Morgunblaðið - 02.04.1996, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Boðahlein 15 - Hrafnista
85 fm endaraðhús - þjónustuíbúð
nýkomið í einkasölu. Húsið er á svæðinu næst Hrafn-
istu í Hafnarfirði. Stór stofa, svefnherbergi, eldhús,
þvottahús og garðskáli. Allt í mjög góðu ástandi. Þjón-
usta frá Hrafnistu. Ekkert áhvílandi. Laust strax.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 555 0764.
552 1150-552 1370
LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N, framkvæmdastjori
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, lOGGiuuR FASTEIGNASAU
Nýjar á söluskrá m.a. eigna:
Góð íbúð á góðu verði
Sólrík 3ja herb. íb. á 1. hæð, rúmir 80 fm, rétt við Sæviðarsund. Park-
et. Tvennar svalir. Rúmgóð geymsla í kj. Vinsæll staður. Laus fljótl.
Lítið sérbýli - skipti möguleg
Vel byggt og vel með farið raðhús i suðurenda við Grundartanga,
Mos. með 3ja herb. sólríkri íb. á 1. hæð. Langtímalán kr. 3,2 millj.
Skipti möguleg. Vinsamlegast leitið nánari uppl.
Einbýlishús - stór bílsk. - útsýni
Glæsilegt steinhús, ein hæð, tæpir 160 fm. Stór og góður bílskúr,
rúmir 40 fm. Stór ræktuð lóð á útsýnisstað við Vesturvang í Hafnar-
firði. Tilboð óskast.
Lækkað verð - lítil útborgun
Nýleg og góð íbúð á 3. hæð og í risi, rúmir 104 fm við Hrísmóa, Gbæ.
40 ára húsnæðislán kr. 5,1 millj. Skammtímalán kr. 900 þús. geta fylgt.
Vinsamlegast leitið nánari uppl.
Lyftuhús - vesturborgin - hagkv. skipti
Stór sólrík 4ra herb. ib., tæpir 120 fm, ofarlega í lyftuh. á vinsælum
stað. 3 rúmg. svefnh. Frábært útsýni. Góð lán. Tilboð óskast.
Fjársterkir kaupendur óska eftir
2ja-3ja herb. ib. í Vesturborginni, Hlíðum, Safamýri, nágr.
3ja-4ra herb. íb. í Hafnarf. með rúmg. bílsk.
2ja herb. íb. við Austurbrún eða nágr.
íbúðum í Fossvogi, nýja miðbænum, Hlíðum og Smáíbúðahverfi.
Rétt eign verður greidd við kaupsamning. Fjöldi traustra kaupenda.
Margskonar eignaskipti möguleg. Vinsamlegast hafið samband.
• • •
Vekjum athygli
á augl. okkar nk. fimmtud.
Opið á iaugardögum
kl. 10-14.
ALMEMNA
FASTEIGNASALAN
HU6IVE6118 S. 552 115B-552 13711
10 frábær fyrirtæki
1. Hellugerð nálægt höfuðborginni, sem fram-
leiðir hágæða vörur. Mikil verkefni framund-
an næstu árin. Meðeign möguleg.
2. Listframleiðsla úr keramiki og leir. Enda-
lausir möguleikar fyrir innanlandsmarkað
og útflutning. Flytjanleg hvert sem er. Verð
kr. 7 millj.
3. Sjálfsalar fyrir fjölmenna staði. Selja sæl-
gæti og snakk. Gífurlegir tekjumöguleikar.
Hentugir fyrir sælgætisinnflytjendur, líknar-
eða íþróttafélög. 59 sjálfsalar til reiðu.
4. Eitt stöndugasta vélaverkstæði landsins til
sölu. Endalaus verkefni. Rekið með hagnaði
ár eftir ár. Góð tæki, gott húsnæði, næg
vinna. Staðsett úti á landi.
5. Falleg og snyrtileg ísbúð til sölu. Selur einn-
ig sælgæti. Góð staðsetning. Miklir tekju-
möguleikar. Brjálaður tími framundan. Laus
strax.
6. Einn þekkasti og besti söluturn borginarinn-
ar til sölu. Miklar hliðartekjur. Góð staðsetn-
ing. Mikil vinna sem skilar góðum tekjum.
7. Einn þekkasti og þesti skyndibitastaður
borgarinnar. Öll tæki sem þarf. Stöðugar
tekjur. Góð staðsetning. Verð kr. 6,5 millj.
8. Barnafataverslun með örugg og heimsþekkt
barnaföt sem allar konur þekkja. Einkaum-
boð fylgir. Gott verð fyrir þá sem fyrstir
koma.
9. Myndbandaleiga í blússandi gangi. Leigir
út um 200 spólur á dag. Staðsett í þéttbýlu
íbúðahverfi og í verslunarmiðstöð. Verð
aðeins kr. 2 millj.
