Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR 0 Stjórnmálaflokkar \ l^TT1^rk»Af> 17-f^O 'f'l þurfaaðiakaabyrgða AUVI ^Udl Kldllbl gerðumsínum,segir %J Svanur Kristjánsson í OPINBERRI umfjöllun um þró- un íslensks þjóðfélags er oft látið í veðri vaka, að við siglum hægt en örugglega í rétta átt. Tímar pólitískrar fyrirgreiðslu og spilltrar stjórnsýslu séu að baki en við"blasi þjóðfélag eðlilegrar og nauðsyn- legrar aðgreiningar opinberrar stjómsýslu og starfsemi stjóm- málaflokka. Okkur fínnst hægt ganga í þessum efnum en huggum okkur við að draugum fortíðar sé um að kenna og fortíðarmyrkur muni víkja fyrir bjartari framtíð. Því miður eru slík viðhorf tálsýn, mótuð af óskhyggju fremur en raunsærri greiningu á lögmálum íslenskra stjómmála. Veruleikinn er annar, eins og sjá má af eftirfar- andi tveimur dæmum um stjóm- sýsluákvarðanir, en báðar voru teknar um miðjan aprílmánuð. 1. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði sam- flokksmann sinn, Jón Sveinsson, fyrmm bæjarfulltrúa Framsóknar- flokksins_ á Akranesi, formann stjórnar íslenska járnblendifélags- ins. Norska fyrirtækið Elkem A/S sem á 30% í Járnblendifélaginu mótmælti formlega til ráðherrans áformum hans um að skipta um stjórnarformann og lýsti yfír trausti á þáverandi stjórnarformann (sbr. Morgunblaðið 19. apríl sl.). Ráðherrann virti mótmæli Elkem að vettugi. Fulltrúi Elkem sagði síðar m.a. þetta í viðtali við Morgun- blaðið þann 19. apríl: „að Elkem hafi nokkr- ar áhyggjur af því að þetta kunni að endur- spegla einhveija breyt- ingu í viðhorfum ís- lenskra stjórnvalda til erlendu fjárfestanna í Járnblendifélaginu, og hvort vænta megi fleiri óvæntra uppákoma af þessu tagi í framtíðinni.“ Viðræður standa yfir meðal eig- enda Járnblendifélagsins sem að meirihluta er í eign íslenska ríkis- ins um stækkun Grundartanga- verksmiðjunnar. Ef áformin ná að ganga eftir myndi Elkem ganga í ábyrgð fyrir hátt í milljarð króna vegna eignarhluta síns í verksmiðj- unni. Eins og kunnugt er hafa íslensk stjórnvöld varið hundruðum millj- óna króna á undanförnum árum til að laða að erlend fyrirtæki til að fjárfesta hér á landi. A undanförnum 20 árum hefur enginn nýr erlendur aðili fjár- fest hér svo einhveiju nemi. Alþjóðleg fyrir- tæki eiga margra kosta völ þegar kemur að íjárfestingum. ís- lendingar eiga ein- faldlega í harðri sam- keppni um erlent fjár- magn við aðrar þjóðir. Við höfum hingað til farið mjög halloka á þessum vettvangi því samkeppnishæfni okkar hefur verið lítil. Ákvörðun Finns Ingólfssonar er til þess fallin að skaða íslenska hagsmuni og rýra það traust sem alþjóðleg fyrirtæki verða að bera til íslenskra stjórnvalda. Finnur Ingólfsson lætur í ljós ánægju með störf fyrrum stjórnarformanns (sbr. Morgunblaðið 20. apríl) en víkur honum samt til hliðar! Vinnubrögð ráðherrans eru ein- faldlega ekki byggð á faglegum stjónarmiðum heldur flokkshags- munum. y 2. Utvarpsréttarnefnd hefur ný- verið úthlutað sjónvarpsrásum því einungis þannig miðar okkur frá stjórn- arfari kenndu við ban- ana yfír til skilvirkari stjórnarhátta. þannig að hagsmunum eigenda Stöðvar 2 er ívilnað en vegið að rekstrargrundvelli Stöðvar 3. For- maður útvarpsréttarnefndar er Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Annar nefndarmaður er Einar Karl Haraldsson, framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins. Eins og kunnugt er reka íslensk- ir stjórnmálaflokkar starfsemi sína að mestu leyti neðanjarðar. Flokk- arnir úthluta sjálfum sér u.