Morgunblaðið - 02.04.1996, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kirkjan mót-
mælir háði
Nútímaleg uppfærsla Hans Neuenfels á II
Trovatore eftir Giuseppe Verdi í Deutsche
Oper Berlín hefur nú þegar vakið mikla at-
hygli hér í Berlín sem og á landsvísu. Þar
er helst að nefna almennt mikla hrifningu
leikhúsgagnrýnenda sem og hörð mótmæli
kaþólsku kirlq'unnar í Þýskalandi. Rósa Guð-
rún Erlingsdóttir gluggaði í þýsku blöðin.
GRUNNHUGMYND upp-
færslunnar var að nota
sögusviðið Spán til að
kasta fram myndum af
karlaveldi, kvennakúgun, ítökum
kaþólsku kirkjunnar og ofsóknum á
minnihlutahópum. Spánn sér um það
sjálft að tryggja sér þá ímynd út á
við sem að Neunfels og von der
Thannen leika sér að í uppfærsl-
unni. Nautaatið er t.d. notað sem
myndgerving fyrir karlrembuna,
kvenmaðurinp helgar líf sitt fóminni
á sjálfri sér fyrir aðra, slgaunarnir
eru notaðir sem fulltrúar allra kúg-
aðra og ofsóttra minnihlutahópa og
gert er létt grín að kirkjunni sem
alltaf er viðstödd en samt ósnertan-
leg I bakgrunni.
Mótmæli kaþólsku kirkjunnar
Kirkjunnar mönnum finnst hart
að sér vegið með dónalegu og óvið-
eigandi trúarbragðaháði. Hér er átt
við senu þar sem aðalkvenpersónan
Leonora gengur í klaustur eftir að
hafa fengið fregnir um að Manrico
ástin hennar hafi fallið í bardaga við
menn greifans. Nunnur í skærlitum
búningum fylla sviðið og varðmenn
greifans halda á Jesú á krossinum
inn á íjalirnar. Drottinn sjálfur ber
kórónu sem blikkar eins og diskóljós
og minnir óneitanlega á klisjukennd
trúartákn suður-evrópskar kirkjur.
Þegar sem hæst lætur í atriðinu stíg-
ur Jesús af krossinum og biður bisk-
upi upp í dans. í frétt í der Tagesspi-
egel í gær er haft eftir kirkjunnar
mönnum að óperan særi djúpt tilfinn-
ingar trúaðs fólks og sé skömm fyr-
ir listaímynd stærsta óperuhúss Ber-
línarborgar.
Gagnrýni helstu dagblaða
Berlínar:
Der Tagesspiegel
Óperan er stór vinningur fyrir leik-
húslíf borgarinnar segir í „der Tag-
esspiegel". Gagnrýnandi segir æsing
og mótmæli íhaldssamra áhorfenda
svo yfirborðsleg að varla sé mark á
takandi. Neuenfels þjarmar á engan
hátt að tónlistinni heldur notar hann
hana til að framkalla myndir sínar
á snilldarlegan hátt. Kórinn er notað-
ur skemmtilega sem stöðugur þátt-
takandi sem alitaf er, jafnt og samfé-
lagið sama hvað í
skerst. Leikmynd
von der Thannen
er í bakgrunni
nógu einföld til að
leyfa stórbrotnum,
litríkum búningum
að njóta sín.
Söngvarar í að-
alhlutverkum fá al-
mennt lof gagnrýn-
enda en hann segir
það miður að De-
utsche Oper sjái sér
ekki fært að manna
aukahlutverkin
betur. Kristján Jó-
hannsson segir
hann ná sér á strik
fljótlega eftir frem-
ur slaka byijun og
að þessi mjúki te-
nór muni eflaust
sýna snilli sína í
komandi sýningum.
Berliner Zeitung
„í lokin sauð upp úr í salnum“
byijar greinin í „Berliner Zeitung“.
Kraftur myndanna, kórsins og hinnar
framúrskarandi hljómsveitar ná að
mörkum þess leyfislega. Von der
Thannen gerir og absúrd hugmyndir
Neuenfels að veruieika af glansandi
snilld. Stykkið hefur náð tilgangi sín-
um, því það geta fáir státað af slíkum
viðbrögðum áhorfenda. Stjörnur
kvöldsins voru að mati gagnrýnanda
Violeta Urmana sem fór með hlut-
verk Azucena og Amanda Halgrim-
son sem Leonora. Karisöngvararnir
féllu I skuggann en gerðu hlutverk-
um sínum fyllileg skil.
