Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 MORGÚNBLAÐIÐ FRÉTTIR Pósturinn hækkar og síminn lækkar á móti HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra hefur sam- þykkt breytingar á gjaldskrá Pósts og síma. Gjaid- skrá fyrir póstþjónustu hækkar um 15% að meðal- tali. A móti eru gerðar breytingar á gjaldskrá fyrir símþjónustu, sem hafa í för með sér verulega Iækkun á sumum liðum. Að sögn Halldórs verða heildaráhrifin af þessum breytingum þau að tekjur Pósts og síma verða óbreyttar. Verðbreytingarnar taka gildi 1. júní nk. Halldór sagði að óhjákvæmilegt hefði verið að hækka póstburðargjöld. Um 300 millj. kr. tap væri á póstþjónustunni og væri þá ekki reiknað með útgjöldum Pósts og síma vegna lífeyris- greiðslna starfsmanna sinna, en þær næmu um 100 millj. Halldór sagði að þessar verðbreytingar á póst- og símagjöldum miðuðu að því að færa verðið á þjónustunni nær því sem þjónustan kostaði. Breytingarnar á verði símþjónustu leiða til þess að það verður ódýrara að hringja milli landshiuta og til útlanda. Taxti fyrir lengri langlínusímtöl (gjaldflokkur 3) verður felldur niður, svo og kvöjd- taxti. Dagtaxti mun gilda til kl. 19:00 virka daga í stað kl. 18:00 áður, en næturtaxti hefst kl. 19:00 í stað 23:00 og gildir fram til kl. 8:00 virka daga og um helgar. Þetta þýðir að þriggja mínútna sím- tal milli Reykjavíkur og Egilsstaða að kvöldlagi lækkar um 39% eða úr 15,77 kr. í 9,55 kr. Að degi til lækkar það um 28% og um helgar um 25%. Simtöl til útlanda lækka Símtal á styttri langlínu eins og milli Selfoss og Reykjavíkur lækkar einungis á kvöldin virka daga og fer þriggja mínútna símtal þá úr 11,62 kr. í 9.55 kr. Gjaldtaka fyrir staðarsímtöl breytist ekki nema hvað símtal á tímabilinu kl. 18:00 til kl. 19:00 virka daga hækkar. Þriggja mínútna símtal á þeim tíma hækkar úr 4,57 kr í 5,81 kr. Gjaldskrá fyrir símtöl til útlanda lækkar að meðaltali um 10% en þó er lækkunin mismpnandi eftir löndum. Mínútugjald til Belgíu og írlands lækkar um 29%, um 25% til Bretlands og Japans, um 17% til Kanada, og um 12% til Norðurland- anna annarra en Finnlands þar sem lækkunin nemur 5%. Símtöl til Frakklands og Spánar lækka um 10% og um 6% til Austurríkis og Bandaríkj- anna. Gjaldskrá fyrir póstþjónustu hefur verið óbreytt í grundvallaratriðum frá 1992. Vegna haliarekst- urs á póstþjónustunni er nú óhjákvæmilegt að hækka póstgjaldskrána að meðaltali um 15%, en það hefur í för með sér að gjald fyrir 20 gramma almennt bréf innanlands hækkar úr 30 kr. í 35 kr. Burðargjald fyrir A-póst til útlanda hækkar um 15%, en B-póstur til útlanda hækkar um 2096. Morgunblaðið/Ámi Sæberg PEYSUFATADAGUR var hjá 4. bekk Verzlunarskóla íslands í gær og voru prúðbúnir nemamir áberandi í borginni í blíðviðrinu. Framundan em strangar prófannir hjá þeim eins og öðru skólafólki. Dregið hjá DAS í hverri viku „VIÐ höfum ákveðið að gjör- breyta flokkahappdrættinu hjá okkur, því í stað þess að draga einu sinni í mánuði ætlum við að draga vikulega, á hveijum fímmtudegi," sagði Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri Happdrættis DAS. Þann 9. maí verður í fyrsta skipti dreg- ið í vikulegu happdrætti DAS. Hæsti vinningur á einfaldan miða verður 2 milljónir króna, eða 4 milljónir á tvöfaldan miða. Heildarvinningar í viku hverri eru rúmar 10 milljónir. Sigurður Ágúst sagði að með nýju fyrirkomulagi yrði dregið í happdrættinu 48 sinn- um á ári. „Möguleikar fólks á vinningi fjórfaldast, því í raun verður þetta sama flokkahapp- drættið, en tíðni útdrátta fjór- földuð. Dregið verður á hveij- um fimmtudegi kl. 18 og vinn- ingsnúmer auglýst í dagblöð- um næsta dag. Eftir sem áður er nóg að endurnýja miða einu sinni í mánuði. Sú endumýjun gildir þá næstu fjóra drætti." Tíu bílar í maí Sigurður Ágúst sagði að Happdrætti DAS hefði ákveðið þessar breytingar, þar sem samkeppni hefði aukist með vikulegu Lottói, Víkingalottói, Happi í hendi og fleiru. „Olíkt þessum happdrætt- um, erum við með takmarkað- an fjölda miða. Við höfum fellt út lægstu vinningana, 3 þús- und krónur, og hér eftir verða lægstu vinningar 10 þúsund krónur. Hæsti vinningur verð- ur 2 milljónir, eða 4 milljónir á tvöfaldan miða. Heildarverð- mæti vinninga í hverri viku er rúmar 10 milljónir, en í aðalvinning í lok maí verða tíu bílar. Þá viku verður verðmæti vinninga rúmar 20 milljónir. Við erum ekkert byijaðir að auglýsa þessa nýjung, en samt sem áður er mikií ásókn í miða hjá okkur, svo mikil að ég man vart annað eins.