þ.b. 150 milljónum króna á hveiju ári af fé skattgreiðenda. Þeir hafa lögfest á Alþingi að framlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka séu frádráttar- bær til skatts, en flokkarnir sjálfir þurfa hins vegar ekki að gera nein- um grein fyrir útgjöldum sínum og tekjum. Flokkarnir eru ekki einu sinni framtalsskyldir. í kosn- ingum kaupa stjórnmálaflokkarnir Svanur Kristjánsson ---------------------------------- <| auglýsingar í fjölmiðlum, þ.á m. í sjónvarpi. Viðskipti flokkanna við I Stöð 2 á árinu 1994 þegar sveitar- stjórnarkosningar voru og í síðustu alþingiskosningum nema tugum milljóna. Framkvæmdastjórar floftkanna bera ábyrgð á fjármál- um þeirra, semja m.a. við fjölmiðla um auglýsingar, greiðslukjör og greiðslutíma. Augljósir hagsmunaárekstrar eru hér til staðar. Annars vegar eru Kjartan Gunnarsson og Einar t Karl Haraldsson, framkvæmda- stjórar stjórnmálaflokka, en hins vegar eru þeir starfsmenn hins opinbera og úthluta eftirsóttum og takmörkuðum gæðum í útvarps- réttarnefnd. Sem íslenskur ríkisborgari, kjós- andi og skattgreiðandi hlýt ég að gera eftirfarandi kröfur: 1) Að Finnur Ingólfsson aftur- kalli skipun Jóns Sveinssonar sem stjórnarformanns íslenska járn- ( blendifélagsins. 2) Að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið geri opinbera grein fyrir viðskiptum sínum við Stöð 2, m.a. greiðslum og skuldum flokkanna við Stöð 2. íslenskir stjórnmálaflokkar fara með mikil völd. Löngu er orðið tímabært að þeir taki einnig ábyrgð á gerðum sínum. Einungis þannig miðar okk- ur eitthvað áleiðis frá stjórnarfari kenndu við banana yfir til skilvirk- * ari og sanngjarnari stjómarhátta. Höfundur er stjómmálafræðingvr. Gerilsneydda kúamjólk- in gerir beinin veikari MJÖG misjafnar töl- ur hafa fengist úr rannsóknum á því hversú mikið kalk við þurfum á dag til þess að halda beinum okkar heilum. Rannsóknir sem sýna fram á mikla þörf á kalki í dag eru yfirleitt gerðar á mat- vælum sem innihalda mikið magn af fosfór. Aftur á móti þær rann- sóknir sem sýna að við þurfum mjög lítið magn af kalki á dag, þar sér maður að ein- staklingurinn hefur borðað mjög lítið af fosfór. Kaík gerir líkamann saltan, en fosfór gerir líkamann súran. samkvæmt austurlenskum kenn- ingum, þannig vinna þau hvort á móti öðru í líkamanum, t.d. er vitað mál að fosfór bindur kalk í þörmun- um og hindrar þannig upptöku þess fyrir líkamann og einnig þegar mikið fosfór er í matn- um sem við borðum þá veldur það í raun og veru auknu tapi á kalki frá líkamanum vegna þess að kalk er þá los- að úr beinum og tönn- um til þess að reyna að hjálpa líkamanum að halda réttu ph-stigi sem á að vera 7,3-7,4. Þetta skýrir að þegar við borðum mat með miklu fosfór-innihaldi þurfum við að auka kalk til þess að bæta líkamanum það upp. Til þess að gera skyn- samlegar breytingar þá þurfum við að minnka mat með háu fosfórgildi en þar er einmitt að finna mólk, osta, ís, gosdrykki, kjötmat