10. Kertaverksmiðja í góðu standi sem framleið-
ir flestar gerðir af fallegum kertum. Getur
verið hvar sem er á landinu. Verð kr. 5
millj. IJpplýsingar aðeins á skrifstofunni.
rÁ7TÍTTT7I^T7?PyTTirT7l
SUÐURVERI
SIMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Eitt blab fyrir alla!
- kjarni máisins!
FRÉTTIR
Stöð 2 vann mál gegn
fréttamönnum
FÉLAGSDÓMUR hefur sýknað
íslenska útvarpsfélagið af kröfum
fréttamanna á fréttastofu Stöðvar
2, sem töldu sig eiga rétt á að krefj-
ast samkvæmt vinnusamningi 8
yfirvinnutíma greiðslu félli frídagur
samkvæmt vaktatöflu þeirra á stór-
hátíðardag. Fréttamennirnir töldu
fyrirtækinu óheimilt að ákveða að
frídagar kæmu í stað greiðslu.
í samningi aðilanna sagði að félli
frídagur samkvæmt vaktatöflu á
stórhátíðardag frá mánudegi til
föstudags skyldi hann bættur með
öðrum frídegi eða greiðslu 8 stunda
í yfirvinnu. Fréttamennirnir sögðu
venju hafa skapast um að greiða 8
tíma yfirvinnu lenti stórhátíðardag-
ur á frídegi en fyrirtækið sagði að
allur gangur hafi verið á hvort
fréttamenn hafi fengið greitt eða
fengið auka frídag. Frá og með
skipulagsbreytingu á síðasta ár
hafi starfsfólkið notið frídaga sinna.
Ekki sýnt fram á venju
Dómur Félagsdóms á föstudag
féll fyrirtækinu í vil. í niðurstöðum
dómsins segir að sá sem á kost á
að fullnægja skyldu með tvennum
hætti eigi val um hvorn háttinn
hann kýs. Þessari niðurstöðu kunni
gagnstæð venja að breyta. Fram-
kvæmd sem hafi verð undantekn-
ingalaus um árabil frá samnings-
gerð og ætla megi að launagreið-
andi hafi talið sér skylt að hlíta
geti skapað launþega rétt og verði
launagreiðandi þá bundinn af henni
uns samningstímabili ljúki. Gegn
andmælum Islenska útvarpsfélags-
ins hafi Blaðamannafélag íslands,
sem sótti málið fyrir hönd frétta-
mannanna, ekki sýnt fram á að í
vinnusambandi aðilanna hafi verið
um slíka venju að ræða. Því var
íslenska útvarpsfélagið sýknað af
kröfunum.
Urslit í hönnunarkeppm Istex
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÁ verðlaunaafhendingunni f.v. Guðjón Kristinsson, framkvæmdasljóri ístex, Steinunn Bergsteins-
dóttir, Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra, Halldóra Kristín Hjaltadóttir, Sigurlína Jóhanna Jóhann-
esdóttir og Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra.
í TILEFNI af 100 ára afmæli
ullariðnaðar í Mosfellsbæ stóð
ístex fyrir hönnunarsamkeppni
um handprjón. Þátttaka í sam-
keppninni var mun meiri en búist
hafði verið við, því 377 hand-
pijónaðar peysur frá 258 þátttak-
endum voru sendar inn.
Á sérstakri afmælissýningu ís-
tex voru veitt verðlaun fyrir
bestu hönnun sem dómnefnd
hafði valið. Eftir að hafa skoðað
allar peysurnar var dómnefndin
sammála um að veita eftirtöldum
aðilum verðlaun fyrir fram-
úrskarandi hönnun: 1. verðlaun
Kambsvegur
Góð 2ja herb. 61 fm fb. á 2. hæð í fimm-
býli á þessum vinsæla stað. Hús og
sameign í góðu ástandi. Vestursv. Áhv.
1.4 millj. Verð 5,4 millj. 5462.
Skaftahlíð
Falleg 90 fm 3ja herb. kjlb. f góðu fjórbýli.
Sérinng. Nýtt eldh., baðherb., parket o.fl.
Áhv. 1,5 millj. Verð 6,6 millj. 5670.
Álfheimar
Mjög falleg 115 fm endaíb. á 2. hæð í
nýviðg. fjölb. Mikið endurn. íb. m.a. nýtt
eldh., parket o.fl. Þvottaherb. I íb. Skipti
mögul. Verð 8,5 millj. 5681.
Hrafnhólar - laus
Góð 107 fm 4ra herb. ib. á 1. hæð ásamt
26 fm bllsk. Hús nýl. viðg. að utan. Lyklar
á skrifst. Verð 7,5 millj. 4703.
Austurbær - Kóp.
