- hugunar að bjóða upp á þessa þjón- ustu tii þess að koma til móts við þennan hóp. Stefán Markússon skoðaði bílinn fyrir Önnu Jónu Lár- usdóttur, formann Félags heymar- lausra, en Sigrún Edda Theódórs- dóttir, táknmálstúlkur, aðstoðaði þau við að skilja hvert annað. Nýtt á íslandi SPEMIUANDI OPNUNARTILBOÐ Frábært verð - aðeins kr. 4.900.- Sendingarfcostnaður bætist við vöruverð Pöntuiiarsími 567 5484 B.G.Á. HEILDVERSLUN blabib - kjarni málsins! á samkvæm'is-f&rt'naöi Leigjum draktir og hatta við öll taskifasri. Frá kr. 4.000. Opið mán.-fös. kl. 9-18 og lau. 10-14. Fataleiga Garðabasjar Garðatorgi 3, sími 565 6680. Vindhanar á sumarbústaðinn KRINGLUNNI SlMI 581 1717 LAPAGAYO fyrir börn og unglinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.