Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sameinað sveitarfé- lag á Vestfjörðum Sjálfstæðis- flokkur fengi meirihluta Ísafíröi. Morgfunblaðið. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fær hreinan meirihluta í nýrri bæj- arstjórn sameinaðs sveitarfélags á norðanverðum Vestfjörðum, ef marka má skoðanakönnun viku- blaðsins Bæjarins besta á ísafirði, sem birtist í blaðinu í dag. Hringt var í 316 manns sem svar- ar til 10% af kjörskrá. 64% að- spurðra tók afstöðu í könnuninni. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu, fær Sjálfstæðis- flokkurinn 53,47% atkvæða og sjö af ellefu bæjarfulltrúum, F-listi Oháðra, Kvennalista og Alþýðu- bandalags fær 25,5% og þrjá menn kjörna og Framsóknarflokkur 9,40% og einn mann kjörinn. Al- þýðuflokkurinn fær 6,93% og engan mann kjörinn, en flokkurinn hafði tvo menn fyrir í bæjarstjórn ísa- fjarðar. Funklistinn fékk 4,95% at- kvæða samkvæmt könnuninni og engan mann kjörinn. Litlu munar á sjöunda manni Sjálfstæðisflokks og fyrsta manni Alþýðuflokks. Morgunblaðið/Ásdís Sælgæti rignir yfir Djöflaeyjuna UPPTÖKUM á mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, ið og hendir sælgæti niður til barnanna, sem eins Djöflaeyjunni, er að ljúka. í gær var verið að taka og vænta má gleðjast yfir góðgætinu. Um helgina upp atriði þar sem flugvél flýgur yfir braggahverf- var einnig tekið upp atriði á gamla Melavellinum. Mat fjármálaráðuneytisins á áhrifum álagningar 14% skatts á blöð og bækur Bókaskatturinn hafði ekki merkjanleg áhrif í SKÝRSLU sem fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi um áhrif 14% virðisaukaskatts á bóka-, blaða- og tímaritaútgáfu á íslandi er komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að ætla að álagn- ing virðisaukaskattsins á þessa at- vinnugrein hafi rýrt stöðu hennar. Skýrslan er lögð fram að beiðni nokkurra þingmanna. Tilefnið er upptaka 14% virðisaukaskatts á blöð, bækur og tímarit, en skattur- inn tók gildi 1. janúar 1993. Við vinnslu hennar var m.a. leitað upp- lýsinga frá embætti ríkisskattstjóra og Þjóðhagsstofnun. í skýrslunni er bent á að erfitt sé að einangra álagningu virðisaukaskattsins frá öðrum þáttum sem einnig hafa áhrif á afkomu atvinnugreinarinnar, s.s. kaupmáttarþróun almennings, verðlagsþróun, auk sérstakra að- stæðna í atvinnugreininni. í skýrslunni segir að ekkert bendi til að fyrirtækjum í prentun, bóka- útgáfu og bókaverslun hafi fækkað frá 1993 til 1995. Fyrirtækjum sem selja bækur, blöð og tímarit hafi þvert á móti íjölgað um 19% frá árinu 1993. Velta fyrirtækjanna hafi sömuleiðis aukist þegar á heild- ina sé litið þrátt fyrir að ijóst sé að nokkur tilflutningur hafi átt sér stað yfir í aðrar tegundir verslunar eins og stórmarkaði. Svipuð þróun hafi átt sér stað í prentþjónustu. Útgefnum bókatitlum fækkar I skýrslunni er bent á að sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar hafi afkoma í prentþjón- ustu, útgáfu og sölu bóka, blaða og tímarita batnað milli áranna 1993 og 1994. Skýringin á þessu sé vafalaust betra efnahagsástand, en tölurnar gefi jafnframt tilefni til að ætla að upptaka virðisauka- skattsins hafi ekki valdið fyrirtækj- um í þessum atvinnugreinum þung- um búsifjum. Vakin er athygli á að afkoma þeirra greina sem fást við prentun og sölu bóka og tíma- rita sýnist að jafnaði betri en af- koma annarra atvinnugreina á ár- unum 1988-1994. Samkvæmt upplýsingum Lands- bókasafns íslands - Háskólabóka- safns hefur útgefnum bókatitlum fækkað á síðustu árum. Á árunum 1990 og 1991 voru gefnir út um 1.600 titlar hvort ár. Árið 1992 voru titlarnir 1.740, 1.520 árið 1993 og 1.427 árið 1994. Fjöldi tímarita hefur hins vegar stóraukist á