Neðri sérh. sem er 136 fm + bilsk. fb. I
mjög góðu lagi. 4 svefnherb. Arinn I
stofu. Skipti mögul. á minni eígn. Áhv.
2.5 millj. Verð 9,8 millj. 1633.
Berjarimi - parh.
Snoturt parh, á tveímur hæðum ca 180
fm með stórum innb. bllsk. 3-4 svefn-
herb. Áhv. 4,1 milij. Verð 12,5 millj. 1897.
Kögursel
Mjög gott 135 fm parh. á tveimur hæðum
ásamt 24 fm bllsk. 3 rúmg. svefnherb.
Vandaðar innr. Góð suðurverönd. Áhv.
5.5 míllj. Verð 12,3 millj. 5725.
rf ÁSBYRGI if
Suóurlcindibruut 54
•tt toralan, 10t ».yW|owlh.
•imi 568*2444, fox: 568*2446.
377 peysur
bárust
120.000 kr. hlaut Halldóra Kristín
Hjaltadóttir, Tunguvegi 2, Sel-
fossi, 2. verðlaun 100.000 kr.
hlaut Steinunn Bergsteinsdóttir,
Vogaseli 7, Reykjavík og 3. verð-
laun 80.000 kr. hlaut Sigurlína
Jóhanna Jóhannesdóttir, Snart-
arstöðum 2, Kópaskeri.
Dómnefndin vildi gjarnan veita
ÚTSENDING Sjónvarpsins á þætti
Spaugstofunnar, Enn ein stöðin,
tafðist um einar áttatíu mínútur á
laugardagskvöld sökum seinkunar á
eftirvinnslu þáttarins, að sögn Svein-
björns I. Baldvinssonar dagskrár-
stjóra innlendrar dagskrárdeildar
stofnunarinnar.
Sveinbjörn segir að upptökur á
Enn einni stöðinni hafi ekki dregist
til muna, en hins vegar hafi verið
misreiknað hversu langan tíma tæki
að setja þáttinn saman og ljúka hljóð-
vinnslu.
Má kalla óafsakanlegt
„Þessir þættir eru ávallt unnir
mjög hratt í samræmi við eðli þeirra,
en þeir eiga ekki að vera svona hrað-
soðnir. Þetta er það sem kalla má
óafsakanlegt, því að vitaskuld á fag-
maður eins og upptökustjóri að sjá
þegar hann er með efnið í höndun-
um, hvaða kröfur hann geti gert í
eftirvinnslunni. Hann hefur ætlað sér
um of í þeim efnum og það er leitt
fyrir alla að lenda í þessum drætti,"
segir Sveinbjörn.
Hann segir að málið verði tekið
fyrir á fundi í dag þar sem fjallað
er um útsendingu liðinnar viku og
dagskrá þeirrar næstu, auk þess sem
fjölda annarra þátttakenda verð-
laun fyrir góða hönnun. ístex mun
kaupa um 20 hugmyndir til viðbót-
ar verðlaunapeysunum á 25.000
kr. hverja. Til greina kemur að
kaupa fleiri hugmyndir siðar.
Dómnefnd var skipuð eftirtöld-
um aðilum: Eggert Jóhannsson,
feldskeri, Gerður Hjörleifsdóttir,
Islenskum heimilisiðnaði, Védís
Jónsóttir, hönnuður ístex, Esther
Wood, hönnuður hjá JCA-Reyn-
olds í Bandaríkjunum, og
Heather Patterson, forstjóri S.R.
Kertzer, umboðsmaður ístex í
Kanada.
farið verði yfir það með upptöku-
stjóra hvort gera þurfi breytingar á
skipulagi við vinnsluferli þáttarins.
Enn ein stöðin verður á dagskrá
Sjónvarpsins til loka maí og teygir
sig þannig fram í sumardagskrána,
en vetrardagskránni lýkur síðasta
vetrardag að öllum jafnaði.
Olafur
Ragnar með
mest fylgi
ÓLAFUR Ragnar Grímsson nýtur
fylgis 40% þeirra sem afstöðu taka
fyrir forsetakosningarnar í sumar
skv. skoðanakönnun Gallups sem
sagt var frá í Ríkisútvarpinu.
Guðrún Pétursdóttir hefur fylgi
23%, Guðrún Agnarsdóttir 13% og
Davíð Oddsson og Pálmi Matthíasson
mældust með 4% fylgi hvor. Rúmlega
helmingur aðspurðra í könnuninni
hafði ekki gert upp hug sinn.
Þrisvar sinnum fleiri nefna nú
Ólaf Ragnar en í seinustu könnun
Gallup fyrir mánuði en flestir nefndu
þá Guðrúnu Pétursdóttur.
Tafir á Enn einni stöðinni
Eftirvinnsla of tímafrek