Berliner Morigenpost
Áhorfendur fagna söngvurum á
heimsmælikvarða gífurlega að sýn-
KRISTJÁN Jóhannsson í hlutverki
sínu í II Trovatore.
ingu lokinni og hluti salarins púar á
Neuenfels. Kristján Jóhannsson er
tenór sem veit að hann getur látið í
sér heyra en það nægði honum í
þetta skiptið, frammistaða hans samt
sem áður glæsileg segir í „Berliner
Morgenpost" Paolo Coni segir gagn-
rýnandi fórna sönggleði sinni fyrir
leik á fötluðum óöruggum aðals-
manni. Það er unun að hlusta á söng
Amöndu Halgrimson og Violetta
Urmana gerir hlutverki sínu góð skil.
BZ
Í „Boulevard" blaðinu BZ er haft
eftir Kristjáni Jóhannssyni að allt pú,
fuss og svei sé af hinu góða. „í gamla
daga var púað á Verdi og Wagner,
það er venjan". í þessu ágæta blaði
er einnig haft eftir forsvarsmanni
óperunnar að allt hneyksli auki söl-
una... “ og Verdi mun sjá til þess
að fólk lætur sjá sig hvort sem er.
Fyrirmæli dagsins
Leiðbeiningar
EFTIR ANDREAS SLOMINSKI
Nýjar bækur
Vötn þín og vængur eftir
Matthías Johannessen
STILLTU hnakkinn á hjólinu snúi upp og pressaðu svo á
þínu þannig að hnakknefið því sítrónur.
9 Fyrirmælasýning í samvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós
Tregafull tónaljóð
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í
Norræna húsinu miðvikudag-
inn 3. apríl flytja Gunnar
Kvaran sellóleikari og Selma
Guðmundsdóttir píanóleikari
verk eftir Maria Theresia von
Paradis, Franz Schubert, Ju-
les Massenet, Sergei Rac-
hmaninoff og Gabriel Fauré.
I kynningu segir: „Efnis-
skráin myndar samhverfu.
Hún hefst á Sicilienne Mariu
Theresiu von Paradis og end-
ar á Sicilienne Fauré. Annað
lagið og það næst síðasta
eiga það sameiginlegt að vera
sönglög, þar sem nóttin og
tálsýn draumsins eru við-
fangsefnið. Þriðja lagið og
það þriðja síðasta eru hvort-
tveggja harmljóð án orða. Á
milli þeirra liggur svo hin
þekkta og fagra Vocalise
Rachmaninoffs. Sammerkt
eiga öll lögin á efnisskránni að vera
tregafull og innhverf tónaljóð þótt
blærinn sé ólíkur milli laganna inn-
byrðis.“ Tónleikamir eru um hálftíma
að lengd og hefjast kl. 12.30.
Gunnar Kvaran hóf barnungur
tónlistarnám. Helstu kennarar hans
voru dr. Heinz Edelstein og Einar
Vigfússon. Að námi loknu hér heima
stundaði hann nám við Tón-
listarháskólann í Kaup-
mannahöfn hjá Erling
Blöndal Bengtson. Hann var
aðstoðarkennari Eriings um
sex ára skeið við sama skóla.
Um nokkurra ára skeið hef-
ur Gunnari boðist að taka
þátt í þekktum tónlistarhá-
tíðum í Bandaríkjunum,
bæði sem kennari og sem
flytjandi. Gunnar er deiidar-
stjóri strengjadeildar Tón-
listarskólans í Reykjavík og
kennir þar sellóleik og kam-
mertónlist.
Selma Guðmundsdóttir
hóf tónlistamám á ísafirði
en stundaði síðan nám við
Tónlistarskólann í Reykjavík
og lauk þaðan einleikara-
prófi undir handleiðslu Árna
Kristjánssonar píanóleikara.
Selma hefur haldið fjölda
einleikstónleika hér heima og erlend-
is auk þess að leika einleik með
hljómsveit og kammertónlist. Selma
starfar nú meðfram tónleikahaldi
sem píanókennari við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík.
Handhöfum stúdentaskírteina er
boðinn ókeypis aðgangur, en að-
gangseyrir fyrir aðra er 300 kr.
Gunnar
Kvaran
Selma
Guðmundsdóttir
VÖTN þín og vængur
nefnist ný ljóðabók
eftir Matthías Johann-
essen. þetta er sautj-
ánda ljóðabók Matthí-
asar, en sú fyrsta
Borgin hló, kom út
1958.
