Morgunblaðið - 23.03.1996, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ
22 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996
A HESTBAKI MEÐ
EINARI BOLLASYNi
una
mmm mmM
Hestamennskan snýst
aðallega um að sópa
kemba, segir Einar
Bollason, en eftir reiðtúr
með honum komst Sveinn
Guðjónsson að raun um
að hún býður upp á
margt fleira og er að
mörgu leyti heill ævin-
týraheimur út af fyrir sig.
VEGURINN framundan frá sjónarhóli knapans. Til að fullkomna
myndina hleypur tíkin Mirra með í vegarkantinum.
W
AHLAÐINU, innan um hrossin, var
hópur Kvennaskólanema og upp úr
honum miðjum gnæfði Einar
Bollason, vörpulegur maður, þéttur á velli og
ekki síður í lund. Hann var að afhenda
krökkunum „diplomu“ þar sem skjalfest var að
viðkomandi hefði lokið reiðtúr með Ishestum.
„ Það hefur færst mjög í vöxt á undanför-
num árum að framhaldsskólanemar komi hin-
gað til að komast á hestbak," segir Einar.
„Hestamennskan nýtur sívaxandi vinsælda og
við gefum fólki kost á að njóta hennar án þess
að þurfa að leggja út í þann kostnað sem því
fylgir að kaupa og fóðra hest. Hingað kemui'
fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins á laug-
ardögum og sunnudögum og ríðm- út og sendi-
herrar erlendra ríkja hafa komið og haft
gaman af. Heilu fjölskyldurnar koma til að
upplifa ævintýraheim hestamennskunnar,
jafnvel fólk sem aldrei hefur stigið á hestbak,
og í slíkum tOvikum kennum við einfaldlega
fólkinu tökin á reiðmennskunni.“
Kx/ensemi Séra Jáns
„Þetta er Séra Jón,“ segir Alexandra
Klonawski, Kvennaskólanemi. „Hann
er hesturinn minn,“ bætir hún við og
tekur utan um hálsinn á klámum,
sem tekur þessum atlotum
stúlkunnar með stóískri ró. „Séra
Jón er ákaflega kvensamur," segir
Einar og glottir, „enda fá bara
konur að ríða honum.“
Kvennaskólanemarnir eru á
förum og Einar gengur inn í hest-
hús og fer að sópa gólf. „Hesta-
Þau eru súr, sagði refurinn
Gytfi Ásmundsson sálfræðingur fjallar um furður sálarlífsins
NOKKRIR lesendur hafa óskað
eftir að fræðast meira um
vamarhættina, sem drepið hefur
verið á í íyrri pistlum.
Sáleflisfræðin, sem runnin er
frá Sigmund Freud, gerir ráð
fyrir því að sálarlífið sé orka, sem
birtist í ýmsum myndum í per-
sónuleika mannsins. Uppspretta
orkunnar liggur í frumstæðum
hvötum, sem leita útrásar.
Raunvemleikinn og siðaboðorð
samfélagsins leyfa ekki beina
útrás til að fullnægja hinum frum-
stæðu hvötum, svo að umbreyting
verður að eiga sér stað. Göfgun er
aðferð sjálfsins til að umbreyta
hinni frumstæðu hvatrænu orku í
siðferðislega og þjóðfélagslega
viðurkennt form. Kynhvötinni,
eða lífshvötinni, eins og Freud
nefndi hana síðar, leyfist ekki
taumlaus útrás hvar og hvenær
sem er, en hún er drifkraftur allra
skapandi athafna og við göfgun
fær hún framrás í breyttri mynd,
t.d. í listum og bókmenntum.
Göfgun frumhvatanna er þó á
mismunandi stigiog er ekki alltaf
jafn vel dulbúin. Árásarhvötinni
leyfist þannig tiltölulega bein
útrás í sumum íþróttum, eins og
t.d. hnefaleikum eða hjá áhorf-
endum að knattspyrnuleik, en hún
verður samt að lúta ákveðnum
leikreglum. I sumum tilvikum er
óhindruð frumstæð útrás þó bein-
línis eðlileg og holl, t.d. kynmök
elskenda í einrúmi eða skefjalaus
reiði til að verja sjálfsmynd sína
og æru eða ofbeldi í baráttu fyrir
lífi sínu.
Ef kenndir, eins og reiði, ótti
eða löngun, fá ekki útrás sem
samræmast þeim kröfum, sem við
sjálf og annað fólk gerir til okkar,
er gripið til einhverra vamarhát-
ta. Varnarhættirnir eru ófullkom-
in og oftast tímabundin lausn og
til þess fallnir að blekkja sjálfan
sig. En þeir gegna þó mikilvægu
hlutverki við að komast af í
hörðum heimi og halda sjálfs-
virðingu sinni, ef þeir ganga ekki
út í öfgar.Vörnin byrjar venjulega
með bælingu eða afneitun. Oþægi-
legri kennd er vikið brott úr
meðvitundinni. Við viljum ekki af
henni vita, hún gleymist, en lifir
áfram í sálrænni spennu.
