Morgunblaðið - 02.04.1996, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Umsátur í
Montana
heldur
áfram
FULLTRÚUM bandarísku al-
ríkislögreglunnar (FBI) hefur
enn ekki tekist að semja við
um 25 vopnaða menn sem
halda til á búgarði í austur-
hluta Montana-ríkis og helt
umsátur lögreglunnar því
áfram í gær. Foringi samtak-
anna, sem kallast Frjálsir
menn, gaf sig fram á heimili
sínu á laugardag og hafa þá
þrír leiðtogar samtakanna ver-
ið handteknir. Samtökin og
einstaklinga rí þeim eru sakað-
ir um margs konar svikastarf-
semi. Leggur FBI áherslu á
að semja við mennina á bú-
garðinum, sem eru taldir vopn-
aðir, svo ekki þurfi að koma
til blóðugs uppgjörs á borð við
það er lagt var til atlögu gegn
sértrúarsöfnuði í Waco í Texas
fyrir þremur árum.
Fangar rísa
upp í Argent-
ínu og Brasilíu
EITT þúsund fangar náðu á
sunnudag á sitt vald fangelsi
fyrir einhveija harðsvírðustu
glæpamenn Argentínu og tóku
15 gísla, þar á meðal einn
dómara. Uppreisnin í Sierra
Chica-fangelsinu hefur leitt til
uppþota í þremur öðrum fang-
eslum í landinu. Á fímmtudag
tóku fangar fangelsis í Brasil-
íu 23 manns í gíslingu, þar á
meðal nokkra dómara og fang-
elsisstjórann, en slepptu sex á
sunnudag. Forsprakki fang-
anna í Brasilíu, Leonardo
Rodrigues Pareja, sást leika
knattspyrnu fyrir utan fang-
elsisálmuna, sem fangamir
lögðu undir sig. Hann er kunn-
ur í Brasilíu eftir að hafa farið
um landið með ránum og grip-
deildum í 40 daga samfleytt á
síðasta ári með lögregluna á
hælunum.
Móðir Teresa
brýtur sig
MÓÐIR Teresa hrasaði á
sunnudagskvöld með þeim af-
leiðingum að vinstra viðbein
brotnaði, að sögn sjúkrahúss
í Kalkútta á Indlandi. Heilsað-
ist henni vel í gær en gat þó
ekki verið viðstödd er flugvél
kom með 50 tonn af iyfjum
og lækningavörum til borgar-
innar f gær. Verða þau notuð
í heilsugæslustöðvum sem
reknar eru fyrir tilstuðlan
stofnunar sem kennd er við
hinn 85 ára gamla Nóbelsverð-
launahafa.
Teikning að
sprengju frá
Peking
BANDARÍSKIR njósnarar
fundu teikningu að kjarnorku-
sprengju í farangri Abduls
Qadeers Khan, helsta kjam-
orkuvísindamanns Pakistans,
í byijun síðasta áratugar. Að
sögn Washington Post er
bandaríska leyniþjónustan
sannfærð um að hann hafí
verið að koma með hana frá
Peking þar sem honum hafi
verið afhent teikningin.
Vildi að Thatcher hætti á toppnum
London. Reuter.
THATCHER-fjölskyldan á valdatímum ,járnfrúarinnar“. Niðri sitja
Margaret, Carole og Mark og Denis stendur að baki konu sinni.
DENIS Thatcher, eiginmaður Marg-
aret Thatcher, var fyrstur til að
hvetja konu sína til að segja af sér
þegar farið var að sækja að henni
í embætti forsætisráðherra og for-
ystu breska íhaldsflokksins, en þeirri
valdabaráttu lauk með afsögn
„járnfrúarinnar" eftir ellefu ár við
völd. Þetta kemur fram í nýrri bók
eftir dóttur þeirra, Carole Thatcher,
sem segir einnig að Margaret Thatc-
her hafi verið köld og fjarlæg móðir.
í kafla úr bókinni, sem birtist í
dagblaðinu Daily Mail í gær, segir
að Denis Thatcher hafi tekið Peter
Morrison, aðstoðarmann Thatcher,
afsíðis og grátbeðið hann um að
gera „allt sem þú getur til að teija
hana á“ að hætta að beijast.