Eftir Matthías hef-
ur komið út fjöldi ann-
arra bóka: smásögur,
leikrit, ritgerðir, sam-
talsbækur og ævisög-
ur. í fyrra kom út eft-
ir hann smásagna-
safnið Hvíldarlaus
ferð inní drauminn og
bækumar Spunnið um
Stalln og Fjötrar okk-
ar og takmörk.
„Vötn þín og vængur er meðal
stærstu og veigamestu ljóðabóka
Matthíasar Johann-
essen og sú bók hans
sem sýnir einna best
helstu yrkisefni hans
og listræn tök“, segir
í kynningu forlagsins.
Bókin skiptist í átta
flokka sem nefnast
Um vindheim víðan,
Hugmynd okkar um
jörð, Inní enn einn
draum, Vötn þín og
vængur, Huldunnar
rísandi dagur, „Hið
eilífa þroskar djúpin
sín“, í nærveru tímans
og Kumpánlegt oln-
bogaskot.
Útgefandi er
Hörpuútgáfan. Kápumynd er eftir
Rax. Oddi sá um prentvinnslu. Bók-
in er 175 síður og kostar 2.980 kr.
Matthías
Johannessen
Aukasýning ákveðin
vegna góðrar aðsóknar
STÚDENTALEIKHÚSIÐ hefur
sökuin mikillar aðsóknar ákveðið
að hafa aukasýningu í kvöld á
verðlaunaverkum úr leikritasam-
keppni SL, Hausverki skaparans
og Elektru.
Leikþættirnir eru eftir Gauta
Sigþórsson og Stefán Vilbergsson,
en leikstjóri er Björn Ingi Hilmars-
son og nefnist sýningin Sjá það
birtir til.
Verkin voru valin til sýningar
að undangenginni leikþáttasam-
keppni á vegum Stúdentaleikhúss-
ins sl. haust, en þetta er í annað
sinn sem slík samkeppni er haldin
á vegum leikhússins og stefnt er
að því að hún verði árviss viðburð-
ur. Sjá það birtir til er sýnt í Mögu-
leikhúsinu við Hlemm og hefst
sýningin klukkan 20.30 í kvöld
eins og áður sagði.
Sýning á
íslenskum
postulíns-
brúðum
CAMILLA ehf. mun halda sýn-
ingu á hluta af brúðum sínum
í Ráðhúskaffi Ráðhúsinu við
Tjörnina dagana 2.-14. apríl.
F\rirtækið Camilla ehf. var
stofnað í september síðastliðn-
um. Eigendur Camillu ehf. eru
Anna Ragna Alexandersdóttir,
Sigríður Þorgeirsdóttir,
Hrafnhildur Halldórsdóttir,
Alda Steingrímsdóttir og
Bergljót Sigfúsdóttir.
Markmið fyrirtækisins er
meðal annars hönnun á postu-
línsbrúðum í íslenskum þjóð-
búningum fyrir söfn og einka-
safnara innan sem utanlands.
Brúðurnar eru um 75 cm á
hæð og er hver brúða ákveðin
persóna úr íslandssögunni, eða
úr þekktum skáldsögum. Hver
brúða hefur sitt númer, sem
grafið er í bak hennar, og er
framleidd í 100 eintökum.
Camilla ehf. hefur einnig hafið
framleiðslu á smærri brúðum
í þjóðbúningum barna og vík-
ingafötum. Þær munu verða
fáanlegar I verslunum hér á
landi innan skamms.
ÍSLENSKU postulíns-
brúðurnar.
Sýning ívars
og Magda-
lenu fram-
lengd
VEGNA góðrar aðsóknar hef-
ur verið ákveðið að framlengja
sýningu Ivars Török og
Mágdalenu M. Hermanns í
Gallerí Horninu, Hafnarstræti
15 til miðvikudagsins 3. apríl.
Galleríið er opið alla daga,
einnig mánudaga, frá kl. 11
til 23.30.
Laugardaginn 6. apríl kl.
17 opnar Sigríður Gísladóttir
sýningu á málverkum.
EITT verka Sólveigar.
Páskasýning
í Þrastar-
lundi
SÓLVEIG Eggerz Pétursdóttir
opnar páskasýningu í Þrastar-
lundi á skírdag, 4. apríl.
Á sýningunni verða 22
vatnslitamyndir, flestar mál-
aðar á undanförnum mánuð-
um.