ýmiskonar. Þegar rannsak- að er mataræði fólks í mismunandi þjóðfélögum í heiminum þá sjáum við að meiri hluti fóiks fær ekki helminginn af því kalki sem okkur Gerilsneydd kúamjólk, segir Hallgrímur Þ. Magnússon, er ein aðal-orsök fyrir bein- sjúkdómum. er ráðlagt að taka samkvæmt manneldismarkmiðum en hefur þó samt sterk bein og tennur. Til þess að reyna að skilja þetta betur er gott að bera saman samsetningu á móðurmólk og kúamjólk, t.d. inni- heldur kúamjólk 1200 mg af kalki í pelanum, en móðurmjólk eingöngu 300 mg í pelanum. En þrátt fyrir þennan mun þá fær barnið meira kalk úr móðurmjólkinni heldur en úr kúamjólkinni vegna þess að hlut- fall kalks og fosfórs er tveir á móti einum í móðurmjólkinni en í kúamjólkinni er hlutfallið 1,2 á móti einum. Margir næringarfræð- ingar mæla þess vegna eingöngu Hallgrímur Þ. Magnússon. með að við eigum að nota mat sem hefur svipuð hlutföll af kalki og fosfór og móðurmjólkin til þess að við getum nýtt en þessi matur er t.d. brokkoli, hnetur, nýrnabaunir og allar afurðir sem eru komnar af þangi eða þara. Við sjáum einn- ig á þessu að það er alrangt að auglýsa kúamjólk sem góðan kalk- gjafa fyrir mannfólkið. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á dýrum og mönnum hafa sýnt fram á að efnahvatar sem við notum til þess að bijóta niður móðurmjólkina hverfa eftir fyrstu eitt til tvö ár ævinnar, þá er ekki hægt að finna þá í meltingarvegi okkar. Til þess að við getum þá brotið niður mjólkurmat sem við borðum þurfum við að kalla til ýmsar bakteríur sem sjá til þess að mjólkin rotnar og geijast í innyflum okkar. En við'þetta mynd- ast mjög mikil sýra í líkamanum og það veldur eins og áður sagði því að líkaminn leysir efni eins og kalk og magnesíum úr beinunum til þess að reyna að halda réttu ph-stigi. Við komum aftur að því að við það að borða mýólkurmat þá aukum við raunverulega á eyð- ingu kalks úr líkamanum. Við sjáum á þessum tveimur útskýring- um að gerilsneydd kúamjólk er í raun og veru ein aða 1- orsök fyrir beinsjúkdómum sem stöðugt auk- ast í þjóðfélaginu og landlæknir hefur sagt að væru þeir sjúkdómar . sem búast mætti við að ykjust mest hjá vestrænum þjóðfélögum á næstu árum. ( Annað sem ýmsar rannsóknir sýna er að ýmis hegðunarvandamál barna sem við sjáum í dag, t.d. of- virkra barna, barna sem eiga í erfið- leikum með að læra, og fleiri hópa mætti telja. Þessar rannsóknir hafa sýnt að þessi börn fá mikinn bata þegar fosfórríkur matur er tekinn burt úr fæðu þeirra. Eins og sagði áður þá er fosfórríkasti maturinn sem við borðum mjólkurmatur, gos- drykkir, ostur, ís og kjöt. Þess vegna I er alrangt að ráðleggja börnum að drekka kúamjólk. Margt fleira mætti telja til þess að við sjáum að það er rangt að drekka mjólk frá öðrum dýrum jarðarinnar vegna þess að þau hafa aðra samsetningu á mjólkinni heidur en móðurmjólkin er, en við eigum að reyna að borða mat sem hefur líkasta samsetningu og móðurmjólkin, en hann er ein- mitt að finna í þeirri fæðu sem okk- ur er ráðlagt að borða í Mósebók 1:29 en þar stendur: Sjá ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré sem bera ávöxt með sæði í, það sé ykk- ur til fæðu. Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.