„Honum var umfram allt umhug-
að um að hún yrði ekki niðurlægð,"
skrifar Carole. „Hann elskaði hana
jafnvel meira en nokkru sinni áður
í sambandi þeirra og hann gat ekki
horft upp á að henni yrði eitthvað
til miska gert.“
Michael Heseltine, núverandi að-
stoðarforsætisráðherra, bauð Marg-
aret Thatcher byrginn í nóvember
1990. Thatcher fékk atkvæði 204
þingmanna flokksins í leiðtogakjöri,
en áskorandinn 152. Samkvæmt
reglum flokksins var það ekki nógu
stór sigur og frekar en að fara fram
í aðra atkvæðagreiðslu ákvað hún
að draga sig í hlé og styðja John
Major, þáverandi fjármálaráðherra,
sem bar sigur úr býtum.
Carole Thatcher segir að móðir
sín hafi sýnt fjölskyldunni litla ástúð
og ávallt látið stjórnmálin ganga
fyrir. Hún kveðst hafa verið hálf-
hrædd við móður sína.
„Þegar ég var barn fór ég aldrei
upp í rúm foreldra minna,“ skrifar
Carole Thatcher. „Það var ekki ýtt
undir það að sýna ástúð á almanna-
færi. Mamma gerði allt á harðaspani
svo að hún kæmist í vinnuna. Hún
vildi vera gagntekin af vinnunni og
það var hún.“
Hún segir að móðir sín hafi látið
til sín taka á heimilinu, en aldrei
með^ hlýju.
„Ég var hrædd við hana þegar
ég var barn og síðar var ég oft
meðvituð um að þegar ég var að
tala við hana var hún með hugann
við annað,“ segir Carole. „Ég hugg-
aði sjálfa mig oft með því að hugsa
sem svo: „Carole, ef til vill er ástæð-
an allur þvættingurinn, sem þú læt-
ur út úr þér“.“
Denis og Margaret Thatcher eiga
tvö börn, tvíburana Carole og Mark.
Carole kveðst alltaf hafa þjáðst af
vanmetakennd gagnvart bróður sín-
um, sem hafi verið eftirlæti móður
sinnar og sé enn. Henni finnst hún
enn ekki standa jafnfætis Mark, sem
sé kvæntur fallegri konu, eigi tvö
börn og hallir um allan heim. Carole
Thatcher er einhleyp.
Reuter
LEIÐTOGAR Evrópusambandsríkjanna stilltu sér upp fyrir „fjölskyldumynd" á þaki ráðstefnumiðstöðvarinnar í Torino þar sem
ríkjaráðstefnan er haldin. í byggingunni voru áður til húsa verksmiðjur Fiat-fyrirtækisins.
Leiðtogar Evrópusambandsins og ríkjanna ræða atvinnumálin
Áætlun um
Atvinnuleysið vandamál
en lausnir vandfundnar
Brussel. Reuter.
ATVINNULEYSI hefur undanfarið
verið hvað efst á baugi þegar leið-
togar Evrópusambandsins koma
saman til fundar. Leiðtogafundur-
inn í Torino, sem markaði upphaf
ríkjaráðstefnunnar, var þar engin
undantekning. Atvinnuleysi er nú
að meðaltali 11% í ESB og hafa
leiðtogamir átt erfítt með að koma
sér saman um hvað beri að gera
og hver beri að standa undir kostn-
aðinum þrátt fyrir hástemmdar yf-
irlýsingar þegar þeir koma saman.
„Það að hægt sé að grípa til
aðgerða gegn atvinnuleysi á vett-
vangi alþjóðlegra samtaka er fyrst
og fremst hugmynd sem hentar að
setja fram upp á almenningsálitið,“
segir Daniel Gros hjá Evrópurann-
sóknamiðstöðinni í Bmssel og
margir aðrir em honum sammála.
Baráttan gegn atvinnuleysi var
eitt helsta umræðuefni fundarins
um helgina og vora skoðanir mjög
skiptar milli ríkja um hvað bæri að
gera. Sum ríki, þeirra á meðal Sví-
þjóð, vilja að sérstökum kafla um
vinnumál verði bætt við Maastricht-
samkomulagið. Þó að nokkur ríki
hafí tekið undir þessa kröfu Svía
vom Bretar og Þjóðveijar henni
algjörlega andvígir.
Byggist andstaða Þjóðveija á því
að slíkt gæti lagt stein í götu áform-
anna um peningalegan samruna
Evrópusambandsríkj ann a.
