Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Daníel Ágústín- usson var fædd- ur á Eyrarbakka 18. mars 1918. Hann andaðist á Kanarí- eyjum 11. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ágústínus Daníels- son, bóndi í Stein- skoti, og Ingileif Eyjólfsdóttir. Hann átti einn bróður, Ejjólf, f. 10.5. 1910, d. 15.3. 1995, og eina fóstursystur, Bjarndísi Guðjóns- dóttur, f. 20.11. 1926, Maður hennar, Ulfar Magnússon bifrstj. í Rvk. Eiginkona Daní- els 15.8. 1942, Anna, f. 9.8. 1919, Erlendsdóttir prests í Odda Þórðarsonar og Önnu Bjarnadóttur. Börn: Erlendur, f. 18.10. 1942, löggæslumaður á Selfossi, maki Gréta Jónsdótt- ir, Ingileif, f. 18.8. 1944, kenn- ari, maki Anton G. Ottesen bóndi og oddviti Ytra-Hólmi. Dótturdóttir Bryndís Ingvars- dóttir, BA, f. 14.1.1969, starfs- maður Þjóðarbókhlöðu, ólst upp á heimili þeirra. Sambýlis- maður Helmut Lugmayr, kenn- ari og fararstjóri. Barnabörnin eru 7 og barnabarnabömin 4. Daníel stundaði nám á Laugar- vatnj og Kennaraskóla Islands og Útskrifaðist 1936. Kennari á Núpi og í Stykkishólmi og við Daníel Ágústínusson var allt í senn - vel gefínn, glaðlyndur, fé- U^gsmálamaður, ræðuskörungur og vinur. Hann var gæddur góðum gáfum, minnugur með afbrigðum, vel les- inn, ritfær og afar fróður um menn og málefni. Einstakur mannþekkjari var Daníel og fljótur að átta sig á eiginleikum fólks, kostum þess og göllum. Unun hafði hann af því að rekja ættir einstaklinga og tengja saman. Stóðu fáir honum á sporði á sviði ætta og uppruna íslendinga. Fróðleiksfýsnin tók ekki aðeins til ættfræði heldur einnig lands og sögu þjóðarinnar, héraða, sýslna, sveita og bæja. Brennandi áhuga hafði Daníel alla tíð á stjórnmálum, bæði innlendum og erlendum. Störf sín öll rækti hann af stakri prýði, samviskusemi, nákvæmni og elju. í eðli sínu var Daniel glaðlyndur og gamansamur. Þetta skynjuðum við Guðrún og böm okkar glöggt í heimsóknum á menningarheimili þeirra hjóna Önnu og Daníels, þar sem gestrisnin réð ríkjum, og ánægjulegt var heim að sækja. Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1947-54. Erindreki Framsóknarflokks- ins 1939-47. Bæjarstjóri á Akra- nesi 1954-60. Að- albókari og gjald- keri hjá Bæjarfóg- etanum á Akranesi 1961-84. Hann var varaþingmaður Framsóknarflokks- ins í Vesturlands- kjördæmi 1959-78 og tók 6 sinnum sæti á Alþingi nefnt tímabil. I miðstjórn flokksins í áratugi. Bæjarfulltrúi sama flokks á Akranesi 1962-82 og forseti Bæjarstjórnar í 5 ár. I stjórn UMFÍ 1938-57 og lands- mótsnefnd 1940-55. í Orkuráði í 41 ár. Iþróttanefnd ríkisins í 31 ár. Stjórn Sementsverk- smiðju Ríkisins í 22 ár. Endur- skoðandi Síldarverksmiðju rík- isins í 35 ár og ennfremur í fjölda annarra _ opinberra nefnda og ráða. I Byggingar- nefnd Dvalarheimilisins Höfða frá 1986 til dauðadags og jafn- framt fjármálastjóri og prók- úruhafi. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ísl. fálka- orðu 1989 fyrir margháttuð félagsmálastörf. Útför Daníels fer fram í dag frá Akraneskirkju og hefst at- höfnin kl. 14. Daníel hafði sérstaka frásagnargáfu og naut sín best þegar hann sagði frá án blaða, einn og án stuðnings. Þá naut sín vel skörp greind hans og afburða minni. Gott lag hafði hann á því að krydda slíkar frásagn- ir kímni og gleði, án þess að á efni væri hallað. Þrátt fyrir yfirburða hæfileika á þessu sviði gaf hann sér ætíð tíma til að hlusta á aðra, hvort sem honum líkaði málflutningurinn betur eða verr. Félagsmálamaður var Daníel mikill. Hann átti sæti í bæjarstjórn Akraness í mörg ár, var bæjarstjóri þar í 6 ár, varaþingmaður Vestur- landskjördæmis í mörg ár, og sat á sínum ferli í fjölda stjórna, ráða og nefnda á vegum ríkisins, sveitar- félaga, Framsóknarflokksins og ýmissa fijálsra félaga. Hann var samvinnu- og félagshyggjumaður af lífi og sál og alla tíð einn af sterk- ustu stuðningsmönnum Framsókn- arflokksins. Áhrifa hans gætti