Morgunblaðið - 02.04.1996, Side 27

Morgunblaðið - 02.04.1996, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 27 Sparnaður í steinsteypu, segir Jón Rúnar Sveinsson, er harla óvænlegur valkostur. Sú þróun gerir „sparnað í stein- steypu" harla óvænlegan valkost. Lítum á dæmi: Pjöiskylda kaupir íbúð sem kostar 8 milljónir króna. Hún tekur 70% húsbréfalán til 40 ára, að fjárhæð 5,6 milljónir. Eftir því sem greitt er af láninu, eykst eignarhlutur fjölskyldunnar, þar til lánið er að fullu greitt eftir 40 ár og íbúðin orðin skuldlaus eign henn- ar. Reikna verður með árlegri verð- rýrnun, hér er farið varlega í sakirn- ar og aðeins gert ráð fyrir 0,5% árlegri fyrningu. í ljós kemur, að eignaaukningin er ótrúlega hæg. Sé athugað hve mikið viðkomandi fjölskylda þyrfti að spara til þess að ná sömu eigna- stöðu með því að leggja fyrir á spari- reikningi, sem ber 5% raunvexti, kemur fram enn ótrúlegri tala: Eft- ir 10 ár er eignaaukningin einungis kr. 172 þús. Til að safna sömu fjár- hæð á sama tíma á sparireikning þarf ekki að leggja til hliðar nema 13.600 kr. á ári. Eftir 20 ár er eigna- aukningin enn ekki nema kr. 712 þús. Sparnaðarkrafan til þess að ná sömu eignastöðu er aðeins 21.500 kr. á ári. Eignaaukningin er örari á seinni hluta lánstímans, eftir 40 ár er hún orðin alls 4 milljónir króna. Til að ná sömu eignastöðu á spari- reikningi þarf þó ekki að leggja til hliðar nema 33.100 kr. árlega, eða minna en 3.000 kr. á mánuði. Húsnæðistillögur ungra sjálfstæðismanna Samband ungra sjálfstæðis- manna lagði nýlega fram nokkuð snöggsoðnar tillögur í húsnæðismál- um, þar sem uppistaðan er sem fyrr sjálfseignarstefna og enn meiri sjálfseignarstefna. Ekki er minnst á svo augljóst stefnuatriði eins og aðgerðir til þess að efla hinn fijálsa leigumarkað, eins og t.d. hægri flokkar í Bretlandi og Þýskalandi hafa lagt mikla áherslu á. í Þýska- landi hefur þetta verið hluti hinnar „félagslegu markaðsstefnu" sem Erhard og Adenauer voru höfundar að. Félagslegar íbúðir í Þýskalandi eru að stórum hluta leiguíbúðir í eigu einstaklinga og einkaaðila. Meðan félagslegt lán hvílir á íbúð- inni, verður að leigja hana fólki undir tilteknum tekjumörkum, en þegar lánið er greitt upp, falla þær kvaðir úr gildi. í Bretlandi hefur stefna íhaldsflokksins að undan- förnu mjög beinst að því að efla frjálsan leigumarkað, svo hann geti í auknum mæli tekið við hlutverki félagsíbúðakerfis sveitarfélaganna. Þetta er ekki síst til komið eftir hrun séreignarmarkaðarins í upp- hafi þessa áratugar, sú bitra reynsla ásamt vaxandi vantrú ungs fólks á eignastefnunni og óvissa á ótrygg- um vinnumarkaði hefur stóraukið eftirspurn eftir leiguhúsnæði á fijálsum markaði. Tillögur SUS um jafnan og ótekjutengdan skattaafslátt fyrir alla íbúðaeigendur eru reyndar eng- in ný hugmynd. Er þeim virkilega ekki ljóst, að nauðalíkt kerfi var við lýði á árunum 1987 til 1993 og hét þá „húsnæðisbætur"? Þó nafnið sé annað, var um nær algera hliðstæðu að ræða; hver skattgreiðandi átti rétt á föstum árlegum húsnæðisbót- um sem komu til lækkunar skatta viðkomandi. Það er mergur málsins að „flöt“ niðurgreiðsla, eins og beinn skatta- afsláttur eða fastar og jafnar hús- næðisbætur, án tillits til stærðar húsnæðisins eða tekna íbúðarkaup- andans, hittir mjög illa í mark sem húsnæðispólitísk aðgerð. Öll þróun