“ Yfir 4.000 nemend- ur í samræmd próf NEMENDUR10. bekkjar grunn- skóla um allt land þreyta fyrsta samræmda prófið í dag. Fyrst verður prófað í íslensku en síðan verður kunnátta nemenda í ensku prófuð á föstudag, stærðfræði á mánudag og dönsku á þriðjudag. Þeir einstaklingar sem búið hafa í Noregi eða Svíþjóð taka sam- ræmd próf í norsku eða sænsku í stað dönsku. Guðni Olgeirsson, námsstjóri hjá menntamálaráðuneytinu, seg- ir að skráðir nemendur í 10. bekk grunnskóla séu 4.422 talsins. Hann segir prófin í föstum skorð- um að mestu, þau standi yfir tvo og hálfan til þijá klukkutíma í senn og í hveiju prófi séu margir þættir, svo sem hlustun, skilning- ur og ritgerð í dönsku og ensku. Á milli ára megi greina áherslu- breytingar en þær séu ekki stór- vægilegar. Ekki voru haldin samræmd próf í ensku og dönsku frá 1990 til 1993 en þau voru hins vegar tekin upp á nýjan leik 1994. Hann segir að stærsta breytingin sem orðið hafi á samræmdum prófum seinustu ár að öðru leyti, sé sú að Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála semji þau og ann- ist framkvæmd mála fyrir ráðu- neytið. Áður fyrr var þessi vinna innt af hendi innan ráðuneytisins. Umgjörðin er hins vegar óbreytt að hans sögn, ráðuneytið ræður trúnaðarmenn með hveiju prófi til að fylgjast með því að allt fari fram með réttum hætti og nemendur fá úrslit prófa þremur vikum eftir prófin, eða í kringum 20. mai næstkomandi. Stofnunin ræður kennara til að yfirfara prófin og eru um 10 kennarar í hverri grein sem skoða þau og meta eftir nákvæmum reglum til að niðurstaðan sé eins óvilhöll og hægt er. Mega ekki Iengur semja próf Kennarar í 10. bekk mega ekki lengur semja samræmdu prófin, eftir að umboðsmaður barna úr- skurðaði í fyrra að óeðlilegtværi að þeir önnuðust það starf. Úr- skurðurinn féll m.a. á þeim for- sendum að hugsanlegt væri að kennarar settu verkefni í prófin sem kæmu sínum nemendum bet- ur en öðrum. Slikt hafði þó aldrei komið í ljós að sögn Guðna, en menn hafi viljað vera á varðbergi og hafi engar deilur risið um þess- ar breytingar. Bogga var með staðsetningartæki við seinustu skoðun Sighngamálastofnun óskar skýringa VIÐ skoðun á trefjaplastbátnum Boggu HF sem lenti í vandræðum á Mýrum í fyrrinótt, bæði þegar báturinn var skráður og fyrir tæpu ári, voru fullkomin staðsetningar- tæki um borð í honum. Komið hefur fram að engin stað- setningartæki voru um borð í Boggu þegar hún steytti á skeri og þurfti þyrla Landhelgisgæslunnar að staðsetja hana til að hægt væri að veita bátsveijum aðstoð. Páll Guðmundsson, deildarstjóri hjá Siglingarmálastofnun, segir að auk kompáss, sem er skyldubúnað- ur um borð í íslenskum skipum, hafí Bogga verið búin fullkomnu lóran-c staðsetningartæki við sein- ustu skoðanir. „Fregnir um að þessi tæki hefðu ekki verið um borð komu mér á óvart því báturinn var búinn stað- setningartækjum fram yfír það sem er lágmarkskrafa. Ég hef óskað eftir því að þegar lögregluskýrsla verður tekin af mönnunum komi fram hvort þessi tæki voru um borð og ef ekki, hvers vegna þau tæki voru ekki þar þegar báturinn strandaði," segir Páll. „Miðað við þann búnað áttu mennirnir að geta staðsett sig með talsverðri ná- kvæmni." Skylda er að hafa áttavita um borð í íslenskum skipum, radardýpt- armæli og talstöð, en auk þess bún- aðar eru nær undantekningalaust komin önnur staðsetningartæki í íslensk fley að sögn Páls, þar á meðal lórantæki og gps-staðsetn- ingartæki. Hálfdán Guðmundsson hjá Auð- bergi ehf., sem var að taka við út- gerð bátsins, kveðst ekki geta tjáð sig um þetta mál að svo stöddu, enda eigi eftir að halda sjópróf. Hann hafí ekki haldbærar skýringar handa fjölmiðlum á því að bátsveij- ar hafí ekki getað staðsett sig þeg- ar þeir óskuðu aðstoðar. „Þetta voru reyndir menn á mín- um vegum með réttindi til að sigla skipum sem voru að sækja bátinn vestur á Patreksfjörð," segir hann. MORGUNBLAÐINU í dag fylgir fjögurra síðna auglýs- ingablað frá BYKO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.