Umframfjármagn
í framkvæmdir?
Jacques Santer, forseti fram-
kvæmdastjórnarinnar, vill aftur á
móti nýta umframfjármagn úr sjóð-
um sambandsins til verklegra fram-
kvæmda við vega- og járnbrauta-
kerfí. Þessu em margar ríkisstjóm-
ir andvlgar og krefjast að ónýttu
íjármagni verið skilað til aðildar-
ríkjanna.
Sérfræðingar benda margir á að
það torveldi sameiginlega stefnu-
mótun gagnvart atvinnuleysi að slík
stefnumótun taki ekki tillit til
hversu ólíkar aðstæðar eru í ein-
staka aðildarríkjum.
Þó að almennt séu flestir orðnir
sammála um að vandann megi ekki
síst rekja til hversu ósveigjanlegir
vinnumarkaðir Evrópu em og hárra
launatengda gjalda þá hljóti lausn-
irnar að verða ólíkar I hveiju ríki
fyrir sig.
„Það er einungis hægt að ná
samstöðu milli launþega og vinnu-
veitenda á vettvangi einstakra
ríkja,“ segir Jiirgen Pfister, yfir-
hagfræðingur hjá Commerzbank í
Frankfurt. „Þetta kemur ekki Evr-
ópusambandinu eða fundum leið-
toga stærstu iðnríkja heims við.“
Atvinnumálin
rædd í Lille
Fjármála- og vinnumálaráðherr-
ar G7-hópsins, samtaka sjö stærstu
iðnríkja heims, komu í gær saman
í Lille í Frakklandi til að ræða at-
vinnumál.
í Evrópu er mikil andstaða við
það að breyta vinnumarkaðnum í
átt að því fijálslyndí er ríkir í
Bandaríkjunum og Bretlandi þar
sem megináherslan er á hreyfan-
leika vinnuafls en félagslegt öryggi
er í lágmarki.
Efnahagsmálaráðherra Þýska-
lands, Gunther Rexrodt, er í þeim
hópi. Hann sagði í gær nauðsynlegt
að auka sveigjanleika á vinnumark-
aðnum en ekki sé hægt að taka upp
bandarískt kerfi í Þýskalandi þar
sem vinnuveitendur geti ráðið og
rekið starfsfólk að vild.
Jacques Chirac Frakklandsfor-
seti, sem verður fundarstjóri á fund-
inum í Lille, sagði að Evrópusam-
bandið ætti að móta einhvers konar
millileið í þessum efnum.
Það setti nokkurn svip á fundinn
að einungis einn fjármálaráðherra,
sá franski, mætti til fundarins.
aðildar-
viðræður
óhögguð
Torino. Reuter.
ÍTALIR greindu ríkisstjómum ríkja
í Austur-Evrópu, sem sótt hafa um
aðild að Evrópusambandinu, frá því
um helgina að sambandið hygðist
standa við tímaáætlun aðildarvið-
ræður að ríkjaráðstefnunni lokinni.
Gert er ráð fyrir því að ríkjaráð-
stefnan, sem hófst í Tórínó á Ítalíu
á föstudag, muni standa í um eitt
ár en á henni er tekist á um innri
uppbyggingu ESB í ljósi breyttra
aðstæðna og fjölgunar aðildarríkja.
Susanna Agnelli, utanríkisráð-
herra Ítalíu, átti á laugardag fund
með fulltrúum þeirra ellefu ríkja,
sem sótt hafa um aðild að ESB.
ítalskur embættismaður sagði að
fundinum loknum að Agnelli hefði
tilkynnt þessum ríkjum að þó að þau
ættu ekki aðild nú væri aðild á
næsta leiti. ítalir em nú í forystu
ráðherraráðs ESB og stjórnuðu upp-
hafi ríkjaráðstefnunnar.
Þegar hefur verið sagt að aðildar-
viðræður við Möltu og Kýpur hefjist
ekki síðar en sex mánuðum eftir að
ríkjaráðstefnunni lýkur.
Þá hefur ríkisstjórnum Póllands,
Tékklands, Ungveijalands, Búlgar-
íu, Rúmeníu, Slóvakíu, Eistlandi,
Lettlands og Litháens verið sagt að
viðræður geti hafist þegar ríkin eru
talin tilbúin undir aðild. Búist er við
að Slóvenía muni brátt bætast í
þann hóp.