undanfarinna ára í vestrænum löndum hefur legið frá slíkum að- gerðum og í stað þeirra hafa kom- ið tekjumörk og tekjutengingar. Bretland undir stjórn Thatchers og Majors er mjög gott dæmi um þetta. Þar eru tekjutengdar húsaleigu- bætur orðnar eitt helsta tæki stjórnvalda í húsnæðismálum, sam- tímis því sem verið er að draga úr skattfríðindum þeirra sem búa í eigin húsnæði. Húsnæðisniðurgreiðslur hér á landi eru nú um 5 milljarðar á ári, ríflega 1% af landsframleiðslu, sem er nálægt meðaltali hinna þróaðri þjóða. Með tekjutengingu vaxta- bótakerfisins og ekki síst eftir til- komu húsaleigubóta á sl. ári er það orðið staðreynd, að slíkar niður- greiðslur eru mun réttlátari hér en víða annars staðar. Það væri að mínu mati mjög óskynsamlegt að hverfa frá slíkum tengingum, þrátt fyrir að þær auki jaðarsköttun, og taka upp kerfi með flötum skattaaf- slætti. Höfundur er félagsfræðingur. HOMELITE Reykjavfk: Ármúla 11 - Slmi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Simi 461-1070 Góð fermingnrjyjöf sem leffjfurjyrunn ud farsœlum fjúrhujj öndvcgisbréf: Öndvegisbréf eru verðbréfasjóöur sem fjárfestir eingöngu í ríkis- tryggðum verðbréflun, s.s. spariskírteinum. Öndvegisbréf hafa gefið 7,77% raunávöxtun á ári sl. 5 ár. íslandsbréf: Helstu kostir íslandsbréfa eru stöðugleiki í ávöxtun, góð eignadreifing og hagstæð innlausnarkjör. Islandsbréf henta vel ungu fólki, sem getur þurft að nýta peningana með stuttum fýrin'ara t.d. vegna skólagöngu. íslenski fjá rsjóðu ri n n: íslenski fjársjóðurinn er hlutabréfasjóður sem fjárfestir í íslenskunr fyrirtækjum. Islenski fjársjóðurinn er spennandi kostur fyrir ungt fólk sem vill stíga fyrstu skrefin til fjárfestingar í íslensku atvinnulífi. 3 Þú færð bréfið afhent í fallegri möppu. iMndsbríf styrkja jaftiittjijafrœðslu wmsíimm /jejjn vimuefnaueyslu Hafðu samband við ráðgjafa Landsbréfa eða umboðsmenn í öllunr útibúum Landsbankans. ^ LANDSBRÉF HF. iH NDSBRAUT 108 REYKJAVÍ Saumakonun - frábær lausn arft þú að koma skipulagi á tvinna- keflin - þá er þetta lausnin! Standur fyrir 48 kefli kr. 3.100.- Standur fyrir 70 kefli kr. 4.100.- Standur fyrir 120 kefli kr. 5.900.- Sendingarkostnaður bætist við vöruverð Pöntunarsími 567 5484 B.G.Á. EILDVERSLUN VILT ÞÚ LÁTA INNHEIMTUAÐGERÐIRNAR GANGA HRATT FYRIR SIG ? Innheimtur s/f leggja áherslu á faglega, hraða og góða þjónustu. Ef þú leitar lögfræðilegra innheimtuaögeröa áttu rétt á aö fá: HRAÐA ÞJÓNUSTU Hraðar innheimtuaðgerðir geta gert útslagið um hvort skuldin innheimtist og það aö ná peningunum sem fyrst inn í veltuna getur verið áhrifavaldur á arðsemi fyrirtækis þíns. GREIÐAN AÐGANG AÐ UPPLÝSINGUM Þú verður að geta fengið upplýsingar um gang og stöðu mála á fyrirhafnarlausan hátt þegar þér hentar. GÓÐAR SKILAGREINAR Forsenda þess að þú getir hatt nákvæmt eftirlit með útistandandi kröfum og uppgjöri þeirra eru góðar skilagreinar. REGLULEGT UPPGJÖR Þú átt rétt á að fá peningana þína tafarlaust eftir að greiðsla hefur farið fram. Ef þú eða fyrirtæki þitt þarf á lögfræðilegum innheimtuaö- gerðum aö halda skattu gera kröfur. Haföu samband við Einar Gaut Steingrímsson hdl. á skrifstofu okkar og fáöu nánari upplýsingar um þjónustuna. INNHEIMTUR SF Eiðistorgi 13, 170 Seltjarnarnesi, sími 561 0077, fax 562 3484. I sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.