Einhver algengasti varnarhátt-
ur sem sjá má í daglegu lífi fólks
er réttlæting, þ.e. að gefa góða
ástæðu fyrir gilda. Fyrst afneitum
við kenndinni, én finnum síðan
einhverja góða ástæðu til þess að
gera það trúverðugt. í
dæmisögum Esóps er þessi saga:
Refur stalst inn í víngarð um
uppskerutímann til þess að gæða
sér á sólbökuðum vínberjunum.
En þau héngu svo hátt uppi, að
hann náði þeim ekki. Hann tók
unclir sig hvert stökkið á fætur
öðru, en allt kom fyrir ekki.
Loksins snautaði hann í burtu og
sagði um leið og hann fór: „Þetta
gerir ekkert til, þau eru súr.“
Með þessu hélt refurinn
sjálfsvirðingu sinni, þrátt fyrir
mistök sín. Það var engin ástæða
til að reyna frekar við berin fyrst
þau voru súr. Við sjáum ótal dæmi
um réttlætingu af þessu tagi.
Bamið langar til að leika sér méð
hinum krökkunum í sandkassa-
num, en er alltaf haldið utan við.
Að lokum fer það sína leið: „Mig
langar ekkert að vera með, þau
eru svo vitlaus." Maður nokkur
hefur lengi gert sér vonir um að
vera teldnn í Rotary-klúbbinn, en
án árangurs. Úrkula vonar lýsir
hann yfir: „Aldrei mundi ég taka
þátt í svona klíkustarfsemi."
Oft beitum við réttlætingu til
þess að fresta eða komast hjá því
að gera eitthvað sem veldur okkur
kvíða eða öðmm óþægindum.
Nemandi hefur tekið frá tvær
klukkustundir á dag til þess að
lesa undir mikilvægt próf. Þegar
þar að kemur finnur hann sér
ástæðu til þess að komast hjá því:
Hann þarf að heimsækja vin sinn
á sjúkrahúsið á þessum tíma.
Hann þarf að. fara út að hlaupa
eða fara í sund til að halda sér í
formi, svo að hann sé betur undir
lesturinn búinn. Hann þarf
nauðsynlega að þvo bílinn, það
gengur ekki lengur hv&ð hann er
óhreinn. Hann verður að skila bók
á bókasafnið áður en hann fær
sekt. Allar þessar ástæður gætu
hugsanlega verið bæði góðar og
gildar, en ef hann finnur sér al-
drei tíma til að lesa undir prófið
em þær vafalaust réttlætingar í
því skyni að komast hjá því að
takast á við kvíðvænlegt verkefni.
Oft er það nægilegt að „gleyma “
að gera eitthvað sem við kvíðum
eða óttumst. Við getum „gleymt"
að fara til tannlæknisins á tilskil-
dum tíma. En jafnvel þótt við
munum það er hægur vandi að
finna sér góða afsökun fyrir því að
fara ekki, eins og maðurinn sem
þurfti alltaf að mæta á „mikil-
vægum" fundi á sama tíma.
Stundum fáum við líka sektar-
kennd yfir þvi að sinna ekki þvi
sem við teljum innst inni siðferði-
léga skyldu okkar. Vinur þinn
biður þig um fimmtíu þúsund
króna lán, en þú neitar vegna
þess að þú óttast að hann borgi
þér ekki til baka. Seinna fer
sektarkenndin að naga þig.
„Kannski hefði ég átt að lána hon-
um peningana. Hvert skyldi hann
leita núna? Hann gæti misst
íbúðina sína ef hann borgar ekki
af láninu. Hvers konar vinur er
ég eiginlega?" Það togast á an-
nars vegar óttinn við að missa
peningana og hins vegar sektin
yfir því að bregðast vini þínum.
Ef þú kýst að standa fast á því að
lána honum ekki peningana
þarftu á réttlætingum að halda:
„Maður á aldrei að lána vinum
sínum peninga. Það er vísasti
vegurinn til að spilla vináttunni."
Eða þú kynnir að hugsa: „Ég vil
gjarnan treysta fólki, en hverjum
er treystandi á þessum síðustu og
verstu tímum.“ Þú segir við konu
þína: „Mig langaði til að lána
Pétri fimmtíu þúsundin sem hann
bað mig um, en hefði hann lánað
mér? Eg efast um það.“
Allar þessar vangaveltur eru
sennilegar réttlætingar íyrir þá
tilfinningu, að þú hafir brugðist
vini þínum.
• Lesendur Morgunblaðsins geta
spurt sálfrœðinginn utn þnð sem
þeim tíggur á hjnrta. Tekið er á
móti spurningum á virkum dögum
mitíi klukknn 10 og 17 í síma 569
1100 og bréfum eða sfmbréfum
merkt: Vikulok, Fax 5691222.