því víða. í stjómmála- og félagsmála- störfum sínum var Daníel greiðvik- inn, fórnfús og óeigingjarn og hafði djúpan skilning á gildi menntunar og bættum hag og stöðu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Hann var um leið víðsýnn og stórhuga framfarasinni sem skildi nauðsyn nýjunga og breytinga í atvinnuhátt- um til bættrar afkomu þjóðarinnar. Tók Daníel þátt í mörgum þýðingar- miklum framfaramálum á Ákranesi og nágrenni og hafði sérstakan áhuga á atvinnumálum, mennta- og félagsmálum. Þá var hann frá upp- hafí ötull stuðningsmaður uppbygg- ingar orkufreks iðnaðar á Grundart- anga, sem var mjög umdeild í hans nágrenni á sínum tíma. Saga Akra- ness og saga Daníels verður því ekki sundur skilin. Um jafnmikinn stórhuga gat ekki ríkt lognmolla. Það var einfaldlega ekki stíll Daníels. Þegar tekist var á í umdeildum málum hafði hann ætíð skoðun, yfírleitt mjög fastmót- aða og ákveðna. Hann var fljótur að átta sig á flóknum viðfangsefn- um og mynda sér skoðun sem byggðist á rökum og þörfum um- hverfisins. Þó að á móti blési lét hann aldrei bugast. Fyrir það hlaut hann aðdáun, virðingu og lof, bæði samheija og andstæðinga. Þetta einkenni Daníels kom glöggt í ljós þegar hann var hrakinn úr stóli bæjarstjóra Akraness árið 1960 eft- ir miklar pólitískar sviptingar. í stað þess að hverfa brott úr bænum, sem margir hefðu gert við þær aðstæð- ur, byggði hann sig upp, skapaði sér traust og tiltrú almennings, gekk til framboðs til bæjarstjórnar Akraness og náði þar glæsilegri kosningu. Með því skapaði hann sér fastan áhrifa- og framtíðarsess í bæjarlífinu. Ræðumaður var Daníel mjög góð- ur. Hann hafði í raun allt það sem góður ræðumaður þráir að hafa - sterka rödd, fullkomið vald á ís- lenskri tungu, náði auðveldlega til áheyrenda, var skýrmæltur, rök- fastur og rökfimur. Ræður hans, skrifaðar sem óskrifaðar, voru byggðar upp með skörpum og skýr- um stígandi hætti. Stóðust afar fáir honum snúning á þeim vettvangi þegar út i deilur var komið. Þegar að honum var sótt í pólitískri orra- hríð gat hann verið illskeyttur og óvæginn. Átti það ekkert síður við um samheija en andstæðinga þegar þeir fjölluðu um innri mál. Andstöðu við sín sjónarmið erfði hann hins vegar ekki en gerði þó kröfu til þess að andmæli væru rökstudd og skýr. Þar sem saman komu skörp greind, ræðusnilld, eldhugur og stundum hæðni fór ekki hjá því að undan ræðum Daníels gæti sviðið meðal þeirra sem fyrir urðu. í bar- áttunni á hinum pólitíska vettvangi bar ákefðin og eldmóðurinn hann stundum lengra en ástæða var til. Sú staðreynd átti líklega nokkum þátt í því að Daníel náði ekki kjöri til Alþingis eins og hugur hans stóð til um tíma. Árið 1976 kynntist ég Daníel fyr- ir alvöru er við urðum samstarfs- menn hjá bæjarfógetaembættinu á Akranesi. Ýmislegt hafði þá á daga hans drifið og frá mörgu að segja ungu fólki. Af reynslu Daníels mátti margt læra og var hann óspar að gefa ráð þegar eftir var leitað, sér- staklega þegar um landsmála- og bæjarpólitík var að ræða. Þar var hann á heimavelli. Þó að við værum ekki ætíð sammála var vináttan og tryggðin ómetanleg alla tíð og ent- ist til æviloka. Fyrir það þökkum við öll. í oft stormasömu stjórnmála- og félagslífi naut Daníel farsæls fjöl- skyldu- og heimilislífs. Hans dug- mikla eiginkona, Anna Erlendsdótt- ir, stóð ætíð eins og klettur við hlið hans, á hveiju sem dundi. Það gerði hún einnig þegar kall hans kom í fímmtu ferð þeirra hjóna á Kanarí- eyjum fimmtudaginn 11. apríl sl. Þangað hafði Daníel hlakkað svo mikið til að komast og njóta hlýrri vinda sér til hressingar og uppörv- unar. Fram til hins síðasta lék hann á als oddi með eiginkonu, nágrönn- um og vinum. Hann kvaddi því sæll og glaður. Fyrir hönd Önnu, eiginkonu Daní- els, og að hennar ósk er hér með komið á framfæri sérstöku þakklæti til fararstjóra Samvinnuferða-Land- sýnar á Kanaríeyjum, þeirra