tíma- bilinu, úr 562 árið 1990 í 938 árið 1994. Minna at- vinnuleysi en í mars ífyrra TÆPLEGA 6.500 manns voru að meðaltali atvinnulausir í marsmánuði samkvæmt upplýsingum vinnumála- skrfístofu félagsmálaráðuneytisins um atvinnuástandið, en það jafngild- ir því að atvinnuleysið hafi verið 5% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði. Atvinnuleysið var talsvert minna hjá körlum en konum eða 4,1% sam- anborið við 6,4% hjá konum. Atvinnuleysið í marsmánuði nú er nánast það sama og var í mánuðinum á undan, en verulega hefur dregið úr atvinnuleysinu miðað við mars- mánuð í fyrra. Atvinnuleysið þá var 6,5% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði, en það jafngildir því að atvinnulausir í marsmánuði í ár hafi verið tæplega 1.800 færri en í fyrra. Atvinnulausir síðustu tólf mánuði hafa að meðaltali verið 6.239 manns en það er nær 300 færri heldur voru að meðaltali atvinnulausir í mánuði hveijum á árinu 1995. Ekki kennaraverkfall nú í yfirliti vinnumálaskrifstofunnar segir að minni atvinnuleysi nú-en í fyrra skýrist meðal annars af meiri eftirspurn og framkvæmdum nú auk þess sem í mars í fyrra hafi verið óvenju mikið framboð á vinnuafli skólafólks vegna kennaraverkfalls sém þá var. Þá kemur fram að atvinnuleysið breytist víðast hvpr á landinu lítið milli febrúar og mars. Hlutfallslega verður mest aukning á atvinnuleysi á Austurlandi og það minnkar mest á Suðurlandi. Mest er atvinnuleysið hins vegar á höfðuðborgarsvæðinu og.minnst.á Vestijörðum. RLR og biskupsmál Rannsókn kynnt ríkissak- sóknara RANN SÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur gert embætti ríkissaksóknara grein fyrir framvindu rannsóknar á ásök- unum á hendur biskupi ís- lands. Samkvæmt upplýsingum Rannsóknarlögreglunnar er ekki um það að ræða að rann- sókn teljist lokið og málið hafi verið sent ríkissaksóknara til afgreiðslu þar, heldur sé í raun biðstaða í rannsókninni, á meðan ríkissaksóknara sé gerð grein fyrir stöðu mála. Greiða gjald í bílastæðahúsi SÖLU SKRIFSTOFA Flug- leiða, Laugavegi 7, býður við- skiptavinum sínum að greiða fyrir þá stæði í bílastæðahús- inu við Hverfisgötu og er þetta gert vegna kvartana viðskipta- vinanna um að erfitt hafi reynst að fá bílastæði í ná- grenni skrifstofunnar. Helga Sveinbjörnsdóttir, starfsmaður söluskrifstofunn- ar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að nokkrir viðskiptavin- anna hefðu nýtt sér þetta boð, en þeir fá 30 krónur til að greiða fyrir eina klukkustund í bílastæðahúsinu gegn fram- vísun kvittunar um að þeir hafi lagt bíl sínum þar. Húsfélag Fjarðar- götu 13-15 Jóhann G. í stjórn BÆJARRÁÐ Hafnarijarðar hefur samþykkt með þremur atkvæðum að Jóhann G. Berg- þórsson, verði fulltrúi bæjarins í stjórn Húsfélagsins við Fjarð- argötu 13-15. Valgerður Sigurðardóttir, Sjálfstæðisflokki, greiddi ekki atkvæði með tillögunni. Lúð- vík Geirsson, Alþýðubanda- lagi, lagði fram eftirfarandi bókun, „Þrátt fyrir vonandi tímabundinn stóreignahluta bæjarsjóðs í Miðbæjarhúsi tel ég ekki rétt að bæjarstjórn skipi fulltrúa í stjórn húsfé- lagsins og sit því hjá við af- greiðslu málsins." Skeifukeppni á Hvanneyri HIN árlega skeifukeppni nem- enda við bændadeild Bænda- skólans á Hvanneyri verður haldin sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl. Fyrir hádegi verður m.a. gæðingakeppni en eftir hádeg- ið hefst hin eiginlega keppni um Morgunblaðsskeifuna. Keppnisrétt hafa nemendur bændadeildar í valgreininni Hrossarækt II, ásamt þeim tryppum sem þeir hafa verið að temja sl. þijá mánuði undir dyggri stjórn Ingimars Sveins- sonar hrossaræktarkennara. Allt áhugafólk er velkomið að Hvanneyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.