Kjart- Minningargreinar og aðrar greinar 4(^FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostnaður Morg- unblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanförnum misserum. Dagblöð víða um iönd hafa brugðizt við miklum verð- hækkunum á pappír með ýmsu móti, m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargrein- um og almennum aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðs- ins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hóf- sama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. DANIEL ÁGÚSTÍNUSSON ans L. Pálssonar og Maríu Perello, fyrir einstaka umhyggju þeirra og hlýju og ómetanlega aðstoð við ferð- ina heim. Önnu og fjölskyldunni allri flytj- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Sveinsson, Guðrún Magnúsdóttir og börn. 1954 flytjum við Daníel með fjöl- skyldur okkar til Akraness. Hann sem bæjarstjóri, ég sem kennari. Okkar kynni höfðu hafist fyrr eða árið 1936, þegar hann var eldheitur forystumaður Sambands bindindis- félaga í skólum. Þar fóru hugsjóna- mál okkar saman. Hann bindindis- maður í anda hinnar upphaflegu ungmennafélagshreyfingar, en ég sem góðtemplari. Sá þáttur var þar þegar ofinn og undinn okkur báðum til ævilangrar farsældar. Daníel bauð okkur að byggja með sér hús nokkru eftir komuna til Akraness. Þá voru stigin gæfuspor. Og nú í sumar eru 40 ár síðan við fluttum í Háholt 7. Það er því margs að minnast nú þegar Daníel er kvaddur og verður hér lítið rakið. Sambýlið með þeim hjónum Daníel og Önnu og börnum þeirra hefur verið með eindæmum farsælt. Ég stundaði vegavinnu á sumrin allt til 1974. Það kom því í hlut þeirra hjóna, að ganga frá lóð, girða, rækta upp garðinn og hirða. Eftir að ég hætti í vegavinnunni kom það meira í minn hlut að hirða garðinn, enda átti Daníel þá orðið erfitt með að bogra og kijúpa eftir þijár aðgerðir á mjaðmarliðum. Mér þótti líka gott að geta jafnað metin að nokkru, því aldrei fékk ég að borga honum hans miklu vinnu, aðeins minn hlut í efn- iskostnaði. „Þú gætir frekar krafið mig um greiðslu fyrir að hafa af þér alla ánægjuna sem þessi störf veita.“ Þannig voru svörin. Á félags- lega sviðinu vann hann margháttuð tímafrek störf árum saman án launa, því hann var maður starfs- glaður, ósérhlifmn og ósíngjarn. En hann lagði þó ekki hendur í skaut þótt garðvinnan væri honum um megn síðustu árin. Hann gat notað strákúst og vatnsslöngu til þrifa. Tröppur, bílastæði og gangstéttir umhverfis hornið þreif hann reglu- lega. Það var ekkert hálfkák. Hann áleit það þegnskyldu hvers húseig- enda að sjá um þau þrif meðan menn almennt væru ekki komnir á það þrifnaðarstig, að láta af því, að henda frá sér hvers konar um- búðum og rusli. Hann var með af- brigðum hreinlátur og hreinskiptinn til orðs og æðis. Hann gerði svo sannarlega hreint fyrir sínum dyrum í tvennum skilningi, tók fast á strák- ústinum, óhreinindin urðu að víkja og efalaust sveið ýmsum undan föst- um rökum hans, er hann beitti orðs- ins brandi í ræðu og riti, þegar hann varði hugsjónir sínar og áhugamál. Hann setti svo sannarlega svip sinn á þetta bæjarfélag um langt árabil. Að honum er því sjónarsvipt- ir. Það eru komin stór skörð í hóp okkar frumbýlinganna hér. neðst við Háholt. Hópinn, sem svo oft mætti í góðar veislur hjá Daníel og Önnu. Nú Daníel, gestgjafinn, sem var hrókur alls fagnaðar, svo fróður og frásagnaglaður. Hann hafði á erind- rekaárum sínum og síðar kynnst fjölda fólks kringum allt land og gat sagt frá mönnum og málefnum á svo áhugaverðan hátt, að oft var liðið langt á nótt er gestir kvöddu. Eg nefndi það við hann að skrifa þessar minningar, hann lét sér nægja að rita viðtöl og kveðjuorð um íjölda genginna samferða- manna. Þar naut sín hlýhugur hans, frásagnarhæfileikar og óvenju trútt minni. Eftir miðnætti hver áramót í þessi 40 ár komu þau hjónin niður til okkar að árna okkur heilla á nýju ári og þakka samvistir liðins árs - samvistir sem aldrei bar skugga á. Það fylgdi Daníel alltaf hressandi og smitandi bjartsýni og kraftur. Bölsýni og úrtölur voru ekki í hans orðasafni. Hann kvaddi okkur 26. mars, næstum óvenju glaður. Nú kveðjum við þig, vinur, með söknuði og þökk fyrir árin öll. Ég og fjöl- skylda mín vottum Önnu, börnunum og öðrum aðstandendum einlæga samúð okkar. Þorgils Stefánsson. í helgri bók stendur: „Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brenn- andi í andanum." Um engan mann þykir mér þessi lýsing eiga betur við en um Daníel Ágústínusson, sem kvaddur er í dag. Hann var svo sannarlega brennandi í andanum allt til hinstu stundar. Þannig var hann þegar við kvöddumst í síðasta sinn. Hann var á leið til útlanda og vildi ganga frá áríðandi málum varðandi fram- kvæmdir við Dvalarheimilið Höfða á Akranesi, en hann var formaður byggingamefndar dvalarheimilis- ins. Honum fannst fjárveitingar rýr- ar og lét ráðherra sinn aldeilis finna til tevatnsins. Þannig var hann. En við kvöddumst vel, eins og ávalit, með gagnkvæmri væntumþykju og þessi síðasta kveðjustund verður mér ómetanleg í minningunni um hann. Ég sé hann fyrir mér, stráks- legan og frískan, ganga út úr húsi mínu og veifaði mér í síðasta sinn. Svo sannarlega bar hann það ekki með sér að 83 ár voru að baki. Brimið við Eyrarbakka hefur eflt margan manninn. Þar hafa margir áhrifamenn slitið barnsskónum, þeirra á meðal sá sem nú er kvadd- ur. Daníel var foringi í fremstu röð. Kraftmikill, skapmikill og ráðríkur. Það gustaði af honum. Hann sá aldr- ei neina torfæru á sinni leið. Daníel naut þess að takast á við erfið verk- efni og sigrast á þeim. Hann var oft óvæginn í sínum baráttuaðferð- um en það vissu allir hvar þeir höfðu hann. Fölskvalaus, hreinn og beinn. Ritsnilli hans var viðbrugðið, mælskan slík að ýmist fékk hann menn til að hrífast með sér eða brenna af reiði. Orð hans höfðu mikil áhrif. Daníel byggði upp Framsóknar- flokkinn á Akranesi og hélt utan um starfsemi flokksins alla tíð. Hann sparaði aldrei tíma til að efla starfið, hvetja og brýna menn til góðra verka. Menn sem koma jafn- mikiu í verk og hér hefur verið lýst eru vel kvæntir. Mesta gæfa Daní- els var hin glæsilega kona hans, Anna Erlendsdóttir, prestsdóttir frá Odda á Rangárvöllum. í yfir fimm- tíu ár hefur hún staðið við hlið hans í blíðu og stríðu en oft næddi um kempuna Daníel, og þá var dýr- mætt að eiga gott heimili. Þau hjón- in eignuðust tvö börn, Erlend lög- reglumenn á Selfossi, en hann er kvæntur Grétu Jónsdóttur og eiga þau þijár dætur, og Ingileif kenn- ara, sem á fjögur börn og er gift Antoni Ottesen, en þau búa á Ytra- Hólmi. Fáa þekki ég tryggari vini en Daníel. Þess naut ég í ríkum mæli alla tíð. Við framsóknarmenn á Vestur- landi stöndum í mikilli þakkarskuld við Daníel Ágústínusson. Hann vann mikið og óeigingjarnt starf og taldi aldrei eftir sér vinnu í þágu flokks- ins. Að leiðarlokum er mér efst í huga virðing og þakklæti og það er gott að muna síðustu kveðjuna þegar hann gekk brosandi út í vo£- ið, bjartsýnn og svo brennandi í andanum. Aðstandendum öllum sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Ingibjörg Pálmadóttir. Blær langra kynna við kæran vin Daníel Ágústínusson hefur borist mér ríkulega með vorsólinni þá daga sem liðnir eru frá láti hans. Kynni okkar hófust upp úr 1950 þegar ég byijaði búskap undir þaki þaki þeirra hjóna Önnu og Daníels - eða réttara sagt undir þeirra stóra og hlýja verndarvæng og síðan hafa þau alltaf verið fyrir mér Annaog- Daníel í einu orði. Reykjavík var þá óðum að breytast úr bæ í borg með miklum vaxtarverkjum fólks- flölgun, húsnæðisvandræðum og moldroki. Þetta voru ár bjartsýni, athafnagleði og framfara og í húsi Önnu og Daníels í Blönduhlíðinni var fjölskrúðugt mannlíf, gestrisni eins og hún gerist best, þar sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.